Morgunblaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Nei, þú mátt ekki tala. Nei, þú mátt ekki vera með. Nei, þú ert ekki nógu stór. Nei, þú ert ekki nógu merkileg. Nei, þú ert ekki sammála okkur. Svona tala yfir- gangsseggir. Svona tala margir fjölmiðlar í dag en þeir fjölmiðlar ná til stórs hóps hlustenda og áhorfenda og geta því stjórnað því í skjóli valds- ins hvaða skoðanir fá að heyrast, hvar og hvenær. Fjölmiðlar eiga að vera fjórða valdið, aðhald gagnvart stjórnvöldum á hverjum tíma, eiga að vera farvegur fyrir tjáningar- frelsið en þetta aðhald hundsa þeir. Raddir almennings eiga að hafa þennan farveg til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri, eiga að hafa kost á að taka þátt í umræðu sem skiptir það máli, eiga að búa við tjáningarfrelsi. Tjáningarfrelsið mega fjölmiðlaeigendur ekki skerða með alls konar hindrunum eins og skoðanakönnunum. Skoðanakannanir eru misgóðar og misgáfulegar, spurningar þeirra oft leiðandi eftir því hver kaupir spurningarnar í könnuninni þ.a.l. eru þær skoðanamyndandi og ættu ekki að vera það verkfæri sem fjöl- miðlar nota til þess að segja hverjir mega vera memm og hverjir ekki. Það er ríflega 50% svarhlutafall í skoðanakönnunum og 20-30% svar- enda eru óákveðin og svo fá sumir flokkar undir 5% atkvæða þannig að val fjölmiðla á því hverjir fá að vera memm felur í sér að raddir og skoðanir þessa hóps fá ekki að heyrast í umræðuþáttum í sjón- varpi/útvarpi á vegum einkarekinna fjölmiðla en fá að vera með í sum- um þáttum á RÚV. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir þessum lýðræðishalla. Dögun hefur ekki fengið boð um að vera memm … Dögun er lausnamiðaður um- bótaflokkur sem vill fara í kerf- isbreytingar sem vekja ótta hjá þeim fjármagnseigendum sem m.a. eiga fjölmiðlana og þeim finnst lík- legast best að gera bara eins og strúturinn, stinga hausnum í sand- inn, sjá okkur ekki, heyra ekki í okkur né leyfa skoðunum okkar að koma fram. En það hef ég lært að fólkið í Dögun er heiðarlegt, ein- lægt, hugmyndaríkt, þrautseigt og gefst ekki upp. Dögun er með frábæra stefnu og enn betri lausnir til að gera landið byggilegt á ný. Eitt af þeim málum sem við setjum á oddinn er að sam- eina lífeyrissjóðina í einn almanna- tryggingasjóð enda flottræfils- háttur og heimska að við sem þjóð sem gæt- um búið í tveimur göt- um í New York séum með 26 lífeyrissjóði með öllum þeim kostn- aði og bruðli sem fylgir. Annað sem við viljum koma á er Sam- félagsbanki sem er við- skiptabanki sem er ekki í áhættufjárfest- ingum heldur fjöl- skylduvænn banki og ef hagnaður verður þá rennur hann til ýmissa verka í sam- félaginu en ekki í vasa einhverra fjárfesta sem gambla með féð. Við ætlum líka að afnema verðtrygg- ingu með öllu og setja hér hóflega vexti, það er til góða fyrir fólkið í landinu. Við ætlum ekki bara að lækka verð á ísskápnum heldur að koma því þannig fyrir að fólk hafi líka efni á einhverju inn í ísskápinn. