Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Efni úr flöskum og drykkjarbrús- um úr plasti geta smitast yfir í drykkinn í brúsanum. Meðal efna sem smitast á þennan hátt eru mýkingarefni, andoxunarefni, litarefni, efni úr bleki og leysi- efni. Þetta sýnir ný rannsókn Erlu Ránar Jóhanns- dóttur sem hún vann til MS- gráðu í matvæla- fræði við HÍ. Hún segir að gosdrykkjaflöskur úr plasti séu yfirleitt ekki fram- leiddar til þess að nota oftar en einu sinni og að lítið eftirlit sé með innfluttum plastflöskum og umbúð- um hér á landi, þó að reglugerðir séu vissulega til og ábyrgir fram- leiðendur fylgi þeim. Við framkvæmd rannsóknarinn- ar keypti Erla Rán 16 drykkjar- brúsa úr plasti af ýmsum gerðum og stærðum og setti í þá lausn sem var blanda kranavatns og met- anóls. Lausnin, sem líkir t.d. eftir íþróttadrykkjum með hátt sýru- stig, var geymd í flöskunum við stofuhita í einn sólarhring og síðan voru efnin í vatninu greind. Helstu niðurstöður voru að í tíu brúsum höfðu lífræn efni smitast yfir í vatnið. Misjafnt var hversu mörg efni smituðust úr flöskunum, eða allt frá tveimur upp í 13. Sum efnin var ekki hægt að greina, en þau helstu sem fundust voru fenól, asetamíð og bensamíð sem eru mýkingarefni, litarefni, blek, sveppa- og bakteríudrepandi efni og leysiefni. Nokkuð algengt er að einnota gosdrykkjaflöskur úr plasti séu notaðar oft, en Erla Rán segir slíka notkun varasama. „Þær eru svo- kallaðar PET-flöskur, sem er skammstöfun fyrir polyethylene terephthalate. Ég tók þær ekki fyrir í minni rannsókn, enda eru þær margrannsakaðar. Til dæmis er plastið í þeim hrufótt, en það býður upp á örveruvöxt. Fyrir utan það hafa margar rannsóknir sýnt að í sumum PET-flöskum hafi fundist ýmis hormónatruflandi efni og þau geta haft neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina þó að þau leki úr plasti í litlu magni. Þau geta t.d. hermt eftir estrogeni, eða hamlað androgeni, hamlað skjaldkirtils- hormónum, haft neikvæð áhrif á æxlunarkerfið og aukið hættuna á þróun ýmissa sjúkdóma. En skað- leg efni hafa reyndar fundist í mis- munandi tegundum af plasti.“ Fyrsta rannsóknin hér á landi Erla Rán segir rannsókn sína vera þá fyrstu sinnar tegundar sem gerð hafi verið hér á landi og segir fjölmargar rannsóknir í öðrum löndum sýna svipaðar niðurstöður. Erum við nógu meðvituð um þetta? „Nei, ég held ekki. Það er lítil umræða hér á Íslandi um plastumbúðir og það þyrfti að vekja athygli á þessu. Við erum öll meira eða minna að nota plastum- búðir og drekka úr brúsum dag- lega. Það er talsvert eftirlit annars staðar á Norðurlöndum og það er eitthvað sem ætti að skoða hér,“ segir hún. Spurð hvernig brúsa best sé að nota með tilliti til smitunar, segir Erla Rán að stálbrúsar virðist bestir. „En þeir plastbrúsar sem ekki smituðu efnum í rannsókninni minni voru þeir sem eru glerharðir og glærir. Mjúkir brúsar í sterkum eða dökkum litum virtust smita mest. Hins vegar magngreindi ég ekki efnin, heldur eingöngu fjölda efna, þannig að það er ekki hægt að segja til um magnið. “ Ertu að drekka leysiefni og blek?  Ný íslensk rannsókn sýnir að ýmis efni geta smitast úr plastbrúsum í drykkinn sem settur er í þá  Glerharðir og glærir eru bestir  Varasamt er að nota gosdrykkjaplastflöskur oftar en einu sinni Getty Images/iStockphoto Plastflöskur Það er ekki sama úr hverju er drukkið. Sumir brúsar úr plasti smita efnum yfir í drykkinn sem í þeim er, samkvæmt rannsókn Erlu Ránar. Erla Rán Jóhannsdóttir Erla Rán segir fyllsta tilefni til að rannsaka aðrar tegundir umbúða, brúsa og áhalda úr plasti. „Rann- sóknir hafa sýnt að mörg efni, þar á meðal Bisphenol-A eða BPA, geta lekið úr plasti í matvæli yfir leyfi- legum mörkum.“ Í þessu sambandi nefnir hún m.a. eldhúsáhöld úr plasti sem m.a. eru notuð til að hræra í mat í heitum pottum. „Efnin geta farið út í matinn við hitann,“ segir hún. „Svo væri líka ástæða til að skoða betur matvælaumbúðir.