Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 25
vistum við þig og hlegið saman við upprifjanir. Þín verður sárt saknað. Þín börn úr seinna holli, Jóhann Kristján, Elfa Björk, Birta Mjöll, Guðmundur Ívar og Helga Ísfold. Það hefur verið fastur liður í jólahaldi fjölskyldu minnar að skreppa í Hafnirnar á aðfanga- dag, alveg frá því ég var lítill strákur fór ég þangað með pabba að heimsækja ömmu og afa í Kirkjuvogi. Eftir að ég varð fullorðinn og eignaðist mitt eigið heimili hélt ég þeim sið og fór með mín börn sama rúntinn, byrjuðum alltaf í kirkjugarðinum hjá okkar nán- ustu og við enduðum í kaffi og smákökum hjá Magga og Maddý. Þegar við vorum búin með rúntinn voru jólin komin í okkar huga. Það var gott að koma í Hafnirnar til Magga og Maddýj- ar, þau tóku alltaf vel á móti okk- ur og það var spjallað og hlegið og rifjaðar upp gamlar sögur. Maggi var mikill vinur minn og ávallt gaman að tala við hann, hann átti alltaf lausnir og góð ráð varðandi svo margt, hann.var mikill dellukarl og átti alls konar verkfæri og þótti einnig gaman að eiga flotta og góða bíla. Magga verður saknað og ferð- irnar í Hafnirnar verða ekki þær sömu eftir að hann er farinn. Ég vil votta Maddý frænku og öllum hans aðstandendum mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, vinur. Þorsteinn Magnússon og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES - Samtök eldri Sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í Valhöll á morgun, miðviku- daginn 19. október, kl. 12 á hádegi. Gestur fundarins: Brynjar Níelsson alþingismaður. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 850 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: HAFRÓ, SH, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla, (FISKISKIP), fnr. 6155, þingl. eig. Dagdís ehf., gerðarbeiðandi Grundarfjarðarbær, mánudaginn 24. október nk. kl. 10:20. AMELÍA ROSE, AK, Akranes, (VINNUSKIP), fnr. 2856, þingl. eig. Ice- boats ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 24. október nk. kl. 10:30. Stillholt 15, Akranes, fnr. 210-0372, þingl. eig. Geir Guðjónsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Landsbankinn hf, Akranesi, mánudaginn 24. október nk. kl. 11:35. Skarðsbraut 11, Akranes, fnr. 210-0686, þingl. eig. Einar Árnason, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Skarðsbraut 7-9- 11, húsfélag, mánudaginn 24. október nk. kl. 11:50. Lerkigrund 4, Akranes, fnr. 210-2681, þingl. eig. Ingibjörg Gunnars- dóttir, gerðarbeiðendur Lerkigrund 2-6, húsfélag og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 24. október nk. kl. 12:10. Hagaflöt 11, Akranes, fnr. 228-5737, þingl. eig. Högni Arnarson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 24. október nk. kl. 12:25. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 17. október 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, foreldramorgnar kl. 9.30. Gönguhópur l kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Eftir hádegi verður tálgað í tré og málað á postulín kl. 13. Jóga kl. 18. Árskógar 4 Leikfimi Maríu kl. 9-9.45. Smíðar og útskurður með leið- beinanda kl. 9-12. Qigong kl. 10.30-12. Kóræfing hjá Kátum körlum kl. 13-14. Afmælisveisla í tilefni af 20 ára afmæli félagsstarfsins í Árskóg- um kl. 14-16. Allir velkomnir. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Áskirkja Spilað verður í neðri sal kirkjunnar og hefst kl 20. Boðinn Botsía kl. 10.30, haustfögnuður Boðans kl. 14.30-16.30, tón- listarflutningur, kaffihlaðborð til sölu og allir hjartanlega velkomnir. Pennasaumur og brids/kanasta fellur niður þennan dag. Bólstarðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30, hjúkrunafræðingur kl. 11, útskurður og leshópur kl. 13. Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla íslands flytur erindi um Bandarísku for- setakosningarnar kl. 13. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum, hefst að þessu sinni kl. 12.10 með tónleikum inni í kirkju, súpa og brauð á eftir í safn- aðarsal. Eftir kl. 13 verður spilað, skrafað og handavinna. Framhalds- saga, hugleiðing frá sóknarpresti og kaffið góða. Sjáumst hress á miðvikudaginn. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella-og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínu djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagsstarfið byrjar kl. 13. Gestur okkar er Þórdís Gísladóttir sem fjall- ar um Heilsueflingu. Fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur. Spilum, prjónum og spjöllum saman. Allir hjartanlega velkomnir. Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bútasaumur kl. 9-12. Glerbræðsla kl.9-13. Lestur framhaldssögu kl. 12.30-13. Handverks- stofa opin, leiðbeinandi á staðnum kl.13-15. Félagsvist kl. 13.30-16. Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Meðlæti selt með kaffinu frá kl. 14-15.45. Qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11 á vegum FEBG.Trésmíði í Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13. Botsía kl. 13.45. Vatnsleik- fimi kl. 15. Bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 15 og 16. Gerðuberg Kl. 9-16 opin vinnustofa, kl. 9-12 keramikmálun, kl. 13-16 Tiffany gler með leiðbeinanda, kl. 10-10.45 leikfimi með Maríu, kl. 10- 10.20 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 gönguhópur, stafaganga, kl. 12-16 starf félags heyrnarlausra. Gjábakki Handavinna kl. 9, stólaleikfimi kl. 10, handavinna kl. 13, hreyfi- og jafnvægisæfingar kl. 13, alkort kl. 13.30, hreyfi- og jafn- vægisæfingar kl. 14, hreyfi- og jafnvægisæfingar kl. 15, línudans kl. 18 og samkvæmisdans kl. 19. Grafarvogskirkja „Opið hús“ fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 13. Samsöngur með léttum lögum og undirleik organista. Helgi- stund, handavinna, spilað og spjallað. Kaffiveitinar. Allir velkomnir. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13, tréskurður kl. 13, jóga kl. 17.15. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9-14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45. Börn frá leikskólanum Garðaborg koma kl. 10.30 og syngja, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl. 13, tálgun o.fl. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9 hjá Margréti Zóphoníasd., thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10, framhaldssag- an kl. 11. Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.15. Bókabíllinn kl. 14.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, listmálun kl. 9 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum, kóræfing kl. 16 í Borgum og heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi Húsið opið kl. 10-14, kaffi, spjall og blöðin eftir opnun, matur kl. 11.30-12.30, heitt á könnunni eftir hádegi. Framhalds- saga kl. 13. Allir velkomnir. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Stangarhylur 4 Qi-gong-námskeið kl. 10.15 Félagsmiðstöðinni Árskógum 4, leiðbeinandi Inga Björk Sveinsdóttir. Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama. Skák kl. 13. Allir velkomnir. Félagslíf  HLÍN6016101919 VI  FJÖLNIR 6016101819 III  EDDA 6016101819 I I.O.O.F. Ob.1,Petrus -19610188 - Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt NÝJI “MINIMIZERINN” ER KOMINN Í HÚS ! skálar D-FF á kr. 7.990,- GAMLI HÆTTIR - STAKAR STÆRÐIR TIL Á TILBOÐI teg 4500 - stök númer á kr. 4.900,- Laugavegi 178 Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10–18. Lokað á laugardögum í sumar. Sendum um allt land. Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sicam vélar og lyftur. Kaldassel ehf., s. 5444333 og 8201070 kaldasel@islandia.is Útsala - Útsala - útsala 4 stk 275/70 R 22.5 DR 1 kr. 48306 + vsk 1 stk 295/80 R 22.5 DR 1 kr. 48306 + vsk 2 stk 13 R 22.5 FM 2 kr. kr. 48306 + vsk 4 stk 245/70 R 19.5 MP 460 kr. 31177 + vsk Fleiri stærðir. Kaldasel ehf., s. 5444333 og 8201070 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á jógafræði og þá sérstaklega rétta öndun og æfingar til að róa sálina. Hún var einnig sú sem kynnti mann fyrir alls kyns holl- ustufæði. Ósjaldan fékk ég hjá henni brauð með margskonar fræjum og hnetum með fjalli af kotasælu og alls konar græn- meti, þetta borðaði maður með bestu lyst. Þegar amma eldaði og bakaði þá var alltaf mikið gert af öllu því hún var dugleg að koma í heimsóknir með af- raksturinn. Bananabrauð, kryddbrauð, kryddkökur, marmarakökur og grænmetis- súpan hennar góða voru alltaf vel þegin. Sem unglingur fékk ég að fara með henni á óperur og í bíó en hún var alltaf mikið fyrir að fara á hinar ýmsu sýn- ingar en afi var ekki mikið fyrir slíkt. Hún tók litla drenginn minn að sér þegar ég var í mestu vandræðunum að finna dagmömmu og einnig fékk hann að vera í pössun hjá ömmu á fimmtudögum þegar ég var að vinna með náminu. Þess vegna hafa fimmtudagar alltaf verið kallaðir ömmudagar á mínu heimili. Eftir að amma og afi fluttust í Mánatúnið vorum við duglegar að fara saman í gönguferðir meðfram sjónum og þá voru öndunaræfingarnar oftast tekn- ar með nefið upp í vindinn – og sjórokið – því göngur, í öllum veðrum, var það besta til að næra sálina sagði hún af þekk- ingu því hún starfaði lengst af sem bréfberi. Eftir að afi hætti að vinna og var þ.a.l. meira heima fór ég að kynnast honum betur og oft sátum við þrjú sam- an yfir kaffibolla og spjölluðum um heima og geima. Afi gerðist síðan liðtækur í eldhúsinu og eldaði oft handa okkur ömmu eitthvað voða gott meðan við sátum við hannyrðir. Ég tel mig lánsama að hafa fengið að alast svona mikið upp hjá ömmu og afa og er rosalega þakklát fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig. Ég get yljað mér með mörgum fallegum minningum þegar sorgin sækir að en ég trúi því að hún sé nú í hlýja faðm- inum hans afa. Farðu í friði, elsku amma mín, ég elska þig. Þín nafna Gerður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.