Morgunblaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Vinstriflokkarnir hafa rætt mikiðsaman og hist síðustu vikur til að undirbúa stjórnarsamstarf. Nið- urstaðan af þessum fundahöldum fékkst í gær og var útskýrð í skrif- legri yfirlýsingu flokkanna. Þar er ekkert efnislegt um hvað bíði almenn- ings taki vinstri- stjórn við völdum eftir kosningar, að- eins almennt orðaðir og merkingarlausir frasar sem eiga að hljóma vel í eyrum kjósenda.    Það eina semflokkarnir segja kjósendum frá eftir fundahöldin er að þeir telji „fulla ástæðu til að kanna möguleika á myndun meiri- hlutastjórnar ef þessir flokkar fá til þess umboð í komandi kosningum.“    Annaðhvort hafa flokkarnir, þráttfyrir öll fundahöldin, ekki náð að sameinast um nein mál, eða þeir hafa sameinast um mál sem þola ekki dagsins ljós.    Hafi þeir ekki náð að sameinastum nein mál snýst sú stjórn sem þeir vilja mynda aðeins um að komast í valdastólana og kosninga- bandalag þeirra því einungis valda- bandalag.    Hafi þeir sameinast um mál, tildæmis að Birgitta verði for- sætisráðherra og Steingrímur fjár- málaráðherra, að skattar verði hækk- aðir og að gengið verði í Evrópu- sambandið hafa fundirnir ekki snúist um gagnsæi eins og haldið var fram heldur um leynimakk og blekkingar.    Hvort ætli valdabandalag eðablekkingarbandalag lýsi þessu vinstrabandalagi betur? Birgitta Jónsdóttir Valda- eða blekk- ingarbandalag? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 27.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Akureyri 4 skýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 9 heiðskírt Helsinki 9 rigning Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 14 alskýjað Dublin 14 skýjað Glasgow 12 rigning London 14 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 12 alskýjað Berlín 11 rigning Vín 9 rigning Moskva 0 alskýjað Algarve 24 skýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 18 alskýjað Winnipeg 2 heiðskírt Montreal 1 skýjað New York 7 rigning Chicago 9 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:01 17:24 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 17:17 SIGLUFJÖRÐUR 8:59 16:59 DJÚPIVOGUR 8:33 16:50 Umsóknum til undanþágunefndar grunnskóla tók aftur að fjölga skóla- árið 2012-2013 en nefndin tekur til meðferðar umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi menntamálaráð- herra til að nota starfsheitið grunn- skólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi. Þetta kemur fram í sam- antekt Menntamálastofnunar sem birt var á vef þeirra í gær. Þegar umsóknum til nefndarinnar fjölgar er það til merkis um að í batn- andi ástandi á vinnumarkaði leiti kenn- arar frekar í önnur störf. Til saman- burðar fækkaði umsóknum umtalsvert á árunum 2009-2012 í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2008. Áhrif þrenginga á atvinnumarkaði í kjölfar hrunsins eru því talin sýnileg í samantektinni. Þegar mest lét voru umsóknir til nefndarinnar yfir 800 talsins á árunum 2000-2004 en hafa farið stigminnkandi síðan þar til árið 2012 þegar aftur tók að fjölga. Skólaárið 2015-2016 bárust um 200 umsóknir til undanþágunefnd- arinnar. Fjöldi leyfisbréfa aukist Samhliða fækkun umsókna til nefnd- arinnar varð einnig aukning á fjölda út- gefinna leyfisbréfa grunnskólakennara um kennsluréttindi. Fjöldinn tvöfaldað- ist skólaárið 2012-2013 en samkvæmt samantekt Menntamálastofnunar má skýra það með lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda sem tóku gildi árið 2011 en þar var kveðið á um að kennarar sem ekki höfðu lokið meistaraprófi gætu sótt um leyfisbréf fyrir 1. júlí 2012. Eftir það varð meistarapróf forsenda fyrir leyf- isbréfinu. laufey@mbl.is Kennarar leita aftur í önnur störf  Áhrif batnandi vinnumarkaðar sjást á fjölgun umsókna til undanþágunefndar Að mati starfs- hóps á vegum atvinnuvega- og nýsköp- unarráðu- neytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem strand- veiðikerfið byggist á, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Engu að síður þurfi að taka ákveðin atriði til skoðunar, s.s. hvernig hámarka megi afla- verðmæti, gera refsiákvæði þyngri og bæta öryggismál. Þá er nefnt að herða þurfi ákvæði um eigendur, svo komið verði í veg fyrir að út- gerð geti gert út marga báta á strandveiðar enda kerfið ekki hugs- að til þess. Hópurinn telur mikilvægt að meta nú áhrif strandveiðanna, bæði hagræn og samfélagsleg áhrif, þannig að hægt sé að marka upp- lýsta stefnu til framtíðar, en slíkt var gert skömmu eftir að strand- veiðar hófust. Hluti af tillögunum þarfnast lagabreytinga og verður því ekki unnt að framkvæma að sinni en hluta er hægt að framkvæma með reglugerðum og öðrum leiðum og verður unnið að því í framhaldinu. Ágæt sátt um strand- veiðikerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.