Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Talsmennvinstriflokk-anna segjast furða sig á því sem fram kom í Fin- ancial Times fyrr í vikunni að erlendir eigendur aflands- króna biðu vongóð- ir eftir vinstri- stjórn. Ástæðan væri sú að slík stjórn væri líkleg til að breyta um afstöðu gagnvart þeim og færa þeim betri kjör en núver- andi stjórnvöld hafa boðið upp á. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segist ekki skilja þessa afstöðu aflands- krónueigenda, enda hafi Íslend- ingar staðið saman „í flestum mikilvægu málunum“. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylk- ingar, segir einnig að mikil sam- staða hafi verið og vilji sé til að halda henni áfram. Að því sögðu hnýtir þessi fyrrverandi ráð- herra vinstristjórnarinnar í nú- verandi ríkisstjórn fyrir það hvernig hún hafi haldið á málum gagnvart erlendum kröfuhöfum og telur að sú leið sem vinstri- stjórnin hafi ætlað að fara hefði verið farsælli. Katrín Jakobsdóttir, formað- ur Vinstri grænna, segir að á þingi hafi verið samstaða um leiðir í þessum efnum og að af- staða aflandskrónueigendanna sé skrítin, „sérstaklega í ljósi þess að þetta hefur ekki verið átakamál og enginn hefur boðað stefnubreytingu“. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, talar á svip- uðum nótum og segist ekki átta sig á hvaða samningsstöðu er- lendu fjárfestarnir telji sig vera í, en hefur þann fyrirvara á að ræða þyrfti við Seðlabankann um næstu skref. Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar, segir að flokkurinn mundi „ekki boða neina breytingu“ í þessum efn- um. Allt gæti þetta hljómað ágæt- lega ef flokkar og fólk væru án fortíðar og þá mætti taka undir að væntingar erlendu fjárfest- anna væru úr lausu lofti gripn- ar. En þessir erlendu aðilar hafa fylgst vel og lengi með stjórnmálum hér á landi og var- ið til þess fúlgum fjár að hafa áhrif á umræðuna og afstöðu stjórnmálamanna. Lítið dæmi um þetta eru miður smekklegar auglýsingar sem birtast þessa dagana þar sem jarðvegurinn er undirbúinn fyrir þrýsting á væntanlega vinstristjórn um stefnubreytingu. Tal vinstriflokkanna um að samstaða hafi ríkt um aðgerðir gagnvart erlendum aðilum eftir fall bankanna er fjarstæðu- kennt í ljósi nýliðinnar sögu. Þeir flokkar og það fólk sem að þeim stendur lögðust til dæmis nánast í heilu lagi á sveif með for- ystumönnum vinstristjórn- arinnar í að reyna að knýja fram sam- þykkt Icesave- samninganna sem þjóðin þurfti tvisv- ar að grípa inn í og hafna. Vinstriflokkarnir fengu líka heilt kjörtímabil til að ná ár- angri við að verja hagsmuni landsmanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Og þetta var sá tími, skömmu eftir fall bank- anna, sem best var til þess fall- inn að vinna úr þeirri stöðu sem aðgerðirnar í október 2008 og neyðarlögin höfðu fært íslensk- um stjórnvöldum. Vinstri- stjórnin bjó við kjöraðstæður til að ná árangri en gerði ekkert til að rétta stöðu landsins, þvert á móti reyndi hún að sökkva því í skuldafen. Hvernig skyldi nú standa á þessu? Svarið við því gæti skýrt væntingar erlendu fjárfestanna nú. Vissulega skipti miklu máli að þeir sem fóru fyrir hags- munum íslensku þjóðarinnar höfðu ekki til þess burði og sannfæringu. Þeir töldu að þjóðin hefði gert eitthvað af sér og ætti skilið að súpa seyðið af eigin mistökum. Þessi fráleitu sjónarmið komu oft fram og spilltu mjög fyrir. Talsmenn þeirra eru nú ýmsir að leita endurkjörs á vegum vinstri- flokkanna. En þetta var ekki eina skýr- ingin og jafnvel ekki sú sem mest skaðaði þjóðarhagsmuni. Stærsta skýringin á framgöngu vinstriflokkanna gagnvart þeim ríku þjóðarhagsmunum sem tekist hefur verið á um frá falli bankanna er sú afstaða þeirra að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og ger- ast þar aðili. Það sem erlendu fjárfestarnir sjá er að í þessu efni hefur ekkert breyst, nema síður sé. Allir þeir flokkar sem utan núverandi ríkisstjórnar standa eru tilbúnir að leggja aftur