Morgunblaðið - 28.10.2016, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Ég þekki ýmsa úr
röðum Pírata að góðu
einu, enda málefnalegir
einstaklingar sem láta
sig hag lands og þjóðar
varða. Sjálfur styð ég
þann stjórnmálaflokk
hins vegar alls ekki. Ég
er ósáttur við af-
stöðuleysi flokksins í
ýmsum mikilvægum
málaflokkum og er
ósammála fjölmörgu
öðru sem hann eða forystumenn hans
hafa tekið afstöðu til. Meðal þess sem
mér hugnast hvað verst hjá flokknum
er neikvæð afstaða ýmissa forystu-
manna hans til þjóðkirkjunnar og
trúarlegra menningarhefða sam-
félagsins.
Smári McCarthy, sem á aðsendar
greinar hjá Vantrú á nokkurra ára
tímabili, beinir spjótum sínum mjög
að þjóðkirkjunni og hæðist að afstöðu
meðlima hennar. Hann gengur svo
langt að dásama það að í kjölfar bylt-
ingar kommúnista í Rússlandi 1917
skuli kirkjubyggingum hafa verið
„breytt í félagsmiðstöðvar“ en hann
segir að það hafi verið „frábær nýt-
ing“ á þeim. Þessa vanvirðingu á eign-
arréttinum og trúariðkun annarra
réttlætir Smári svona: „Ekki hefur
verið sýnt fram á það vísindalega að
vígsla eða blessun breyti eðli atóma.“
Milljónir kristinna manna létu lífið í
ofsóknum ráðamanna Sovétríkjanna
sem stofnuð voru í kjölfar bylting-
arinnar eftir blóðuga borgarastyrjöld
en liður í þeim var einmitt sú leið sem
Smári er hér svo hrifinn af.
Annað sem er ekki síður áhyggju-
efni er sú vanvirðing sem þingmað-
urinn fráfarandi, Helgi Hrafn Gunn-
arsson, auðsýnir niðurstöðu
lýðræðislegra kosninga sem honum
hugnast ekki í tilfelli þjóðkirkjunnar.
Eftir að þjóðkirkjuákvæði í stjórn-
arskrá var samþykkt í þjóðaratkvæð-
isgreiðslunni 2012 hélt hann því fram
á Alþingi að orða skyldi það á þá leið
að þjóðkirkju skuli aldr-
ei í lög leiða og sagðist
hann fyrir ári vera með
frumvarp þess efnis í
undirbúningi.
Hvernig er hægt að
treysta stjórnmála-
manni sem kemur svona
fram? Það er af og frá að
þjóðkirkjuákvæði í
stjórnarskrá skerði trú-
frelsi á nokkurn hátt
eins og Helgi Hrafn ber-
sýnilega telur meðan
trúfrelsi og félagafrelsi
er áréttað þar líka. Þjóðkirkja felur
fyrst og fremst í sér þjónustu-
hlutverk viðkomandi kirkjustofnunar
við þjóðina á grundvelli trúarlegrar
menningarhefðar sem samofin er
sögu landsins og því er ekkert óeðli-
legt við það að ríkið verndi hana og
styðji í þeim efnum innan þeirra
marka sem lög heimila. Þó myndi ég
sjálfur gjarnan vilja sjá ákvæðið út-
víkkað einnig til annarra þeirra trú-
félaga sem nú þegar hafa myndað
formleg tengsl við ríkið enda felst í
því viðurkenning á vægi trúar í sam-
félaginu. Ekki er vanþörf á slíku í
ljósi þeirra andtrúarhreyfinga sem
vilja úthýsa öðrum trúarbrögðum úr
opinberu rými. Og það er vel hægt að
endurskoða lagagreinar um þjóð-
kirkjuna eða tilhögun tengsla hennar
(og annarra trúfélaga) við ríkið enda
þótt minnst sé á hana áfram í stjórn-
arskrá.
Komist Píratar til þeirra áhrifa
sem skoðanakannanir gefa tilefni til
að ætla vona ég að flokkurinn auðsýni
ábyrgari stefnu en einkennt hefur
málflutning þessara tveggja forystu-
manna sem ég nefni hér.
Píratar um
þjóðkirkjuna
Eftir Bjarna Rand-
ver Sigurvinsson
Bjarni Randver
Sigurvinsson
» Það er af og frá að
þjóðkirkjuákvæði í
stjórnarskrá skerði trú-
frelsi.
Höfundur er trúarbragðafræðingur.
Eitt af hlutverkum
stjórnmálanna er að
hafa framtíðarsýn í at-
vinnulífi landsins. Þar
eiga stjórnvöld að taka
forystu og leiða saman
ólíkar atvinnugreinar,
landsvæði, hags-
munaaðila og mennta-
stofnanir til samráðs.
