Morgunblaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Nú í aðdraganda al-
þingiskosninga er ljóst
að ákveðin stjórn-
málaöfl hafa gert hug-
myndir um róttækar
breytingar á stjórn-
arskrá að einu helsta
kosningamáli sínu.
Auðvitað þarf það ekki
með öllu að koma á
óvart í ljósi þess að
stjórnarskrárbreyt-
ingar hafa verið umdeilt mál í ís-
lenskum stjórnmálum á und-
anförnum árum og meðal annars
tekist á um leiðir og markmið í þeim
efnum í alþingiskosningum 2009 og
2013. Það sem hins vegar kemur á
óvart í umræðum nú á haustdögum
2016 er að ýmsir helstu talsmenn
róttækra breytinga láta í veðri vaka
að tíminn hafi með einhverjum hætti
numið staðar einhvern tímann á síð-
asta kjörtímabili og nú sé rétti tím-
inn til að endurlífga málið og færa
það aftur í gamlan átakafarveg.
Tilraunastarfsemi
á síðasta kjörtímabili
Í ljósi þess er full ástæða til að
rifja upp að allt frá því að minni-
hlutastjórn Samfylkingar og VG var
mynduð snemma árs
2009 og allt kjör-
tímabilið 2009 til 2013
áttu sér stað harðvítug
átök um stjórn-
arskrána innan þings
og utan. Af hálfu rík-
isstjórnanna sem þá
sátu voru gerðar ítrek-
aðar atlögur að því að
gerbreyta stjórn-
arskránni, meðal ann-
ars með mjög óhefð-
bundnum aðferðum,
sem augljóslega höfðu
þann tilgang að fara fram hjá Al-
þingi eins og kostur væri, og stilla
þingmönnum upp við vegg þegar
kæmi að endanlegri og óhjá-
kvæmilegri málsmeðferð stjórn-
arskrárbreytinga á þingi. Ýmislegt
má segja um alla þá tilraunastarf-
semi, en niðurstaðan var hins vegar
á þá leið að ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms lenti í slíkum ógöngum
með málið, að vorið 2013 lögðu nýir
formenn Samfylkingar og VG til, í
samstarfi við þáverandi formann
Bjartrar framtíðar, að farin yrði
önnur og hófsamari leið til að vinna
áfram að stjórnarskrárbreytingum.
Var á það fallist af formönnum þá-
verandi stjórnarandstöðuflokka,
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks og í anda þess gagnkvæma
skilnings var unnið að tillögum til
stjórnarskrárbreytinga frá því ný
ríkisstjórn tók við völdum í lok maí
2013. Markmiðið var að vinna í
áföngum að endurskoðun tiltekinna
þátta stjórnarskrárinnar og mikil
áhersla lögð á að ekki yrði farið
fram með breytingar nema í víð-
tækri sátt.
Horfið frá samstöðu vegna
harðlínuviðhorfa
Vinnan í nefndinni gekk til-
tölulega vel fyrir sig miðað við ólíkar
hugmyndir flokkanna en þegar
nefndin birti drög að tillögum um
þrenns konar breytingar snemma á
þessu ári fór samstaðan að rofna.
Snerust tillögurnar þó um málefni,
sem allir flokkar höfðu lýst sig
reiðubúna til að skoða, þ.e. nátt-
úruvernd, nýtingu auðlinda og
aukna möguleika til þjóðaratkvæða-
greiðslna, og mikil vinna hafði verið
lögð í að ná málamiðlunum innan
nefndarinnar. Fyrst varð ljóst að Pí-
ratar væru ekki tilbúnir að styðja
framgang þessara tillagna þar sem
þær væru ekki nógu róttækar og í
kjölfarið kom í ljós mikil andstaða af
hálfu Samfylkingarinnar. Strax á
vordögum var því ljóst að ólíklegt
væri að málið næði lengra og eftir að
ákveðið var að boða til haustkosn-
inga kom skýrt fram að flokkarnir
lögðu meira upp úr því að marka sér
stöðu með tilliti til kosninganna
heldur en binda sig við málamiðlanir
þar sem allir höfðu þurft að gefa
eitthvað eftir.
