Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er óljóstum hvaðverður helst tekist á í kosningum í haust. Kjósendur eru alltaf ráðgáta, en hún er óvenjusnúin núna. Það er örðugt að taka kannanir al- varlega sem segja að fjórð- ungur kjósenda muni kjósa Pí- rata. Enginn kjósandi veit fyrir hvað sá flokkur stendur. Þetta með niðurhalið heldur ekki vatni. Fáir skilja hvernig flokk- urinn velur sína frambjóðendur. Síðustu snúningar Pírata sýndu að þeir töldu sér heimilt að rekja atkvæði í „leynilegum“ kosningum svo að yfirstjórn flokksins sæi hver hefði kosið hvern og gæti því úrskurðað hvort „smölun“ hafi átt sér stað. Lýðræðið er ungt fyrirkomulag, en „smölun“ kjósenda er jafn- gömul því. Eins mætti setja reglur um að þeim sem færu með fjallkóngi í göngur yrði refsað stunduðu þeir smölun og að banna þær í kosningum. Pí- ratar virðast ekki átta sig á að smölun nær aldrei lengra en að kjörstaðnum. Í kjörklefanum eru kjósendur einir. Það héldu kjósendur í prófkjöri Pírata líka allt þar til nú í haust. Píratar eru ekki íslensk upp- finning. Slíkum flokkum skaut áleiðis upp í stjörnuhimininn víðar, þar með talið í Þýska- landi. En þar hafa menn séð að flokkurinn gengur ekki upp sem stjórnmálasamtök. Það sást t.d. á seinustu fylkiskosningum í Berlín. Píratar misstu þar nærri 80% fylgis síns og hurfu út af fylkis- þinginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son var í gær felldur sem foringi Framsóknarflokksins. Aðalsig- urvegarinn var „RÚV“ sem staðið hefur fyrir herferð gegn Sigmundi. Hinn var Sigurður Ingi. Að undanförnu hefur verið hamrað á, að Sigurður hafi „staðið sig mjög vel sem for- sætisráðherra.“ Það mun helst hafa verið eftir að tilkynnt var um haustkosningar og ríkis- stjórnin breytti sjálfri sér í starfsstjórn. Það gæti farið vel á því að stjórnmálafræðingar háskólanna könnuðu nú hver af þeim 29 mönnum, sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra á Íslandi, hafi staðið sig best sumarmánuðina á valdaskeið- inu. Þótt þessi sumarafrek Sig- urðar Inga, sem gott væri að fá nánari fréttir af, hafi hjálpað honum til að leggja Sigmund, þá dró þó drýgst að kveinka sér undan því að fá aðeins 15 mín- útna ræðutíma en formaður hefði talað í 60. Árið 1991 fór fram kosning um formann í öðr- um flokki og formaðurinn þar talaði svo sem í hefðbundinn klukkutíma og áskorandinn kannski fimmtung af því. Sá hafði ekki rænu á að skæla yfir því, enda var farið eftir leik- reglum, rétt eins og hjá Fram- sókn nú. Áfram virðist allt snúast um ekki neitt}Staðan er síst ljósari Theresa May,forsætisráð- herra Bretlands, hefur nú sagt að útgönguferli lands- ins úr Evrópusam- bandinu hefjist fyrir lok mars á næsta ári. Frá þeim tíma hafa Bretland og ESB tvö ár til að semja um skilmála úrsagn- arinnar. Mikill hræðsluáróður var rekinn fyrir Brexit-kosning- arnar, en hrakspárnar hafa sem kunnugt er ekki gengið eftir. Með úrsögn skapast á hinn bóginn margvísleg tæki- færi fyrir Breta sem þeir þurfa að reyna að nýta sér sem best. Eitt þessara tækifæra er á sviði sjávarútvegs, en undan- farna áratugi hafa Bretar þurft að búa við afleita stefnu Evr- ópusambandsins í sjávar- útvegsmálum. Í nýrri skýrslu Institute of Economic Affairs, sem samin er af Philip Booth, prófessor og yfirmanni rannsókna hjá IEA, er fjallað um tækifæri Breta í sjávarútvegsmálum eftir útgöngu úr ESB. Þessi skýrsla er afar áhugverð fyrir Ís- lendinga, þar sem Booth mælir með að Bretar taki upp fiskveiðistjórnar- kerfi að íslenskri fyrirmynd. Hann bendir á að kerfi ESB hafi brugðist og leitt til ofveiði og óhagkvæmni í greininni, en að íslenska leiðin, með afla- hlutdeildarkerfi þar sem eru framseljanlegar og varanlegar veiðiheimildir, hafi reynst hag- kvæm og stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna. Með ís- lenska fyrirkomulaginu séu það hagsmunir sjávarútvegs- ins