Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  231. tölublað  104. árgangur  HEFNDIR, PEN- INGAR, RÓGBURÐ- UR OG BÆNIR HEILLAÐUR AF HULDU- ÞJÓÐUM STARFAR MEÐ FRÖNSKUM FJÖLLEIKAHÓPI NÝ BÓK ÞORLEIFS 26 SIRKUSLISTAKONAN BIRTA 12BASSI Á HÁDEGISTÓNLEIKUM 28 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir standa uppi sem sigurvegarar þegar tæpar fjórar vikur eru til þingkosn- inga. Þetta gæti gefið Framsóknar- flokknum jákvæða athygli og byr undir báða vængi fyrir komandi þingkosningar, en til þess að slíkt geti orðið þurfa stríðandi fylkingar innan flokksins að slíðra sverðin. Þetta er mat Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, en framsóknarmenn kusu nýja forystu á flokksþingi sem haldið var í Há- skólabíói um helgina. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hlaut 370 atkvæði, eða 52,7 prósent, á móti sitjandi formanni flokksins, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, sem fékk 329 atkvæði. Sigmundur hefur ekki tjáð sig um hvort hann haldi áfram störfum fyrir Framsóknar- flokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, dró framboð sitt til ritara til baka eftir að úrslit formannskjörsins urðu ljós en hann hefur verið harður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Sigurður Ingi segir úrslitin bera þess merki að flokksmenn beri mikið traust til beggja frambjóðenda. Úr- slitin séu þó afgerandi og er hann þakklátur fyrir stuðninginn. Gæti styrkt stöðu flokksins  Sigurður Ingi kosinn formaður Framsóknarflokksins með 52,7% atkvæða  Stjórnmálafræðingur segir að stríðandi fylkingar verði að slíðra sverðin MFlokksþing Framsóknar »4 Formannskjör » Lilja D. Alfreðsdóttir utan- ríkisráðherra hlaut afgerandi stuðning í varaformanninn. » Eygló Harðardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson drógu bæði framboð sín til baka. Morgunblaðið/Eggert Sigurður Ingi hafði betur gegn forvera sínum í starfi Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar breyttist eftir umfjöllun Kastljóss um aflandsfélag í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, í byrjun apríl á þessu ári. Atburðarásinni lauk með sigri Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í kjöri til formanns Framsóknarflokksins í gær. Sig- urður hlaut 370 atkvæði en Sigmundur fékk 329. Sigurður Ingi segir úrslitin bera þess merki að framsóknarmenn beri mikið traust til þeirra beggja. Kostnaður við að kenna grunn- skólanemanda getur verið á bilinu 937.000 til 6.395.000 krónur og er munurinn tæplega sjöfaldur. Þetta kemur fram í lykiltölum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2015. Dýrustu nemendurnir eru í grunnskólanum Hofgarði en þeir ódýrustu í Melaskóla. Ástæða þessa er einkum sú að skólar eru misstórir en einnig spilar inn í að sú þjónusta, sem skólar veita er mismikil. „Það er stærðarhagkvæmni í þessu eins og mörgu öðru, þótt það sé ekki algilt,“ segir Valgerður Freyja Ágústs- dóttir, sérfræðingur á hag- og upp- lýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern íbúa sveitarfélaga er sömu- leiðis mishár. Hann er hæstur í Reykhólahreppi, 628.000 krónur, og lægstur í Tjörneshreppi, þar sem hann er 41.000, um 15 sinnum lægri. Stærð sveitarfélaga virðist heldur ekki skipta öllu máli í þessu sam- bandi, því kostnaður á hvern íbúa í Reykjavík er talsvert hærri en í mörgum minni sveitarfélögum. »16 Nemend- ur eru misdýrir Morgunblaðið/ÞÖK Í skóla Kostnaður við hvern grunn- skólanemanda er mismunandi.  Munurinn getur verið allt að sjöfaldur  Hnappa- rafhlöður, sem m.a. er að finna í leikföngum og fjarstýringum, geta valdið varanlegum skaða, jafnvel dauða, ef börn gleypa þær. Að sögn Herdísar Storgaard, fram- kvæmdastjóra Miðstöðvar slysa- varna barna, verður þessi gerð raf- hlaðna sífellt algengari og ástæða til að vekja reglulega athygli á þessu. Ekki er vitað til þess að börn hér á landi hafi skaðast alvarlega vegna þessa. »10 Hnapparafhlöður geta verið varasamar  Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þjónustu Herjólfs ekki eingöngu hluta af innri gerð samfélagsins heldur hornstein þess í eyjabyggð. Hann segir sveitafélagið vel til þess fallið að reka ferjuna eins og ríkið. Spurð- ur um hvort sveitarfélagið hyggist koma beint að rekstri ferjunnar eða bjóða hann út segir Elliði hvort tveggja komi til greina, en það verði þá með hagsmuni heimamanna í forgangi. „Okkar skylda er alltaf gagnvart íbúum í Vestmannaeyjum. Við erum ósátt við að þau lífsgæði sem fylgja góðum samgöngum séu skömmtuð úr hnefa og að menn séu á biðlistum árið um kring til að komast heim og heiman á meðan skipið er bundið,“ segir Elliði. Fjallað var um málið í bæjarráði Vestmannaeyja sl. fimmtudag. » 6 Sveitarfélagið lýsir yfir áhuga sínum á að koma að rekstri nýrrar Vestmannaeyjaferju Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferja Herjólfur er hornsteinn í heimabyggð að sögn bæjarstjóra.  „Telja þeir að við ástandið verði ekki unað enda geti þeir ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna við aðstæður sem alltof oft skapast í starfseminni,“ segir Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, í pistli sem birtist á vefsíðu Landspítalans fyrir helgi, en þar vísar hann í bréf 22 sérfræðilækna bráðadeildar. „Við höfum verið að berjast við þetta vandamál árum saman,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið en mikill vandi birtist á bráða- móttökunni vegna aukins álags og skorts á fráflæði sjúklinga. Sjúk- lingar liggi ítrekað alvarlega slas- aðir eða veikir á göngum bráða- móttökunnar. Landspítalinn hyggur þegar á aðgerðir til að bregðast við vandanum að ein- hverju leyti þó hann verði ekki end- anlega leystur. „Ekkert sem gert er innanhúss dregur úr mikilvægi stærri kerfisbreytinga.“ »2 Sjúklingar liggja dögum saman alvarlega slasaðir á göngum bráðamóttökunnar Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Ráðast þarf í kerfisbreyt- ingar að mati Páls Matthíassonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.