Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 ara landa en nú á tímum getum við flakkað um alla jörð, jefnvel til annarra sólkerfa án þess að standa uppúr stólnum í stofunni heima. Slíkra hugarferða hef ég notið í ró- legheitum heima og unnið með rit- aðar heimildir eða stuðst við þá miklu möguleika sem netið býður uppá.“ Hvaða hulduþjóðir ertu að skrifa um? „Ég byggi þetta upp sem ferð með lesanda, ferð sem hefst í landi Sama nyrst í Noregi og síðan vel ég mér viðkomustaði. Meiningin er að hægt sé að nota bókina sem leiðarvísi um heim sem flestum er framandi. Ferðin liggur frá norðri, í suður og svo austur. Þetta er hringferð um slóðir evrópskra hulduþjóða sem endar hjá Róma- þjóðinni sem sker sig úr öðrum sem hér er fjallað um. Ég kem við hjá þrjátíu og sjö hulduþjóðum. Mér er þó alveg ljóst að ég sleppi mörgum, þetta er ekki vísindaleg greining á hulduþjóðum og svona bók hefur ekki komið út áður í Evrópu að ég veit – en gaman væri ef aðrir tækju við og héldu áfram.“ Eitthvað verður undan að láta Hvað er athyglisvert við huldu- þjóðir? „Að uppgötva að eitthvað er til sem maður hefur ekki haft hug- mynd um – að það skuli vera aðrar þjóðir í Evrópu en Bretar, Frakkar og Þjóðverjar og svo framvegis. Við lifum á tímum mikilla breytinga hvað varðar fólksflutninga. Sann- leikurinn er sá að þetta er ekkert nýtt. Evrópa hefur aldrei staðið í stað. Þjóðir hafa komið og farið og landamæri hafa tekið breytingum. Þess má geta að nútíma landamæri eru mjög ungt fyrirbæri. Það sem hefur fylgt Evrópubúum eins og öðrum sem tilheyra mannkyni er íhaldssemi og þörf fyrir öryggi. Af þeim orsökum hefur fólk flúið á milli staða til að komast í skjól eða öðlast betri lífskjör. Þegar ein þjóð kemur að þar sem önnur þjóð er fyrir þá verður eitthvað undan að láta – annað hvort samlagast nýja fólkið hinu sem fyrir var eða jafn- vel að önnur þjóðin hverfur. Þannig fór til dæmis með hina fornu þjóð Prússa sem þýskir krossriddarar útrýmdu á þremur öldum. Þetta gerðist á fyrri hluta þrettándu ald- ar fram á hina sextándu. Það er kaldhæðni sögunnar að nafn þeirrar þjóðar sem hvarf festist á hinni sem tók við landi hennar – hinir þýsku Prússar tóku við af hinum baltensku Prússum.“ Hvað hulduþjóð hefur þér fund- ist merkilegust á þessum ferðum þínum? „Ég get ekki gert upp á milli þjóða, bæði þekki ég þær misvel og eins er mér ljóst að hver hefur sinn sjarma. Þó get ég ekki leynt að- dáun minni á Rómum sem eru alls staðar á jaðrinum og líka í þessari ferð minni. Nokkrar af þessum þjóðum hafa stöðu frumbyggja. Hafa verið fyrir á svæðinu þegar aðrir komu þangað. Sem dæmi má nefna Sama, þeir hafa hrökklast æ lengra norður. En eigi að síður hafa þeir haldið menningu sinni, það er það sem er svo heillandi við þessa sögu. Þessi íhaldssemi birtist í því hvernig fólk heldur fast í siði sína og hefðir, það er partur af sjálfsmynd hverrar þjóðar, maður er ekki öruggur nema hafa góða sjálfsmynd.“ Eru Íslendingar hulduþjóð? „Nei, það myndi ég ekki segja. Hulduþjóðir sem ég fjalla um eru þjóðir sem ekki hafa ríki. Íslend- ingar hafa stofnað ríki. En hefði einhver skrifað sögu hulduþjóða fyrr á tímum þá hefðum við kannski verið skilgreind sem hulduþjóð – það er þjóð án ríkis. Áður komu ferðalangar til Ísland til að skoða okkur og það sama geri ég, fer á svæðið og skoða sem ferðalangur fólkið og menningu þess. Ég reyni að draga upp sögu þessara þjóða í Evrópu og stöðu þeirra í evrópskri sögu, því er þetta um leið ekki bara saga þess- ara þjóða heldur líka saga Evrópu. Ég reyni sem sagt að flétta sögu hulduþjóðanna inn í sögu Evrópu – oft eru þær nefnilega í miðjum hvirfilvindi breytinganna.“ Áratuga ferðalag Hefur þetta ekki tekið mikinn tíma? „Jú, þetta ferðalag hefur tekið áratugi. Ég er búinn að vera hug- fanginn af þessu verkefni lengi. Ég féll fyrir Rómafólki þegar stelpur af þeirri þjóð rændu mig einn ískaldan febrúardag í Stettín í Pól- landi árið 1979. Ég hef ekki enn fengið það sem þær rændu en hef sannarlega fengið mikið í staðinn. Ég fæ örlögunum seint fullþakkað fyrir þetta rán. Þá kviknaði áhug- inn hjá mér á Rómafólki – hvers- konar fólk það væri. Á fjölmörgum ferðum mínum hef ég reynt að kynnast og farið með hópa til að kynnast þjóðum sem okkur er al- gjörlega framandi, ekki til að „kíkja á glugga“ heldur til að fræð- ast um menningu og sögu um- Heillaðist af hulduþjóðum  „Ég féll fyrir Rómafólki þegar stelpur af þeirri þjóð rændu mig einn ískaldan febrúardag í Stettín í Póllandi árið 1979,“ segir Þorleifur Friðriksson sem sendir frá sér nýja bók um framandi samfélög. VIÐTAL Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Nú í október kemur út ný bók eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing – Hulduþjóðir Evrópu. Ferð um framandi samfélög. Þorleifur er þekktur fyrir sagnfræðileg rit og sem leiðsögumaður, einkum um lítt þekkt svæði sem áður tilheyrðu svonefndri austurblokk í Evrópu. Þorleifur lauk doktorsprófi frá Lundarháskóla 1990. Hann vann um árabil að rannsóknum á sögu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og reykvísks alþýðufólks, það verk kom út í tveimur bindum 2007 og 2012. Lokabindið er í vinnslu. Hann hefur verið fararstjóri í mörg ár og hóf rekstur eigin ferðaskrifstofu 2007, Söguferðir. Leiðsögn hans hefur aðallega verið í ferðum um Austur-Evrópu. Skyldi þessi nýja bók vera afrakstur af þessum ferð- um? „Það er rétt að ég hef heillast af og vakið athygli á þessum sam- félögum,“ segir Þorleifur. „Vinnan við þessa bók hefur ver- ið mitt prívat ferðalag um svæði sem eru utan hinna hefðbundnu túristaleiða. Ég hef ferðast til þess-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.