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjald- frjáls og það er hægt með því að skipta kökunni réttlátar, sækja peningana í þá þætti þar sem bruðl- að er með peningana og með betra heilbrigði almennings, sem fer þá fyrr til læknis, þá sparast fjármunir þar sem þeir þyrftu ekki eins dýra læknishjálp og annars. Þetta eru forvarnir. Það að svelta heilbrigð- isstofnanir á landsbyggðinni, senda alla til Reykjavíkur vegna aðgerða sem væri jafnvel hægt að gera í heimabyggð hefur gert það að verk- um að starfsfólk á Landspítala er að kikna undan álagi, sjúklingar þurfa að liggja á göngum, settir í geymslur, nú eða í bílskýli sjúkra- bifreiða. Stjórnvöld segjast vilja efla forvarnir, nýtt átak í geðheil- brigði, Út́með́ða … en hvar er geð- læknishjálpin eða sálfræðihjálpin? Það tekur allt að 8 mánuðum að komast að með börn í svona þjón- ustu! Ég vildi óska þess að við værum með alvöru fjölmiðla sem létu sér annt um tjáningarfrelsi allra, ekki bara fjárfesta og auglýsenda því það gerir lýðræðishalla að veru- leika. Ef við værum með alvöru tjáningarfrelsi fengju allir að heyra okkar rödd, fengju að vita hvaða lausnir við setjum fram og tækju þátt í samræðu við okkur um mál- efni sem skipta okkur öll máli. Má ég segja þér? Eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur Ragnhildur L. Guðmundsdóttir » Fjölmiðlar ná til hlustenda og áhorf- enda og geta stjórnað því hvaða skoðanir fá að heyrast. Fjölmiðlar eiga að vera farvegur fyrir tjáningarfrelsið. Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi og er í 2. sæti hjá Dög- un í Suðurkjördæmi. Kosningar á morg- un og landsmenn verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja fá sterka rík- isstjórn eftir kosn- ingar, eða fjögurra til fimm flokka sundr- ungaröfl með Pírata í broddi fylkingar með Birgittu og Smára McCarthy. Það er nokkuð útséð að það verður ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn. Sterkasta þriggja flokka ríkisstjórn sem völ væri á – og sú sem líklegust væri til að halda í þann stöðug- leika sem náðst hefur í landsmálunum – eru Framsóknarflokkur, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur. Góðir landsmenn leggjumst nú öll á árarnar. Þjóðin þarf sterka ríkisstjórn Eftir Hjörleifur Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Sterkasta ríkis- stjórn sem völ er á er B- VG og D. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Sýndarveruleiki stjórnmálanna er sífellt að taka á sig undarleg- ustu myndir. Nú síðast var boðið upp á gervi- stjórnarmynd- unarviðræður fyrir kosningar. Það var hinn gríðarstóri þingflokkur Pírata sem settist niður og skrifaði hinum litlu flokkunum bréf um að hitta sig í Litlu Lækjarbrekku og ganga að þeim skilyrðum sem þetta eftirlæti skoðanakannana hafði sett skilmerkilega fram í fréttaviðtölum í aðdraganda þessa stórmerkilega við- burðar. Stefnan ber nokkurn keim af því sem gerðist fyrir sjö árum síðan. Þá tók við völdum á erf- iðum tímum ríkisstjórn með stórt vinstri. Á þeim tíma blasti við það meginverkefni að fást við afleiðingar efna- hagskollsteypunnar á Íslandi. En í stað þess að beina kröftum þings og þjóðar einhuga að því verkefni var lagt í þá ófæru að sækja um aðild að ESB og koll- varpa stjórnarskrá landsins. Allt var þetta gert án samráð og samstöðu stjórn- mála- og landsamanna. Góður gestur, Göran Persson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, heimsótti Ísland á þessum erfiða tíma og miðlaði af reynslu sinni þegar frændur okkar Svíar lentu í efnahagslegum þrengingum á 10. áratug síðustu aldar. Skilaboð hans voru skýr: Einbeitið ykkur að fyr- irliggjandi verkefni en leggið önnur