Morgunblaðið - 28.10.2016, Page 32

Morgunblaðið - 28.10.2016, Page 32
degi: Lestur, reikn- ingur, skrift og átt- hagafræði. Njáll kenndi okkur öll þessi fög og stund- um settist hann við fótstigið orgel sem var í kennslustof- unni og lét okkur syngja með. Með árunum bættust svo við fleiri grein- ar. Að halda athygli 30-35 barna og aga á svo stórum hópi hefur sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt. Samt voru engin agavandamál í bekknum og ekki munum við til þess að Njáll hafi skammað okk- ur eða gagnrýnt á nokkurn hátt. Að vísu var eitt hornið í stofunni kallað skammarkrókur en þar voru aðallega geymdar lýsispill- ur. Galdurinn var e.t.v. sá að Njáll bar jafnmikla virðingu fyrir okkur og við fyrir honum. Hann var öðlingsmaður og alveg ein- stakur kennari sem við vorum ljónheppin að hafa öll 6 árin í Breiðagerðisskóla. Þar fengum við gott veganesti fyrir frekari menntun og lífið almennt. Á þessum árum voru skólarnir talsvert frábrugðnir því sem nú þekkist, enda óratími í það að tölvur, internet og farsímar væru daglegt brauð. Nemendur þurftu að standa kyrrir í beinni röð, fyrst til þess að vera hleypt inn í skólann og svo aftur til að fá að fara inn í kennslustofuna. Skipt var í bekki eftir getu og frammi- stöðu svo að flestir lögðu sig fram við að fá góðar einkunnir. Annars var hætta á að vera fluttur niður í lakari bekk hjá öðrum kennara. Heimaverkefnum þurfti iðulega að skila og fengum við stjörnur í vinnubækurnar hjá Njáli þegar þeim var skilað vel unnum og snyrtilegum. Að vísu var stjörnu- stimpillinn geymdur í ólæstri skúffu í kennaraborðinu svo að einstaka stjörnur gætu hafa ver- ið óverðskuldaðar. Njáll var fæddur 28. október 1916 á Litla-Sandi á Hvalfjarð- arströnd. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og flutti 5 ára með fjölskyldu sinni að Miðgarði í Kjós þar sem hann sleit barns- skónum. Eftir að hafa lokið námi frá Kennaraskólanum, sneri hann aftur í sveitina sína og starfaði þar sem kennari, yfir- kennari og loks sem skólastjóri, í meira en 20 ár. Um 1960 ákvað hann að ráða sig til starfa við Breiðagerðisskóla sem var full- byggður um það leyti. Njáll var náttúruunnandi og ákaflega vel liðinn meðal samkennara sem hann fór með í gönguferðir um landið. Hann starfaði við skólann fram til 1985 er hann fór að kenna sér þess meins sem dró hann til dauða 25. janúar 1987. Við minnumst hans með þakklæti og hlýhug á aldarafmælinu og sendum eftirlifandi samstarfs- fólki og ættingjum hans okkar bestu kveðjur. Minning Njáls Guðmundsson- ar lifir. Fyrir hönd F-bekksins í Breiðagerðisskóla 1969-1975, ár- gerð ’62, Sigurður Hr. Sigurðsson og Hallur Magnússon. Það eru liðin 47 ár frá því við settumst á skólabekk í Breiða- gerðisskóla árið 1969. Bekkurinn okkar fékk einkenn- isstafinn F og skóla- stofan var númer 4. Kennarinn var há- vaxinn og grannur karl, töluvert eldri en foreldrar okkar voru þá. Í dag erum við á sama aldri og Njáll Guð- mundsson þegar hann tók við okkur 7 ára gömlum haustið 1969 og finnst það ekki ýkja hár aldur. Breiðagerðisskóli var sneisa- fullur af krökkum á þessum ár- um, enda Fossvogshverfið að byggjast upp og barnafjölskyld- ur í flestum húsum. Í hverjum bekk voru allt að 35 nemendur sem þætti ófært í dag. Í fyrstu var stundaskráin svipuð dag frá Njáll Guðmunds- son kennari 32 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 ✝ GuðmundurHafsteinn Kristjánsson bif- reiðarstjóri fæddist í Bolungarvík 19. ágúst 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Bergi í Bolungarvík 14. október 2016. Foreldrar hans voru Magnús Magn- ússon frá Gjögri, f. 1883, d. 1941, og Dagbjört Guð- rún Guðmundsdóttir frá Efsta- dal í Ögurhreppi, f. 1886, d. 1962. Guðmundur fór vikugamall í fóstur til þeirra Kristjáns Sum- arliðasonar, vélstjóra og versl- unarmanns í Bolungarvík, f. 1900, d. 1987, og Soffíu Jóhann- esdóttur húsfreyju, f. 