Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
✝ Karen Karls-dóttir fæddist
11. september
1937 á Höfn í
Hornafirði, í
Lundi, húsi
móðurafa hennar,
Gunnars Jóns-
sonar bónda og
bóksala. Hún lést
á líknardeild
Landspítalans 17.
október 2016.
Foreldrar Karenar voru
hjónin Karl Unnar Magnússon
verslunarmaður, f. 5. júní
1904, d. 14. júlí 1977, og Signý
Benedikta Gunnarsdóttir ljós-
móðir, f. 16. október 1907, d.
9. febrúar 1993. Systir Karen-
ar er Ásta Karlsdóttir sjúkra-
liði, f. 6. júlí 1931.
Fyrri maður Karenar var
Örvar Kristjánsson harm-
ónikuleikari, f. 8. apríl 1937,
d. 7. apríl 2014. Synir þeirra
eru:
Ingi Einarsson, sjómaður og
þáverandi útgerðarmaður, f.
23. nóvember 1930. Ingi lést
7. maí 2010. Synir Karenar
og Inga eru: 1) Viðar Þor-
berg, f. 19. febrúar 1967 og
2) Dagur Freyr, f. 13. febrúar
1972. Börn Dags Freys eru
Árný Eik, f. 2001 og Ingi
Benedikt, f. 2007.
Karen lauk barna- og
unglingaskólaprófi á Höfn.
Síðan lá leið hennar í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík.
Karen bjó á Höfn fram til
ársins 1983 er þau Ingi fluttu
með fjölskylduna til Reykja-
víkur. Hún vann margvísleg
störf um ævina, m.a. hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfell-
inga, Landsímanum, Lands-
banka Íslands, í fjármála-
ráðuneytinu, auk verslunar-
starfa.
Síðast vann Karen á sam-
býli fatlaðra þar sem hún
naut sín og ávann sér traust
og virðingu heimilisfólks.
Útför Karenar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 28.
október 2016, klukkan 14.
1) Karl Birgir,
f. 9. júní 1954,
kvæntur Halldóru
Árnadóttur. Synir
Karls Birgis af
fyrra hjónabandi
eru Unnar Vil-
helm, f. 1978, og
Ívar Daníel, f.
1988. Dætur Karls
Birgis og Halldóru
eru Kristín Karen,
f. 1995, og Dag-
björt Dögg, f. 1999.
2) Grétar Þorgeir, f. 11. júlí
1959. Börn hans eru: a) Krist-
ján Ólafur, f. 1977. Börn
Kristjáns eru Rakel Kara, f.
2003, og Karitas Lea, f. 2010.
b) Guðrún Inga, f. 1978. Börn
Guðrúnar Ingu eru Ólafur
Grétar, f. 2004, og Kamilla
Dís, f. 2010. c) Gréta Karen, f.
1983, d) Eva, f. 1987, og e)
Karen, f. 1993. Karen og Örv-
ar slitu samvistir.
Seinni maður Karenar var
Ég man eftir tímunum þegar
ég fór til ömmu og afa eftir leik-
skólann og dvaldi þar klukku-
stundum saman og mér fannst
ekkert skemmtilegra.
Amma mín stóð alltaf með mér
og studdi mig í öllu sem ég gerði.
Hún var glæsileg og einstök kona
og ég er einstaklega stolt af því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Við vorum mjög góðar vinkon-
ur og ég kíkti oft í heimsókn til
hennar og við hlógum mikið sam-
an. Ég gat alltaf leitað hjálpar til
ömmu ef ég hafði einhverjar
spurningar eða pælingar. Oft
hlustaði ég á sögurnar hennar um
þegar hún og afi minn voru yngri,
og það fannst mér mjög áhuga-
vert.
Elsku amma, góða ferð í ljósið
og hvíldu í friði. Ég veit að afi mun
taka á móti þér og passa þig.
Elska þig.
Árný Eik.
Lífsklukkan hennar Karenar
móðursystur minnar hefur stöðv-
ast, nú skilja leiðir að sinni því
hún hefur verið kölluð á brott allt
of snemma.
