Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Borgin Lyon fékk nýverið afhent verðlaun sem bestiáfangastaður fyrir borgarfrí árið 2016. Verðlaunin heitaWorld Travel Awards og síðustu ár hafa borgirnar Genf, Lissabon, London og Istanbul hreppt þessi verðlaun. Lyon verðlaunuð 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.9. 2016 Lyon hefur hingað til ekki veriðáberandi áfangastaður Ís-lendinga en þessi fallega franska borg komst á radarinn þegar EM í fótbolta fór fram þar í sumar. WOW air hóf þangað beint flug sem gerði borgina fýsilegan áfangastað. Greinarhöfundur átti sérlega vel heppnaða tveggja vikna dvöl í borg- inni ásamt fjölskyldunni í ágúst. Dvalið var í húsi í úthverfi borgar- innar í tvær vikur í ágústlok. Hitinn var um 25-35 gráður og stöðugt sól- skin og í mesta hitanum kom sér vel að hafa sundlaug. Í Lyon þarf enginn að vera aðgerðalaus, þarna er hægt að njóta matar og menningar og fara í skemmtilegar gönguferðir um borg- ina. Mikil matarmenning Croix-Rousse er skemmtilegt hverfi þar sem haldinn er stærsti útimatar- markaður borgarinnar. Þangað kem- ur heimafólk til að versla í matinn í stórum stíl og úrvalið er mikið og girnilegt. Ef fólk hefur ekki aðstöðu til þess að elda er að minnsta kosti hægt að kaupa fáeinar ólífur eða ávexti til að narta í. Lyon hefur einmitt getið sér gott orð sem borg mikillar matarmenn- ingar. Það helgast meðal annars af því að Paul Bocuse, einn þekktasti matreiðslumaður heims, er þaðan. Hann hefur rekið um áratugaskeið þriggja stjörnu Michelin-staðinn l’Auberge du Pont de Collonges og sömuleiðis eru á hans vegum nokkur brasserie (www.nordsudbrasser- ies.com) sem er hægt að mæla með. Croix-Rousse liggur uppi á hæð þar sem útsýni er gott yfir borgina. Þaðan er hægt að ganga sem leið liggur niður í miðbæinn. Góð hug- mynd er að fara einskonar leynileið- ir, „traboules“, sem liggja í gegnum hús og niður brattar tröppur. Upp- haflega voru þessar leiðir notaðar af silkiframleiðendum til að flytja vörur en eru núna vinsæl ferðamannaleið. Það þarf að hafa augun opin fyrir sérstöku tákni til að vísa réttu leið- ina. Verslað milli ánna Fyrir utan hæðótt landslagið setja árnar Rón og Saône mikinn svip á borgina. Það loftar um borgina í kringum árnar og er fallegt bæði að keyra, ganga og hjóla meðfram ár- bökkunum. Einnig er hægt að fara í bátsferð og skoða borgina þannig og fá nýja sýn á hana. Svæðið milli ánna tveggja er eitt- hvert skemmtilegasta svæði borg- arinnar og þar er að finna mörg af kennileitum hennar eins og Óperu- húsið, Ráðhúsið og Bellecour-torgið. Fyrir ofan torgið er stór göngugata, Rue de la République, þar sem gott er að versla. Þar er ennfremur stór- verslunin Printemps. Samliða þess- ari götu er önnur verslunargata með heldur fínni búðum, Rue du Prési- dent Edouard Herriot. Nýrra versl- unarsvæði er í Part Dieu þar sem er stór verslunarmiðstöð, fyrir þá sem kjósa að eyða tíma sínum í slíkum fyrirbærum. Almenningssamgöngur eru fínar í borginni og líka má geta þess að víða um eru stæði fyrir leiguhjól sem hægt er að nota í skemmri eða lengri tíma. Kirkjan uppi á hæðinni Uppi á hæð fyrir ofan borgina er að finna stórkostlega fallega kirkju sem sést víða að. Kirkjan heitir Notre- Dame de Fourvière. Hún er skínandi hvít að utan og fallega skreytt að inn- an. Það er ævintýralegt að taka spor- vagn þarna uppeftir því hallinn er svo mikill. Á leiðinni niður eftir er hinsvegar upplagt að ganga hlykkj- ótta stíga og þröngar, langar og brattar tröppur niður í bæjarhlutann Vieux-Lyon. Rómverskar rústir Áður en lagt er í hann niður ætti þó fyrst að skoða rómverskar rústir í nágrenni kirkjunnar. Þær eru nokk- uð stórar og má sjá leifar af tveimur Ljósmynd/Marie Perrin-Lyon Tourist Office Matarmarkaðurinn í Croix-Rousse er sá stærsti í borginni. Ljósmynd/Brice Roberts-Lyon Tourist Office Kirkjan Notre-Dame de Fourvière gnæfir skínandi hvít yfir borgina. Ljósmynd/Jacques Léone-Lyon Tourist Office Borg matar og menningar Lyon er einstaklega falleg borg sem gaman er að heimsækja. Þessi önnur stærsta borg Frakklands er að mörgu leyti eins og lítil París, þarna eru margar fagrar byggingar, minnismerki og söfn, nema allt í enn viðráðanlegri vegalengdum en í höfuðborginni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Árnar setja svip sinn á borgina og sömuleiðis húsin sem mörg eru í gul- um og bleikum tónum. Ljósmynd/Julia Bidault-Lyon Tourist Office

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.