Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Dr. Jónas Bjarnason,
efnaverkfræðingur,
lést á líknardeild Land-
spítalans 21. október,
78 ára gamall. Hann
var fæddur á Sauðár-
króki 23. júní 1938,
sonur Ástu Jónas-
dóttur húsmóður og
Bjarna Pálssonar vél-
stjóra og fram-
kvæmdastjóra.
Jónas varð stúdent
frá MR 1958. Hann
lauk prófi í efnaverk-
fræði 1965 og doktors-
prófi, dr. rer. nat., frá
Technische Hochschule í München
1967. Jónas stundaði framhaldsnám
í næringarfræði við Cambridgehá-
skóla 1967-68 og rannsóknir í elds-
neytistækni við TU Clausthal, Zell-
erfeld 1981.
Jónas var sérfræðingur á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins 1968-
83. Dósent við HÍ 1971-81, forstjóri
Framleiðslueftirlits sjávarfurða
1983-84 og deildarstjóri og yfirverk-
fræðingur á Rann-
sóknastofnun fiskiðn-
aðarins 1984-99.
Hann var m.a. for-
maður BHM 1974-78,
formaður Nordisk aka-
demikerråd 1976-77 og
formaður Landsmála-
félagsins Varðar 1984-
89. Hann var forseti
NLFÍ 1987-91 og fé-
lagi í Vísindafélagi Ís-
lendinga frá 1976.
Jónas skrifaði m.a.
bækurnar Saltfisk-
verkun og Skreiðar-
vinnsla auk handrits
að bók um saltsíldarverkun. Þá
skrifaði hann fjölmargar greinar og
var fastur kjallarahöfundur í Dag-
blaðinu og DV um árabil.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Kristín Guðrún Hjartardóttir, fyrr-
verandi skrifstofustjóri. Sonur
þeirra er Jónas Örn héraðsdóms-
lögmaður og á hann þrjá syni.
Útförin verður gerð frá Dóm-
kirkjunni 1. nóvember kl. 15.00.
Andlát
Dr. Jónas Bjarnason
Landsnet hefur óskað eftir leyfi
Orkustofnunar fyrir nýjum afl-
spenni og rofareit auk stækk-
unar á tengivirkihúsi á Þeista-
reykjum. Ekki er um að ræða
nýtt verkefni heldur stendur til
að flýta því til að hægt sé að
prófa virkjunina, samkvæmt upp-
lýsingum frá Landsneti. Verk-
efnið mun koma öllum íbúum á
Norðausturlandi til góða. Það
mun auka afhendingaröryggi á
svæðinu til muna og er ætlað síð-
ar meir að leysa af hólmi Laxár-
línu 1.
Orkustofnun auglýsti verkefnið
í gær vegna umsóknar Landsnets
vegna viðbótarframkvæmdanna á
Þeistareykjum. Þar kemur fram
að ástæða þess að Landsnet
hyggist ráðast í verkefnið sé að
tafir hafi orðið á byggingu Kröf-
lulínu 4. Landsnet geti ekki stað-
ið við skuldbindingar sínar um
að tengja Þeistareykjavirkjun við
flutningskerfið vegna þess að
heimild til framkvæmda í landi
Reykjahlíðar hafi ekki enn feng-
ist og óvissa sé með framhaldið.
Þess vegna var ákveðið að undir-
búa að flýta tengingu á 220 kV
kerfi og 66 kV kerfi sem eru nú
þegar til staðar.
Ekki háð umhverfismati
„Nú eru sterkar líkur á því að
Kröflulína verði ekki tilbúin í
rekstur fyrr en í september á
næsta ári og er nauðsynlegt að
farið verði í þá framkvæmd að
tengja saman 220 kV og 66 kV
kerfin á Þeistareykjum til að
tryggja að hægt verði að tengja
Þeistareykjavirkjun við flutnings-
kerfið fyrri hluta næsta sumars.
Verkefnið felst í innkaupum á
spenni og rofabúnaði ásamt bygg-
ingarframkvæmdum við rými til
að hýsa búnaðinn,“ segir m.a. í
auglýsingunni.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru
í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit.
