Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 43
11.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Fæst íapótekum,Krónunni,Fjarðarkaup, Hagkaup,NettóogGrænheilsa. Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öflugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð Mikil virkni Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Fyrsta bókin sem ég byrjaði að lesa í þessari lotu heitir Playground og er eftir Lars Kepler. Lars Kepler er dulnefni hjóna sem hafa skrifað glæpasögur um spæj- arann Joona Linna, en þessi bók er ekki um hann heldur er þetta svolítið undarleg saga um einhverskonar kín- verska hafnarborg sem maður fer í eftir andlát. Hún var ekkert mjög skemmtileg og þegar ég var komin miðja vegu fór ég að lesa bók sem heitir Min europeiska familj de senaste 54000 åren eftir Karin Bojs, sem má segja að sé DNA-saga Evr- ópumannsins. Þetta er rosa hnullungur og mjög áhugaverð og hún verður lesin, en kannski í skömmtum. Ég varð síðan mjög spennt að fá nýja Harry Potter bók, Harry Pot- ter and the Cursed Child, en ég er ekki búin með hana, og veit ekki hvort ég á að túlka það sem hún sé ekki nógu skemmti- leg. Fjórða bókin sem ég tók til við að lesa er The Journalist and the Murderer eftir Janet Malcolm sem skrifuð er um fyrsta Serial-podcastið, en það var gert um heimsfrægt glæpamál. Guðrún Lára Pétursdóttir Guðrún Lára Pétursdóttir er bók- menntafræðingur og ritstjóri. mig við rannsóknarvinnunni sem blasti við, en saga Andr- ée de Jongh heillaði mig og ég gat ekki hætt að hugsa um hana og þegar ég fór að kynna mér sögu hennar betur rakst ég á sögur kvenna sem stofnuðu sér í hættu til að bjarga gyðingabörnum og flugmönnum bandamanna og sem þurftu margar að gjalda fyrir hetjudáðir sínar með þjáningum og dauða.“ - Þú hefur sagt í viðtölum að Næturgalinn sé þín uppá- haldsbók, en er það ekki yfirleitt svo að rithöfundar halda mest upp á sína nýjustu bók? „Það er rétt að Næturgalinn er sú bók sem ég held lang- mest upp á, en það er ekki alltaf svo að nýjasta bók mín sé sú sem ég hef mest dálæti á. Ég hef mjög ákveðnar skoð- anir á bókum mínum og er mjög gagnrýnin á margar þeirra. Fram að því að Næturgalinn kom út fannst mér Winter Garden vera mín besta bók, en það eru mörg ár (og margar bækur) síðan hún kom út. Mér finnst líklegt að Næturgalinn muni vera í uppáhaldi alllengi og hún er líka sú bóka minna sem ég er stoltust af. Líklega er það vegna Bandaríska skáldkonan Kristin Hannah þess að hún sýnir konur, sögu okkar og hugrekki í svo sterku ljósi, en saga kvenna gleymist oft eða er ekki sögð. Mér finnst það mjög mikilvægt að minna fólk á hversu mikið hugrekki konur um allan heim sýndu á árum heims- styrjaldarinnar síðari.“ Í stríði gleymast sögur kvenna „Ég sá sífellt fyrir mér spurningu sem er eins mikilvæg í dag og hún var fyrir sjötíu árum: Myndi ég, eiginkona og móðir, hætta lífi mínu og ekki síst lífi barnsins mín til þess að bjarga einhverjum ókunnugum? Þessi spurning er þungamiðja Næturgalans. Ástin fær okkur til að átta okk- ur á hver við vildum vera, í stríði komumst við að því hver við erum. Kannski viljum við ekki alltaf vita hvað við myndum gera til að komast af. Í stríði gleymast sögur kvenna, þær koma heim af víg- vellinum og segja ekki frá, halda áfram með lífið. Nætur- galinn er saga þessara kvenna, um þá áhættu sem þær þurftu að taka til að bjarga börnum sínum.“ BÓKSALA 31. ÁGÚST-31. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Harry Potter & theCursed Child J. K. Rowling 2 HættuspilViveca Sten 3 This is IcelandÝmsir höfundar 4 Vefur LúsífersKristina Ohlsson 5 Iceland In a BagÝmsir höfundar 6 NæturgalinnKristin Hannah 7 Sagas Of The Icelanders 8 Almenn líffræði 103Ólafur Halldórsson 9 Enskar málfræðiæfingar CElísabet Gunnarsdóttir 10 Independent PeopleHalldór Laxness 1 DNAYrsa Sigurdardottir 2 Dýr - LífeðlisfræðiGuðfinna B. Steinarsdóttir 3 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 4 Ísfólkið 47Margit Sandemo 5 Blóð í snjónumJo Nesbø 6 Ísfólkið 20Margit Sandemo 7 BrakiðYrsa Sigurðardóttir 8 LygiYrsa Sigurðardóttir 9 BrekkukotsannállHalldór Laxness 10 AfturganganJo Nesbø Allar bækur Íslenskar kiljur ÉG ER AÐ LESA Mestu metsölubækur okkar tíma eru bækurnar fimm um galdra- strákinn Harry Potter og glímu hans við hinn vonda Voldemort. Þegar sjöunda og síðasta bókin kom út 2007, og sló öll sölumet, lét höfundurinn, J.K. Rowling, þau orð falla að hún myndi ekki skrifa fleiri bækur um Harry. Hún hefur líka staðið við það – að mestu leyti, því nýja Harry Potter-bókin, Harry Potter and the Cursed Child, sem kom út fyrir stuttu er ekki eiginleg Harry Potter-bók, heldur handrit leikrits sem nú er á fjölunum í Bret- landi og er strangt til tekið ekki eft- ir Rowling, þó að það byggist á smásögu eftir hana. Hvað sem því líður tóku aðdá- endur Harry Potter vel við sér því bókin seldist einkar vel, svo vel reyndar að hún sló söluhraðavmet í Bretlandi: af henni seldust 680.000 eintök á þremur dögum og snýtti hún þannig Fifty Shades of Grey sem átti metið. Þess má svo geta að vestan hafs seldust af bókinni tvær milljónir eintaka fyrstu tvo dagana. Ef svo fer sem horfir verður Harry Potter and the Cursed Child ekki bara mest selda bók ársins, heldur líka mest selda leikrit allra tíma. AFP Harry Potter slær met GALDRASTRÁKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.