ágreiningsefni stjórnmálanna til hlið- ar. Síðasta ríkisstjórn fór þveröfugt að. Kveiktir voru eldar reiði og and- úðar í samfélaginu sem enn loga. Litla Lækjarbrekkubandalagið lofar nú þjóðinni að halda áfram þar sem frá var horfið eftir að vinstri stjórnin hljóp illilega í þvotti kosningavél- arinnar. Áfram á að velkja stein- dauðri aðildarumsókn að ESB í fjöru- borði stjórnmálanna. Síðast en ekki síst á að troða stjórnarskrár- frumvarpi svokallaðs Stjórnlagaráðs inn á þjóðina undir því yfirskyni að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórn- arskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta margumtalaða samþykki þjóð- arinnar, sem heldur bandalaginu andvaka, fólst þó aðeins í því að mikill minnihluti kosningabærra hafði jánk- að við opnum spurningum sem þar voru á blaði. Þá má heldur ekki gleyma því að Litla Lækjar- brekkubandalagið lofar nú stað- fastlega að ausa ríkissjóð að hætti al- vöru sjóræningja. Litla Lækjarbrekkubandalagið Eftir Óðin Sigþórsson »Kveiktir voru eldar reiði og andúðar í samfélaginu sem enn loga. Óðinn Sigþórsson Höfundur er fyrrverandi formaður samtakanna Nei við ESB. Já, stjórnmálamenn, við erum reið: „Auð- vitað eru pólitískir þykjustuleikir stjórn- mála, með jákvæðu ívafi, sem mest og best dempar reiði al- mennings, enda óspart notaðir í að- draganda kosninga, en því miður, þar á milli, drulluskítug arfa lygi, og ekki mark á takandi í alltof mörgum tilvikum.“ En nú eru það um 40.000 at- kvæða undir. Hjólið í málið. Kosn- ingar koma og fara, en koma sennilega brátt aftur. Við vitum að það virðist vera svakalega erfitt að búa til innihaldsríkar hugsjónir eða pólitískar lausnir og heilaga eiða á skerinu, en munið að það sem þarf er viljinn. En að fenginni reynslu tel ég að eldri borgurum sé skítsama um heilaga eiða eða kosningaloforð „ef biðlistarnir eru bara stuttir“. Ég veit þetta, því ég var í 8 ár atvik- areddari slíkrar varnarlínu. Hugtakinu pólitískt traust er stundum skipt upp í tvennt. Ann- ars vegar er talað um traust til stjórnmálamanna og hins vegar er talað um traust til stofnana. Með trausti til stjórnmálamanna er átt við traust til einstakra stjórnmála- manna, stjórnmálaflokka eða rík- isstjórna. Slíkt traust er álitið brot- hætt og sveiflukennt og flöktir því auðveldlega vegna utanaðkomandi áhrifa. Gísli á Grund Sigurbjörnsson, sem var alinn upp á heimili skipu- legrar öldrunarþjónustu og sá reyndasti í þessum málaflokki um áratugi, fullyrti í blaðagrein í Morgunblaðinu 1973 að algjör löm- um félaga eldri borgara við að verja hagsmuni aldraðra og hörmu- legt áhugaleysi stjórnvalda skapaði vandræðaástand, en sagði líka, „það má ekki kenna stjórnvöldum einum um, því fólk hugsar ekki um, hvað er framundan, þegar ellin hamlar sjálfsgetu til lífsbjargar. Þegar þar er komið er þreyttu höfði hvergi að halla og allt í upp- námi í stórfjölskyldunni“. Já, Gísli vissi á hvaða mið skyldi sótt! Enda komu DAS og Skjól og byltingar aðgerðir borgarinnar í kjölfar þessarar grein- ar, ásamt með stofnun Samtaka aldraðra 1973. Almennt er talið að það hafi ekki alvar- legar afleiðingar fyrir samfélög í heild sinni þó að traust til ein- stakra stjórnmála- manna minnki (New- ton og Norris, 1999). Sérstaklega þar sem kvíði einkenn- ist af mikilli óvissu má búast við að kvíði