Þær eru ekki háðar mati á um-
hverfisáhrifum en fela í sér
breytingu á skipulögðum bygg-
ingarreit. Unnið er að breytingu
hans með sveitarfélaginu. Frestur
til að koma á framfæri skrif-
legum athugasemdum við Orku-
stofnun vegna verkefnisins er til
fimmtudagsins 24. nóvember nk.
gudni@mbl.is
Undirbúa að prófa
Þeistareykjavirkjun
„Menn hafa nálgast en ekki fjar-
lægst og við erum ekki í átökum,“
segir Valmundur Valmundsson, for-
maður Sjómannasambands Íslands.
Samninganefndir sjómanna og út-
vegsmanna funduðu hjá ríkis-
sáttasemjara í gær.
Valmundur segir að ákveðið hafi
verið að vinna í ákveðnum málum
um helgina og koma svo aftur til
samninga hjá sáttasemjara á mánu-
dag og þriðjudag. Þá komi í ljós til
hvers þessi vinna leiði.
Sjómannasambandið hefur boðað
ótímabundið verkfall á fiskiskipa-
flotanum klukkan 23 fimmtudaginn
10. nóvember næstkomandi, hafi
samningar ekki náðst fyrir þann
tíma.
Sáttafundurinn í gær var sá fyrsti
síðan niðurstaða í atkvæðagreiðslu
sjómanna um verkfall lá fyrir. Val-
mundur segir, spurður hvað hafi
orðið til þess að ríkissáttasemjari
taldi rétt að boða samninganefnd-
irnar til fundar, að menn hafi nú gert
sér grein fyrir því hve alvarleg stað-
an í deilunni sé. Ríkissáttasemjari
hafi beðið samningsaðila að koma
undirbúna til fundar og það hafi leitt
til þess að haldið verði áfram.
Felldu samning
Langt er síðan síðustu kjarasamn-
ingar sjómanna runnu út. Sjó-
mannasamband Íslands og Samtök
fyrirtækja í sjávarútvegi gerðu þó
kjarasamning í júní í sumar. Sjó-
menn felldu samninginn í almennri
atkvæðagreiðslu. Tveir þriðju þeirra
sem greiddu atkvæði lýstu sig mót-
fallna samningnum en einn þriðji var
meðmæltur honum.
helgi@mbl.is
Samningsaðilar nálgast
Áfram fundað í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna
Morgunblaðið/Golli
Ný Bryndís Hlöðversdóttir heilsar
nýjum stjóra útvegsmanna, Heið-
rúnu Lind Marteinsdóttur.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Str. 42-56
Kr. 13.900
Kjólar
Ráðstöfun Glitn-
is á sex millj-
örðum vegna
viðskipta með
bréf Aurum
bætti í raun
tryggingarstöðu
bankans því að
með því fengust
betri veð fyrir
háum ótryggð-
um útlánum sem
tengdust félaginu Fons. Þetta kom
fram í málflutningi Óttars Páls-
sonar, verjanda Lárusar Welding,
fyrrverandi bankastjóra Glitnis,
fyrir héraðsdómi í gær og fyrra-
dag.
Saksóknari sagði tölvupóst-
samskipti Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar í Baugi við fyrrverandi
bankastjóra Glitnis sýna að hann
hefði knúið áfram samþykki fyrir
lánamálum innan bankans. „Hann
hafði mikil, bein og óeðlileg afskipti
af bankanum,“ sagði saksóknari.
Fyrir utan umboðssvik sagði sak-
sóknari starfsmenn hafa brotið lög
um fjármálafyrirtæki, hlutafélaga-
lög og bankaleynd.
Bætti tryggingar-
stöðu bankans
Glitnir Höfuðstöðvar
voru á Kirkjusandi.
Hæstiréttur stað-
festi í gær 16 ára
fangelsisdóm yf-
ir Gunnari
Arnari Arnar-
syni fyrir að hafa
orðið Karli Birgi
Þórðarsyni að
bana á Akranesi í
október fyrir
einu ári. Hafði Gunnar verið dæmd-
ur í Héraðsdómi Vesturlands síð-
astliðið vor.
Er hann fundinn sekur um að
hafa banað Karli í heimahúsi á
Akranesi með því að kyrkja hann.
Herti Gunnar beltisól og fatareim
um háls Karls Birgis. Komst hann
aldrei til meðvitundar á sjúkrahúsi
og lést þar.
Gunnar neitaði sök og vildi
ómerkja dóm héraðsdóms. Hæsti-
réttur telur framburð hans hafa
verið ruglingslegan og á reiki.
16 ára fangelsis-
dómur staðfestur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við munum hefja vinnu við útgáfu
nýs framkvæmdaleyfis. Bæta úr
þeim ágöllum sem taldir eru á fyrra
leyfi,“ segir Arnór Benónýsson, odd-
viti Þingeyjarsveitar. Úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
ákvað í gær að fella úr gildi framkvæ-
maleyfi sveitarfélagsins vegna
Þeistareykjalínu 1 sem tengir Þeista-
reykjavirkjun við iðnaðarsvæðið á
Bakka. Hins vegar stendur óhaggað
framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 4
sem tengir virkjunina við landsnetið.
Úrskurðirnir í gær voru síðustu
úrskurðir í kærum Landverndar og
fleiri samtaka vegna Bakkalína.
Áður hafði úrskurðarnefndin fellt úr
gildi leyfi Landsnets til að vinna að
lagningu Kröflulínu í Skútustaða-
hreppi en sveitarfélagið telur sig nú
hafa bætt úr ágöllum og hefur ákveð-
ið að gefa út nýtt leyfi. Getur Lands-
net því unnið á allri Kröflulínu 4
nema hvað óútkljáð eru eignarnáms-
mál í Leirhnjúkahrauni. Fram-
kvæmdaleyfi Norðurþings vegna
Þeistareykjalínu stóðst skoðun en
eftir úrskurðinn í gær getur Lands-
net ekki unnið að lagningu línunnar
næst virkjuninni fyrr en nýtt leyfi
hefur verið gefið út.
Úrskurðarnefndin taldi að við
undirbúning og málsmeðferð við út-
gáfu framkvæmdaleyfis vegna
Þeistareykjalínu 1 hefði ekki í öllu
verið gætt ákvæða skipulagslaga og
náttúruverndarlaga og eftir atvikum
stjórnsýslulaga. Þykja þessir ágallar
það alvarlegir að þeir leiði til ógild-
ingar ákvörðunar um framkvæmda-
leyfi. Nefndin bendir á að fram-
kvæmdin hafi mikil neikvæð áhrif á
umhverfið og telur í því ljósi að rök-
stuðningi sveitarstjórnar fyrir að
samþykkja legu línunnar á þeim stað
sem Landsnet sótti um sé verulega
áfátt.
Hefja vinnu við nýtt leyfi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykjavirkjun Áfram er unnið er að tengingu virkjunarinnar.
Framkvæmda-
leyfi Þingeyjarsveit-
ar vegna línu ógilt
Eimskip hefur keypt skipsnafnið
Gullfoss af ferðaþjónustufyrirtæk-
inu Reykjavík Sailors. Samgöngu-
stofa veitti fyrri eiganda nafnsins,
Searanger ehf., sem starfrækti
samnefnt hvalaskoðunar- og sjó-
stangveiðiskip, einkarétt á nafninu
í maí 2014 og kærði Eimskip
ákvörðunina í júlí sama ár. Innan-
ríkisráðuneytið staðfesti einkarétt
Searanger á síðasta ári.
Nafnið Gullfoss hafði ekki verið
skráð í skipaskrá og því gat Sea-
ranger á sínum tíma tryggt sér
nafnið á löglegan hátt.
Að sögn Ólafs William Hand,
upplýsingafulltrúa Eimskips, var
nafnið keypt fyrir skömmu.
Eimskip fékk nafnið Gullfoss aftur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gullfoss Skipið Sailor, sem hét áður Gull-
foss, hefur misst nafnið til Eimskips.