Morgunblaðið - 08.11.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016
síðasta erindinu þar sem dagur-
inn er að kveldi kominn.
Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.
Þóra Guðrún.
Það eru forréttindi að kynnast
afa sínum og ömmu og enn meiri
forréttindi að kynnast þeim þeg-
ar maður sjálfur hefur fullorðn-
ast. Við höfum orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi að vera sam-
ferða afa okkar í rúm 40 ár og er
hægt að segja að við höfum notið
hverrar þeirrar stundar sem við
höfum haft með honum og ömmu.
Við eigum fjölmargar góðar og
skemmtilegar minningar úr
barnæsku með afa enda maður
þar á ferð með góða nærveru sem
laðaði okkur barnabörnin að. Með
fyrstu minningum okkar er að fá
Frón kremkex á skrifstofunni á
Tjarnargötunni, leikur í Benzan-
um í bílskúrnum, að spila olsen
olsen við afa og ömmu undir sól-
hlíf á Mallorca og graflaxinn í
jólaboðunum sem afi veiddi en
amma útbjó.
Á menntaskólaárunum fengum
við tækifæri til að kynnast afa
okkar og ömmu enn betur þar
sem við mættum til þeirra reglu-
lega í mat þar sem þau voru að
hjálpa okkur að aðlagast lífinu á
mölinni fjarri foreldrahúsum. Afi
var fróðleiksfús maður og var
fylgst með öllum fréttatímum í
öllum miðlum yfir kvöldmatar-
tímann. Á milli fréttatíma var
drifið í að ganga frá í eldhúsinu.
Það var þó gefið tóm til að ræða
um daginn og veginn og ekki
mátti gleymast að fá lítinn desert
í lok fréttatímanna. Það kom fyrir
að afi gaukaði að manni pening
þegar hann vissi af því að fjár-
útlát yrðu mikil fyrir fátæka
námsmenn eins og í kringum
nemendamót.
Við höfum átt margar góðar
stundir með afa og ömmu. Upp úr
standa þær stundir sem við fjög-
ur höfum átt saman þegar við
höfum hist til að fá okkur að
borða eða verið að ferðast saman,
innanlands og utan, nú síðast um
Suðurlandið á síðasta afmælis-
degi afa. Ávallt var um nóg að
ræða og mikið hlegið enda alltaf
stutt í kímnigáfuna.
Afi hafði gaman af því að segja
frá uppvaxtarárum sínum í
Njarðvíkunum, eins og löngu
göngunni í barnaskólann í Kefla-
vík í myrkrinu, vinnu í slippnum
eftir skóla og svo sumarvinnu
sem bílstjóri á olíubíl, einungis 16
ára gamall. Hann hafði einnig
gaman af því að segja frá stofnun
endurskoðunarskrifstofunnar
sinnar í risinu á Bárugötunni. Afi
var afar vinnusamur maður og
var jafn stoltur af því að hafa
unnið sem bílstjóri og sem endur-
skoðandi.
Afi var nýjungagjarn og alltaf
til í að skoða og tileinka sér nýj-
ustu tækni. Við höfum einungis
einu sinni upplifað hann á móti
tækninni en það var þegar við
keyrðum frá Eastbourne til Gat-
wick-flugvallar með hjálp GPS-
tækis.
Eftir að tækið hafði beint okk-
ur út á akur við hlið flugvallarins
þar sem kýr stóðu við beit harð-
neitaði afi að nota tækið til að
komast aftur til Eastbourne.
Í dag kveðjum við afa okkar
með söknuði. Hann var tilbúinn
að fara eftir góða ævi sem hann
hafði eytt með Önnu sinni sér við
hlið. Hann gat verið jafn stoltur
af því lífsverki og þeirri arfleifð
sem hann skilur eftir sig eins og
við erum stoltar af honum. Við er-
um þakklátar fyrir þann tíma
sem við áttum með honum og því
tækifæri að kynnast þeim góða
manni sem hann var og okkar
fyrirmynd í lífinu.
Við vottum ömmu okkar
dýpstu samúð vegna hennar
missis.
Þórhildur og Guðrún
Björk Stefánsdætur.
