Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 ræddra þjóða sem hafa búið inni í miðju þjóðahafinu og haldið í tungu sína og menningu og verið stoltar af uppruna sínum. Verið til án þess að við höfum haft hug- mynd um það.“ Er menning Róma mjög frá- brugðin okkar? „Sannarlega, menning þeirra er mjög frábrugðin okkar. Þegar Rómar eru annars vegar hef ég oft spurt mig hvað það er sem veldur því að þeir halda svo fast í menningu og siði sem gerir þá að jaðarfólki í öðrum samfélögum þegar samlögun myndi sópa vandamálum og ómældri þjáningu úr úr lífi þeirra. Rómaþjóðin er ekki örþjóð, hún telur sennilega um 10 milljónir manns, bara í Evrópu. „Hvað er þjóð?“ Þetta er líka pæling um þá spurningu. Er þjóð bara fólk sem býr í sama ríki og talar sömu tungu? Eða er þjóð fólk sem býr við sama menningar- arf?“ Aðgreinandi sameiningartákn Hver er niðurstaða þín? „Hún er sú að þjóð sé fólk sem skilgreinir sig sem þjóð með sam- eiginlega menningu eða annað sem greinir það („okkur“) frá þeim sem eru fyrir utan („hinum“). Hef- ur einnhver sameiningartákn sem eru aðgreinandi út á við en samein- andi inn á við. Hugsanlega talar það sömu tungu en það þarf þó ekki að vera.“ Hvernig hefur þú ferðast um þessi lönd? „Ég ferðast þetta með ýmsum hætti, yfirleitt með lest eða í rútu. Í mörgum af skipulegum ferðum mínum hef ég komið við hjá þess- um þjóðum og fengið fulltrúa þeirra til að segja frá menningu þeirra og sögu. Þannig hef ég farið í heimsóknir til Rómaþorpa og einnig Pomaka í fjöllum Búlgaríu og Kasjúba í Póllandi og á fleiri og fleiri staði.“ Hefur þú dvalið á þessum stöð- um til að kynnast viðkomandi sam- félagi betur? „Sums staðar hef ég komið mjög oft, svo sem til Kasjúba. En til annarra staða sjaldnar. Ég hef heillast af Póllandi og ferðast þang- að bæði eigin vegum og einnig sem fararstjóri. Sérgrein mín í sögu er félagsleg og pólitísk átök í sam- félögum á nítjándu og tuttugustu öld. Fyrir mann sem hefur áhuga á þessu sviði er Pólland algjör gull- kista, einkum í lok tuttugustu ald- ar. Alþýðuhreyfingin Samstaða hóf að brjóta niður Alþýðulýðveldið Pólland árið 1980. Þá heyrðust fyrstu brestirnir í grunnstoðum austurblokkarinnar sem átti eftir að leiða til falls hennar 1989 til 1991. Fall múrsins hófst sem sagt ekki í Berlín 1989 heldur í Póllandi níu árum áður.“ Eru mikil samfélagsleg átök inn- an þeirra hulduþjóða sem þú hefur skoðað? „Nei, ég held að það sé ekki al- gengt að það séu hörð átök innan samfélaga hulduþjóðanna. Það er oftar að þær eigi misjafnlega auð- velt með að búa í samfélagi við aðrar þjóðir. Lengi hef ég verið gagnrýninn á margt varðandi Evr- ópusambandið en það verð ég að segja að það hefur greitt götu þessara þjóða og menningar þeirra. Reyndar finnst mér það skipta sköpum í framtíðarhorfum og „lífslíkum“ hulduþjóða í Evr- ópu.“ Er þessi nýja bók þín hentug til þýðingar? „Rit af þessu tagi eins og ég hef skrifað hefur ekki komið út í Evr- ópu svo ég viti og ég veit að það er áhugi fyrir efninu. Svo er spurning hvernig mér hefur tekist til. Nú kemur bókin út og svo verður að sjá hvert framhaldið verður.“ Morgunblaðið/Golli „Ég ferðast þetta með ýms- um hætti, yfirleitt með lest eða í rútu. Í mörgum af skipulegum ferðum mínum hef ég komið við hjá þess- um þjóðum og fengið full- trúa þeirra til að segja frá menningu þeirra og sögu,“ segir Þorleifur. Into the Wind! er sýning á sjón- og frásagnarlist úr norrænum barna- og unglingabókmenntum, sem verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Alls taka 17 listamenn frá níu löndum þátt í sýningunni. „Nor- rænar bókmenntir og myndskreyt- ingar hvetja börn til að hugsa og þróa ímyndunarafl sitt, hvetja þau til að vera hugrökk, óheft og frjáls í hugsunum sínum og tilfinningum, alveg eins og vindurinn! En það er einmitt þaðan sem titill sýningar- innar kemur,“ segir Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Sýningin er samstarfsverkefni kulturkind og Norræna hússins og var fyrst sett upp af kulturkind á Norrænum bókmenntadögum fyrir börn og ungmenni, í Berlín í sum- ar. „Á sýningunni má finna úrval þess besta sem er í gangi í nor- rænum myndskreytingum í barna- bókmenntum í dag og stór hluti verkanna hefur verið tilnefndur til barnabókaverðlauna Norður- landaráðs,“ segir Sigurður. Á sýningunni má finna upphaf- legar teikningar listamannanna, fyrir utan nokkrar sem eru tölvu- teiknaðar. Allar bækurnar sem teikningarnar koma við sögu í eru einnig til sýnis og hægt er að blaða í þeim. „Þetta er sýning fyr- ir alla fjölskylduna og við reynum að stilla hæðina á myndunum þannig að þær séu ekki of