Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  253. tölublað  104. árgangur  EINS KONAR HUGLEIÐSLA AÐ SVÍFA FRUMHERJAR ROKKSINS JOAN JONAS LAS ÍSLENDINGASÖGUR OG LAXNESS FYRIR ELDRA FÓLK OG YNGRA 41 TVÆR SÝNINGAR Á ÍSLANDI 39SVIFVÆNGJAFLUG 12 Helgi Bjarnason Jón Þórisson Kristján Johannessen Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um sam- starf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgun- blaðið. Flokkarnir fengju 33 þing- menn, sem dugar til að mynda rík- isstjórn. Fá þeir þremur þingmönnum færri en síðasta könnun gaf til kynna. Bjarni Benediktsson segir að sam- kvæmt þessu stefni í vinstristjórn á Íslandi. Það myndi þýða „mjög veika ríkisstjórn fjögurra flokka [...],“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formað- ur VG, segist ekki óttast að fjögurra flokka ríkisstjórn verði veik verði hún stofnuð. Tveir formenn utan þings Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í þessari könnun og tekur forystuna af Pírötum, sem voru efstir í könnun sem gerð var um miðjan mánuðinn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,5% atkvæða og 16 þingmenn, sem er heldur meira en í síðustu könnun. Píratar fengju um 21% og 14 þingmenn, sem er minna en síðast. Vinstri græn fengju tæp 17% og 11 þingmenn, sem er minna en í síðustu könnunum. Viðreisn er með 11% fylgi og Framsókn 10% og báðir flokkarnir fengju 7 þingmenn. Björt framtíð mælist með tæplega 7% fylgi og Sam- fylkingin tæp 6% og báðir flokkar fengju 4 þingmenn. Aðrir flokkar fengju ekki menn kjörna. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndu tveir formenn stjórnmála- flokka, sem ná mönnum á þing, ekki fá kosningu. Það eru Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, sem einnig var utan þings samkvæmt könnun um miðjan október, og Bene- dikt Jóhannesson í Viðreisn, sem býð- ur sig fram í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkur fram úr Pírötum  Stjórnarandstöðuflokkar tapa fylgi  Stefnir í veika vinstri ríkisstjórn, segir formaður Sjálfstæðisflokksins 7Viðreisn 16Sjálfstæðisflokkurinn Fjöldi þingsæta 22,5% 21,2% 16,8% Píratar 14 11Vinstri græn 5,7% 4Björt framtíð 11,4% 10,2% 6,7% 4Samfylkingin 7Framsóknarflokkurinn Fylgi stjórnmálaflokka MKosningar »4, 5, 6 og 10 Á síðustu tveimur vikum hefur verðbólguálag hækkað umtalsvert og rekja sérfræðingar það helst til þeirrar pólitísku óvissu sem sam- fara er yfirvofandi kosningum til Alþingis. „Meðal fjárfesta á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði fór kosn- ingaskjálfti að gera vart við sig fyrir tveimur vikum eða svo. Hann hefur síðan ágerst í síðustu viku og upphafi þessarar. Það lýsir sér meðal annars í því að verðbólgu- álag hefur verið að þokast upp á við á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA, í samtali við Morgunblaðið. Í tengslum við þann skjálfta sem vart hefur orðið við á markaði hefur Morgunblaðið rætt við for- stjóra nokkurra stærstu fyrir- tækja landsins. Er það samdóma álit þeirra að sú óvissa sem rekja má til væringa á stjórnmálasviðinu valdi titringi í viðskiptalífinu. Þannig bendi kannanir til að stjórnarskipti séu fram undan og að miðað við kosningaloforð flokk- anna megi gera ráð fyrir minna aðhaldi í ríkisfjármálum en verið hefur. Sá efnahagslegi slaki sem því muni fylgja muni óhjákvæmi- lega leiða til aukinnar verðbólgu og þar með stýrivaxtahækkana af hálfu Seðlabanka Íslands. jonth@mbl.is/ses@mbl.is » 16 Óvissan ýtir undir verðbólgu  Stjórnendur fyrir- tækja áhyggjufullir Ökumenn eru byrjaðir að huga að vetrarbúnaði bifreiða sinna og eru verkefni að aukast á dekkjaverkstæðum. Strákarnir á Hjólbarðaverk- stæði Sigurjóns í Hátúni eru tilbúnir í slaginn. Veðurspáin bendir til að árstími rúðusköfunnar, frostlagarins og vetrardekkjanna sé að renna upp. Leyfilegt er að setja nagladekk undir bíla 1. nóvember og raunar fyrr ef aðstæður krefjast. Reykjavíkurborg telur þau þó óþörf innan borgarmarkanna. Þau slíti götum, auki elds- neytiskostnað bifreiða og valdi óþarfa hávaða og loftmengun. Tími rúðusköfunnar og vetrardekkjanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir fram undan hjá hjólbarðaverkstæðum landsins  Eftir fund stjórnarandstöðu- flokkanna fjögurra í gær er það ekki lengur ófrávíkjanleg krafa af hálfu Pírata að næsta kjörtímabil verði stutt og breytingar á stjórnarskrá nái í gegn. Birgitta Jónsdóttir lét hafa eftir sér í viðtalsþætti Eyjunnar á Stöð 2 í febrúar að enginn afsláttur yrði gefinn af þessari kröfu. Píratar myndu ekki vinna með flokkum sem ekki samþykktu það. Hið sama sagði Smári McCarthy á vef Eyjunnar 17. október sl. „Við vitum þótt við séum ekki gömul í pólitík að málamiðlanir eru á dagskrá. Þetta er bara niður- staðan úr samningaviðræðunum,“ segir Einar A. Brynjólfsson Pírati við Morgunblaðið. »2 Píratar falla frá meginkröfu í viðræðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.