Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 41

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Hópfjármögnun er hafin fyrir styttu af sjálfum David Bowie í hlutverki sínu sem Ziggy Star- dust. Styttan sem ætlað er að setja upp við Ayles- bury, Buck- inghamshire á Englandi verður þeim hæfileika gædd að syngja lög eftir sjálfan Bowie. Styttan mun að sjálfsögðu ekki taka lagið sjálf en einhvers konar hljóðkerfi verður komið fyrir í henni. Bowie syngur á ný í styttu formi David Bowie Glæpasagan Netið eftir LiljuSigurðardóttur er sjálf-stætt framhald Gildr-unnar, sem kom út fyrir um ári. Viðfangsefnið er því kunn- ugt, persónur að mestu þær sömu, þráðurinn um margt líkur en óneit- anlega er netið farið að þrengjast um helstu gerendur í þessum spennandi þríleik. Gildrunni lauk í Bandaríkjunum í febrúar 2011 og Netið hefst þar sem frá var horfið en á mun harkalegri hátt og ekki aukast blíðuhótin með hækk- andi sólu. Þvert á móti eykst við- bjóðurinn. Söguþráðurinn tekur mið af ástandi eftirhrunsáranna og tengir áhrifamenn og hugsanlegar, sakhæf- ar gjörðir nokkurra þeirra við al- þjóðlegt stórfyrirtæki. Smygl og illa fengið fé rugla eðlilega dómgreind margra og persónur flækjast í neti, sem er bæði ókunnugt og viðbjóðs- legt. Fléttan er skemmtilega hugsuð og Lilja nær að endurspegla óreiðuna, þar sem engum er treyst og jafnvel frelsið er ógnvekjandi tilfinning, eins og vakin er athygli á í sögunni. Villidýrið kemur upp í glæpamönn- um en tígrísdýr í kjallaranum er samt einu dýri of mikið! Annars er þetta nokkuð trúverðug saga, þar sem samkynhneigðar kon- ur eiga sviðið að stórum hluta. Oft virðist það vera svo að fólk er steypt í ákveðin hlutverk og höfundur gerir þessar persónur að sínum á áhrifa- ríkan hátt. Einna best tekst til með Braga tollvörð, en konurnar, sem eru annars í helstu aðalhlutverkum beggja vegna borðs, koma sínum hlutverkum vel til skila, þó að sumt sé ofleikið og yfirdrifið. Það er vitað mál að víða er pottur brotinn í samfélagi þjóðanna. Í þess- um þríleik tekur Lilja fyrir nokkur sakhæf mál, sem hafa verið ofarlega á baugi hér og víða erlendis, og spennandi verður að sjá hvernig hún hnýtir hnútana í þriðju og síðustu bókinni. Netið farið að þrengjast hjá Lilju Skáldsaga Netið bbbmn Eftir Lilju Sigurðardóttur. 353 bls. JPV- útgáfa 2016. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rokkstjörnur sjötta áratugarins munu troða upp á Hótel Gríms- borgum næstu fjórar helgar, föstu- dag og laugardag. Fyrstu tónleik- arnir verða í kvöld. Hótelstjórinn, Ólafur Laufdal, hefur sjálfur valið sex flytjendur en þeir eru: Garðar Guðmundsson, Þorvaldur Hall- dórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Þór Nielsen, Bertha Biering og Rúnar Guðjónsson en öll eru þau í hópi frumherja rokksins á Íslandi. Kynnir verður Ómar Ragnarsson og eflaust þarf ekki að snúa upp á handlegginn á honum svo hann taki líka lagið. Auk þess að tilheyra þess- ari kynslóð skemmtikrafta var Ómar mikilvirkur textahöfundur á þessum sokkabandsárum rokksins. Tónlistarstjóri og útsetjari er Birgir Jóhann Birgisson og Kristinn Svavarsson mun leggja hönd á sax. Að sögn Garðars Guðmundssonar eru tuttugu lög á efnisskránni, mest erlendir rokkstandardar. „Þetta