Sigurður Stefánsson, endur-
skoðandi, er fallinn frá. Þau Anna
bjuggu hér í Þorragötu í 21 ár frá
því að blokkin var reist. Sigurður
var endurskoðandi húsfélagsins
frá upphafi. Ég var gjaldkeri í
eitt ár. Þá sá ég að rökhugsun
Sigurðar var óbrigðul. Samvisku-
semi og heiðarleiki voru hans að-
alsmerki. Sárt er að missa slíkan
mann. En kallið var komið.
Samúðarkveðjur til Önnu.
Páll Flygenring.
Góður kunningi minn til
margra ára, Sigurður Stefáns-
son, er látinn. Ég vil minnast
hans hér.
Við Elin kynntumst Sigurði og
hans góðu konu, Önnu, fyrir lið-
lega fjörutíu árum þegar við nær
samtímis hófumst handa við að
reisa hvor sitt einbýlishúsið á
samliggjandi lóðum á Seltjarnar-
nesi. Skemmst er frá því að segja
að betri nágranna hefðum við
ekki getað fengið. Aldrei bar þar
neinn skugga á. Sigurði var ákaf-
lega umhugað um að allar fram-
kvæmdir á húsi hans og lóð, sem
gætu haft tilefni til athugasemda
af okkar hálfu, fengju okkar sam-
þykki áður en framkvæmdir hæf-
ust. Og þegar þau Anna, um tutt-
ugu árum síðar, hugðust selja
húsið og minnka við sig, þegar
einkadóttirin flutti að heiman, þá
vandaði hann val sitt á kaupanda
svo við lá að hann bæði okkur um
samþykki áður en skrifað var
undir samninga. Enda völdu þau
Anna afbragðsfólk í sinn stað.
Þegar fram liðu stundir áttum
við Sigurður í enn frekara sam-
starfi í viðskiptalífinu þegar hann
kom mér í stjórn fyrirtækis á
Suðurnesjum sem hann var einn
stærsti hluthafinn í, en þar var
annar sonur hans, Stefán, fram-
kvæmdastjóri. Þar störfuðum við
farsællega saman í tuttugu og
fimm ár.
Sigurður kom mér fyrir augu
sem skarpgreindur maður, hóg-
vær og skynsamur en með
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum sem hann flíkaði ekki
alltaf. Hann var ákaflega fram-
sýnn maður og úrræðagóður,
stjórnkænn og mannasættir ef
því var að skipta. Sigurður átti
auðvelt með að sjá málefni um-
ræðunnar í víðu samhengi bæði í
tíma og rúmi og ráðast strax að
kjarna málsins; enda var lífs-
starfið endurskoðun.
Sigurður var hraustur og virk-
ur fram undir það síðasta. Hann
sagði mér, ekki alls fyrir löngu,
að hann tæki engin lyf að stað-
aldri og hefði aldrei gert. Hann,
og þau Anna bæði, fóru líka vel
með sig, það sást til þeirra í
löngum gönguferðum nánast
daglega. Mér er minnisstætt í ár-
daga húsbygginga okkar, að farið
var að skipuleggja svæðið
Hrólfsskálamegin við lóðir okk-
ar, og við Sigurður komum okkur
saman um að hyggilegast væri að
girða af þarna á milli til að tak-
marka hugsanlegt rennirí yfir
lóðir okkar. Réðumst við í fram-
kvæmdir og Sigurður sýndi mér
þá samstöðu að gera allt sjálfur
eins og ég, en hann var þá kom-
inn á sextugsaldurinn, en ég var
enn ungur að telja og vel á mig
kominn. Ég mátti þó hafa mig all-
an við að fylgja honum eftir, hann
léttur á fæti og liðugur, augljós-
lega vanur svona störfum frá
yngri árum og gaf ekkert eftir.
Saman kláruðum við verkið á
nokkrum dögum og voru sumar-
kvöldin vel nýtt fram eftir nóttu.
Við vorum báðir harla ánægðir
að verki loknu.
Sigurður var góðmenni og vin-
ur vina sinna, en þeir voru marg-
ir. Við Elin vottum Önnu konu
hans og börnum þeirra og fjöl-
skyldum samúð okkar.
