Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 7. október Fjallað verður um tískuna haustið og veturinn 2016 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 3. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Þýski bílaframleiðandinn Volkswa- gen AG staðfesti á föstudag að samkomulag hefði náðst um greiðslu 1,21 miljarðs dala til bíla- sala í Bandaríkjunum. Skiptist greiðslan á milli 652 bandarískra bílasala sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni eftir að Volkswagen varð uppvíst að því á síðasta ári að hafa svindlað á útblásturspróf- unum. Fær hver bílasali að jafnaði 1,85 milljónir dala í bætur, að því til- skildu að dómstóll í San Francisco samþykki þessa niðurstöðu. Gangi bótagreiðslan eftir verður samanlagður kostnaður Volkswa- gen vegna málaferla í Bandaríkj- unum út af útblásturshneykslinu kominn upp í 16,5 milljarða dala. Bloomberg segir sumar bílasölur hafa fjárfest í nýjum og stórum sýningarsölum í takt við þau mark- mið æðstu stjórnenda VW að selja árlega 800.000 bíla í Bandaríkj- unum. Á síðasta ári seldust þar hins vegar aðeins tæplega 350.000 VW-fólksbílar. ai@mbl.is AFP Útgjöld Útblástursmálið hefur kostað VW marga milljarða dala. VW gerir 1,2 milljarða dala sátt við bílasölur Vandamál Deutsche Bank virðast hafa valdið aukinni spennu á milli þýskra og bandarískra stjórnvalda. Eins og greint hefur verið frá fer dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fram á að bankinn greiði 14 milljarða dala vegna meintra blekkinga við sölu á skuldabréfum með húsnæðis- veði. Er það mun hærri sekt en Deutsche hafði reiknað með og hefur málið leitt til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði bankans. Financial Times segir leiðtoga úr þýsku viðskipta- og stjórnmálalífi nú fylkja sér á bak við stærsta lánveit- anda landsins. Þannig sagði Peter Ramsauer, sem fer fyrir efnahags- nefnd þýska þingsins, að aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Deutsche Bank „beri einkenni efna- hagslegs hernaðar“. Lét hann þessi ummæli falla í viðtali við Welt am Sonntag. Evrópuþingmaðurinn Markus Ferber tók í svipaðan streng og ýjaði að því að Bandaríkin væru að „svara í sömu mynt“ eftir að ESB ógilti skattasamning milli Írlands og Apple og gerði bandaríska tækniris- anum að greiða aukalega 13 millj- arða evra í skatt. Á föstudag hækkuðu hlutabréf Deutsche um 6% eftir að ýmsir fjöl- miðlar greindu frá að bankinn væri nálægt því að semja um mun lægri sekt, upp á aðeins 5,4 milljarða dala. Reuters segir þær fréttir ekki enn hafa verið staðfestar. Þá fékk bankinn enn einn skellinn á laugardag þegar dósmtóll í Mílanó fyrirskipaði að Deutsche, auk bank- anna Monte dei Paschi di Siena og Nomura, myndi þurfa að koma fyrir rétt vegna meintra fjármálaglæpa sem miðuðu að því að fela taprekstur Monte dei Paschi. ai@mbl.is AFP Óvissa Gestur á hluthafafundi Deutsche Bank gengur fram hjá merki bankans. Bandarísk stjórnvöld vilja leggja á bankann sekt sem er mun hærri en reiknað hafði verið með. Erfið staða Deutsche veldur skjálfta um alla Evrópu. Saka Bandaríkin um „efnahagslegan hernað“  Þingmaður tengir risasekt við úrskurð í skattamáli Apple Bresk stjórnvöld munu virkja 50. grein sáttmálans um Evrópusam- bandið í lok mars. Þetta sagði The- resa May, forsætisráðherra Bret- lands, í viðtali við BBC. Þegar búið er að virkja 50. grein- ina hefur aðildarríki tvö ár til að ljúka samningaviðræðum við ESB áður en aðild er að fullu slitið. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, fagnaði þessum tíðindum á laugardag, og sagði að gerði stöðuna skýrari að tímasetning hefði verið ákveðin. May sagði einnig að í samninga- viðræðum við ESB yrði sérstök áhersla lögð á að koma böndum á inn- streymi innflytjenda frá öðrum lönd- um Evrópu, en að hún vildi að landið yrði enn opið fyrir afburðafólki. ai@mbl.is AFP Ákvörðun Theresa May ávarpar gesti á ársfundi Íhaldsflokksins á sunnu- dag. Nú er loks ljóst hvenær útgönguferli Bretlands mun formlega hefjast. Brexit-ferlið hefjist í lok mars Landssamtök lífeyrissjóða segja það almenningi í hag að lífeyr- issjóðirnir haldi áfram að veita sjóðfélögum lán til fasteignkaupa og að fráleitt væri að fallast á hugmyndir Samtaka fjármálafyr- irtækja um að Alþingi banni lána- starfsemi lífeyrissjóða. Þetta seg- ir í tilkynningu sem Landssamtök lífeyrissjóða sendu frá sér á sunnudag. ViðskiptaMogginn greindi frá því á fimmtudag að Samtök fjár- málafyrirtækja legðu til að stjórnvöld girtu fyrir beinar lán- veitingar lífeyrissjóða til ein- staklinga og fyrirtækja. Var um- sögn þess efnis send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna frumvarps sem þar er til skoð- unar um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. „Fjármálafyrirtækjum gengur aðeins eitt til með þessari kröfu sinni og það er að sitja ein að þessum hluta lánamarkaðarins,“ segja Landssamtök lífeyrissjóða og bæta við að það fyrirkomulag sem Samtök fjármálafyrirtækja leggi til yrði dýrari og óhag- kvæmari kostur en bein lánveit- ing lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga. ai@mbl.is Segja fráleitt að banna lánastarfsemi lífeyrissjóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.