Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Haust- og jólalínan 2016 www.danco.is Heildsöludreifing Tímabókanir í sýningarsal í síma 575 0200 Opið 8.00-17.00 Viðar- rugguhestur Glerkúla m/fjöður 2 stk. í boxi 8 cm Stjarna metal m/glimmer 20 cm Gæra grá 60x90 cm Snjósleði Wood Tindáti m/ljósi 184 cm Grenikrans m/ljósum 90 cm Leðurstóll Butterfly 87 cm María Mey 50 cm Jólakúlur, 4 teg. 8 cm Viðararinn 140x110 cm Hreindýr, svart, 2 teg. 12 cm Jólatré í potti Hnetubrjótur, 2 teg. 38 cm Kökustandur 140 cm Fyrirtæki og verslanir Vegghorn hreindýr 65 cm Glerkisa 13 cm Icelandair Group hagnaðist um tæpar 103 milljónir dollara á þriðja fjórðungi ársins; jafngildir það um 11,7 milljörðum króna á núverandi gengi. Er það litlu minni hagnaður en yfir sama tímabil í fyrra og mun- ar þar aðeins 378 þúsund dollurum. Tekjur félagsins aukast töluvert milli ára, eða um 13%. Á föstu gengi nemur aukningin hins vegar 17%. EBITDA á fjórðungnum nemur 161,8 milljónum dollara, jafnvirði 18,4 milljarða króna, en hún var 155,6 milljónir dollara á sama árs- fjórðungi í fyrra. Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæpum 112 milljónum dollara, jafnvirði 12,7 milljarða króna, og eykst um rétt tæpa milljón dollara frá árinu 2015. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið muni vaxa áfram en ítrekar að sá árangur sem náðst hafi í rekstri fé- lagsins á árinu sé til kominn þrátt fyrir krefjandi aðstæður og óhag- felldar ytri aðstæður. „Flugáætlun okkar í millilanda- flugi fyrir 2017 er 14% umfangs- meiri en á þessu ári og við gerum ráð fyrir að flytja 4,2 milljónir far- þega á árinu. Nýtt hótel verður opnað í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári og annað ári síðar. Tvær breið- þotur bætast í flotann og áfram- haldandi fjölgun ferðamanna til Ís- lands skapar fjölmörg tækifæri fyrir ferðatengda þjónustu. Miklum vexti fylgja fjölmargar áskoranir og starfsfólk félagsins stóð sig frá- bærlega á þessum annasama tíma. Það eru spennandi tímar fram und- an hjá félaginu og horfur í rekstri þess eru góðar.“ Hagnaður Icelandair eykst lítillega  Aldrei flutt fleiri farþega á þriðja ársfjórðungi  Heildartekjur jukust um 13% Fjarskiptafyrirtækin tvö, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, hafa bæði birt afkomu sína fyrir þriðja fjórðung árs- ins. Hagnaður Fjarskipta (Vodafone) nam 391 milljón króna á þriðja árs- fjórðungi sem er 22% minni hagnaður en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur fé- lagsins námu 3,4 milljörðum króna og stóðu í stað miðað við sama fjórðung í fyrra. Framlegðin lækkaði um 5% á milli ára og hún nam 1,7 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 927 milljónum króna og lækkaði um 10% milli ára. EBITDA hlutfall var 26,9%. Félagið hefur ákveðið að færa niður EBITDA horfur fyrir árið og áætlar það nú í kringum 3,1 milljarð fyrir árið 2016. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður Fjarskipta 837 milljónir króna sem er 19% minni hagnaður en á sama tímbili 2015. Góður fjórðungur hjá Símanum Hagnaður Símans á þriðja árs- fjórðungi nam rúmum 1,1 milljarði sem er um 29,2% meiri hagnaður en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður Símans yfir fyrstu níu mánuði ársins nam rúmum 2,1 milljarði og lækkaði um 1,9% milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórð- ungi sem er samdráttur um tæp 4% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam tæpum 2,6 milljörðum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tæpa 2,4 milljarða á sama ársfjórðungi í fyrra. EBITDA hlutfallið var 35,5% fyrir þriðja ársfjórðung 2016 en var 31,3% á sama tímabili 2015. Framlegð frá rekstri nam á þriðja ársfjórðungi 3,6 milljörðum sem er nánast á pari við þriðja ársfjórðung í fyrra og hækkar hlutfallið í 51,4% af rekstrartekjum. Morgunblaðið/Ernir Sími Strembið ár í fjarskiptum. Ólík af- koma fjar- skipta- félaganna  Hagnaður Voda- fone dróst saman 28. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.46 114.0 113.73 Sterlingspund 139.1 139.78 139.44 Kanadadalur 84.86 85.36 85.11 Dönsk króna 16.65 16.748 16.699 Norsk króna 13.789 13.871 13.83 Sænsk króna 12.653 12.727 12.69 Svissn. franki 114.33 114.97 114.65 Japanskt jen 1.0828 1.0892 1.086 SDR 155.79 156.71 156.25 Evra 123.85 124.55 124.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.5311 Hrávöruverð Gull 1269.3 ($/únsa) Ál 1673.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.26 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.