Blessuð sé minning Sigurðar
Stefánssonar.
Agnar Erlingsson.
Ég kynntist Sigurði Stefáns-
syni fyrir 40 árum, þegar ég hóf
störf sem aðstoðarframkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar, beint
úr háskóla, í byrjun sumars 1976.
Síldveiðar við Ísland höfðu þá
hafist að nýju árið áður. Endur-
uppbygging síldarsöltunarstöðva
var þá að hefjast og mikið líf í
greininni, sem endaði með að
stöðvarnar urðu á nokkrum árum
hátt á sjötta tuginn og hin al-
þekkta og rómaða síldarstemn-
ing sveif yfir vötnum.
Sigurðar var þá fulltrúi
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna í stjórn Síldarútvegs-
nefndar. Hann var einn allra virt-
asti endurskoðandi hérlendis og
hafði ótrúlega góða yfirsýn yfir
atvinnuvegi landsins, en þó sér-
staklega sjávarútveginn, bæði
veiðar og vinnslu, og hafði óbil-
andi áhuga á sjávarútvegsmál-
um. Sigurður var á þessum tíma
endurskoðandi fjölda íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja og
stærstu sölusamtakanna. Það
gerði það að verkum, að hann
hafi líklega meiri og betri upplýs-
ingar og yfirsýn um rekstur og
efnahag sjávarútvegsfyrirtækja
en nokkur annar. Sigurður var
einstaklega jákvæður, glöggur
og vinnusamur maður og bar hag
sjávarútvegsins mjög fyrir
brjósti. Þetta leiddi til þess að
óumbeðið og algerlega að hans
eigin frumkvæði tók hann reglu-
lega saman helstu rekstrar- og
hagtölur flestra sjávarútvegs-
greina, sem urðu lykilgögn í allri
hagsmunagæslu greinarinnar um
árabil. Hann var einskonar „hag-
stofa“ sjávarútvegsins.
Sigurður var glaðsinna, velvilj-
aður og alltaf brosandi. Hann var
einstakt snyrtimenni, alltaf flott-
ur til fara og klæddur í samræmi
við tilefni. Hann var einstaklega
tillögu- og úræða góður og fannst
engin verkefni óyfirstíganleg,
heldur bara verkefni til lausnar.
Auk þess að stjórna fram-
leiðslu saltsíldariðnaðarins hafði
Síldarútvegsnefnd með höndum
fyrirframsölu og skipulag út-
flutnings saltaðrar síldar. Út-
flutningurinn var einkum til
landa Skandinavíu, Rússlands og
annarra Austur-Evrópulanda.
Var það venja að fulltrúar hags-
munaðila í stjórn fyrirtækisins
tækju virkan þátt í samningavið-
ræðum við kaupendur. Við Sig-
urður ferðuðumst því oft saman
til þessara landa og áttum mjög
náið samstarf á þessum vettvangi
til margra ára. Með okkur tókst
góð vinátta og samstarf, þar sem
yfirgripsmikil þekking og skarp-
skyggni Sigurðar naut sín vel,
auk þess að vera einstaklega
skemmtilegur og góður ferða-
félagi. Til gamans má segja frá
því að í einni slíkri samningaferð
til Moskvuborgar, um hásumar í
miklum hita og raka, urðum við
Sigurður að sofa saman í hjóna-
rúmi til að geta fengið loftkælt
herbergi.
Á þessum árum áttum við
Maja margar ljúfar og skemmti-
legar stundir með þeim Sigurði
og Önnu, sem nú rifjast upp með
gleði og hlýju í huga til þeirra
hjóna.
Við sendum Önnu, börnum
þeirra Sigurðar og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
ar kveðjur. Blessuð sé minning
Sigðurðar Stefánssonar.
Einar Benediktsson.
Þótt Sigurður Stefánsson and-
aðist í hárri elli, 93 ára, kom and-
lát hans mér samt á óvart. Svo
hraustur og lifandi var hann alla
tíð að endalokin komu manni síst
til hugar.