Það er bæði sárt og erfitt að
kveðja því þó Kaja frænka hafi
verið nokkuð vel við aldur tölu-
lega séð þá var hún í mínum huga
og margra annarra alltaf ung
bæði í útliti, anda og háttalagi.
Kaja var svo sannarlega flott
og stórglæsileg kona. Ætíð og æv-
inlega vel til höfð, hafði mikla út-
geislun, alltaf smekkleg og smart
í klæðaburði og vakti eftirtekt og
aðdáun hvar sem hún kom. Hún
var mikill húmoristi, lífsglöð og
leiftrandi skemmtileg, gat verið
spilandi kát og þá oftar en ekki
með dillandi galsa í farteskinu.
En Kaja gat líka verið alvöru-
gefin og hafði að sönnu sínar
skoðanir á mönnum og málefnum
og var þá fáu eða engu hlíft.
Kaja fór alltaf hratt yfir og það
gat verið mikið span á henni. Allt-
af gaf hún sér þó tíma til að sinna
fólkinu sínu, var mikil fjölskyldu-
manneskja sem hélt vel utan um
hópinn sinn og hugsaði ætíð fyrst
og fremst um sína nánustu.
Við þessar aðstæður þá get
ekki látið hjá líða að minnast á
vinskap hennar og mömmu, Ástu
systur sinnar. Í seinni tíð eftir að
aðstæður þeirra breyttust og þær
voru orðnar einar sóttu þær mikið
í vinskap hvor annarrar. Það var
fallegt að horfa upp á hve vel þær
náðu vel saman þó ólíkar væru og
ég minnist margra ánægjulegra
stunda með þeim. Ég minnist
skemmtilegra ferða til Dublin
sem og ferðalaga innanlands sem
þær fóru í, allra skreppitúranna
austur á Hornafjörð á Humarhá-
tíð og af fleiri tilefnum auk ýmissa
annarra lystitúra sem þær fóru í
saman.
Það var ánægjulegt fyrir okkur
sem yngri erum og í raun ynd-
islegt að fylgjast með samfylgd
þeirra bæði í þessum ferðum sem
og í lífinu almennt og fá að upplifa
hversu samrýndar þær voru. Oft-
ar en ekki umbreyttust þær í
flissandi táningsstelpur og var þá
oftar en ekki stutt í glensið. Þann-
ig gátu þær endalaust skemmt
sér yfir hinum ýmsustu atburðum
og þá var nú hlegið og hlegið, svo
mikið að stundum minnti á fífla-
ganginn í okkur frændum og
nöfnum.
Já, þær voru nánar og einstak-
ar vinkonur og eins og hann
Gunnar Björgvin, bróðir minn,
orðaði svo skemmtilega. „Þær
voru aldrei á sama hraða en samt
svo mikið samferða“.
En heimsóknirnar og símtölin
milli þeirra systra verða ekki
fleiri að sinni og ekki verða ráðnar
fleiri krossgátur sameiginlega, í
bili allavega. Mamma saknar
systur sinnar mikið sem og aðrir
samferðamenn og við öll sem
tengdumst henni Kaju og þekkt-
um.
Ég heimsótti hana frænku
mína nokkrum sinnum á spítal-
ann þar sem hún dvaldi síðustu
dagana.
Þótt þrotin væri að kröftum þá
kvartaði hún aldrei, alltaf var
stutt í húmorinn og hún var alltaf
vel til höfð og hélt sinni reisn allt
til hins síðasta. Það er gott að eiga
slíka minningu.
Kaja frænka var mamma besta
vinar míns, hans Karls Birgis, og
bræðra hans Grétars, Viðars og
Dags. Þeim öllum og fjölskyldum
þeirra sendum við Svana okkar
einlægustu og innilegustu samúð-
arkveðjur.
Minningin um hana frænku
mína, þessa stórskemmtilega
konu, lifir.
Karl Rafnsson.
Nú verða fjölskylduboðin ekki
söm þar sem þú kemur ekki meir
og við fáum aldrei aftur hringingu
með upphafssetningu: „Sæl, þetta
er Karen frænka þín.“ Og svo í
beinu framhaldi: „Hvar er
mamma þín?“ Enda varstu ekki
endilega að hringja í okkur heldur
bara að leita að systur þinni.