1904, d. 1949. Bróðir Guðmundar var Jóhanna Þórarinsdóttir, þau eiga fimm börn og tíu barna- börn. Meybarn óskírt, f. 1950, d. 1950. Soffía, f. 1950, d. 1951. Soffía, f. 1953, hún á tvær dætur og þrjú barnabörn, Kári, f. 1955, sambýliskona hans var Ósk Jós- epsdóttir, f. 1951, d. 2014, Krist- ján Sumarliði, f. 1956, maki Erla Ósk Sigurðardóttir, þau eiga tvær dætur og sex barnabörn, Sveinbjörn, f. 1958, maki Þórunn Árnadóttir, Sveinbjörn á einn son frá fyrra hjónabandi með Önnu Björgu Valgeirsdóttur. Sveinbjörn á þrjú barnabörn, Kristín, f. 1959, maki Pétur Viðar Júlíusson, þau eiga tvo syni, Guðrún Dagbjört, f. 1963, maki Jóhann Þór Ævarsson, þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn, Guðmundur Hafsteinn, f. 1968, maki Karen Elín Kristjánsdóttir, þau eiga þrjú börn, Eysteinn Magnús, f. 1971, maki Eygló Guðmundsdóttir, þau eiga þrjú börn. Guðmundur Hafsteinn verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík í dag, 28. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Theodór Haf- steinn, f. 1936, d. 2000, maki, Ragn- heiður Ósk Guð- mundsdóttir, f. 1937, d. 2015. Al- systkini Guð- mundar voru Þor- bergur Guð- mundur, Albert Tryggvi, Guð- munda Margrét Jóhanna, Vilmar, og Laufey, þau eru öll látin. Guðmundur giftist 22. nóv- ember 1957 Jónínu Þuríði Svein- björnsdóttur frá Uppsölum í Seyðisfirði, f. 19. mars 1930. Foreldrar hennar voru Svein- björn Rögnvaldsson, f. 1886, d. 1975, og Kristín Hálfdánardótt- ir, f. 1896, d. 1951. Börn Guð- mundar og Jónínu eru Rögn- valdur, f. 1949, maki Halldóra Pabbi, ég sit hér og hugsa til þín, svo heitt ég þess bið að þú komir til mín. Þessar línur koma upp í hugann meðan ég skrifa þessi orð til þín. Þakklæti er mér efst í huga að hafa fengið þig sem pabba, oft sagði ég þér það og þú brostir alltaf hálffeiminn yfir þessari yfirlýsingu dóttur þinnar. Þakklæti að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, þakk- læti að geta alltaf leitað til þín og verið alltaf viss um að pabbi reddaði öllum málum sem brunnu á mér þá stundina. Hann pabbi minn er sko töframaður, segi ég gjarnan við börnin mín á leikskólanum, hann getur ýlt með nefinu, hreyft eyrun og svo dansa ég við þau eins og þú dansaðir við mig þar sem ég stóð á fótunum þínum og hélt mér í þig. Seinna dönsuðum við gömlu dansana á böllunum og var manni sama þó maður væri klaufskur því pabbi stýrði manni vel. Pabbi var alltaf mikið barn í hjartanu og gat glaðst yfir litlu og er mér sérlega minnisstætt þegar þið mamma voruð hjá okkur á Ljósanótt og þú varðst að kaupa þér góm með blikkandi ljósi eins og unga fólkið var með, þér fannst þetta svo mikil snilld. Það þarf duglegt fólk til að sjá fyrir stórum barnahópi og voruð þið mamma samhent þar ef lætin urðu mikil, kallaði mamma gjarnan á þig til að róa liðið og þú settir okkur á hné þér til að ræða málin. Einnig var frá- bært að fá að hringja í vigtina og spyrja nær báturinn kæmi þegar þú varst að fara að keyra upp úr þeim. Það er ýmislegt sem ég gæti rifjað upp en þú vildir ekki mikið hrós og lof. En að lokum vil ég segja við þig, yndislegi pabbi minn, takk fyrir allt og allt ég mun minnast þín með gleði, þú varst sáttur að kveðja og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa verið hjá þér og haldið í höndina þína þegar þú kvaddir þessa jarð- vist. Og ég veit að þegar sá tími kemur hjá mömmu muntu stöðva græna vörubílinn og bjóða döm- unni far eins og þú gerðir forðum daga við ástina þína. Elska þig alltaf, pabbi minn. Þín dóttir, Kristín (Stína). Elsku pabbi minn, hlýja og þakklæti er það sem kemur í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Að vera ekki hjá þér þegar þú kvaddir þetta líf var erfitt en ég veit að þú varst tilbúinn að kveðja þessa jarðvist. Þú vissir líka hversu kær þú varst mér. Ég skrifaði fyrir þig minningarorð á afmælisdaginn þinn 19. ágúst og las þau fyrir þig. Þú