Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. Prent+ er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hagræða í rekstri prentumhverfis. Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta prentbúnaði í samræmi við kröfur. www.kjaran.is | sími 510 5520 Bergsveinn Birgisson tók að grafast fyrir um það hver Geirmundur heljarskinn væri, en hans er aðeins getið stuttlega í íslenskum fornsögum og þó sagður göfgastur landnámsmanna og honum lýst sem auðmanni. Í bókinni Svarti vík- ingurinn fer Bergsveinn á slóðir Geirmundar við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, rýnir í skjöl og fornleifar og nýtir nýjustu tækni til að segja sögu Geirmundar. Fyrsta útgáfa af Leitinni að svarta víkingnum kom út á norsku og varð met- sölubók þar í landi, en íslensk útgáfa bókar- innar er mikið aukin og breytt. Í skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, sem hún nefnir Skegg Raspútíns, segir frá Evu og Matta sem hafa nýlega umbylt lífi sínu og flutt úr miðborginni til smábæjar utan borgarmarkanna. Vandamálin vaxa og óveður- ský hrannast upp, en þá kynnist Eva rúss- neskumælandi garðyrkjubónda, Ljúbu, sem segir henni litríka sögu sína og fjölskyldunnar. Atli Sigþórsson notar listamannsnafnið Kött Grá Pje og sendir frá sér bókina Textar sem hefur að geyma sögu og smáprósar. Þetta er fyrsta bók Atla en hann er þekktur fyrir rímur sína. Í skáldsögunni Heiða – fjalldalabóndinn segir Steinunn Sigurðardóttir frá ungri konu sem ákveður að gerast sauðfjárbóndi úr alfaraleið í stað þess að verða fyrirsæta í New York. Heiða er sannkallað náttúrubarn og er einyrki á Ljót- arstöðum sem er efsti bær í Skaftártungu. Jafn- framt því að sinna fimm hundruðum fjár hefur hún barist fyrir tilveru sinni og sveitarinnar fyr- ir austan. Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki eftir Unni Birnu Karlsdóttur segir frá því er ungur maður deyr af slysförum frá konu og syni. Í sögunni fylgist lesandinn með því hvernig þau takast á við áfallið og eins hvernig hann kemst burt frá þessu lífi og öðlast frið. Í ljóðasveignum Tappi á himnum segir Eva Rún Snorradóttir frá því hvernig það er fyrir unga stúlku að alast upp í Breiðholti og læra að fóta sig í lífinu. Svartur víkingur og rússneskur garðyrkjubóndi Eva Rún Snorradóttir Bergsveinn Birgisson Guðrún Eva Mínervudóttir Steinunn Sigurðardóttir Unnur Birna Karlsdóttir  Veröld gefur út skáldfræðirit, skáldsögur og ljóð Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson sendir frá sér sína fyrstu plötu í eigin nafni og ber hún nafnið Tóm- as Jónsson. Tómasi hefur brugðið fyrir víða í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og leikið með fjöl- breyttum hópi listamanna, bæði á hljómleikum og á hljómplötum, hérlendis og erlendis. Tónlistin á plötunni er draum- kennd og uppfull af hljóðum úr hljóðgervlum áttunda áratugarins í bland við akústík og nútíma- elektróník og er að mestu leyti laus við söng en þó kemur skáldið Sigfús Daðason við sögu þegar hann les eigið ljóð í laginu Að komast burt – The City of Reykjavík. Tómas gefur út Tómas Jónsson Plata Tómas gefur út sýna fyrstu plötu. Þrjár myndir verða frumsýndar í kvöld og þar af ein hálfíslensk. Masterminds Hér er á ferð mynd í leikstjórn Jar- ed Hess með þeim Kristen Wiig, Kate McKinnon, Jason Sudeikis, Owen Wilson og Zach Galifianakis í aðalhlutverkum. Myndir fjallar um rán og afleiðingar þess. Imdb: 58% Doctor Strange Hér er á ferðinni ofurhetjumynd um dr. Stephen Vincent Strange sem leikinn er af Benedict Cumber- batch. Það er Scott Derrickson sem leikstýrir myndinni en hennar hef- ur verið beðið í ofvæni af aðdáend- um bæði Marvel og DC. Imdb: 83% Child Eater Myndin fjallar um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. Erlingur Thoroddsen leikstýrir hrollvekj- unni sem kemur út þessa hrekkja- vökuhelgi. Imdb: 77% AFP Bíó Benedict Cumberbatch töfrandi. Galdrar, grín og hrollvekja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.