Karen frænka okkar skilur eft-
ir fallega minningu um sterka,
yndislega og skemmtilega konu.
Að leiðarlokum þökkum við
samfylgdina og sendum sonum
hennar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Til þín elsku Kaja:
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason.)
Vertu kært kvödd.
Signý Benedikta, Gunnar
Björgvin, Ásta Karen
og fjölskyldur.
Við Karen, eða Kaja eins og
hún var alltaf kölluð, kynntumst
fyrir rúmum 40 árum á Höfn í
Hornafirði. Unnum saman á sím-
stöðinni og tókum þátt í starfi
leikfélagsins.
Við lékum báðar í leikritinu
„Skáld-Rósa“ þar sem Kaja lék
hlutverk Agnesar.
Kaja var mjög glæsileg kona
sem tekið var eftir hvar sem hún
kom.
Við höfðum mikið samband
alla tíð og sérstaklega eftir að við
vorum báðar fluttar suður. Það
var alltaf hressandi og gaman að
ræða við Kaju um dægurmál,
bókmenntir, pólitík og Horna-
fjörð, en Kaja fylgdist vel með
öllu þar og sagði mér oft frá því
sem þar gerðist hverju sinni og
naut ég góðs af því að fá fréttir af
vinafólki okkar þar. Það var gam-
an að heyra hana rekja ættir og
uppruna fólksins fyrir austan,
hún hafði minnið í lagi og sagði
mér margt sem ég vissi ekki þrátt
fyrir að hafa búið þar í 14 ár og
eignast þar fjölmarga og góða
vini.
Kaja hafði gaman af því fyndna
í lífinu og þegar hún var að segja
mér skemmtisögur að austan,
minnti hún oft á föður sinn sem
við vorum svo heppin að kynnast
á fyrstu árum okkar á Höfn, en
Karl hafði næmt auga fyrir
græskulausu gríni. Signýju móð-
ur hennar kynntumst við einnig.
Signý var stórmerk kona sem
allir báru virðingu fyrir. Signý
var ljósmóðir á Höfn í fjölmörg ár
og tók á móti mörgum nýjum
Hornfirðingum.
Kaja og Ingi lögðu metnað
sinn í að eiga fallegt heimili og
ævinlega var gaman að heim-
sækja þau. Það var Kaju mikið
áfall þegar Ingi lést fyrir sex ár-
um og þó að hún reyndi að sætta
sig við það óumflýjanlega, fann
ég hversu erfitt þetta var henni,
enda var samband þeirra mjög
gott og Ingi frábær heimilisfaðir.
Kaja hafði alltaf trú á því að
hún kæmist yfir sín alvarlegu
veikindi, en var ótrúlega æðru-
laus þegar henni var ljóst hvert
stefndi.
Þegar ég nú kveð mína góðu
vinkonu verður mér hugsað með
miklu þakklæti til allra þeirra
stunda sem við áttum saman og
allra símtala okkar, en nánast
vikulega töluðum við saman síð-
ustu árin.
Elsku Kalli, Grétar, Viðar og
Dagur. Við Eysteinn vottum ykk-
ur og fjölskyldum ykkar okkar
dýpstu samúð.
Einnig vottum við Ástu, systur
hennar, samúð okkar af heilum
hug og öllum öðrum ættingjum
og vinum sem nú hafa orðið fyrir
miklum missi.
Erla Sigurbjörnsdóttir.
Þá hefur okkar kæra vinkona
kvatt þetta líf og baráttu hennar
við þennan illvíga sjúkdóm sem
hún hefur þurft að kljást við eins
og margir aðrir er lokið. Kæja
eins og við kölluðum hana var
fædd og uppalin á Hornafirði af
ástríkum foreldrum og systur.
Ég kynntist henni fyrir mörgum
árum er ég var í sveit á Stapa á
sumrin, þá vorum við ungar
skvísur og hittumst á ungmenna-
félagsmótum. Einnig seinna þeg-
ar ég hitti manninn minn sem var
æskuvinur hennar, skólabróðir
og fermingarbróðir og ekta
Hornfirðingur – þau eyddu æsku-
árunum á Höfn. Seinna þegar
hún giftist Inga sem nú er látinn
vorum við öll góðir vinir og hitt-
umst.
Við Siddi fluttum til Danmerk-
ur og vorum þar í 17 ár og komu
þau hjónin að heimsækja okkur
er við bjuggum í Helsingør og
áttum við góðar stundir með
þeim.
Eftir að Ingi dó kom hún
nokkrum sinnum til okkar og var
hjá okkur og það var svo gaman
hvað Siddi minn og hún glöddust
við að hittast, sérlega eftir að búið
var að borða, þá var sett góð mús-
ík á og þau dönsuðu saman, þetta
fílaði hún í hvert sinn.
Svo var Viðar sonur hennar að
vinna í Sendiráði Íslands í Kaup-
mannahöfn og þá kom hún oftar
og Viðar var mikill heimilisvinur
hjá okkur og dætrum mínum sem
búa í Kaupmannahöfn. Svo flutt-
um við heim fyrir rúmlega tveim-
ur árum og ekki fækkaði fundum
okkar því við fluttum til Horna-
fjarðar og Kæja og Ásta systir
hennar komu og heimsóttu okk-
ur.
Kæja ásamt þremur vinkonum
mínum ætlaði að koma í heim-
sókn í sumar og ætluðum við að
hafa svona konudaga, skvísurnar
allar á sama aldri. En Kæja
treysti sér ekki og þá var mér
brugðið en við vorum alltaf í sam-
bandi.
Eins þegar við vorum að fara
til Spánar í september og fórum
upp á spítala að hitta hana. Erfitt
var að horfa upp á og sjá þessa
hressu fallegu vinkonu okkar
svona illa farna vegna sjúkdóms-
ins.
Synir hennar og fjölskyldur
hugsuðu vel um hana og er hún
hinn 11. september náði að verða
79 ára gátum við því miður ekki
komið og hitt hana. Við sendum
henni í stað þess smá afmælis-
glaðning.
Um kvöldið þegar fjölskyldan
hennar var farin hringdi hún í
mig og þakkaði fyrir sendinguna
þó að sárveik væri. Mikið var
yndislegt að heyra í henni og urð-
um við mjög glöð að heyra í vin-
konu okkar. Við vorum síðan allt-
af í sambandi við syni hennar sem
við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og fjölskyldum
þeirra, einnig Ástu systur hennar
og fjölskyldu. Megi góður Guð
styrkja og blessa þau í sorg
þeirra.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Bryndís og Sigtryggur
(Biddý og Siddi).
Karen Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA
Við lækinn fegursta fjólan stóð
þar í fjalla kyrrðinni undi hljóð
og kyssti röðulsins gullnu glóð
eða glitrandi daggtárið eitt.
En vetur gleðina burtu bar
og á blómið ísfjötur lagður var
þó dreymir fjóluna fögru þar
enn að faðmi’ hana vorsólin heit.
(Sigurður Hreinn Björnsson.)
Ásta systir.
✝ Salvör Guð-mundsdóttir
(Lóló) fæddist í
Reykjavík 16. októ-
ber 1918. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Eiri 19. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Dagfinns-
son, f. 11. júní 1893,
d. 6. nóvember
1977, og Jóna Ólafía Jónsdóttir,
f. 7. október 1891, d. 10. júlí
1977. Systkini Salvarar voru: a)
Þóra, f. 9. júlí 1921, d. 14. mars
1923. b) Halldóra, f. 5. febrúar
1928, d. 3. september 2009, gift
Borgþóri Jónssyni, f. 2. apríl
1928, d. 2007. Börn
þeirra eru: Guð-
mundur, Arndís,
Jón Gunnar og
Ólafur. c) Sveinn, f.
25. september
1932, d. 9. mars
2000.
Eiginmaður
hennar var Jón
Jónsson, f. 30. sept-
ember 1914, d. 14.
júlí 1981. Foreldrar
hans voru Jón Einarsson, f.
1878, d. 1939, og Anna Jóns-
dóttir, f. 1878, d. 1970. Salvör og
Jón eignuðust fjögur börn: 1)
Davíð, f. 25. desember 1941,
maki Margrét Oddsdóttir, f. 11.
júní 1946. Börn þeirra eru: Jón
Oddur, Þórdís Björk, Salvör
Þóra og Ingibjörg Íris. 2) Jóna
Ólafía, f. 23. júlí 1943, maki
Helgi Helgason, f. 2. maí 1939.