er bara gamla góða rokkið. Lög sem er alltaf jafn gaman að syngja,“ segir hann. Rokkararnir syngja hver í sínu lagi en Helena og Þorvaldur syngja þó dúett. „Þau syngja Ég tek hundinn. Það lag fylgir þeim alltaf,“ segir Garðar. Fyrir eldra fólk og yngra „Þessi dagskrá er hugsuð jafnt fyrir erlenda gesti hótelsins og Ís- lendinga sem vilja heimsækja okkur af þessu tilefni, hvort sem þeir koma lengri veg eða skemmri. Sjálfsagt höfðar þetta meira til eldra fólksins en við viljum endilega ná til þeirra sem yngri eru líka,“ segir Ólafur Laufdal. Garðar segir alltaf nóg að gera hjá sér í rokkinu; hann var til dæmis að syngja í verslanamiðstöðinni Firði í Hafnarfirði í gær. Sama má segja um Þorvald og Helenu sem tóku þátt í að heiðra minningu Ingimars Ey- dals á Akureyri um síðustu helgi en 80 ár eru liðin frá fæðingu hans. „Vonandi kemur sú sýning sem fyrst hingað suður,“ segir Garðar. Ólafur Laufdal átti frumkvæði að því að efna til Rokkhátíðar á Broad- way 1983 sem varð til þess að treysta böndin milli gömlu rokkaranna sem halda hópinn og hafa komið reglu- lega fram síðan. Síðast í Salnum í Kópavogi snemma á síðasta ári. Garðar fullyrðir að nú fari hver að verða síðastur að sjá frumherja rokksins. „Við erum öll að verða ríg- fullorðin,“ segir hann og hlær. „Á næsta ári verða sextíu ár liðin frá upphafi rokksins hér á landi og fyrir vikið vel við hæfi að ljúka þessu þá. Það er ekki fast í hendi en ef söngv- ararnir vilja og geta þá vonumst við til að verða með tvær sýningar í Salnum á næsta ári og láta síðan staðar numið.“ „Nú fer hver að verða síðastur að sjá okkur“  Frumherjar rokksins koma fram á Hótel Grímsborgum Morgunblaðið/Eggert Frumherjar Kristinn Svavarsson, Birgir Jóhann Birgisson, Bertha Biering, Garðar Guðmundsson, Rúnar Guð- jónsson, Þór Nielsen, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Ómar Ragnarsson var fjarverandi. Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa að sýningunni Biðstofan en um er að ræða tilraun til þess að nálgast op- inbert rými Landspítalans, bið- stofu röntgendeildarinnar, og hafa nemendur unnið að margvíslegum verkum sem á einn og annan hátt eiga uppruna sinn í athugunum á eiginleikum rýmisins. Verkin eru sérstaklega unnin með biðstofuna í huga, en biðstofan er bæði áhuga- vert rými út frá arkitektúr húss- ins, og samfélagslegu hlutverki. Í rýminu á sér stað bið, á ólíkum stöðum, og í ólíkum tilgangi. Unnið með röntgendeildinni Nemendur unnu verkin út frá skoðun sinni á deildinni, og bið- stofunni. Í samstarfi við Steinunni Erlu Thorlacius, aðstoðardeildar- stjóra röntgendeildar, sóttu nem- endur kynningar á starfsemi deild- arinnar og fengu að kynnast starfi deildarinnar og hinum fjölbreyttu aðferðum geislafræðinnar. Þáttakendur í námskeiðinu eru nemendur á 2. ári í BA námi við myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands, ásamt BA og MA gestanem- endum frá Det Fynske Kunst- akademi í Árósum, Kunsthögskolen Valand í Gauta- borg, Listaháskólanum í Mexíkó- borg, Listaháskólanum í Vilníus og Kunsthögskolan í Umeå, Sví- þjóð. Morgunblaðið/Eggert Bið Á biðstofu lækna og spítala er margt áhugavert að sjá. Biðstofa lista og lækninga ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.