Fréttablaðið - 07.07.2016, Síða 52
Fólk er svo meðvirkt, þetta er allt saman bara pjúra meðvirkni og allir að vera næs,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson sem oftast
er kallaður Júníus Meyvant, spurður
út í viðbrögð við hans fyrstu breið-
skífu. Platan ber heitið Floating
Harmonies og kemur út á efnislegu
formi á morgun, föstudag. Er útgáfan
í höndum Record Records.
Inniheldur platan meðal annarra
laga Color Decay, sem notið hefur
gríðarlegra vinsælda. Lagið var valið
lag ársins í flokki popptónlistar á
Íslensku tónlistarverðlaununum í
fyrra, auk þess sem Unnar hreppti
sjálfur hnossið sem besti nýliðinn í
popp- og rokksenunni. Color Decay
var sömuleiðis spilað um allan heim
og var til að mynda valið lag ársins
á útvarpsstöðinni KEXP í Seattle
fyrir árið 2014. Fyrsta þröngskífa
Júníusar Meyvants kom út í fyrra og
hlaut mikið lof, til dæmis í dönsku
tónlistarpressunni, þar sem Gaffa,
virtasta tímaritið í sínum flokki, gaf
plötunni fimm af sex mögulegum
stjörnum. Meint meðvirkni teygir
þannig anga sína ansi víða.
„Ég vildi gera plötu þar sem sixtís
og seventís tvinnast saman við
nútímann. Annars veit ég ekki alveg
hvernig best er að orða þetta, maður
semur bara eitthvað og gefur það svo
út,“ segir Unnar umlukinn stóískri
ró sem yfirleitt er ekki langt undan
í hans tilfelli. „Ég er ekki lengi að
semja, það er allur gangur á þessu. Ég
get samið lag á fjórum mínútum eða
á fjórum mánuðum, stundum semur
maður part og svo kemur annar
partur löngu seinna. Maður verður
að reyna að þvinga þetta sem minnst.
Oftar en ekki kemur tónlistin til mín
þegar ég er að pússa upp gamalt borð
eða hvað það er hverju sinni. Það er
hins vegar ólíklegt að nokkuð gerist
ef ég sest markvisst niður til að semja
lag,“ útskýrir hann aðspurður um
tilurð plötunnar. Hann segir gömul
brýni á borð við Bob Dylan vera
áhrifavalda í tónlist Júníusar Mey-
vants. „Annars eru svo margar fyrir-
myndir þannig séð. Ég elska gamlan
blús, frá 1950 til 1960. Soul- og folk-
músík heilla mig mikið.“
Líkt og máltækið segir, þá gerast
góðir hlutir ansi oft skrambi hægt.
Unnar tók sér góðan tíma í plötuna
og það skilar sér vafalaust í útkom-
unni. Hann er að minnsta kosti
sáttur við sitt en það tekur á að ná
hinum fullkomna sándi. „ Ég er ekki
auðveldur í hljóðverinu. Það sem
einkennir gerð plötunnar er senni-
lega það að við leituðum mjög djúpt
í sándin. Þarna var mikil hreinskilni
og mikið um rökræður, og má
sannarlega segja að þetta hafi ekkert
verið eitt endalaust knús. En ég er á
því að mótlætið slípi menn bara. Að
vera hreinskilinn er gott þó svo að
menn tryllist kannski stundum. Ég
vissi bara að ég yrði að vera hreinn
og beinn með þetta, þannig myndi
ég geta lagst sáttur á koddann.“
Skyldi Unnar eiga sér eitthvert
uppáhaldslag á plötunni eða á hin
fornkveðna klisja um að ekki sé
hægt að gera upp á milli barnanna
sinna við í þessu samhengi? „Ég
tel að börnin manns séu nú mikil-
vægari en tónlistin sem maður býr
til. En ætli fyrsta lagið sem kom út
sé ekki í mestu uppáhaldi, Color
Decay. Mesta strögglið er í kringum
það og svo er sándið á plötunni svo-
lítið komið út frá því. Annars eru ansi
mörg lög á plötunni sem mér þykir
vænt um,“ svarar hann, auðheyrilega
sáttur.