Frá 1984-2015 sat hann í
stjórn Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar, eða 31 ár,
og þar á undan hafði hann verið
endurskoðandi heimilisins í
fjölda ára. Ég kom í stjórn
Grundar um síðustu aldamót og
höfum við því verið samtíma þar í
15 ár. Samskiptin við Sigurð voru
alltaf mjög ánægjuleg. Hann var
sérstaklega lífsglaður og jákvæð-
ur. Það var mikill kostur fyrir
heimilið að hafa svo menntaðan,
hæfan og reyndan mann í sínu
lið. Ávallt var mikill fengur að
áliti hans og tillögum.
Stjórn Grundar þakkar trú-
festu, störf og vináttu Sigurðar
Stefánssonar og vottar Önnu
Jónsdóttur og fjölskyldu einlæga
samúð.
Jóhann J. Ólafsson,
stjórnarformaður.
Í dag er útför míns gamla læri-
meistara, Sigurðar Stefánssonar,
sem um áratugaskeið var einn
virtasti og mikilvirkasti endur-
skoðandi landsins. Árið 1969 hóf
ég störf undir hans handleiðslu,
fyrst meðfram háskólanámi og
lærði til endurskoðanda. Vann
síðan hjá honum til ársins 1985
og kynntist vel kostum hans sem
fagmanns og manneskju.
Á þessum árum var stéttin
ekki fjölmenn og hlóðust mörg
verkefni á endurskoðendur. Ekki
síst þá sem þóttu skara fram úr
og var Sigurður afar eftirsóttur
til starfa. Fyrir utan færni sína
var hann einnig bóngóður og vildi
hvers manns vanda leysa sem um
það bað. Hann var því oft bæði
þykkur og hár verkefnahlaðinn
sem blasti við þegar styttist í
frestunum. Það var göldrum lík-
ast að fylgjast með því hvernig
Sigurður gekk í verkin þar sem
naut sín vel leiftrandi skilningur
hans á samhengi talnanna ásamt
jafnaðargeði og þrautseigju sem
ekki raskaðist við stífa vinnudaga
mánuðum saman í áranna rás.
Það var stundum eins og hann
hefði sagnaranda um lausn flók-
inna vandamála svo fljótur sem
hann var að finna lausnirnar.
Okkur lærlingum sínum var
hann ljúfur meistari sem hafði
trú á því að við lærðum mest á því
að spreyta okkur sjálfir að finna
lausnir á verkefnum sem hann fól
okkur. En þegar við höfðum
grafið okkur djúpa holu þar sem
flumbrugangur var hakinn og of-
mat á eigin getu skóflan var gott
að leita til Sigurðar um lausn. Sá
sem átti margar setur í þeim
skriftastól getur hér vottað að
ekki var sú syndaaflausn veitt
með svipunni, þvert á móti var
verkefnið lagt upp í einföldum
dráttum hins sanna kunnáttu-
manns og af þeirri hógværð og
góðvild sem honum var í brjóst
lögð.
Að leiðarlokum er gott að
minnast Sigurðar sem manns
sem hafði mikil áhrif á samtíð og
samferðamenn sína með verkum
sínum og þeirri persónu sem
hann bar. Ég minnist hans með
þakklæti og virðingu og votta
Önnu, hans góðu konu og afkom-
endum þeirra samúð mína.
Bjarni Lúðvíksson.
Sigurður Stefánsson, lærifaðir
minn í endurskoðun, samstarfs-
maður og meðeigandi til margra
ára er fallinn frá. Hann var afar
ljúfur maður, fastur fyrir en átti
alltaf auðvelt með að leysa öll
vandamál sem komu inn á hans
borð.
Ég hóf störf hjá Sigurði á
Endurskoðunarskrifstofu Sig-
urðar Stefánssonar 1. október
1976, fyrir réttum 40 árum, sem
nemi í endurskoðun og starfaði
þar fyrstu árin samhliða námi í
Háskóla Íslands en síðan sem
endurskoðandi og meðeigandi.