í leiðangurinn inn í Evr- ópusambandið sem þá þraut afl og tími til að ljúka á síðasta kjörtímabili. Með þessum flokk- um í ríkisstjórn hefjast átökin um grundvallarhagsmuni Ís- lands á nýjan leik, þar sem rík- isstjórnin stendur öðrum megin víglínunnar og almenningur hinum megin. En að þessu sinni eru flokkarnir fleiri en áður sem vilja inn í Evrópusambandið og eru tilbúnir að fórna þjóðar- hagsmunum í þeim tilgangi. Þetta er sérkennileg staða í ljósi margyfirlýstrar andstöðu þjóðarinnar við Evrópusam- bandsaðild, en gæti þó orðið til þess að með klækjabrögðum endaði íslenska þjóðin í þeim lítt farsæla félagsskap. Vinstriflokkarnir þykjast hissa á afstöðu erlendra kröfuhafa til vinstri- stjórnar, en af- staðan er skiljanleg} Engin samstaða hefur ríkt um þjóðarhag É g er ekki alveg tvævetur þegar kemur að blaðamennsku og því að fylgjast með kosningabar- áttu, hvort sem er fyrir sveitar- stjórnarkosningar, alþingis- kosningar eða forsetakosningar, því það hef ég gert allar götur frá því 1980. Mér finnst kosningabarátta fyrir alþingis- kosningarnar á morgun hafa verið ótrúlega óspennandi og litlaus. Hún hefur sem betur fer ekki varað í marg- ar vikur, sem helgast vitanlega af því hversu lengi störf Alþingis drógust og því gafst flokk- unum mjög skammur tími til hefðbundinnar kosningabaráttu. Það er helst RÚV, en einnig Stöð 2 og mbl.is sem reynt hafa að halda uppi hefðbundinni dekkun á kosningabaráttunni með því að leiða fram forystumenn og frambjóðendur þessa framboðs- kraðaks sem okkur almennum kjósendum stendur til boða að velja á milli í kosningunum á morgun, þar sem þeir hafa fengið að takast á um menn og málefni og gjamma fram í hver fyrir öðrum. Sennilega hefur trúverðugleiki Pírata látið hvað mest á sjá undanfarna daga og geta þeir ekki sakað neina aðra en sjálfa sig um það, sé það rétt mat mitt. Þar nefni ég upplognar prófgráður á sjálfa sig í stærð- fræði og stjórnmálafræði, upplogin svör um skotvopna- þjálfun í Afganistan, sem aldrei fást staðist, þar sem eng- inn hermaður í Bandaríkjaher myndi nokkurn tíma taka að sér að þjálfa í meðferð skotvopna „í frítíma sínum“ einstaklinga sem eru að þvælast í Afganistan á eigin vegum. Slíkt stríðir gegn öllum reglum. Það veit ég sem fyrrverandi friðar- gæsluliði. Hvað gjammið endalausa varðar hygg ég að Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, eigi líklega metið, enda veit ég ekki til þess að nokkur frambjóðandi annar en hún hafi beðist afsökunar á gjamminu í sér opinberlega. Það gerði Birgitta í morgunþætti Rásar 2 á mið- vikudagsmorgun, þar sem m.a. átti að spyrja hana og Bjarna Benediktsson spjörunum úr um stefnumál og samstarfsmöguleika. Bjarni sat rólegur í viðtalinu og beið þess að röðin kæmi að honum. Í hvert sinn sem Bjarni átti að svara hófst gjammið í Birgittu, þannig að ekki var nokkur leið að fá heild- stæða mynd af því hvert svar Bjarna átti í raun að vera. Undir lok viðtalsins flutti Birgitta svo smá- messu um nauðsyn þess að bæta vinnubrögð í stjórn- málum og ekki síst á Alþingi og baðst loks afsökunar á gjammi sínu í þessu viðtali! Þótt vissulega séu virðingarverðar tilraunir þessara fjölmiðla til þess að gefa áheyrendum, áhorfendum og lesendum einhverja mynd af því hvert framboðin vilja stefna og hvernig þau ætli að ná markmiðum sínum verð- ur það að segjast eins og er að í flestum tilvikum hafa þessar tilraunir algjörlega misheppnast og við kjósendur göngum að kjörborðinu á morgun jafnóupplýst eða upp- lýst og við vorum áður en hin meinta kosningabarátta hófst. Gangi okkur öllum vel að velja rétt! agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Gjamm og stolnar skrautfjaðrir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Ísland skarar fram úr öðrumlöndum heims þegar kemurað jafnrétti kynjanna, sam-kvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- efnahagsráðsins eða World Econom- ic Forum. Þetta er áttunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti á heims- mælikvarða. Finnland situr í öðru sæti og Noregur í því þriðja. Á eftir Svíþjóð kemur Rúanda í fimmta sæti en forseti landsins hefur gert kynja- jafnrétti að helsta áherslumáli stjórnvalda eftir að hann tók við völdum í kjölfar þjóðarmorða þar í landi. 