Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 40

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Í dag klukkan 17 verður opnuð einkasýning Haraldar Jónssonar, Leiðsla, í BERG Contemporary á Klapparstíg 16. Sýningin hefst á gjörningi sem byrjar korter fyrir sex. „Gjörningurinn tengir saman öll verkin á sýningunni,“ segir Har- aldur sem hefur lengi unnið með hugmyndina um arkítektúr og til- finningar. Rýmið verður leiðsögumaður Á sýningunni má meðal annars sjá litaðar teikningar sem líta út eins og arkitektateikningar sem hleypt hef- ur verið út í þrívídd og sýna afmörk- uð svæði lík þeim sem umlykja okk- ur og stýra ferðum okkar gegnum daginn. Teikningarnar kallast líka á við sjálft gallerírýmið og það hvern- ig áhorfendur á sýningunni eru leiddir frá einu verki að öðru og það gerir rýmið að leiðsögumanni. „Þegar mér var boðið að halda sýningu hérna var ekki búið að hanna galleríið; ekki byrjað að smíða það inn í bygginguna. Þannig að við fórum í leiðangur og það var eigin- lega kveikjan að sýningunni. Bygg- ingin sem hugarástand,“ segir Har- aldur. Búum okkur til leiðir „Grunnstefið í sýningunni er ferðalag áhorfandans. Þetta stefnu- mót þegar maður stígur inn af göt- unni og inn í sýningarsalinn. Þessi núningur.“ Sýning Haraldar snýst meðal ann- ars um það hversu miklum tíma við verjum í að átta okkur á umhverfinu og ferðast um en oftast tökum við ekki einu sinni eftir því nema eitt- hvað fari úrskeiðis, við villumst, bíll- inn bili eða á flæði yfir veginn. „Við þurfum engan skipulagsfræðing frá borginni, arkítekt eða innanhús- hönnuð til að skilyrða okkur, við t.d. búum okkur til okkar eigin leiðir í gegnum íbúðina. „Erum við þá alltaf að reyna að stytta okkur leið?“ „Það er stóra spurningin.“ „Sýningin er ákveðið svæðanudd milli líkamans og nánasta umhverfis. Ég er að búa til kringumstæður og bjóða upp á ferðalag.“ Ferðalag Haraldur Jónsson opnar einkasýninguna Leiðslu í dag. Býður í ferðalag um rýmið Bíó Paradís fagnar hrollvekjunni um helgina með frumsýningu á ís- lensk-amerísku hrollvekjunni Child Eater í kvöld en myndin er í leik- stjórn Erlings Óttars Thoroddsen. „Það er ekki á hverjum degi sem við getum frumsýnt ameríska mynd eftir íslenskan leikstjóra og það um hrekkjavökuhelgi,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíós Paradísar. „Við leggjum upp úr því að skapa sem besta hrekkjavöku- stemmingu um helgina og höfum m.a. skreytt allt bíóhúsið og bjóð- um upp á sérstaka hrekkjavöku- drykki.“ Aðdáendur hrekkjavökunnar ættu þá ekki að láta búningasýn- ingu Bíós Paradísar fram hjá sér fara, að sögn Ástu, en The Rocky Horror Picture Show verður sýnd í sérstakri búningasýningu. „Búningasýningar eru mjög skemmtilegar en þá fyllist bíósalur- inn af alls konar verum. Við verð- um líka með sýningu á Halloween og báðar þessar myndir eru í bestu mögulegum gæðum þannig að upp- lifunin verði sem best.“ Kvikmynd Frumsýnd verður mynd Erlings Óttars Thoroddsen í kvöld. Hrollvekjuhelgi í Bíó Paradís Dr. Stephen Vincent Strange slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd skurðaðgerða. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lok- um "hinn forna" sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30, 23.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 19.00, 20.00, 21.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Doctor Strange Grimmd 12 Íslensk spennu- mynd sem segir frá því þegar tvær ung- ar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlk- urnar finnast látnar í Heiðmörk og rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur. IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Jack Reacher: Never Go Back 12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru samsæri til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Eiðurinn 12 Þegar Finnur hjartaskurð- læknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu koma fram brestir í einkalífinu. Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Smárabíó 19.50 Bíó Paradís 17.45 The Girl on the Train 16 Rachel Watson fer á hverjum degi framhjá húsinu sem hún bjó í með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með nýrri eiginkonu og barni. Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Inferno 12 Robert Langdon rankar við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gát- ur. Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 16.50, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.10 Bridget Jones’s Baby 12 Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn . Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 17.40 Deepwater Horizon 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíufyrirtækisins á Mexíkó- flóa. Metacritic 65/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Masterminds David Ghantt keyrir um göt- urnar dag eftir dag og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 12.00, 15.30, 17.40, 19.50, 22.00 Háskólabíó 18.10, 21.10 Absolutely Fabulous Metacritic 59/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 12.00 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Eight Days a Week - The Touring Years Háskólabíó 18.00, 21.00 Heimili fröken Peregrine f 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 17.10 Bíó Paradís 20.00, 22.30 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Smárabíó 15.30, 17.40, 17.50 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.40 Leitin að Dóru Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 15.40 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 15.30 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Ransacked „Partíið. timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úr- skurðurinn.“ Íslensku bank- arnir voru einkavæddir á ár- unum 2000-2003. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.00 Embrace of The Serpent Töfralæknirinn Karamakate vinnur með tveimur vís- indamönnum í leit að hinni heilögu plöntu. Bíó Paradís 22.45 Innsæi InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortinn. Bíó Paradís 18.00 RÓMEÓ OG JÚLÍA Bíó Paradís 20.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um þegar hún fer í afskekkt hús við skóginn til að passa Lucas litla. Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.