Ekki fæst séð að nú-
verandi ríkisstjórn hafi sérstaka at-
vinnustefnu, en í tíð síðustu rík-
isstjórnar Samfylkingar og VG var
unnin mikil vinna við að móta slíka
atvinnustefnu innan verkefnisins Ís-
land 2020. Sú vinna laut fyrst og
fremst að tillögum um að styðja við
atvinnulífið, m.a. með hvötum í formi
aukins fjármagns í sjóði til fyr-
irtækja, þar sem við viljum sjá vöxt
einkum í hugvitsgreinum og innan
þekkingarsamfélagsins.
Atvinnustefna Samfylkingarinnar
miðar að því að skapa ný og fjöl-
breytt störf sem eru vel launuð og
gjaldeyrisskapandi og byggjast á
samkeppnishæfni Íslands. Við vilj-
um atvinnustefnu sem byggist á
hugviti, skapandi greinum, fjöl-
breytni, heilbrigðum viðskiptahátt-
um og á grundvelli grænna áherslna.
Vaxtartækifæri íslensks atvinnu-
lífs til framtíðar felast í því að virkja
hugvitið, með áherslu á nýsköpun, í
nánu samstarfi við vísinda- og há-
skólasamfélagið. Í dag er tækni- og
upplýsingageirinn orðinn ein af okk-
ar aðalútflutningsgreinum. Þá hefur
nýsköpun í rótgrónum atvinnugrein-
um orðið til þess að við nýtum auð-
lindir okkar með betri hætti, í stað
þess að ofnýta þær. Þar má til dæm-
is nefna að nokkur íslensk fyrirtæki
eru að nýta þorskinn, konung ís-
lenskra sjávarafurða, svo vel að í
rauninni er blóðið úr honum það eina
sem ekki hefur fundist leið til að
nýta til verðmætasköpunar. Það er
um 98% nýting aflans. Í samanburði
er meðalnýting á þorski hjá öðrum
fiskveiðiþjóðum um 40%.
Þetta gerist ekki af sjálfu sér. At-
vinnustefna Samfylkingarinnar er
órofa hluti af áherslum okkar í
menntamálum. Metnaðarfull at-
vinnustefna leggur áherslu á að
byggja hér upp öflugt þekking-
arsamfélag en það felur óhjákvæmi-
lega í sér að setja þarf aukið fjár-
magn í menntakerfið og þá
sérstaklega í vísinda- og háskóla-
starf.
Hvort sem fólki líkar það betur
eða verr þá mun samfélag okkar í
auknum mæli byggjast á gervi-
greind og enn meiri sjálfvirkni. Við
verðum að styðja við þekking-
arsköpun á þessum sviðum í háskól-
um landsins og jafnframt gera okkur
grein fyrir því að störfin sem börnin
okkar munu sinna verða allt önnur
en störfin sem við og foreldrar okkar
sinnum.
Atvinnustefna Íslands þarf að
gera okkur samkeppnishæf við aðr-
ar þjóðir og tryggja að við búum hér
til samfélag sem ungt fólk vill taka
þátt í að byggja upp.
Við viljum atvinnustefnu sem nýt-
ir auðlindir með skynsamlegum
hætti, þar sem tillit er tekið til tak-
markana náttúrunnar og annarra at-
vinnugreina, sem byggja tilveru sína
á því að þessi sama náttúra sé
óspillt.
Atvinnulíf til framtíðar krefst
þess að hér sé opið, umburðarlynt
alþjóðasamfélag. Íslenska krónan er
spennitreyja á íslenskt viðskiptalíf,
ekki síður en heimili, með inn-
byggðum sveiflum og óþarflega há-
an vaxtakostnaði. Íslenska þjóðin á
rétt á því að kjósa um hvort hún búi
áfram við hagkerfi íslenskrar krónu.
Þess vegna viljum við klára aðild-
arviðræður við ESB. Það er ósann-
gjarnt að íslensk heimili og fyrirtæki
dragi níðþungan vagn krónunnar á
meðan þeir sem hæst hafa talað
gegn áframhaldandi viðræðum og
upptöku annars gjaldmiðils geyma
peningana sína í skattaskjólum, þar
sem peningarnir þeirra eru öruggir
fyrir öldudal íslensku krónunnar.
Við höfum metnaðarfulla framtíð-
arsýn fyrir landið okkar. Við viljum
öflugt, skapandi og fjölbreytt at-
vinnulíf um allt land, það er grunn-
urinn sem við þurfum til að standa
undir þeim hagvexti sem við þurfum
til að eiga fyrir nauðsynlegri upp-
byggingu innviða samfélagsins til
framtíðar.