hafi jafnvel sterkari áhrif á pólitískt traust en reiði þar sem óvissan myndi grafa undan traust- inu. Enn og aftur þetta: Pólitískir umhirðumenn okkar landsmanna vita að þeir hafa forsmáð öldr- unarmálefni nú um áratuga skeið. Nú ætla þeir loks að bretta upp ermar og koma sér að verki og vera ekki þær mýslur sem raun bar vitni. Barátta mín er ekki að lækka yf- irdráttarheimildir mínar, ég fæ burðugan lífeyri. Ég mótmæli hinsvegar lögmæti þess að stjórnmálamenn ráðstafi tryggingargreiðslum sem við aldr- aðir greiddum iðgjöld af og þá með skattlögðum iðgjöldum allt til 1988, til dekurverkefna og til sjálfs- varnar hvata þeirra sjálfra og fylgifiska. Þetta er eignarréttar rán í sinni grófustu mynd. Minnist þess, þing- menn og ráðherrar, þegar lífeyr- isgreiðslur ykkar voru stórhækk- aðar, langt upp fyrir greidd iðgjöld, þá brugðust þið við eðli- legri gagnrýni með að fullyrða, að ekki mætti brjóta eignarréttar ákvæði stjórnarskrár. Sem sagt, ekki mátti hrófla við eignarrétti á sparisamningi trygg- ingarfjár. Í tilfelli þingmanna og ráðherra og væri slík krafa ólögleg og sýndi óþolandi vantraust. Atvinurekandinn stórhuga, Helgi í Góu, kastaði fram þeirri spurn- ingu í viðtali á Sögu nýlega: „Eru ekki finnanlegir flinkir gamlir lög- menn sem hægt er fá til að hefja samtal fyrir aldraða við fulltrúa stjórnarkerfis þjóðarinnar og stjórnmálamenn um framtíð öldr- unarmála, þá ekki síst vegna veru- legrar fjölgunar aldraðra á næstu áratugum?“ M.a. tel ég að Helgi skynji sem við aðrir að auka þurfi pólitískt traust og lægja kvíða eldri borg- arans sem er ríkjandi vegna virð- ingarskorts stjórnvalda og veik- leika samtaka eldri borgara um trygga þjónustu á ævikvöldi. Danir eru eins og allir vita léttir í skapi og komast því ótrúlega létt frá rökræðu velferðarmála aldr- aðra. Enda er orðin rík hefð í Dan- mörku, að minnihlutastjórnir leysa best stóru átakamálin. Þá bera jú allir á þingi ábyrgð. Í umræðu um vantraust milli aldursflokka segja Danir það ekki óviðráðanlegt að skapa skilning á þeim verkefnum sem liggja fyrir dönsku samfélag næstu tíu ár, þar á meðal lífeyrismál og réttindi. Fjölgandi aldraðir eru orðnir „magtfaktorar“ í sænskri pólitík og hafa þar með fengið bros og aukna hlutdeild í tannlækna- og augn- læknakostnaði. Og húsnæðisstyrkir hafa verið auknir og fleira gott í poka. Alvarlegast við samsetningu af þegnum landanna, er að hinir fjölg- andi öldruðu eru móðgaðir og sárir og afneita með öllu að vera byrði á samfélaginu, enda hafi þeir skilað góðu búi. En þeir yngri vilja ekki greiða eftirlaun öldruðum sem enn hafa vinnugetu og geta spilað golf. En þeir sömu ungu telja það rétt sinn að gefa sér langan tíma að mennta sig, fara frá einni grein til annarrar í menntakerfinu eða fara kynningarferðir um heimsbyggð- ina, áður en þeir fara að taka þátt í framleiðslu verðmætra afurða heima fyrir, til að fjármagna sam- félagsgæðin og rétta við hallann með styttingu atvinnuskeiðs. Hjólið í málið, aldraðir mæta best á kjörstað. Hjálparhjól fyrir vini aldraðra Eftir Erling Garðar Jónasson » Að fenginni reynslu tel ég að eldri borg- urum sé skítsama um heilaga eiða eða kosn- ingaloforð, „ef biðlist- arnir eru bara stuttir“. Erling Garðar Jónasson Höfundur er tæknifræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.