að fara vel með fiskistofn- ana, sem er afar mikilvægt fyr- ir þjóðir sem byggja afkomu sína að stórum hluta á sjávar- útvegi. Það er vissulega sérkenni- legt að á sama tíma og mælt er með því erlendis að tekið verði upp fiskveiðistjórnarkerfi að íslenskri fyrirmynd skuli nokkrir þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis hafa á stefnuskrá að kollvarpa kerf- inu. Mælt er með því að Bretar taki upp ís- lenska kvótakerfið} Fyrirmynd í sjávarútvegi H ugsjónin á að vera hornsteinn stjórnmálanna. Þegar ákvarð- anir eru teknar á Alþingi sem varða alla hina í samfélaginu sé það gert með ákveðið endatak- mark í huga. Allar ákvarðanir séu miðaðar við það hvert samfélagið á að stefna. Er stefnt að auknu frelsi fyrir fólkið, því treyst til að taka eigin ákvarðanir og hafi svigrúm frá ríkisvaldinu til að elta drauma sína á Íslandi? Eða er stefnt að frekari for- ræðishyggju, þar sem ríkið hefur hendur í nær öllum þáttum mannlegs lífs, hefur vit fyr- ir þegnum sínum og býr til ástand þar sem enginn má skara fram úr því allir verða að vera jafnir — sælir í sameiginlegri eymd? Eða er jafnvel stefnt að einhvers konar gulln- um meðalvegi sem ná á til breiðari hóps? Kjósandinn á að geta staðið frammi fyrir skýrum val- kostum þegar hann gengur til kosninga og velur hvert hann vill stefna, í hvernig samfélagi hann vill að börnin sín alist upp í. Hann á að geta treyst því að þeir stjórn- málaflokkar sem boða ákveðna stefnu standi svo við hana þegar á hólminn er komið, þegar fulltrúar flokks- ins standa í ræðustól Alþingis og hagsmunahóparnir liggja við fótskör þeirra, allir með mismunandi kröfur um alls konar. Þá á kjósandinn að geta verið rólegur í hjarta sínu með að hinn kjörni fulltrúi haldi sig við hug- sjónir sínar og því sem hann lofaði að stefna að í aðdrag- anda kosninganna. Kjósandinn ætti að geta verið viss um að stjórn- málaflokkur sem lofar að standa vörð um ein- staklingsfrelsi, viðskipta- og athafnafrelsi, tryggi það á öllum stigum samfélagsins. Málaflokkarnir sem stjórnmálamenn hafa á borði sínu eru vissulega ekki allir jafnaðkall- andi eða stórir en hin svokölluðu „litlu frelsismál“ mega ekki gleymast. Því litlu málin verða oft þau stóru þegar betur er að gáð. Tryggja verður til dæmis að ríkisvaldið standi ekki í verslunarrekstri og að menn fari ekki í fangelsi við það eitt að selja vínflösku úti á götu. Að þeir sem fæðast sem annað kyn en þeir upplifa sig þurfi ekki, frekar en aðrir, að skrá kyn sitt hjá ríkisstofnun — að ríkið setji ekki merkimiða á alla einstaklinga og flokki þá niður, bæði eftir nafni og kyni. Að fólk af sama kyni geti átt barn án þess að fara í fjölmiðlastríð við ríkisvaldið til að fá nafn beggja foreldra, af sama kyni, á fæðingarvottorðið. Að fangelsin séu ekki fyllt af fólki sem ákvað að neyta eins vímuefnis í stað annars, sem ríkinu var ekki þóknanlegt — kannabis en ekki sígarettur. Að allir landsmenn séu ekki þvingaðir til að greiða fyrir áskrift að ákveðinni sjónvarpsstöð sem ríkisvaldið heldur úti. Að fólki sé ein- faldlega frjálst að velja hvort það greiðir fyrir Útsvarið eða frönsku kvikmyndina frá 8. áratugnum. Það er gott að hafa hugsjónirnar í huga, hvort sem þær eru litlar eða stórar, þegar gengið verður til kosn- inga í lok mánaðarins — bæði frambjóðendur og kjós- endur. laufey@mbl.is Laufey Rún Ketilsdóttir Pistill Höfum hugsjónirnar í huga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kostnaður á hvern grunn-skólanema er afar mis-munandi eftir skólum oglandshlutum og dæmi eru um að nemandi í einum skóla kosti um sjö sinnum meira en nemandi í öðrum skóla. Stærð skóla skiptir talsverðu máli í þessu sambandi, en þess fyrir utan hefur margt áhrif, eins og t.d. hvaða þjónustu skólarnir veita, en hún er mis- mikil. Þá getur verið allt að fimmtánfaldur munur á rekstrarkostnaði grunnskóla á hvern íbúa í