Atvinnulíf til framtíðar
Eftir Jóhönnu
Vigdísi Guðmunds-
dóttur og Evu
Baldursdóttur
»Eitt af hlutverkum
stjórnmálanna er að
hafa framtíðarsýn í at-
vinnulífi landsins.
Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir
Jóhanna Vigdís er frambjóðandi Sam-
fylkingarinnar í 3. sæti Reykjavíkur-
kjördæmis norður. Eva er frambjóð-
andi Samfylkingarinnar í 2. sæti
Reykjavíkurkjördæmis suður.
Eva
Baldursdóttir
Í Morgunblaðinu 20.
ágúst birtist grein eftir
mig undir fyrirsögn-
inni „Raunasaga
ellilífeyrisþega TR“.
Ég lauk grein minni
með eftirfarandi orð-
um: „Ég vil hvetja alla
eldri borgara sem
styðja Sjálfstæðis-
flokkinn og Framsókn-
arflokkinn að kjósa þá
ekki ef þeir koma ekki málum okkar í
lag skv. ofangreindu frumvarpi. Fari
svo þá hvet ég ykkur til þess að skila
auðu, fara ekki á kjörstað eða kjósa
aðra flokka.“
Nú hafa mál skipast þannig að Al-
mannatryggingafrumvarpið hefur
verið samþykkt en það skilar sára-
litlum hækkunum til okkar sem er-
um eingöngu á bótum frá TR, eða um
það bil 9.500 krónum á mánuði. Rík-
isstjórnin stærir sig af því hversu vel
þeir búi að öldruðum og að þessi
breyting kosti ríkið kr. 12 milljarða
en þeir láta þess heldur ekki getið að
þeir fá endurgreitt. Skoðum það: Um
5 milljaðar skila sér til baka vegna
niðurfellinga á grunnlífeyri til ellilíf-
eyrisþega sem skerðist niður frá 400.
000 krónur og að fullu við kr. 500.000
í ellilífeyri á mánuði.
Þá skulið þið einng íhuga að í nýju
lögunum er frítekjumarkið lækkað
úr kr. 109 þúsund á mánuði í kr. 25
þúsund sem þýðir það að nær allt,
sem eldri borgarar sem eru á vinnu-
markaði þéna, er hirt af þeim að
undanskildum kr. 25 þúsund. Þeir
sem vinna þrátt fyrir þetta og afla
sér tekna munu skila milljörðum til
viðbótar í ríkiskassann.
Gleymið heldur ekki því að stjórn-
in vill láta ykkur trúa að þeir séu að
efna fyrri kosningaloforð, en það
kemur þremur árum of seint og að
við höfum verið hlunnfarin um allar
kjarabætur sem launþegar hafa
fengið á kjörtímabilinu,
svo ekki sé rætt um þau
afturvirkandi áhrif sem
sumir fengu. Þar er að
minnsta kosti 10 millj-
arða króna sparnaður í
viðbót.
Minnumst þess líka
að á kjörtímabilinu
fengu ríkisstarfsmenn
hækkanir sem í sumum
tilfellum voru hærri en
þær 200-230 þúsund kr.
sem okkur eru
skammtaðar. Fyrir
ykkur sem fáið greitt úr lífeyrs-
sjóðum munið eftir kosningaloforði
formanns Sjálstæðisflokksins og
fjármálaráðherra að afnema tekju-
tenginguna. Ekkert slíkt er í ofan-
greindu frumvarpi.
Í fyrrnefndri grein minni lýsti ég
því yfir að ég hefði verið flokksbund-
inn Sjálfstæðismaður frá því ég öðl-
aðist kosningarétt. Sjálfstæðisflokk-
urinn skilgreinir sig „stétt með
stétt“ sem hann er ekki lengur.
Hann er flokkur ríka mannsins.
Þess vegna biðla ég til ykkar alla
að skoða að kjósa ekki ykkar gömlu
flokka því þeir vilja ekkert með ykk-
ur hafa að gera.
Kjósið Flokk fólksins sem er nýr
stjórnmálaflokkur með aðalstefnu-
mál að markmiði að bæta stöðu eldri
borgara, öryrkja og að gera átak í
heilbrigðismálum.
Með baráttukveðju til eldri borg-
ara um að styðja sína eigin hags-
munabaráttu á kosningadegi.