Sigurður rak öfluga endurskoð-
unarskrifstofu á þeirra tíma
mælikvarða, ég hef trúlega verið
11. starfsmaðurinn þegar ég hóf
störf. Það var augljóst að Sigurð-
ur var mikilsvirtur á markaðnum
og leituðu forsvarsmenn fyrir-
tækja mikið til hans varðandi
málefni sem snéru að reiknings-
haldi og rekstri fyrirtækja
þeirra, enda Sigurður einstak-
lega töluglöggur maður. Sjávar-
útvegsfyrirtæki voru fyrirferðar-
mikil í viðskiptamannahópi
skrifstofunnar og er það svo að
enn í dag er Deloitte með yfir-
burðastöðu hvað varðar þjónustu
við sjávarútveg sem byggist að
miklu á hans góðu tengslum og
reynslu á þeim markaði. Þetta
voru alltaf skemmtileg verkefni
að fást við og alltaf var hægt að
leita í viskubrunn hans varðandi
rekstur sjávarútvegsfyrirtækja
þegar spurningar vöknuðu sem
við hinir yngri höfðum ekki svör
við.
Sigurður var afar framsýnn
maður, hann tók tækninýjungum
opnum örmum og hvatti okkur
yngra fólkið áfram í að tileinka
okkur það nýjasta í tækni og
vinnubrögðum. Hann hafði for-
göngu um það á miðjum níunda
áratugnum að fá fund með
fulltrúum endurskoðunar- og
ráðgjafarfyrirtækisins Touche
Ross með það fyrir augum að
Endurskoðun Sig. Stefánssonar
gerðist aðili að félaginu. Það
frumkvæði hans leiddi til þess að
við gerðumst aðilar að Deloitte &
Touche árið 1994, en Touche
Ross hafði þá nýlega sameinast
Deloitte Haskins & Sells. Sigurð-
ur sá líka fljótt að til þess að
stuðla að vexti og viðgangi stof-
unnar þyrfti hann að fá til liðs við
sig sem meðeigendur hluta af
þeirri öflugu sveit endurskoð-
enda, sem hann hafði alið upp.
Þannig óx félagið áfram og nýir
menn tóku við kyndlinum.
Samverustundir með sam-
starfsfólki og mökum eru okkur
Þórlaugu einnig ofarlega í huga,
en þar var Sigurður ávallt hrókur
alls fagnaðar. Sigurður hætti
störfum að mestu árið 1994, en
var meðeigandi til ársins 1997
þegar hann seldi sinn hlut. Hann
var alltaf áhugasamur um gang
fyrirtækisins eftir að hann hætti.
Á seinni árum hitti ég hann
reglulega, en hann var mjög virk-
ur og duglegur að mæta á við-
burði hjá Félagi löggiltra endur-
skoðenda alveg fram undir það
síðasta.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sigurði fyrir samveruna, bæði í
leik og starfi. Hann var góð fyr-
irmynd og kenndi mér margt og
fyrir það er ég þakklátur. Við
Þórlaug sendum Önnu, Jóni,
Stefáni, Björgu og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þorvarður Gunnarsson,
fyrrverandi forstjóri
Deloitte og Þórlaug
Ragnarsdóttir.
Þegar menn komast á tíræð-
isaldur og eru enn nánast í fullu
fjöri, þá bregður manni að heyra
um alvarleg veikindi þeirra og
óttast jafnvel að skammt kunni
að vera eftir. Svo fór um Sigurð
félaga okkar Stefánsson, löggilt-
an endurskoðanda, sem andaðist
þ. 24. október sl.
Sigurður var einn af 28 stofn-
félögum Rótarýklúbbs Seltjarn-
arness, sem stofnaður var þ. 20.
mars 1971, og var enn starfandi
félagi orðinn 93 ára. Hann mætti
mjög vel fram undir það síðasta,
eða fram að sumarleyfi klúbbs-
ins. Við, nokkrir félagarnir,
minnumst Sigurðar frá síðast-
liðnu sumri, er hann kom akandi
á fund, á splunkunýjum bíl sem
var að sjálfsögðu rafbíll, og útlist-
aði fyrir okkur allar tækninýj-
ungarnar og kosti þessa nýja far-
artækis. Svona var Sigurður,
ávallt vakandi fyrir nýjungum og
fylgdist með þjóðmálum af mikl-
um áhuga.
