Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Nær þrjú af hverjum fimm hrygg-
dýrum – fiskum, froskdýrum, skrið-
dýrum, fuglum og spendýrum – hafa
horfið úr villtri náttúru jarðar frá
árinu 1970, aðallega af mannavöld-
um, ef marka má nýja skýrslu nátt-
úruverndarsamtakanna WWF og
Zoological Society of London. Haldi
þessi hryggilega þróun áfram er lík-
legt að fækkun dýranna nemi 67%
árið 2020 miðað við árið 1970, sam-
kvæmt skýrslunni Living Planet sem
er birt annað hvert ár. Það myndi
jafngilda því að hryggdýrunum hafi
fækkað um 2% á ári á tímabilinu.
Þessar niðurstöður byggjast á at-
hugunum vísindamanna sem hafa
vaktað um 3.700 tegundir hryggdýra
og rúmlega 14.000 dýrastofna. Þeir
hafa fylgst með breytingum á stærð
þessara stofna en ekki metið hversu
margar tegundir eru í útrýmingar-
hættu.
Meginskýringin á fækkuninni er
talin vera ágangur manna og
skýrsluhöfundarnir benda á að fjöldi
jarðarbúa hefur meira en tvöfaldast
frá árinu 1960 í 7,4 milljarða.
Fimm helstu ástæður hnignunar
hryggdýrastofna eru eyðing bú-
svæða þeirra, aukin matvælaneysla
sem fylgir mannfjölguninni, meng-
un, ágengar tegundir sem ógna líf-
fræðilegri fjölbreytni og sjúkdómar.
Að sögn skýrsluhöfundanna er lík-
legt að hryggdýrastofnunum stafi
einnig hætta af loftslagsbreytingum
í heiminum á næstu áratugum. Hlýn-
un jarðar og breytingar á veðurfari
hafi nú þegar leitt til fækkunar í
nokkrum dýrategundum.
Ferskvatnsdýrum fækkaði mest
Hryggdýrum sem lifa í ferskvatni
hefur fækkað mest, eða um 81% frá
1970 til 2012, að því er fram kemur í
skýrslunni. Ferskvatn nær yfir
minna en prósent af yfirborði jarðar
en tæp 10% af öllum þekktum dýra-
tegundum jarðar lifa í ferskvatni.
Sjávardýrum hefur fækkað um
36% frá 1970, aðallega vegna ofveiði,
að sögn skýrsluhöfundanna. Þeir
segja að níu af hverjum tíu fiski-
miðum heimsins séu annaðhvort full-
nýtt eða ofnýtt. bogi@mbl.is
Gæti fækkað
um tvo þriðju
Hryggdýr 58% færri en árið 1970
0
Fækkun í %
20
40
60
80
100
1970 1980 1990 2000 2010 12 2020
0
100
1970 2012
0
100
1970 2012
0
100
1970 2012
Áætluð fækkun í öllum heiminum
Byggist á athugunum á 3.706 tegundum
hryggdýra sem skiptast í 14.152 stofna
Fækkun hryggdýra skv. skýrslunni Living Planet
Vikmörk
frá árinu 1970
2012
—58%
2012
—38%
2012
—36%
2012
—81%
2020 (spá)
—67%
Landdýr
4.658 stofnar, 1.678 tegundir
Staða
dýrategunda
skv. Rauðum
lista IUCN
(International
Union for the
Conservation
of Nature)
Sjávardýr
6.170 stofnar, 1.353 tegundir
Ferskvatnsdýr
3.324 stofnar, 881 tegundir
Hryggdýrum
hefur fækkað
um 58% í
villtri náttúru
frá árinu
1970
Heimildir: WWF, UICN
Teg. alls:
Nálægt hættu:
Í hættu:
Útdauð
í villtri
náttúru:
Útdauð:
82.954
5.323
23.928
68
855
5.107
Í útrýmingarhættu:
7.602
Í hættu:
Í mikilli hættu
á útrýmingu:
11.219
Þúsundir manna flúðu í dauðans ofboði úr húsum sín-
um þegar tveir snarpir jarðskjálftar riðu yfir miðbik
Ítalíu í fyrrakvöld, tveimur mánuðum eftir skjálfta sem
kostaði nær 300 manns lífið. Ekki er vitað um nein
dauðsföll af völdum skjálftanna tveggja, sem mældust
5,5 og 6,1 stig. Innanríkisráðherra Ítalíu, Angelino
Alfano, sagði það ganga kraftaverki næst að þeir
skyldu ekki hafa valdið manntjóni. Almannavarna-
stofnun Ítalíu sagði að skjálftarnir hefðu valdið „mjög
verulegu“ eignatjóni og hundruð fjölskyldna þurftu að
gista í neyðarskýlum. Tveir þriðju húsa í þorpinu Visso
eru talin óíbúðarhæf vegna skemmda og mörg hús
hrundu í þorpinu Ussita. Á myndinni sjást skemmdir
sem urðu á gamalli kirkju nálægt Visso.
AFP
Þúsundir manna flúðu skjálfta
Forsætisráðherra Belgíu, Charles
Michel, sagði í gær að samkomulag
hefði náðst við leiðtoga Vallóníuhér-
aðs sem myndi gera þingi landsins
kleift að samþykkja fríverslunar-
samning Kanada við Evrópusam-
bandið.
Öll aðildarríki ESB þurfa að stað-
festa samninginn en þing Belgíu get-
ur ekki gert það nema þing allra sex
héraða landsins samþykki hann.
Þing Vallóníu, frönskumælandi hluta
Belgíu, hafnaði samningnum og
krafðist m.a. sterkari verndar-
ákvæða í þágu bænda og neytenda
og í umhverfismálum. Leiðtogar
Vallóníu óttuðust að staða fjölþjóða-
fyrirtækja myndi styrkjast um of.
Samið um viðauka
Viðræðurnar um samninginn
stóðu í sjö ár. Ráðgert hafði verið að
forsætisráðherra Kanada, Justin
Trudeau, undirritaði hann í Brussel í
gær en ferð hans
þangað var af-
lýst eftir að þing
Vallóníu hafnaði
samningnum.
Michel sagði í
gær að sam-
komulag hefði
náðst við Val-
lóna um viðauka
við samninginn
þar sem komið væri til móts við kröf-
ur þeirra. Öll héraðsþingin í Belgíu
gætu nú samþykkt samninginn ekki
síðar en á miðnætti í kvöld.
Utanríkisráðherra Kanada, Steph-
ane Dion, fagnaði þessum tíðindum
og kvaðst vona að samkomulagið
yrði til þess að fríverslunarsamning-
urinn yrði samþykktur.
Þing annarra aðildarríkja Evr-
ópusambandsins og Kanada þurfa
að samþykkja viðaukann.
bogi@mbl.is
Sátt náðist
við Vallóna
Greitt fyrir samningi ESB og Kanada
Charles Michel