Mikið rætt um form
en lítið um innihald
Málatilbúnaður stjórnarand-
stöðuflokkanna nú skömmu fyrir
kosningar bendir til að Pírötum sé
að takast að festa hina vinstriflokk-
ana í yfirlýsingum um umbyltingu
stjórnarskrárinnar á grundvelli til-
lagna stjórnlagaráðs frá 2011. Mikið
hefur verið fjallað um form í þeim
efnum en lítið um innihald. Rætt
hefur verið um hvort taka ætti 9
mánuði til verksins og boða svo til
nýrra kosninga, eitt og hálft ár, tvö
ár eða jafnvel lengri tíma. Um það
virðast umræður þessara flokka
helst snúast. Ekki hefur, að því er
séð verður, verið fjallað um hvort
taka ætti tillögur stjórnlagaráðs upp
óbreyttar eða lítt breyttar, eða
hvort aðeins eigi að hafa þær til hlið-
sjónar. Þetta skiptir þó gríðarlega
miklu máli, enda er verið að tala um
grundvallarlöggjöf landsins, sem öll
önnur löggjöf byggist á, og sam-
kvæmt tillögum stjórnlagaráðs átti
að breyta öllum 80 greinum núgild-
andi stjórnarskrár auk þess að bæta
35 nýjum við.
Það er ekki heldur eins og tillögur
stjórnlagaráðs hafi á sínum tíma
verið óumdeildar. Öðru nær. Þær
sættu á sínum tíma harðri gagnrýni
innan þings og utan, meðal annars
frá svo til öllum fræðimönnum hér-
lendum, sem sérstaklega hafa lagt
stjórnskipunarmál fyrir sig.
Með því að taka málið aftur upp á
forsendum tillagna stjórnlagaráðs
væru vinstriflokkarnir því að vekja
upp gamla deilu, ýta undir sundr-
ungu um stjórnarskrármálefni og
hafna möguleikum á að ná víðtækri
sátt. Það er auðvitað í samræmi við
kröfu Pírata um allt eða ekkert, en
spurningin hvort reyndari og hóf-
samari stjórnmálamenn innan hinna
vinstriflokkanna eru í hjarta sínu
sammála slíkri nálgun.
Eftir Birgi
Ármannsson »Málatilbúnaðurinn
nú fyrir kosningar
bendir til að Pírötum sé
að takast að festa hina
vinstriflokkana í yfirlýs-
ingum um umbyltingu
stjórnarskrárinnar.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Allt eða ekkert í stjórnarskrármáli?
Þessa dagana höf-
um við Íslendingar
færi til að hafa áhrif á
það hvernig við vilj-
um að samfélagið
þróist á næstu árum.
Við Vinstri græn höf-
um lagt fram skýra
stefnu um aukinn
jöfnuð, umhverf-
isvernd og aukin
áhrif almennings á
allar ákvarðanir. Við
leggjum fram útfærðar hugmyndir
um uppbyggingu heilbrigðisþjón-
ustu, eflingu menntakerfis, sann-
gjarnt skattkerfi og viðunandi fram-
færslu fyrir okkur öll. Við viljum að
umhverfisvernd og náttúruvernd
verði á oddinum á komandi kjör-
tímabili og atvinnulíf blómstri með
sjálfbærum hætti. Við viljum byggja
upp traust á stjórnmálum, tryggja
aukið gagnsæi og langtímahugsun
við mótun samfélagsins.
Við höfum reynslu af því að hafa
verið í ríkisstjórn og höfum nýtt tím-
ann til að læra af henni. Reynsla
okkar af stjórnarsetu er
blendin en við þekkjum
vítin til að varast og
treystum okkur til að
gera vel.
Efnahagsbatinn und-
anfarin ár hefur sem
betur fer skilað því að
margir standa betur nú
en í kjölfar hrunsins. Því
miður hefur tækifærið
ekki verið nýtt til að
tryggja aukinn jöfnuð í
samfélaginu heldur hef-
ur áherslan verið á að
létta skattbyrðinni af
þeim efnameiri. Ýmsar aðgerðir
stjórnvalda, eins og leiðréttingin
svokallaða, nýttust einkum þeim
sem stóðu best fyrir. Því miður eru
teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á
ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo
þriðju alls auðs samkvæmt nýjustu
tölum og ríkasta eina prósentið tek-
ur til sín nær helming fjármagns-
tekna. Þetta er óheillavænleg þróun.
