Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili : DanSport ehf. MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4–12 Reykjavik Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir Str. M-XXXL Tveir litir Kr. 6.900 SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5510 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18 10% af seld um set tum, renna til krab ba- meinsf élagsin s Bleikt októbertilboð Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Innifalið í pakka: Andlitshanski, 2 augnpúðar og krókur, lítið þvottanet. Verð 6.900 5.900 Tilboð Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallög- fræðingur hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hún vísar alfarið á bug ásökunum á hendur sér sem nú eru til rannsóknar hjá settum héraðssaksóknara. Ásakanirnar varða hið svokallaða LÖKE-mál. „Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa mig af öllum ásökunum,“ segir í lok yfirlýsingar hennar. Lögreglan greindi frá því í til- kynningu í gær að settur héraðs- saksóknari hefði hafið rannsókn á ásökunum á hendur starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en viðkomandi er gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rann- sókn í tilteknu máli. Í yfirlýsingu sinni segir Alda jafn- framt: „Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsókn- arinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfs- skyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lög- reglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Emb- ætti ríkissak- sóknara óskaði eftir aðstoð emb- ættis lögreglu- stjórans á Suður- nesjum við meðferð málsins og það voru lög- reglumenn þess embættis sem önnuðust rann- sóknina. Ég kom eingöngu að um- ræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumannin- um, sem lauk með því að Hæstirétt- ur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi.“ Lögbundin þagnarskylda komi í veg fyrir að hún geti tjáð sig frekar um efnisatriði málsins. „Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfs- skyldur mínar,“ segir hún einnig. Alda hefur nú stigið til hliðar frá verkum sínum hjá embættinu vegna málsins. Hafnar ásökun- um á hendur sér  Héraðssaksóknari hefur rannsókn Alda Hrönn Jóhannsdóttir „Undanfarin ár hefur aukningin verið um 15% að staðaldri. Við ger- um frekar ráð fyrir því að þetta haldi áfram á meðan Ísland er enn vinsæll ferðamannastaður,“ segir Helga Einvarðsdóttir, rekstrar- stjóri flugþjónustunnar á Reykja- víkurflugvelli, en það sem af er ári hafa 1.654 flughreyfingar, lend- ingar og flugtök, átt sér stað á Reykjavíkurflugvelli í erlendu einkaflugi í samanburði við 2.016 hreyfingar allt árið í fyrra. Ekki er aðeins um að ræða lend- ingar og flugtök svokallaðra einka- þota heldur falla fleiri vélar undir flokkinn erlent einkaflug sem Isavia heldur utan um. Þar má til dæmis nefna smærri vélar í ferju- flugi eða skemmtiflugi og þotur sömu gerðar og notaðar eru sem einkaþotur í ferjuflugi. Árið 2007 voru samtals 3.046 flughreyfingar í erlendu einkaflugi en fækkaði töluvert næstu ár þar á eftir þar til lægsta punkti var náð árið 2010 þegar aðeins 1.710 flug- hreyfingar áttu sér stað yfir allt ár- ið. Fjöldinn jókst þó aftur en árið 2012 voru hreyfingarnar orðnar 2.014 talsins. „Ég geri frekar ráð fyrir því að þetta haldi áfram að aukast,“ segir Helga en þeir farþegar og flug- menn sem lendi hjá þeim séu fólk sem kýs annan ferðamáta en að ferðast í stóru farþegaflugvélunum þegar það heimsækir landið. laufey@mbl.is Erlent einkaflug til Íslands eykst milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.