Unnar segist eiga von á að platan
dreifi sér um allan heim og horfir
þannig til sérstaklega til netsins.
Evrópubúar séu hrifnir af efninu
hans og Danir þá sérstaklega dug-
legir við að nálgast tónlistina. „Svo
er mikið að gerast í Frakklandi, Hol-
landi og Englandi. En það hefur samt
komið á daginn að Bandaríkjamenn
eru langduglegastir við að streyma
tónlistinni minni,“ útskýrir hann
ánægður en bætir við að til þess að
láta verða af tónleikaferðalagi vestur
um haf verði hann að hafa ansi gott
bakland. „Ég hef aðeins einu sinni
farið þangað og spilað. Við erum að
setja saman teymi af fólki til að vinna
með í Bandaríkjunum og Kanada. Þá
er bara að hefjast almennilega handa
en ég geri ekki ráð fyrir að neitt gerist
þar fyrr en eftir áramót.“
Unnar kemur ekki til með að
sitja auðum höndum á næstunni
því útgáfutónleikarnir verða þann
27. ágúst næstkomandi þar sem öllu
verður til tjaldað í Háskólabíói. „Við
ætlum að reyna að taka lögin eins
og þau eru á plötunni. Þarna verða
strengja- og blásturssveit, en ég hef
einmitt aldrei spilað með svona
stóru bandi. Þetta verður líklega
mjög skemmtilegt,“ bendir hann á.
Hann segir að í beinu framhaldi taki
svo við mánaðarlangt tónleikaferða-
lag um alla Evrópu. „Annars er ég nú
ekki stressaður með þetta, ég held
þetta eigi allt saman eftir að ganga
nokkuð vel bara,“ segir hann lauf-
léttur að lokum.
gudrun@frettabladid.is
Mótlætið slípar menn
Júníus Meyvant sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á morgun. „Oftar en ekki kemur tón-
listin til mín þegar ég er að pússa upp gamalt borð,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson.
Unnar segist ekki sérlega auðveldur í hljóðverinu en það skili sér vissulega í betri nætursvefni þegar öllu er á botninn hvolft. Fréttablaðið/anton brink
Trendið
Bakpokar
gera lífið
auðveldara
Fyrir marga er nauðsynlegt að
ganga með tösku dags daglega
til þess að geyma allt dótið sitt.
Munurinn á því að vera með hand-
tösku og bakpoka er þó alvarlega
mikill. Maður finnur lítið sem
ekkert fyrir honum og það er mikið
úrval af flottum bakpokum í dag
enda eru þeir í tísku um þessar
mundir. Bakpokarnir eru ekki bara
fyrir skólakrakkana til að geyma
skólabækurnar. Bakpokarnir eru
fyrir þá sem hugsa um tísku og vilja
lifa auðveldara lífi.
Það væri ekki leiðinlegt að eiga eitt
stykki louis Vuitton-bakpoka.
Gucci-bakpoki er eitthvað sem flestar
tískudrósir hafa sést með upp á síð-
kastið.
bakpokar af öllum gerðum geta
gengið. Þessi er til dæmis afslappaður
og flottur.
Það er ekki á allra færi að kaupa sér
Chanel-bakpoka en eitthvað í þessa
áttina ætti að ganga upp.
GARÐ
VE
ISL
A FT
T
SAMARIS
ÚLFUR ÚLFUR
GLOWIE
TÓNLEIKAR Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM
FÖSTUDAGINN 8. JÚLI KL. 20.30
AÐGANGUR ÓKEYPIS!
7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R44 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð
Lífið
0
7
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
F
-B
D
E
0
1
9
E
F
-B
C
A
4
1
9
E
F
-B
B
6
8
1
9
E
F
-B
A
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K