Við Vinstri græn höfum það að
markmiði að allir hafi jöfn tækifæri í
samfélaginu. Það á ekki að skipta
máli hver fæðist inn í ríka eða fá-
tæka fjölskyldu og það er okkar að
tryggja að það skipti ekki máli. Í vel-
ferðinni felast verðmæti fyrir venju-
legt fólk og það er sú velferð sem við
viljum einhenda okkur í að byggja
upp á næstu árum. Tækifærin til að
byggja upp velferðina hafa nefnilega
ekki verið nýtt í tíð núverandi rík-
isstjórnar.
Þess vegna viljum við draga úr
kostnaði þeirra sem þurfa á lækn-
isþjónustu og lyfjum að halda því
enginn á að þurfa að neita sér um
slíkt vegna þess að hann hefur ekki
efni á því. Meðal annars viljum við
gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í fram-
haldsskóla og á heilsugæslustöðvar.
Við viljum forgangsraða fjármunum
til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana
og heilsugæslunnar og tryggja
þannig hið félagslega rekna heil-
brigðiskerfi.
Þess vegna viljum við stórefla
menntakerfið og tryggja að allir geti
sótt sér menntun við hæfi. Ef við
viljum byggja upp atvinnulíf sem
byggist á hugviti þá verðum við að
fjárfesta í framhaldsskólum og ekki
síst í háskólum en á háskólastiginu
stöndum við nágrannaþjóðum okkar
langt að baki þegar kemur að fjár-
veitingum.
Þess vegna viljum við bæta kjör
aldraðra og öryrkja og tryggja að
launaþróun þessara hópa fylgi al-
mennri launaþróun í samfélaginu.
Þess vegna viljum við grípa til að-
gerða í húsnæðismálum sem miða að
því að allir geti haft þak yfir höfuðið.
Það viljum við meðal annars gera
með því að stuðla að auknu framboði
á öruggu og hagstæðu leiguhúsnæði
í samstarfi við samfélagslega rekin
leigufélög á vegum námsmanna-
hreyfinga og verkalýðsfélaga.
Þess vegna viljum við útrýma
kynbundnum launamun með auknu
gagnsæi í launaákvörðunum og
raunhæfa aðgerðaáætlun gegn kyn-
bundnu ofbeldi í samstarfi ríkis og
sveitarfélaga.
Jöfn tækifæri snúast líka um
tækifæri framtíðarkynslóða til að
láta drauma sína rætast. Þess vegna
viljum við alvöru aðgerðaáætlun til
að takast á við loftslagsbreytingar.
Hennar er þörf núna því annars
gæti það orðið of seint.
Við Vinstri græn höfum útfærðar
hugmyndir um hvernig má fjár-
magna þessa uppbyggingu. Það
gerum við með því að gera skatt-
kerfið réttlátara. Með átaki gegn
skattaundanskotum og skattsvikum
sem hefur verið áætlað að nemi um
80 milljörðum á ári. Með því að þeir
sem nýta sameiginlegar auðlindir
greiði sanngjarnt gjald af auðlinda-
rentunni til samfélagsins og með því
að skattleggja þá sem mest eiga og
geta þar af leiðandi lagt mest til
samfélagsins.
Nú er það kjósenda að spyrja sig
hverjir hafi hinn góða vilja og hinn
nauðsynlega styrk til að hrinda
þessum málum í framkvæmd. Ég
trúi því að við eigum samleið í bar-
áttunni fyrir réttlátara samfélagi
fyrir okkur öll.
Nú er kosið um réttlátt samfélag
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Í velferðinni felast
verðmæti fyrir
venjulegt fólk og það er
sú velferð sem við viljum
einhenda okkur í að
byggja upp á næstu ár-
um.
Katrín
Jakobsdóttir
Höfundur er formaður Vinstri
grænna.
Á morgun er kosið til Alþingis.
Það eru ávallt tímamót þegar
kosið er. Kosningar fjalla oftar
en ekki um tvennt, uppgjör við
fortíðina og væntingar um fram-
tíðina.
Þegar þessu stutta kjör-
tímabili lýkur með snemmbærum
kosningum er vert að staldra við
og meta árangurinn. Árangur
ríkisstjórna og einkunnagjöf til
þeirra er mjög vel mælanleg.
Bestu mælanlegu þættirnir eru
verðbólga og kaupmáttur launa. Verðbólga
hefur verið 1,9% á ári í þrjú og hálft ár. Kaup-
máttur launa hefur aukist um 5,8% á ári. Það
er oft betra að horfa á verkin í hinu stóra sam-
hengi en einblína á hið smáa. Koma þá til
nokkrar einfaldar hagstærðir. Þær segja
meira en orðaflaumur.
Lofa eða ljúga?
Það er oftar en ekki ógæfa stjórnmála-
manna að lofa út og suður og lofa svo hratt að
þeir hafa ekki tíma til að hiksta. Vart er hægt
að greina á milli hvort menn lofa
eða ljúga. Og þá er vandi að
segja satt á eftir. Miklu oftar en
ekki er rétt að horfa til þess
hvert skuli stefna, fremur en að
horfa til þess hvaða brýr eða
spottar verða á forgangslista
vegna sérhagsmuna ein-
staklinga. Horfum til heildar-
innar. Það er líka óþarfi að lofa
því að yrkja nýjan þjóðsöng.
Ekki batna lífskjörin við það!
Ungt fólk og kosningar
Kosningarnar á morgun snú-
ast um framtíðina. Kosning-
arnar snúast meðal annars um framtíð ungs
fólks í landinu. Þá vaknar einföld spurning,
sem er um atvinnu og búsetu unga fólksins.
Loforð duga þar skammt. Efndir ráða um
framtíð. Sjálfstæðisflokknum er oftar en ekki
velt upp úr lítilli umhyggju fyrir umhverfinu
og skorti á áhuga á þeim málum. Þar hafa
þingmenn flokksins talað og efndirnar komið
fram með forgöngu um stofnun þjóðgarðs í
Skaftafelli, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.
Ungt fólk vill atvinnu við sitt hæfi og það vill
búsetu. Atvinna og menntun og búseta þættast
saman. Ungt fólk, sem hefur aflað sér mennt-
unar, óskar þess að geta notað sína menntun
„heima“. Það eru alltaf bláir dalir heima.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
– hvít eru tröf þeirra.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri
saumar sólargull
í silfurfestar vatnsdropanna.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
Ó, bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
(Hannes Pétursson)
Dyggð og samviska
Það er mikið um uppboð og yfirboð í þessum
kosningum. Þeir sem best hafa fylgst með telja
að „kosningaloforð“ megi meta á sem næst um
200 milljarða. Það þarf stundum sterk bein til
að standa gegn svokölluðum „loforðum“. Þá er
réttlætið köld dyggð og samviska stjórnmála-
mannsins valtur dómari. Flest kosningaloforð
skila engu nema verðbólgu og verðbólgu fylgir
hnignun lífskjara. Þá hverfa hinir bláu dalir.
Það er ekki það sem ungt fólk vill.
Unga fólksins er framtíðin. Spurningunni
um hvað á að gera fyrir „gamla fólkið“ verður
ekki svarað nema að hugsa um unga fólkið sem
erfir framtíðina. Framtíð þess og allra annarra
íbúa í landinu verður best tryggð með því að
hlúa að undirstöðum atvinnulífs og almennri
velsæld í stað þess að einblína á óraunhæf
áform um aukningu útgjalda.
Bláir eru dalir þínir
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það er líka óþarfi að lofa því
að yrkja nýjan þjóðsöng.
Ekki batna lífskjörin við það!
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur er alþingismaður, sem býður sig fram
fyrir Sjálfstæðisflokksinn í Suðvesturkjördæmi.