lágar fyrir fullorðna en heldur ekki of háar fyrir börnin,“ segir Sigurður. Sýningin stendur yfir hér á landi til 29. október og mun svo ferðast áfram um víða veröld til ársins 2018. Sýningin verður opnuð klukkan 17, allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veit- ingar. erla@mbl.is Ljósmynd/Norræna húsið Myndskreytingar 17 listamenn sýna verk sín á sýningu um sjón- og frá- sagnarlist úr norrænum barna- og unglingabókmenntum í Norræna húsinu. Myndir sem auka ímyndunaraflið  Into the Wind! í Norræna húsinu Leið okkar liggur suður eftir Krímskaga um frjósamt akur- lendi. Við sólarupprás þennan morgun má sjá landið vakna, rökkrið og næturdöggina víkja fyrir geislum sólar, fólk er komið á stjá og líf hefur færst í þorpin. Á nýplægðum ökrum bograr fólk við ein- hverja sýslan og kúa- gæslumenn hafa tekið til við starfa sinn sem virðist fólginn í því einu að bíða. Okkur verður starsýnt á gráar kofa- byggingar sem standa dreifðar á ökrum. Það er ómögu- legt að geta sér til um hlutverk þeirra, líkjast helst brunnhúsum. Flestir kofanna virðast heldur nýlegir og hlaðnir úr holsteini. Sumir standa í þyrpingum en aðrir líkjast einförum sem kjósa að halda sig til hlés. Allir eiga það sameiginlegt að vera svo litl- ir að þar gætu tæpast fleiri en tvær manneskjur staðið og senni- lega ekki lagt sig. Notagildi þeirra er afar órætt. Fæstir hafa glugga. Það eitt er til marks um að þetta séu „hús“, að hægt er að ganga inn og út um dyr, en margar virðast hurðarlausar. Eins og gildir um flest annað í samfélögum okkar manna eru einhverjar ástæður fyrir því að þessir kofar standa á ökrum. Svars við spurningunni um til- gang er að leita í sögu þjóðar sem búið hefur á Krímskaga um aldir og hefur stöðu frumbyggja. Hversu margar aldirnar eru er ekki vitað með vissu... Við lok seinni heimsstyrjaldar hefði mátt ætla að sovéskum stjórnvöldum hefði verið í mun að efla samstöðu innan ríkisins og virkja sem flesta í þeirri upp- byggingu sem var óhjákvæmileg eftir hinar gríðarlegu fórnir sem stríðið hafði kostað sovéskt sam- félag. En því fór víðs fjarri. Í stað þess að hvetja almenna borgara til þátttöku í uppbyggingarstarfi voru embættismenn, leyni- lögregla og hermenn virkjuð til víðtækra þjóðernishreinsana. Hver sá sem ekki féll að staðal- ímynd „hins venjulega“ átti á hættu að vera sendur í útlegð á steppur Mið-Asíu, á sífrera Síb- eríu eða inn í eilífðina. Víða í Sovétríkjunum var þó ekki verið að bíða stríðsloka enda sáu Stalín og nánustu sam- starfsmenn hans hættulega and- stæðinga í hverju horni. Aðfara- nótt 18. maí 1944 var komið að samfélagi Tatara á Krím og þeim gefið að sök að hafa starfað með nasistum. Þá nótt voru híbýli þeirra umkringd af sveitum úr Rauða hernum og leynilögregl- unni sem gengu hús úr húsi og ráku fólk að næstu járnbrautarstöð og þar inn í gripavagna. Svo hratt var gengið til verks að innan þriggja sólarhringa voru 367.967 Krím-Tatarar á leið í út- legð og nauðungarvinnu, aðal- lega í Úsbekistan og öðrum ráð- stjórnarlýðveldum Mið-Asíu en einnig í Síberíu. Leiðin var löng í þétttroðnum vögnum án vatns og matar á leið eitthvað sem enginn vissi hvert lá eða hvenær myndi enda. Þegar lestirnar komu á leiðarenda má ætla að hátt í helmingur farþega gripavagn- anna hafi ekki verið með lífs- marki. Af þeim sem lifðu ferðina af dóu um 18% á næstu 18 mán- uðum, þar af mikill fjöldi kvenna og barna. 5) Aldagamalt menn- ingarsamfélag var horfið. Þessara atburða minntist Krím-Tatarinn Jamala vorið 2016 í Stokkhólmi með Eurovisi- onlagi sínu, 1944. Þegar evr- ópskur almenningur leiddi Jam- ölu til sigurs með sitt tregafulla lag um örlög Krím-Tatara vant- aði átta daga í að 72 ár væru liðin frá því að fimm barna móðir með barnaflokk sinn var flutt ásamt þúsundum annarra í lokuðum gripavögnum til Úsbekistan. Konan, sem Jamala minntist með þessum söng undir sterkum ta- törskum áhrifum, var langamma hennar, Nazylkhan. ...Og þá er komið að ráðgát- unni um gráu kofana sem við tókum eftir á sléttum ökrum Krímskaga í byrjun þessarar ferðar. Þeir stærstu eru „íbúðar- hús“ þar sem réttlaust fólk lifir í voninni um að mega búa frjálst á ættjörð sinni. Hinir kofarnir, sem kalla má táknræn hús, eru reistir af fólki án ríkisfangs í þeirri von að um síðir verði frumvarp að lögum þar sem seg- ir að Tatari sem sannað geti eign sína á landi og húsnæði geti fengið full borgararéttindi. Þá fyrst væri útlegð heillar þjóðar á enda. Útdráttur úr bók Þorleifs: Tatarar MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Fim 8/12 kl. 20:00 16.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.