sveit- arfélagi. Hér er verið að tala um beinan rekstrarkostnað, þ.e. búið er að draga frá skólaakstur og svokall- aða innri leigu. Hagstofa Íslands birti í síð- ustu viku upplýsingar um meðal- kostnað á grunnskólanema í sept- ember 2016. Sú tala er byggð á ársreikningum sveitarfélaga fyrir síðasta ár og tekið var tillit til verð- lagsbreytinga fram í september. Þegar verðlagsbreytingum hafði verið bætt við var niðurstaðan sú að hver nemandi hefði kostað 1.791.292 krónur en án þeirrar við- bótar var meðalrekstrar- kostnaðurinn á nemanda 1.651.002 kr. fyrir árið í fyrra. Í lykiltölum úr rekstri sveitar- félaga fyrir árið 2015 kemur fram að dýrustu grunnskólanemendurnir í fyrra voru í Árneshreppi, þar sem rekstrarkostnaður á hvern var tæp- ar 5,5 milljónir. Minnst kostaði hver nemandi í Garðabæ, eða 1.027.000 krónur. Athygli vekur að stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, er með nánast sama kostnað á nemanda og sveitarfélög sem eru talsvert minni, eins og t.d. Grindavík og Akureyri, þar sem hver nemandi kostar þús- und krónum meira á ári en reykvísk- ur nemandi. Talsverður munur er líka á milli einstakra skóla. Þannig kostar 6.395.000 kr. að kenna hverjum nem- anda í Grunnskólanum Hofgarði en 937.000 kr. að kenna hverjum nem- anda í Melaskóla. Munurinn er næstum því sjöfaldur. Rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern íbúa sveitarfélaga er sömu- leiðis mishár. Hæstur er hann í Reykhólahreppi, 628.000 krónur, og lægstur í Tjörneshreppi, þar sem hann er 41.000, um 15 sinnum lægri. Stærð sveitarfélaga virðist heldur ekki skipta öllu máli í þessu sam- bandi, því kostnaður á hvern íbúa í Reykjavík er talsvert hærri en í mörgum minni sveitarfélögum eins og t.d. Fjallabyggð og Reykjanesbæ. Mismikil þjónusta „Þar sem nemendur eru mjög fáir verður meðalkostnaður á hvern og einn alltaf miklu hærri en þar sem þeir eru fleiri,“ segir Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stærðarhagkvæmni í þessu eins og mörgu öðru, þótt það sé ekki algilt.“ Valgerður segir samanburð sem þennan þjóna ýmsum tilgangi og hvorki sveitarfélög né einstakir skólar ættu að hræðast hann. „Svona samanburður er góður fyrir sveitarfélögin, þannig geta þau t.d. séð hvað nemendur í skólum af sam- bærilegri stærð í öðrum sveitar- félögum kosta. En það er að ýmsu að hyggja í þessu og það þarf að hafa í huga að eðlilegar skýringar geta verið á muninum.“ Í þessu sambandi bendir Val- gerður á að þjónustan sem einstakir skólar veita sé mismikil. Til dæmis reki sumir skólar sérdeildir fyrir nemendur úr fleiri skólum í sama sveitarfélagi, það hafi áhrif á rekstrarkostnað viðkomandi skóla og þar með verði hver og einn nemandi í þeim skóla dýrari en ella. „Þetta er lögbundin þjónusta sem kostar mis- mikið og það eru ekki til nein opinber viðmið um hver rekstrarkostnaður skóla á að vera,“ segir Valgerður. Einn nemandi getur kostað á við sjö Rekstarkostnaður nokkurra sveitarfélaga á hvern grunnskóla- nemanda 2015 Dýrustu og ódýrustu nemendurnir 2015 eftir skólum Rekstrarkostnaður vegna grunnskóla á hvern íbúa í nokkrum sveitarfélögum 2015 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 0 100 200 300 400 500 600 700 Upphæðir eru í þúsundum króna. Heimild: Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga 2015. Árneshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Súðavíkurhreppur Reykjavíkurborg Kópavogsbær Grindavíkurbær Garðabær Grunnskólinn Hofgarði Hornafirði Finnbogasstaðaskóli Árneshreppi Grunnskólinn Raufarhöfn Norðurþingi Grunnskóli Borgarfjarðar Borgarfjarðarhreppi Melaskóli Reykjavík Garðaskóli Garðabæ Réttarholtsskóli Reykjavík Flataskóli Garðabæ Reykhólahreppur Árneshreppur Hvalfjarðarsveit Þingeyjarsveit Reykjanesbær Vestmannaeyjabær Seyðisfjarðarkaupstaður Tjörneshreppur Valgerður Freyja Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.