Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Minnst 56 uppreisnarmenn og fjór-
ir stjórnarhermenn, sem hliðhollir
eru Salva Kiir, forseta Suður-
Súdans, létu lífið í átökum sem
brutust út í norðausturhluta lands-
ins um helgina.
Uppreisnarmenn, sem styðja
Riek Machar, fyrrverandi varafor-
seta landsins, eru sagðir hafa ráðist
á stjórnarhermenn úr tveimur átt-
um við Malakal, næststærsta bæ
landsins. En skammt frá bænum má
finna verðmætar olíulindir sem
uppreisnarmenn hafa augastað á.
Fimm ár eru liðin frá því að
Suður-Súdan hlaut sjálfstæði og
hefur mikill ófriður ríkt í landinu
nær allan þann tíma.
SUÐUR-SÚDAN
60 eru látnir eftir
átök við Malakal
AFP
Átök Uppreisnarmaður í Suður-Súdan.
Stjórnvöld í
Austurríki hafa
nú ákveðið að
rífa húsið sem
Adolf Hitler
fæddist í árið
1889. Er það gert
til þess að koma í
veg fyrir að ný-
nasistar upphefji
það og geri að
minningarreit.
Innanríkisráðherra landsins seg-
ir grunninn mega standa áfram, en
allt annað eigi að hverfa. Hitler bjó
einungis nokkrar vikur í húsinu áð-
ur en fjölskyldan flutti annað.
AUSTURRÍKI
Heimili Hitlers verð-
ur jafnað við jörðu
Adolf Hitler
Fulltrúi í utan-
ríkisráðuneyti
Norður-Kóreu
segir land sitt á
„barmi styrj-
aldar“ við Suður-
Kóreu og varar
Breta við að taka
þátt í her-
æfingum Banda-
ríkjamanna og
Suður-Kóreu.
Þeir ættu að „læra af fortíðinni“ og
ekki taka þátt í „ögrandi her-
æfingum“, sem hefjast í nóvember.
NORÐUR-KÓREA
Vara Breta við þátt-
töku í æfingunni
Jong-Un, leiðtogi
Norður-Kóreu.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við höfum nú orðið vitni að upphafi
þessarar langþráðu aðgerðar, þ.e. að
hrekja liðsmenn Ríkis íslams út úr
borginni Mosul. En þetta er þó ein-
ungis fyrsta skrefið og aðgerð þessi
gæti tekið marga mánuði,“ segir Orla
Guerin, stríðsfréttamaður breska
ríkisútvarpsins (BBC) í Írak.
Hún er nú í fylgd peshmerga, her-
sveita sjálfstjórnarhéraðs íraskra
Kúrda í norðanverðu landinu, sem
sækja nú í átt að Mosul, helsta vígi
Ríkis íslams í Írak.
Hópurinn var í gær staddur um
300 metra frá yfirráðasvæði vígasam-
takanna, en alls er um að ræða um
4.000 manna vopnaða sveit Kúrda.
„Áður en við komumst að Mosul þarf
að fara í gegnum sex þorp og hreinsa
þau, en það er mikilvægt svo íraski
herinn geti farið í gegnum svæðið óá-
reittur,“ segir Guerin. Alls munu um
30.000 íraskir hermenn taka þátt í
orrustunni um Mosul og samanstend-
ur heraflinn m.a. af sérsveitar- og
hermönnum og skriðdreka- og stór-
skotaliðssveitum auk þess sem írask-
ar og bandarískar orrustuþotur
munu veita mikilvæga aðstoð í formi
loftárása.
BBC greinir frá því að inni í Mosul
megi búast við um 4.000 til 8.000 víga-
mönnum Ríkis íslams og eru þeir að
líkindum búnir að koma þar fyrir fjöl-
mörgum sprengjum og öðrum hindr-
unum sem hermenn munu þurfa að
vinna sig í gegnum. Þá má einnig bú-
ast við að vígamenn notist við sjálfs-
vígssprengjumenn og leyniskyttur í
orrustunni.
Mosul umkringd á næstu vikum
Sérfræðingar sem fréttaveita AFP
ræddi við segjast eiga von á langri og
blóðugri orrustu. Þegar búið er að
brjóta vígamenn á bak aftur í nær-
liggjandi þorpum mun íraski herinn í
samvinnu við sveitir Kúrda byrja að
umkringja Mosul, en það er m.a. gert
til að koma í veg fyrir birgðaflutninga
til vígamanna. Þegar hersveitir hafa
tryggt stöðu sína við borgina er unnt
að hefja sjálfa orrustuna og gæti það
gerst í nóvember eða desember
næstkomandi.
Þúsundir stefna að Mosul
Um 4.000 vopnaðir liðsmenn Kúrda og 30.000 íraskir hermenn halda í átt að
helsta vígi Ríkis íslams í Írak Sérfræðingar spá langri og blóðugri orrustu
AFP
Sókn Vopnaðar sveitir Kúrda hafa tekið stefnuna á Mosul en áður þurfa
þær að frelsa nokkur þorp úr klóm vígamanna. Eitt þeirra sést hér á mynd.
A.m.k. tveir menn létu lífið og tveggja er saknað eftir
öfluga sprengingu í efnaverksmiðju BASF í borginni
Ludwigshafen í vesturhluta Þýskalands. Þá eru nokkr-
ir sagðir særðir, sumir þeirra lífshættulega. Eftir
sprenginguna mátti um tíma sjá svartan reyk stíga hátt
til himins og var íbúum nærliggjandi svæða ráðlagt að
halda sig innandyra og loka gluggum og dyrum húsa
sinna. Fjölmennt lið slökkviliðs- og lögreglumanna var
sent að verksmiðjunni og tókst þeim að koma í veg fyr-
ir mikla útbreiðslu eldsins. Upptökin eru ókunn.
Ludwigshafen í vesturhluta Þýskalands
AFP
Manntjón varð í sprengingu í verksmiðju
Ráðamenn í Moskvu og Damaskus
boða átta klukkustunda vopnahlé í
Aleppo, stærstu borg Sýrlands,
næstkomandi
fimmtudag, en
miskunnarlausar
loftárásir stjórn-
arhers Sýrlands
og Rússa hafa
staðið þar yfir að
undanförnu með
tilheyrandi
manntjóni og
eyðileggingu.
„Við höfum
ákveðið að sóa
ekki frekari tíma heldur gera hlé í
nafni mannúðar til að veita almenn-
um borgurum færi á að flýja og
flytja burt særða og sjúka,“ hefur
fréttaveita AFP eftir rússneska
hershöfðingjanum Sergei Rudskoi.
Vopnahléið í Aleppo mun standa
yfir milli klukkan 8 og 16 að staðar-
tíma og gera þá rússneskar og sýr-
lenskar hersveitir hlé á öllum sínum
aðgerðum í borginni.
Þá hefur Evrópusambandið nú
bæst í hóp þeirra sem rannsaka vilja
hvort hernaðurinn gegn Aleppo
jafngildi stríðsglæp.
Rússar
boða stutt
vopnahlé
Gefa fólki færi á
að flýja Aleppo
Dreng bjargað úr
húsarústum.