13% óbrúað kynjabil Einnig er greint frá því að Ís- lendingum hafi tekist að loka kynja- bili að því er nemur 87% en til sam- anburðar hafa Finnar lokað bilinu um 85%. Á Íslandi er því 13% kynja- bil eftir óbrúað en í vesturhluta Evr- ópu er bilið að meðaltali 25%. Mælingar Alþjóðaefnahags- ráðsins hófust árið 2006 en mark- miðið var að hafa einn mælikvarða á kynjajafnrétti fyrir öll lönd heims- ins, þannig væri hægt að fylgjast með þróun málaflokksins. Í skýrsl- unni segir einnig að þó engin ein að- ferð geti náð fyllilega utan um að- stæðurnar kynjanna í löndunum hafi formúlan sem þeir notast við miðað að því að greina bilið milli karla og kvenna á fjórum lykilsviðum, þ.e. heilbrigði, menntun, efnahagur og stjórnmál. Formúlan varpi svo ljósi á þau lönd sem eru fyrirmyndir þeg- ar kemur að kynjajafnfrétti. Það þurfi að gera betur „Þetta er ánægjuefni þó vissu- lega megi setja spurningarmerki við þessar mælingar,“ segir Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, í samtali við Morgun- blaðið, spurð hvort þetta gengi Íslands á heimsmælikvarða væri eitthvað til að gleðjast yfir. „Við eigum að vera stolt af þessu en jafnframt þurfum við að halda vöku okkar og það má auðvit- að spyrja — erum við svona góð eða hinir svona vondir.“ Þá nefnir hún að Ísland skori til að mynda hátt hvað varðar heil- brigði, menntun og pólitísk völd en þar njóti landið góðs af Vigdísi Finn- bogadóttur sem fyrrverandi forseta Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur sem fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og Kvennalistanum sáluga en mælingarnar nái 50 ár aftur í tím- ann. „Það er svolítið sérstakur mæli- kvarði.“ Segir hún landið standa sig vel en þó þurfi að gera betur. „Það er enn vinnumarkaðurinn þar sem átaks er þörf, það er launamunurinn, hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja. Það er það sem dregur okkur niður fyrst og fremst,“ bætir hún við. Best í stjórnmálaþátttöku Ísland stóð sig landa best þegar kom að stjórnmálaþátttöku kvenna ásamt því að komast í efstu tíu sætin hvað varðaði efnahagslega þátttöku og tækifæri. Ástæða þess var talin vera fjölgun kvenna á löggjafarþingi landsins og á meðal háttsettra emb- ættismanna. Þá segir einnig í skýrsl- unni að á Íslandi sé launabil milli kynjanna sem þurfi að loka. Ísland hafi mælst í ellefta sæti hvað varðar samanburð á launum fyrir sambæri- leg störf. Síðan mælingar hófust árið 2006 hefur Íslandi þó tekist að loka heildarbilinu sem skilur að karla og konur um 12%. Sá skjóti og góði ár- angur sé meiri en nokkurt annað land í heiminum geti státað af. Jafnrétti kynjanna mælist mest á Íslandi Morgunblaðið/Golli Jafnrétti Kynjabilið á Íslandi mælist nú um 13% en það hefur minnkað um 12% á síðustu tíu árum sem er betri árangur en hjá öðrum löndum heims. Það gæti tekið 170 ár að eyða launamun kynjanna, en veru- lega hægði á þróun í átt að jöfnuði árið 2008, segir í frétt AFP um nýútkomna skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF). Launamunur kynjanna mælist nú 59% á heimsvísu. Ef þróunin reynist jafn hæg og undanfarin ellefu ár má vænta þess að spá ráðsins ræt- ist að sögn eins höfunda skýrslunnar, Saadia Zahidi. Ráðið tók einnig fram að fyrr tækist að jafna laun kynjanna í vesturhluta Evrópu, eða innan 47 ára, en það tæki rúm 1.000 ár í Suður-Asíu ef ekkert yrði að gert. Þá sýna mælingar Alþjóða- efnahagsráðsins það einnig að konur vinni að meðaltali 39 dögum meira á ári en karlar á heimsvísu. Tæplega 250 millj- ónir kvenna hafa komið á vinnumarkaðinn síðustu tíu árin. 250 milljónir síðustu 10 ár SEGJA LANGT Í JÖFNUÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.