Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Ísland og bókmenntir landsins eru
kveikjan að nokkrum verkum
bandarísku listakonunnar Joan Jo-
nas. Hún kom hingað í þrjár heim-
sóknir á níunda áratug síðustu aldar
og má sjá íslensku áhrifin í verkinu
Volcano Saga sem verður sýnt í
Listasafninu á Akureyri og verður
sú sýning opnuð á laugardag.
Jonas fékk áhuga á íslenskum
bókmenntum, fornum og nýjum og
er verk hennar Reanimation, sem nú
er sýnt í Listasafni Íslands, sprottið
af lestri hennar á Kristnihaldi undir
Jökli eftir Halldór Laxness meðal
annars.
Las íslenskar bókmenntir
Nú er Jonas komin hingað á ný til
að vera viðstödd opnanir sínar tvær
og útskýrir hún fyrir blaðamanni
hvernig verkin tengjast landi og
þjóð. „Ég gerði verkið þar sem ég
nota Laxdælu á níunda áratugnum
og byrjaði svo aftur árið 2010 að
vinna með Ísland sem efnivið. Ég
kláraði það verk árið 2013, ég vann
við það í þrjú ár. Ég er stundum
lengi að þróa verkin mín,“ segir Jon-
as.
Hún segist alla tíð hafa notað bók-
menntir sem uppsprettu fyrir lista-
verk. „Ég las allar Íslendingasögur
sem ég komst yfir árið áður en ég
kom síðast. Og ég valdi Laxdælu í
það verk. Svo eftir heimsóknina þá
uppgötvaði ég Halldór Laxness og
fór að lesa bækur eftir hann,“ segir
hún.
Jonas ferðast mikið og skilur ekki
myndbandsvélina við sig. Hún er
frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörn-
ingalistar og einn þekktasti mynd-
listarmaður samtímans. „Ég þarf
ekki að vera á staðnum. Hluti af
verkunum er tekin upp á vinnustofu
minni. Suma hluta vinn ég með
myndavél, ljósmyndum og mynda
það þegar ég er að hreyfa til hluti
með höndunum.“
Listakona í New York
Var ekkert erfitt fyrir þig að fá
viðurkenningu fyrir list þína þegar
þú varst ung kona í hörðum karla-
heimi myndlistar?
„Nei, á þessum tímum, á sjöunda
og áttunda áratug var New York
borg mjög frjálsleg og opin í garð
kvenna í list. Ég fékk mikinn stuðn-
ing frá starfsbræðrum mínum,“ seg-
ir Jonas en hún býr enn í stórborg-
inni. „Visssulega er auðveldara fyrir
karla að verða þekktir fyrir list sína
en ég var heppin,“ segir hún og bæt-
ir við að sem betur fer horfi betur
fyrir konum í list í dag.
Áhugi á tilraunakvikmyndun
Hvað er það sem hefur áhrif á þín
verk?
„Áhrifin koma víða að, úr mörgum
uppsprettum og hafa alltaf gert. Ég
get aldrei bent á neitt eitt sérstakt. Í
byrjun var það áhuginn á tilrauna-
kvikmyndun, nútímaljóðum, nútíma-
bókmenntum og allri listasögunni
eins og hún leggur sig. Það var upp-
hafið.“
Segðu mér frá því þegar þú upp-
götvaðir myndbandsvélina.
„Ég vildi alltaf gera kvikmyndir.
Myndbandsvélin gaf mér það tæki-
færi að gera það alveg sjálf og inni á
vinnustofu. Ég þurfti ekki að fara
neitt. Ég byrjaði strax að nota það
með gjörningum þannig að það gerði
mér kleift að gera gjörning sem var
nýstárlegur á þeim tíma, að varpa
myndum á rauntíma í gjörningnum.
Vélin tók upp smáatriði sem svo
áhorfandinn gat fylgst með um leið
og hann sá gjörninginn sjálfan,“ seg-
ir Jonas sem hóf feril sinn sem
myndhöggvari en einnig lærði hún
listasögu. „Ég vildi alltaf vera lista-
maður. Það varð ekki hjá því kom-
ist,“ segir Jonas sem heldur áfram
að gera tilraunir og lætur ekki ald-
urinn stöðva sig.
Sjálfsmyndir kvenna
Verk listakonunnar fjalla gjarnan
um sjálfið, sjálfsmynd og kyn og not-
ar hún stundum sjálfa sig í verkin.
„Þegar ég byrjaði að vinna með víd-
eóið var það í tengslum við kvenna-
hreyfinguna og snerust fyrstu vídeó-
verk mín um að breyta ímynd minni
fyrir framan myndavélina. Þannig
gat ég breytt sjálfsmynd minni, með
því að klæða mig upp í búninga. Ég
hafði líka áhuga á sjálfsmynd
kvenna og stöðu konunnar í sögunni,
í ævintýrum og í bókmenntum,“ seg-
ir listakonan sem er í óða önn að
koma sýningunni upp.
Morgunblaðið/Ásdís
Frumkvöðull Joan Jonas er einn þekktasti listamaður samtímans og frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar.
Komst ekki hjá því
að verða listakona
Listakonan Joan Jonas sýnir innsetningar og vídeóverk
Rýmið Verkin eru mörg blanda af innsetningum og vídeóverkum.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn
Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn
Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn
Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn
Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn
Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 13:00
Lau 29/10 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 15:00
Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver
djöfulsins fáviti (Kúlan)
Lau 29/10 kl. 19:30
Lokasýn
Frumlegt og ögrandi samtímaverk
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 28/10 kl. 20:00 Fös 11/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00
Mið 2/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00
Fös 4/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00
Mið 9/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Lau 29/10 kl. 20:00 30.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan)
Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00
Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s
Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s
Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s
Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s
Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s
Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn
Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 15.sýn
Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00
Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar - síðustu sýningar
Extravaganza (Nýja svið )
Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka.
Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn
Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn
Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Þri 1/11 kl. 20:00 Fors. Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn
Mið 2/11 kl. 20:00 Fors. Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Laugardaginn 29. október kl. 15
opnar Ásdís Sif Gunnarsdóttir
sýninguna Sýn í þokunni í Lista-
safninu á Akureyri samhliða
opnun sýningar bandarísku
myndlistarkonunnar Joan Jon-
as, Volcano Saga, 1985.
Ásdís Sif hefur vakið athygli
fyrir vídeó innsetningar, ljós-
myndaverk og gjörninga. Auk
þess að sýna á Íslandi hefur hún
sýnt víða erlendis, tekið þátt í
fjölda samsýninga og unnið víd-
eóverk á netinu. Það er því eng-
in tilviljun að hún setji upp sýn-
ingu á nýjum verkum í
Listasafninu á Akureyri á sama
tíma og frumkvöðullinn Joan
Jonas.
Ásdís Sif sýnir
Sýn í þokunni
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS