Morgunblaðið - 03.10.2016, Síða 13
fimm til sex tungumál reiprennandi.
Þau læra bara öðruvísi á lífið en
önnur börn.“
Birta hefur átt kærastann Luc-
as í sjö ár og hundinn Gizmo sem er
með henni í Finnlandi. „Þetta er
sirkushundur sem ferðast og er
með sitt vegabréf eins og við hin.
Hvert sem hann kemur verður
hann leikhúshundurinn, bíður þolin-
móður þegar við erum að vinna og
er hvers manns yndi,“ segir Birta,
sem ákvað strax að hann yrði ekki
hafður með í sýningum, fengi bara
að hafa gaman.
Lucas, kærasti Birtu, er línu-
dansari og vinnur mest í Þýska-
landi. „Þegar ég er í fríi frá sýn-
ingum ferðast ég til hans og núna
er hann hjá mér í þrjár næstu vikur
í Finnlandi því hann er ekki að
vinna. Vanalega þurfum við að
ferðast mikið til að geta hist. Við
eigum íbúð í Búrgúndíhéraði í
litlum bæ sem heitir Joigny og er
einn og hálfan tíma suður af París.
Ég held að við höfum bara náð að
vera þar í þrjár viku á þessu ári.“
Líkaminn er atvinnutækið
„Það fer rosalega eftir hverjum
og einum hversu lengi hann endist í
þessum geira. Ég þekki fólk komið
yfir sextugt sem er enn að sýna og
er í ótrúlega formi. Líkaminn er at-
vinnutækið okkar og maður þarf að
hugsa vel um hann. Ég hugsa um
allt sem ég borða og
hversu lengi ég sef á
nóttunni. Ég fer
reglulega til lið-
skekkjulæknis og
hnykkjara, og er mik-
ið í jóga sem heldur
líkama og sál gang-
andi,“ útskýrir Birta.
„En þetta er
áhættuatvinnugrein
og slysin gera ekki
boð á undan sér. Ég
hef tvisvar lent í
vinnuslysi. Í annað
skiptið var ég að
hoppa heljarstökk
sem tókst ekki nógu
vel og þríbraut á mér bakið. Ég
endaði á spítala í viku og mátti ekki
hreyfa mig, og var svo í bakbelti í
einn og hálfan mánuði. Sem betur
fer er heilbrigðiskerfið í Frakklandi
allt öðruvísi en á Íslandi og þetta
kostaði mig ekki krónu,“ segir Birta
þakklát.
„Þar að auki fæ ég lista-
mannalaun frá ríkinu. Sýninga-
tímabilið er frá apríl og fram í októ-
ber, og þá fæ ég borgað fyrir
hverja sýningu. En þá mánuði sem
við erum ekki að sýna fáum við föst
listamannalaun. Ég þarf að sýna 43
sýningar á ári til að uppfylla skil-
yrðin fyrir listamannalaunin, en ég
rúlla því auðveldlega upp.“
Vill koma með sýningu
til Íslands
„Mér finnst rosaleg forréttindi
að fá að vinna við það sem ég elska
mest að gera í heiminum og í
þokkabót fá borgað fyrir það,“ segir
Birta, sem þrátt fyrir endalaus
ferðalög á vegum vinn-
unnar reynir að skjót-
ast stöku sinnum heim
til Íslands.
„Síðustu ár hef ég
reynt að koma heim
allavega í eina viku á
sumrin. En síðasta ár
hefur Ísland togað
rosalega mikið í mig.
Ég kom fjórum sinn-
um á síðasta ári og þá
hjálpa mikið öll lág-
gjaldaflugförin sem
eru í boði. Ég finn að
ég þarf að koma heim
til rækta íslenskuna,“
segir hún.
„Mér þætti rosalega gaman ef
ég gæti einhvern tímann komið með
sýningu heim til Íslands. Ég veit að
félaga mína í Les P’tits Bras langar
afskaplega að koma til Íslands,“
svarar Birta spurð hvort við Íslend-
ingar fáum ekki að njóta hæfileika
hennar í komandi framtíð.
Magnað Birta skemmtir fólki um allan heim með mögnuðum sirkuslistum. Gullöldin Sýning Les P’tits Bras er öll í stíl gullaldartímabils franska sirkussins.
„Við erum fimm
á sviðinu og
einn tæknimað-
ur og okkur kem-
ur mjög vel sam-
an. Enda verðum
við að vera vinir
eins mikið og
við erum saman,
meira en með
fjölskyldunum.“
Fjölskyldan Litla fjölskyldan
Lucas, Gizmo og Birta.
Í lausu lofti Birta tekur flugið með félögum sínum í Les P’tits Bras.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum