Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Ragnheiður Haralds- og Ei-ríksdóttir, eða Ragga einshún er alltaf kölluð, er
hjúkrunarfræðingur að mennt en
starfar sem blaðamaður á Bleikt.-
is og Pressunni. „Ég tek viðtöl,
skrifa um lífsstíl, femínisma og al-
mennt pönk, kynlíf og prjóna-
skap. Svo held ég fyrirlestra um
kynlíf og kynlheilbrigði.“
Hvernig er kynheilbrigði okkar
Íslendinga? „Við erum í ágætis
málum pólitískt og þjóðfélagslega
séð, við erum nokkuð frjálslynd
og umburðarlynd gagnvart fólki
sem er alls konar og ef við lítum
til annarra þjóða nálægt okkur þá
stöndum við þeim framar að
ýmsu leyti. En svo er alltaf mikið
um persónuleg vandamál og það
hefur lítið sem ekkert breyst á
þessum næstum 20 árum sem ég
hef verið að fjalla um kynlíf.“
Ragga hefur skrifað tvær bækur: Kynlíf, já takk og Prjóniprjón, og
svo hefur hún gefið út diskana Prjónum saman og Lærðu að prjóna
lopapeysu. „Ég er einnig með netnámskeið á craftsy.com sem er am-
erísk síða með alls konar handverksnámskeiðum. Frá því að ég gaf út
prjónabókina 2008 þá hef ég verið í alls konar verkefnum sem tengj-
ast prjónum og handverki, kennt prjón um allar jarðir og gefið út
uppskriftir.“
Ragga er með fjölbreytt áhugamál. „Leikhús og ýmiss konar menn-
ing, ég fæ stundum trúarkölt á heilann og er heilluð af siðblindingjum
og fjöldamorðingjum, svo hef ég gaman af stjarneðlisfræði og að elda
mat og hef sérstakan áhuga á arabískum og japönskum mat. Ekki má
gleyma því að ég er tungumálanörd. Er að leggja áherslu á að auka
orðaforða minn í japönsku og arabísku. Þetta er langtímahobbí. Svo
tala ég ensku, dönsku, sænsku, þýsku og spænsku.“
Ragga fór í magabandsaðgerð í byrjun ársins og fylgdist Ísland í
dag á Stöð 2 með ferlinu. „Þetta gengur vel, það stórsér á mér eftir
aðgerðina og þessu fylgir engin áreynsla. Það væri mjög snjallt að
bjóða mér út að borða því ég borða svo lítið.
Í tilefni afmælisins fer ég út að borða með dóttur minni og vinkon-
um okkar. Við ætlum á Snaps sem er uppáhaldsveitingastaðurinn
okkar og um næstu helgi ætla ég að halda matarboð sem verður með
arabísku yfirbragði, eins og svo oft áður.“
Ragga á tvö börn, Hlyn 24 ára og Guðrúnu Lóu 13 ára og þrjú
barnabörn.
Blaðamaðurinn Ragnheiður.
Prjónaskapur, kynlíf,
femínismi og pönk
Ragnheiður Eiríksdóttir er 45 ára í dag
J
óhann Guðni Reynisson
fæddist á Sólvangi 3.10.
1966 og ólst upp í Hafnar-
firði, fyrst við Hringbraut
en síðan á Hraunbrún. Auk
þess var hann mikið hjá ömmu sinni
við Suðurgötuna og á Jófríðarstaða-
vegi.
Jóhann Guðni var í sveit á Beru-
stöðum í Ásahreppi, frá þriggja ára
aldri og þar til hann varð 13 ára: „Ég
er þakklátur fyrir þessi sumur hjá
þeim Dýrfinnu og Trausta. Það var
gott innlegg í uppeldið.“
Jóhann Guðni stundaði nám í
píanóleik við Tónlistarskólann í
Hafnarfirði í nokkur ár, var í hand-
bolta alla yngri flokkana í FH, í
Haukum í knattspyrnu og í frjálsum
íþróttum hjá FH: „Auk íþróttanna er
ljósmyndun meðal helstu áhuga-
mála.minna. Ég keppti líka tvívegis í
vaxtarrækt um tvítugt.“ Jóhann
Guðni stundaði nám við Versl-
unarskóla Íslands en lauk stúdents-
prófi frá Flensborg, lauk BA-prófi í
íslensku og fjölmiðlafræði frá HÍ,
stundaði nám í uppeldis- og kennslu-
fræðum við sama skóla lengst af en
lauk kennaraprófi frá HA. Þá lauk
hann námi í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun frá EHÍ.
Jóhann Guðni var við afleysingar í
lögreglunni í Kópavogi fjögur sumur
og einn vetur: „Það var stundum erf-
itt en samt einhver dýrmætasti skóli
sem maður býr að alla tíð.
Auk þess var ég háseti á trillunni
Guðbjörgu hjá tengdapabba heitnum
og minnist þess með hlýhug.“
Jóhann Guðni var blaðamaður, rit-
stjórnarfulltrúi og ritstjóri við tíma-
rit, fyrst hjá Samútgáfunni/Korpus
og síðan Fróða. Hann kenndi íslensku
Jóhann Guðni Reynisson framkvæmdastjóri – 50 ára
Öll klár í bátana Jóhann Guðni og Elínborg Birna ásamt dætrunum þremur á leið í siglingu við Vestmannaeyjar.
Þúsundþjalasmiðurinn
hefur komið víða við
Svarti riddarinn Jóhann Guðni í
fullum herklæðum á mótorhjóli
á lögregluárunum.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Akureyri Þóra Ellen Andrés-
dóttir fæddist 24. júní 2015 kl.
4.12. Hún vó 3.590 g og var 50
cm löng. Foreldrar hennar eru
Þorbjörg Pálmadóttir og
Andrés Ívarsson.
Nýir borgarar
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík