Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16
ELDHÚSLJÓS OG
BORÐSTOFULJÓS
TÍMALAUS HÖNNUN
Ljós á mynd:
Belid Primus II
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hætt við misskilningi eða rugl-
ingi í ástarmálunum í dag. Spurðu sjálfa/n
þig hvort þú þurfir nokkuð að leika dýrling
þessa dagana.
20. apríl - 20. maí
Naut Framtíðaráætlanir tengdar menntun,
útgáfu og ferðalögum borga sig. Einbeittu
þér að því að efla styrk fólks frekar en að ein-
blína á veikleikana.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst eins og þú vitir ekki alveg
hvar þú eigir að hafa vinnufélaga þína. Ef þú
vilt hjálpa skaltu henda reglunum út um
gluggann.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mikilvægar manneskjur eru í nálægð
þinni. Varkárni er dyggð en getur svo sem
gengið of langt eins og allt annað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni
og verður að taka þig á áður en allt fer í hund
og kött. Gerðu engar ráðstafanir, njóttu þess
heldur að slá á létta strengi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Smámunasemin er alveg að fara með
þig þessa dagana. Gefðu þér tíma til að leika
þér. En haltu þig við þitt, stíll og sköp-
unargáfa eru ekki hégómlegir hlutir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þig langar til að hjálpa vini þínum, kunn-
inga eða jafnvel einhverjum ókunnugum í
dag. Stattu fast á þínu. Börn, gamalmenni og
útigangsfólk þarfnast alltaf hjálpar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Minniháttar árekstur getur leitt
til margskonar erfiðleika ef þú tekur ekki
strax af skarið og leysir málið. Hafðu gát á
öllu, því þannig kemstu hjá áföllunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að allt á sinn stað og
stund og nú er ekki rétti tíminn til að tala
hreint út um hlutina. Allt sem tengist ást,
rómantík, ánægju og skemmtun kemur vel út
í þínu merki á næstu vikum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu það ekki buga þig þótt verk-
efni þitt sé erfiðara en þú bjóst við. Hristu af
þér slenið, brettu upp ermarnar og taktu til
hendinni!
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ýmsir erfiðleikar í einkalífinu eiga
hug þinn allan. Kannski afmæli eða verkefni.
Vertu opin/n fyrir nýjum viðskiptavinum og
leiðum til að auka fjölbreytni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Athygli þín beinist að heimili, fjöl-
skyldu og fasteignamálum á næstunni. Ef
gera þarf ferðaáætlanir má íhuga að taka
lokaákvörðunina eftir næsta miðvikudag.
Björn Ingólfsson segist á mið-vikudag hafa lært nýtt orð af
DV sem Bragi Valdimar notaði um
þá sem hafa yfirhöndina í jafnréttis-
baráttunni. – „Datt í hug að máta
það við frambjóðendur – sem er auð-
vitað alveg út í hött:“
Ætla sér stórvirki að færast í fang
flokkar með loforðabrask og mang,
nýta sér brellur og pot og prang
og pungfýlufretskunkayfirgang.
Það var ekki að sökum að spyrja,
að Páll Imsland inspíreraðist í
morgunskúrinni: „Þetta nýyrði er
nú svo langt að það kemst varla fyr-
ir í Vaðlaheiðargöngunum, en þó
þyrfti viðleitnin sem það lýsir að fá
að sjóða þar í hitanum í nokkra mán-
uði. Ég var reyndar að kvarta undan
því fyrir skömmu, að mér gengi ekk-
ert með yrkingar í anda pólitískrar
hnjóðunar, en ég sé að mér fer fram.
Pungfýlufretskunkayfirgangsafl
allt reynir ná hérna völdum,
viðhefur pretti og tvíræðnitafl
með táldrægnibrögðum svo köldum.“
Mér þykir við hæfi að láta þessum
skáldskap fylgja „eina limru með
bókmenntalegri skírskotun“ eftir
Pál Imsland:
Hann er klókur og skrýtinn, hann Skúli,
og skáldmæltur er víst hans túli,
en yrkı́ hann að ráði
sá ótugtarsnáði,
þá yrkir hann eins og Jón Múli.
Það stóð ekki á Fíu á Sandi að
svara, – „skemmtileg þessi. Má til
að taka undir núna. :-)
Það er það skondna við Skúla
að skaðræðis hefur hann túla,
yrkir því níð
í erg bæði og gríð
og flestalla gerir því fúla.