Blekking leið-
réttingarinnar
Eftir Júlíus
Petersen
Guðjónsson
Júlíus Petersen
Guðjónsson
»Kjósið Flokk
fólksins sem er
nýr stjórnmálaflokkur
með það aðalstefnumál
að markmiði að bæta
stöðu eldri borgara.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Senn líður að alþing-
iskosningum. Við blasir
stjórnmálaleg upplausn
og stjórnarkreppa að
þeim loknum. Eitthvað
sem flestir óska ekki
eftir!
Á meðan þjóðhyggju-
flokkar eru í mikilli
sókn víðsvegar í Evr-
ópu í dag, þá skora an-
arkistar, (stjórnleys-
ingar) í umboði Pírata,
lengst til vinstri á Íslandi í skoð-
anakönnunum. Já, meðan þjóðhyggj-
an og þjóðríkjahugsjónin fær stór-
aukinn býr undir báða vængi hjá
evrópskum kjósendum, virðist hin al-
þjóðasinnaða vinstrimennska og
óljóst miðjumoð í No Borders-anda
nánast einungis bjóðast íslenskum
kjósendum í komandi kosningum.
Ótrúlegt!
Skipulega grafið
undan íslenska þjóðríkinu
Þessi pólitíska þróun á Íslandi sem
er algjörlega á skjön við þá breytingu
sem orðið hefur nýlega í Evrópu
varðandi aukna þjóðhyggju, er því
beinlínis aðför að íslenska þjóðríkinu,
þjóðmenningu þess, tungu, og ógn við
fullveldi og sjálfstæði Íslands. Hin
vinstrisinnaða rétttrúnaðarelíta virð-
ist um árabil hafa haft frjálsar hend-
ur í menntakerfinu,
helstu fjölmiðlum og
ekki síst á uppeld-
isstofnunum landsins til
að grafa undan þjóð-
arvitundinni, þjóðlegum
viðhorfum og kristnum
gildum, og það án telj-
andi pólitískrar mót-
spyrnu frá hægri.
Allt bendir því til að
við taki vinstri stjórn að
afloknum kosningum,
með tilheyrandi stjórn-
leysi, sbr vinstrimeiri-
hlutann í Reykjavík, og
þá enn meiri aðför að íslenska þjóð-
ríkinu og fullveldi þess. Með velþókn-
un hins nýkjörna forseta vinstri-
manna. – Mistök núverandi
stjórnvalda að innleiða No Borders-
útlendingalögin um næstu áramót
eftir forskrift vinstriaflanna, gagn-
stætt öllu sem er að gerast í Evrópu,
til viðbótar við hið hripleka Scheng-
en-rugl, voru skelfileg mistök! Mistök
sem eiga eftir að hafa alvarlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir íslenskt
samfélag, svo ekki sé meira sagt!
Íslensk stjórnmál á villigötum!
Á hvaða leið eru íslensk stjórnmál?
Á villigötum, séð frá þjóðlegum við-
horfum! Klárlega! Meira að segja ísl-
amsvæðingin í Evrópu virðist fara
fram hjá íslenskum stjórnmálamönn-
um. Íslamsvæðingin sem hið gjör-
spillta, ofurmiðstýrða og yfirþjóðlega
Evrópusamband hefur kallað yfir
ESB-ríkin, með tilheyrandi hryðju-
verkum og átökum. En hin svokallaða
fjölmenningarstefna innan ESB hef-
ur beðið skipbrot að mati sjálfs kansl-
ara Þýskalands, sem segir að hún
gangi alls ekki upp! En er samt enn
við sama heygarðshornið og breytir
ekki um stefnu.
Því miður tókst Íslensku þjóðfylk-
ingunni, (ÍÞ) hluta af evrópskri þjóð-
hyggju, ekki að bjóða fram sem
skyldi í komandi þingkosningum!
Verðug pólitísk tilraun um framboð
ÍÞ á landsvísu mistókst. Sem ekki
verður tíundað hér, en sem ber að
harma mjög! En ÍÞ býður fram í Suð-
ur- og Norðvestur-kjördæmum. –
Þjóðhyggjan mun hins vegar lifa í
hjörtum tugþúsunda Íslendinga,
þjóðhyggja, sem nú fer sigurför um
Evrópu í dag. Þjóðhyggja sem birtast
mun enn sterkar í þar næstu þing-
kosningum, sem verða innan seil-
ingar!
Koma tímar! Koma ráð!
Á hvaða leið eru
íslensk stjórnmál?
Eftir Guðmund
Jónas Kristjánsson »Meira að segja
íslamsvæðingin í
Evrópu virðist fara
fram hjá íslenskum
stjórnmálamönnum.
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
Höfundur er bókhaldari og
einn af stofnendum Íslensku
þjóðfylkingarinnar.