“ Margt þyrfti að rannsaka ÁHÖLD OG UMBÚÐIR „Það var framkvæmd talning fyrir skömmu á iðnaðarsvæðum í Hafn- arfirði og niðurstaðan var sú að á milli 800 og 1.000 gámar eru á þeim svæðum, og það er svo sannarlega ekki mikil prýði að þessum gámum,“ sagði Ólafur Ingi. Hann segir að sækja eigi um stöðuleyfi fyrir gámum og þannig hafi það alltaf verið. Þá sé aðeins greitt eitt gjald, einu sinni, í kring- um 18 þúsund krónur. „En stað- reyndin er sú að það eru einungis um 2 til 3% af þessum 800 til 1.000 gámum í Hafnarfirði sem eru með slík stöðuleyfi.“ „Byggingarfulltrúa er heimilt að fjarlægja þá lausafjármuni sem get- ið er í 2. gr. og eru án stöðuleyfis. Eiganda eða ábyrgðarmanni skal veittur eðlilegur frestur til að fjar- lægja þá,“ segir m.a. í reglum Hafn- arfjarðar um stöðuleyfi, en gámar eru lausafjármunir sem falla undir þessar reglur. gjaldtakan á milli 60 og 70 þúsund krónur á gám, en þó eftir stærð gáma. Hér í Hafnarfirði er gjald vegna gáma 31.780 krónur, hvort sem um 20 feta eða 40 feta gáma er að ræða,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. Bendir á gámageymslusvæði „Það eru geymslusvæði þar sem iðnfyrirtæki í Hafnarfirði geta kom- ið fyrir gámum sínum. Eitt er á svæðinu á móti Straumsvík og við erum hvetjandi þess að það svæði sé notað í auknum mæli,“ sagði Ólafur Ingi. Ólafur Ingi bendir á að gámar séu í mörgum tilvikum á bílastæðum sem fylgi iðnfyrirtækjum í Hafn- arfirði. „Ef húsið þar sem Bindir og stál er til húsa væri reist í dag, og gert væri ráð fyrir 13 gámum inni á lóðinni og engum bílastæðum, þá hefði slík bygging aldrei verið sam- þykkt,“ sagði Ólafur Ingi. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafn- arfjarðar, gefur lítið fyrir gagnrýni Arnar Gunnlaugssonar, eiganda fyr- irtækisins Bindir og stál, sem aug- lýsti í smáuglýsingum í Morgun- blaðinu á laugardag eftir skörpum teljara til að þjálfa hafnfirska emb- ættismenn í talningu á gámum. Ólafur Ingi segir að gjaldtaka bæjar- og sveitarfélaga vegna gáma á iðnaðarlóðum tíðkist alls staðar og Hafnarfjarðarbær hafi horft til ann- arra sveitarfélaga, sem væru að gera nákvæmlega það sama, þegar reglur voru settar. „Mosfellsbær, Akranes, Akureyri og fleiri bæjar- og sveitarfélög eru með samskonar gjaldtöku, og við í Hafnarfirði erum fjarri því að vera með hæstu gjaldtökuna fyrir gám- ana. Í sumum sveitarfélögum er Morgunblaðið/Ófeigur Gámafjöld Gámar á lóðinni við Bindir og stál í Hafnarfirði, en einungis 2-3% gáma í bænum eru með stöðuleyfi. Yfir 800 gámar á iðnað- arsvæðum í Hafnarfirði  Einungis um 2-3% gáma í Hafnarfirði hafa stöðuleyfi „Það hefur verið forgangsmál innan- ríkisráðherra að efla löggæslu í landinu. Nauðsynlegt sé til lengri tíma að styrkja starfsumhverfi lög- reglunnar og fjölga lögreglumönn- um,“ segir í tilkynningu frá innan- ríkisráðuneytinu í kjölfar umfjöllunar um fjárveitingar til lög- regluembætta landsins og fjölgunar lögreglumanna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárveitingar hafi verið hækkaðar frá árinu 2013 sem nemur 1.888 m.kr. miðað við vísitölu neysluverðs 2016 en um varanlega viðbótarfjár- veitingu hafi verið að ræða. Þessum fjármunum hafi að mestu verið ráðstafað til þess að efla lög- regluna og hafi áhersla verið lögð á að styrkja grunnþjónustu lögreglu. Þar megi nefna eflingu löggæslu á landsbyggðinni, eflingu eftirlits vegna fjölgunar ferðamanna, aukinn akstur lögreglubíla og bót á búnaði og þjálfun lög- reglumanna auk mannauðsmála. Þá hafi Alþingi samþykkt í októ- ber síðastliðnum fjáraukalög til viðbótar þar sem 238 m.kr. er varið til lögreglu, með- al annars til landamæravörslu vegna fjölgunar ferðamanna og til að efla öryggi ferðamanna. Ríkisstjórnin hafi einnig ákveðið að fella niður 211 m.kr. af uppsöfnuðum halla allra lögregluembætta sem nam við lok síðasta árs 317 m.kr. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2017- 2021 sé einnig gert ráð fyrir aukn- um fjármunum til málefnasviðs al- manna- og réttaröryggis en þar er lögregla umfangsmesti málaflokkur- inn. Gert er ráð fyrir 20% hækkun á tímabilinu til sviðsins í heild. Verið forgangsmál að efla löggæslu  Hækkað um 1,9 milljarða frá 2013 STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð 2.250.000 kr. án vsk. 1.815.000 kr. Til á lager Sportman® Touring 570 EPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.