Á þriðjudaginn skrifaði Sigrún
Haraldsdóttir í Leirinn:
Illa er bólgnaður bossi,
blámi nær oní tær,
ofanaf hrekkjóttu hrossi
hrapaði ég í gær.
Batakveðjum norðan úr Mývatns-
sveit fylgdi þessi staka Friðriks
Steingrímssonar:
Við því ekki er gott að gera,
gremju þína vel ég skil,
marbletturinn mun þá vera
meters langur, um það bil.
Sigrún var skjót til svars og sagði
að Friðrik hefði misreiknað sig:
Bletti mínum búki á
betur þarft að mæla,
í mesta lagi er metri frá
munni niður á hæla :)))
Þetta kom Helga Zimsen á óvart:
„Ég hélt að þú værir lengri,“ skrif-
ar hann í Leirinn.
Sumir ýkja og eflaust þá
ögn á frúnni teygja,
hálfs- þó aðeins -meters má
marblett hennar eygja.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@sismnet.is
Vísnahorn
Nýyrði og hrekkjóttir hestar
Í klípu
„ÞÚ ÞARFT RÓTTÆKA SKURÐAÐGERÐ.
DR. SKRAPI HÉRNA ER ILLA
RÓTTÆKUR, SKILURÐU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER ENNÞÁ VAKANDI!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja fortíðina
eftir í fortíðinni.
STUNDUM LÍÐUR MÉR EINS OG
LÍFIÐ SÉ AÐ FARA FRAMHJÁ MÉR.
MAURAAAAR!!! OG ÞAÐ
ER FÍNT.
GEIRI GRIMMI, FLESTIR
HUNDAR MYNDU GRÁTBIÐJA
UM ÞETTA GÆSALÆRI!
HUNDUR MINN
GRÁTBIÐUR
EKKI!
HANN
HEIMTAR!
Hvað eiga Bob Dylan, nýlega út-nefndur Nóbelsverðlaunahafi í
bókmenntum, Robben Ford og Björn
Thoroddsen sameiginlegt? Mikið
rétt, þetta eru allt frábærir tónlistar-
menn og lagasmiðir og á disknum
Bjössi introducing Anna, nýjustu
plötu Bjössa Thor, sem Ford stjórn-
aði upptökum á, eru öll lögin eftir
snillingana þrjá.
x x x
Robben Ford, sem spilar djass, blúsog rokk jöfnum höndum, er eng-
inn venjulegur gítarleikari. Hann var
valinn í hóp 100 athyglisverðustu gít-
arleikara heims á nýliðinni öld og hef-
ur spilað með heimsþekktu tónlistar-
fólki eins og George Harrison, Joni
Mitchell, Jimmy Witherspoon,
Barbra Streisand, Bob Dylan og
John Mayall, svo einhverjir séu
nefndir.
x x x
Það sýnir hvað Bjössi Thor er mik-ils metinn í tónlistarheiminum að
Robben Ford hefur ekki aðeins kom-
ið einu sinni til þess að skemmta á
Gítarveislu Bjössa Thor heldur tvö ár
í röð, auk þess sem hann bauðst til
þess að stjórna upptökum á fyrr-
nefndri plötu.
x x x
Gítarveisla Bjössa Thor í Há-skólabíói um liðna helgi var í
einu orði sagt frábær. Diskurinn var
kynntur í fyrri hlutanum, en þar leika
meðal annars með Birni gítarleikar-
arnir Robben Ford og Tommy Emm-
anuel, og Robben Ford og hljómsveit
hans áttu sviðið eftir hlé.
x x x
Víkverji hefur sjaldan eða aldreiskemmt sér eins vel og á þessari
gítarveislu enda valinn maður í
hverju rúmi í fullum sal. Gítarveislan
að ári verður sjálfstætt framhald
þessarar veislu og eins gott að taka
daginn frá. Víkverji hefur hitt
nokkra, sem misstu af tónleikunum
um liðna helgi, og eftir að hafa heyrt
um frammistöðu tónlistarfólksins
ætla þessir einstaklingar ekki að
brenna sig aftur á sama hlutnum. Það
kemur ekki á óvart vegna þess að
hérlendis er bara ein Gítarveisla
Bjössa Thor árlega. víkverji@mbl.is
Víkverji
Gott mannorð er betra en mikill auð-
ur, vinsæld er betri en silfur og gull.
Orðskv. 22:1