glottir út í annað og hugsaðir pottþétt: hún Gunna mín er svoddan bullukolla. En þú varst glaður með þetta uppátæki mitt, þannig að smá brot úr þeim fær að fljóta með hér. Pabbi var mikill gæðamaður og alltaf til staðar. Hann vann myrkranna á milli til að geta séð fyrir okkur, þessum stóra barna- hópi sem hann átti. Það er því hægt að segja að hann hafi sett fjölskylduna 1., 2. og 3. sæti. Pabbi var einstakur maður og góð fyrirmynd. Það eru forrétt- indi að fá að læra af slíkum manni, gildi sem fylgja manni út lífið. Hann kenndi mér að öfunda ekki, heldur samgleðjast. Þú varst mikill sælkeri og þeg- ar ég fór til útlanda fékk ég hringingar frá þér um að kaupa gotterí í Fríhöfninni eins og „klipp-klapp“ (kit-kat) því það væri svo gott fyrir „kontrólið“. Við höfum líka oft rifjað það upp þegar þú varst í uppskipun og þurftir að vita „nær“ báturinn væri í landi og baðst okkur að hringja niður í vigtarskúr til að athuga það. Við flissuðum yfir því og héldum að enginn myndi skilja svona mál, en þar vissu menn upp á hár hvað við vorum að meina. Pabbi vann ýmis störf í gegn- um ævina, eitt af þeim var öku- kennsla. Mér þótti mjög vænt um að heyra fyrrverandi nemanda hans segja að pabbi hefði verið besti kennari sem hann hafði haft, þolinmæðin endalaus og ró- legt fas, sem var hluti af hans mörgum kostum. (Svoleiðis voru viðbrögðin hans meira að segja þegar ég keyrði óvart bílinn hans út í sjó sem krakki, en það er önn- ur saga.) Pabbi fylgdist vel með okkur þegar við ferðuðumst og alltaf þurftum við að hringja í hann með uppfærslur. Alltaf á Hólma- vík og aftur á leiðarenda. Ef mað- ur var lengi á leiðinni, þá hringdi síminn, því miðað við tímann sem liðinn var þá átti maður að vera kominn! Já hann var með putt- ann á púlsinum og passaði upp á ungana sína. Flugrútuna keyrði hann líka um árabil og við kölluðum hann oft flugturninn. Hann vissi upp á hár hvort það yrði flogið og hve- nær best væri að koma heim. Það eru margir sem eiga góðar minningar um hvað þú varst hjálpsamur og tryggur. Honum pabba var líka margt til lista lagt. Hann spilaði nefni- lega á píanó eftir eyranu og skellti sér í Tónlistarskólann sjö- tugur! Þegar hann hélt upp á það stórafmæli, þá flaug vél frá flug- félaginu yfir víkina okkar, honum til heiðurs. Mér finnst það eitt sýna hversu mikils þeir mátu vinnuframlagið þitt. Þetta muna margir enn, bæði fólk úr veisl- unni og aðrir sem voru í vélinni. Þær eru margar minningarnar sem spanna svona langt æviskeið, en ég geymi þær í hjarta mér. Takk fyrir allt elsku pabbi Þín dóttir, Guðrún (Gunna Gumma Hafsa). Með tár á hvarmi og sorg í hjarta en jafnframt með svo miklu þakklæti kveð ég afa minn í hinsta sinn. Það er gott að geta yljað sér við góðar minningar og á ég þær margar því afi var ynd- islegur maður og ég mikil afa- stelpa. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að við mæðgurnar bjuggum lengi hjá afa og ömmu. Þar var gott að vera, enda mikið líf og fjör á stóru heimili. Við systurnar litum á afa sem pabba okkar og við vorum litlu stelpurn- ar hans. Amma var heimavinn- andi og afi var rútubílstjóri, hann fór oft snemma á morgnana og kom alltaf heim í hádegismat, hlustaði á fréttirnar og las blöðin. Eftir skóla fékk ég oft að fara með honum í rútunni á flugvöll- inn og hjálpa honum með pakk- ana sem komu með fluginu þann daginn. Afi hafði gaman af tónlist og mér þótti gaman þegar hann sagði frá því þegar hann og Teddi litli bróðir hans spiluðu á orgelið hjá langafa, þá sat afi undir Tedda og pumpaði fótstigið með- an Teddi sló nóturnar. Afi hafði gott tóneyra og spilaði gjarnan lög eftir eyranu. Hann lét svo gamlan draum rætast þegar hann var sjötugur, þá fékk hann hljómborð í afmælisgjöf og fór að læra á píanó. Afi fylgdist vel með fjölskyld- unni og bar hag hennar fyrir brjósti, vildi okkur allt það besta og var stoltur af sínu fólki. Hann gaf okkur góð ráð og gott vega- nesti út í lífið. Elsku afi minn, ég veit að þú ert hvíldinni feginn eftir langa og góða ævi, minningar um þig geymi ég í hjarta mínu. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. þín dótturdóttir, Aðalheiður Ína. Guðmundur Haf- steinn Kristjánsson Fyrir tuttugu ár- um gekk ég örlítið stressuð en aðallega spennt upp tröpp- urnar í Víðihlíðinni með geisladisk í höndunum og nokkur dansspor í höfðinu á leið á fund. Ég ætlaði að taka þátt í danskeppni fyrir hönd skólans míns en þar sem ég hafði áður al- gjörlega frosið og klúðrað dansi í annarri álíka keppni ákvað ég að leita til fagmanns við undirbún- ing í þetta skiptið. Þessi fagmað- ur var Guðrún Pálsdóttir dans- kennari sem tók hlýlega á móti mér á fallegu heimili sínu og við fórum saman yfir málin. Næstu vikur samdi og æfði Guðrún frænka með mér dans- rútínuna í stofunni sinni, stór- glæsilegri stofu vel á minnst. Ég hafði oft áður samið og æft dansa ein og með vinkonum en þarna lærði ég hvernig átti að gera þetta almennilega. Allur dansinn var skrifaður niður, skref fyrir skref, hverju spori var gefið nafn og ákveðinn fjöldi takta og svo var hann æfður brot fyrir brot þangað til hann gekk smurt. Ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi frjósa aftur á dansgólfinu en hún sagði að við myndum æfa rútínuna það vel að undirmeðvit- undin tæki við ef stressið setti mig út af laginu. Sem við og gerð- um. Ég vann auðvitað þessa dans- Guðrún Pálsdóttir ✝ Guðrún Páls-dóttir fæddist 28. október 1942. Hún lést 16. októ- ber 2016. Útförin fór fram 24. október 2016. keppni og steig ekki eitt feilspor þótt hugurinn hafi aftur orðið alveg blankur þegar út á mitt dansgólf var komið. Alveg eins og Guð- rún frænka sagði þá mundi líkaminn þaulæfða rútínuna og byrjunin gekk hnökralaust fyrir sig, við það tvíefldist sjálfstraustið og ég gjörsamlega negldi restina. Þessar vikur í undirbúningi og sjálf keppnin var einstaklega skemmtilegt og lær- dómsríkt ferðalag út fyrir þægindarammann og þó að ég hafi aldrei tekið þátt í danskeppni aftur þá nýt ég þess enn að dansa við hvert tækifæri sem býðst. Full sjálfstrausts, þökk sé ein- stakri konu sem var magnaður kennari. Í dag, 28. október, hefði Guð- rún átt afmæli og ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir allt saman. Fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Fyrir vinsemdina, hugulsemina, stuðninginn og hvatninguna. Og fyrir öll góðu ráðin sem hún gaf mér, bæði um- beðin sem og óumbeðin, sem munu fylgja mér áfram. Ég var ekki tilbúin að kveðja hana svona snemma og sakna hennar afskaplega mikið. En í dag, á afmælisdeginum hennar, ætla ég að hætta að gráta. Í stað- inn ætla ég að hafa mig sérstak- lega vel til, rétta almennilega úr mér, bera höfuðið hátt og vera gordjöss í allan dag og eiga heim- inn – alveg eins og Guðrún frænka mín. Belinda Ýr Albertsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR M. HAFSTEINSDÓTTUR, Granaskjóli 6. . Jóhannes Kr. Jónsson, Bára Jóhannesd. Guðrúnard., Guðmann S. Magnússon, Guðjón Jóhannesson, Guðmunda Ásgeirsdóttir, Albert Jóhannesson, Jóhanna Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞORKELL BERGSSON, lést föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 31. október klukkan 13. . Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir, Bergur Þorkelsson, Sigríður Ósk Halldórsdóttir, Þórey Þorkelsdóttir, Anton Lundberg, Kristi Jo Jóhannsdóttir, Nancy Lyn Jóhannsdóttir, Laufey Anna Guðmundsdóttir, Birna Bergsdóttir, Björgvin Bergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÍVARS H. FRIÐÞJÓFSSONAR, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. . Guðlaug Helgadóttir, Lilja Ívarsdóttir, Lóa Mjöll og María Sól Kristjánsdætur, Inga Ívarsdóttir og Björn Jóhannsson, Ívar Örn, Snorri, Finnur og Björn Ingi Björnssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.