3) Guðmundur Jón, f. 24. apríl
1948, maki Katrín Kjartansdótt-
ir, f. 9. febrúar 1949. Börn
þeirra eru: Kolbrún, Arnar Þór
og Hrafnhildur. 4) Sveinn Gauk-
ur, f. 12. febrúar 1956, maki
Gréta Boða, f. 3. október 1953.
Börn þeirra eru: Boði, Bylgja og
Hrönn. Barn með Sigríði
Björnsdóttur er Vilhjálmur
Björn, sem ólst upp hjá Jónu og
Helga.
Salvör og Jón bjuggu allan
sinn búskap í Reykjavík, auk
húsmóðurstarfa, sem var henn-
ar aðalstarf, starfaði hún við
ræstingar hjá Kassagerð
Reykjavíkur í meira en 40 ár, og
lét af störfum að eigin ósk 83
ára.
Útför Salvarar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
28. október 2016, klukkan 13.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra,
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Bernskuminningarnar eru
verðmætar.
Minningar frá eldhúsinu í
Skipholtinu þar sem amma Lóló
stendur í Hagkaupsslopp og
drekkur kaffi, svart kaffi úr
kaffibolla sem aldrei fer í upp-
vaskið.
Minningar úr sama eldhúsi
þar sem stelpuskott fær að dýfa
kringlu í kaffibolla, fullan af
svörtu kaffi.
Minningar um fjölskylduboð
á jóladag – ilminn af hangikjöti,
nammiskálar fullar af lakkrís og
fullt, fullt af ís í spariskálunum
hennar ömmu.
Minningar um allar slæðurn-
ar hennar ömmu Lólóar, sem
eru í sér skáp – slæðuskáp. Þar
sem við frænkurnar leikum
lausum hala í slæðuleik og hönn-
um síðkjóla úr öllum slæðunum.
Minningar um berjamó þar
sem amma Lóló með slæðu á
höfði situr mitt í berjabreiðu og
tínir bláber og krækiber, sem
hún seinna sýður í saft og sultu.
Minningar um heimsins bestu
pönnukökur með sultu og rjóma.
Minningar um kartöflu-
garðana á Korpúlfsstöðum, þar
sem amma Lóló og Nonni afi á
hverju vori eru með til að setja
niður kartöflur og á hverju
hausti eru með í kartöfluupp-
skerunni.
Minningar úr eldhúsinu
heima, þar sem amma Lóló
stendur með svuntu og bleika
gúmmíhanska og hrærir í risa-
stórum potti og stjórnar slát-
urgerðinni og leyfir stelpu-
skotti að hjálpa til.
„Langamma Lóló var elst í
fjölskyldunni okkar,“ segir Siv
dóttir mín og bætir við: „Eng-
inn annar bekknum mínum hef-
ur þekkt neinn sem er eins
gamall og amma Lóló, næstum
hundrað ára.“
Mikið þykir mér vænt um að
börnin mín eiga bernskuminn-
ingar um ömmu Lóló eins og
ég.
Minningar um allar heim-
sóknirnar til langömmu Lólóar
í ferðum okkar til Íslands, síð-
ustu 13 árin.
Minningar af jólunum með
langömmu Lóló og fá að hjálpa
henni að opna jólapakkana.
Minningar um langömmu
sem alltaf átti ís þegar þau
komu í heimsókn.
Minningar um langömmu
sem átti dótakassa með leik-
föngum frá því afi var barn.
Minningar um langömmu
sem alltaf vildi heyra hvað þau
hefðu fyrir stafni og hvernig
gengi í skólanum.
Minningar um langömmu
sem alltaf átti hlý orð og hlýjan
faðm og fannst svo gott að
knúsa langömmubörnin.
Minningar um gamla konu
sem þeim þykir vænt um.
Elsku amma og langamma
Lóló, þú áttir langt og gott líf
og kunnir að njóta þess alla
daga.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar.
Hinsta kveðja frá Kaup-
mannahöfn
Kolbrún, Morten,
Jon og Siv.
Salvör
Guðmundsdóttir