Sigurður fylgdist líka af áhuga
með málum okkar félaganna í
klúbbnum og reyndist hann held-
ur betri en enginn við úrlausnir
og uppgjör á bókhaldi klúbbsins.
Sigurður gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn
og var forseti klúbbsins 1988-89
og sá um endurskoðun á gögnum
klúbbsins í mörg ár.
Sigurður var gerður að Paul
Harris félaga á 25 ára afmæli
klúbbsins 1996 og á 30 ára afmæli
klúbbsins 2001 var hann sæmdur
Heiðursfélaganafnbót.
Það er mikil eftirsjá að Sigurði
úr klúbbnum okkar eftir rúmlega
45 ára samveru og sendum við
Rótarýfélagar eftirlifandi ekkju
Sigurðar, Önnu Jónsdóttur og af-
komendum þeirra, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar
Stefánssonar.
F.h. Rótarýklúbbs Seltjarnar-
ness,
Kjartan Norðfjörð.
Sigurður Stefánsson, löggiltur
endurskoðandi, var í fremstu röð
manna í sínu fagi. Hann var tölu-
glöggur, úrræðagóður og víð-
sýnn. Hann gekk fumlaust til
verka og hafði yfirburðaþekk-
ingu í faginu og á íslensku at-
vinnulífi.
Ég kynntist Sigurði þegar mér
bauðst að starfa á Endurskoðun-
arskrifstofu Sigurðar Stefáns-
sonar strax eftir stúdentspróf frá
Verslunarskóla Íslands. Það þáði
ég og starfaði þar með viðskipta-
fræðinámi og lauk endurskoðun-
arnámi mínu samhliða, enda var
einstaklega gott og þroskandi að
vinna með Sigurði og félögum
hans.
Til viðbótar við faglega hæfni
var Sigurður mjög sterkur per-
sónuleiki sem geislaði af. Þó ann-
ir hafi jafnan verið miklar hjá
honum og okkur öllum, gat hann
alltaf brosað og virtist ávallt vera
í góðu skapi.
Hann þurfti engin orð til að
hvetja samferðafólkið til dáða.
Ljúfmannleg framkoma hans
hafði góð og hvetjandi áhrif.
Andinn á skrifstofunni var
góður og skemmtilegur. Sigurð-
ur og félagar hans, Magnús Elí-
asson og Bjarni Lúðvíksson,
veittu okkur hinum spennandi
tækifæri og fengu okkur fjölda
áhugaverðra viðfangsefna í hend-
ur. Með Sigurði og samstarfs-
fólki hans átti ég sjö góð ár sem
ég er þakklátur fyrir.
Viðskiptavinahópurinn var
stór og fjölbreyttur. Þar á meðal
voru mörg af helstu sjávarút-
vegsfyrirtækjum landsins. At-
vinnulífið gekk ekki nærri eins
vel á þessum árum og nú er. For-
ystumenn þeirra, einkum utan af
landi, komu mikið á skrifstofuna
að sækja sér þjónustu – og mér
liggur við að segja sálfræðiráð-
gjöf og áfallahjálp þegar erfið-
leikarnir voru sem mestir. Þá
kynntist maður mörgum eftir-
minnilegum einstaklingum sem
enn eru í fersku minni.
Með Sigurði Stefánssyni er
genginn mikill sómamaður. Ég
votta Önnu, börnum þeirra og
öðrum ættingjum Sigurðar
dýpstu samúð. Minningin um
góðan mann lifir.
Helgi Magnússon.
Okkar ástkæri
TÓMAS ÁRNI JÓNASSON
læknir
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 5. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju
mánudaginn 14. nóvember klukkan 13.
.
Anna Jóhannesdóttir,
Jónas Tómasson, Sigríður Ragnarsdóttir,
Jóhannes Tómasson, Málfríður Finnbogadóttir,
Haukur Tómasson, Ragnheiður Elísdóttir,
Guðrún Anna Tómasdóttir, Leon van Mil,
barnabörn og barnabarnabörn.