Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Jón Þórisson
Stefán Einar Stefánsson
„Meðal fjárfesta á hlutabréfa- og
skuldabréfamarkaði fór kosninga-
skjálfti að gera vart við sig fyrir
tveimur vikum eða svo. Hann hefur
síðan ágerst í síðustu viku og upphafi
þessarar. Það lýsir sér meðal annars í
því að verðbólguálag hefur verið að
þokast upp á við á skuldabréfamark-
aði. Það sást til dæmis í mikilli eftir-
spurn í útboði ríkissjóðs í lok síðustu
viku þar sem í boði voru löng verð-
tryggð ríkisskuldabréf,“ segir Agnar
Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá
GAMMA.
„Ég held að fjárfestar búist ekki
við neinum stórum áföllum til
skemmri og jafnvel millilangs tíma
þótt hér komi vinstristjórn. Staða
hagkerfisins er einfaldlega það sterk
að misvitrir stjórnmálamenn ættu
ekki að geta sett það auðveldlega á
hliðina. Ísland skuldar lítið og það er
lítil eftirspurn eftir lánum hjá heim-
ilum og fyrirtækjum. Verðbólga er
búin að vera lág í langan tíma, krónan
að styrkjast en vextir áfram mjög há-
ir. Enda höfum við fundið fyrir mikl-
um áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi
á undanförnum misserum,“ segir
hann.
„En auðvitað er hægt að grafa
undan þeim árangri sem hefur verið
náð horft fram á veginn. Verðbólgu-
álagið er að hækka, sem er afleiðing
af því að menn búast við að verulega
dragi úr aðhaldi í ríkisfjármálum
komist vinstristjórn til valda og þar
af leiðandi muni verðbólga aukast og
af því leiðir að vextir Seðlabankans
verða hærri. Undanfarið hefur fimm
ára verðbólguálag á skuldabréfa-
markaði farið nálægt 2% en það er nú
komið í um 2,5%. Í ljósi þess að það er
engan veginn víst að hér komist til
valda ríkisstjórn sem sýni mikið að-
hald í ríkisfjármálum er ljóst að
markaðurinn telur að slíkt myndi
leiða til verðbólgu vel yfir verðbólgu-
markmiði að meðaltali næstu ár,“
segir Agnar.
Áhyggjur hjá forystumönnum
stærstu fyrirtækja landsins
Morgunblaðið hefur á síðustu dög-
um átt samtöl við marga forsvars-
menn fyrirtækja sem skráð eru á
skipulegan hlutabréfamarkað. Þessir
viðmælendur eru í forsvari fyrir
stærstu og umsvifamestu fyrirtæki
landsins, sem veita þúsundum manna
atvinnu. Það einkennir ef til vill hina
óvissu stöðu að enginn þeirra var
reiðubúinn að láta nafns síns getið en
ljóst er af þessum samtölum að meðal
þeirra eru áhyggjur af þeirri póli-
tísku óvissu sem hér gæti orðið, verði
úrslit kosninga eins og fjölmargar
skoðanakannanir benda til.
Sumir þessara aðila bentu á að þeir
fyndu í rekstri sínum að viðskipta-
menn þeirra héldu að sér höndum og
biðu með ákvarðanir þar til ljóst yrði
hvernig hið pólitíska landslag liggur
eftir kosningarnar. „Það er ótrúlegt
að eftir allt það sem atvinnulífið hefur
lagt á sig til að leggja sitt af mörkum
til að ná hér efnahagslegum bata,
eins og raun ber vitni, séu nú líkur á
því að eftir kosningar verði að því
starfi vegið,“ sagði einn viðmælenda.
Annar benti á að erlendir við-
skiptamenn litu svo á að pólitísk
áhætta væri sú sem vægi þyngst á
metunum þessi dægrin þegar litið
væri til áhættu af viðskiptum við Ís-
land. Þau atriði sem flestir voru sam-
mála um að yllu óvissu og stefndu ár-
angri sem náðst hefur í efnahags-
málum í uppnám eru hugmyndir um
skattkerfisbreytingar. „Mér sýnist
hugmyndir um skattbreytingar aðal-
lega ganga út á að plokka meiri
skatta af þeim sem raunverulega
greiða tekjuskatt í landinu.“ Jafn-
framt nefndu margir viðmælenda
hugmyndir um hækkun fjármagns-
tekjuskatts.
Stutt kjörtímabil eykur óvissu
og eyðir mikilvægum tíma
Þá nefndi einn viðmælenda blaðs-
ins að hugmyndir um stutt kjörtíma-
bil, þar sem áhersla væri fyrst og
fremst lögð á að koma í gegn miklum
breytingum á stjórnarskránni, ykju á
þá óvissu sem íslenskt atvinnulíf býr
við. „Hvað sem mönnum finnst um
mögulegar breytingar á stjórnar-
skránni er alveg ljóst að sá tími sem
fara mun í þær mun ekki auka hag-
sæld íslenskra heimila og fyrir-
tækja,“ sagði hann.
Þegar spurt var hvaða jákvæðu
teikn menn sæju í kortunum í
tengslum við kosningarnar sagði einn
viðmælenda blaðsins, sem starfar í
útflutningi, að það kynni að hafa já-
kvæð áhrif að til valda kæmust flokk-
ar sem auka myndu útgjöld svo
hressilega að verðbólgan færi af stað.
„Með því að hleypa ríkisfjármálun-
um og þar með efnahagslegum
stöðugleika í uppnám myndu skapast
aðstæður sem óhjákvæmilega yllu
því að krónan veiktist verulega. Það
væri sannarlega gott fyrir útflutn-
ingsgreinarnar í hagkerfinu en það
er ekki víst að almenningur yrði sátt-
ur við afleiðingarnar.“
Verðbólguálag þrýstist upp
í aðdraganda kosninganna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningar Titrings gætir á markaði í aðdraganda alþingiskosninganna.
Forstjóri útflutningsfyrirtækis telur stóraukin ríkisútgjöld munu leiða til hraðrar veikingar krónunnar
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is
Frágangsvörur í miklu úrvali
Bylgjupappír
Áprentuð
límbönd
Límbönd
Vélstrekkifilmur
Plastbretti
Alhliða umbúðalausnir
Salt - Umbúðir - Íbætiefni
Plasthettur
HandstrekkifilmurBóluplast
Bindiborðar
Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is