Morgunblaðið - 08.11.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.11.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is VÉLAR FRÁ Woostar og Scheppach ▲ Woodstar spónsuga Verð: 45.400 ▲ Súluborvél dp13 Verð: 24.670 Súluborvél dp16sl Verð: 98.500 Woodstar hefill pt 85 Verð: 74.950 ▲ ▲ Skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur var á dögunum gefin út af forlaginu Restless Books í Bandaríkjunum í þýðingu Philip Roughton og hefur sagan fengið framúrskar- andi dóma, bæði í virtum fjölmiðlum og fagritum. Í þýðingunni nefnist bókin Land of love and ruins. Gagnrýnandi The Los Angeles Times ritar afar lofsamlega umsögn og segir söguna einstaka, hann minnist þess ekki að hafa lesið bók sem er í senn svo hógvær en þó óhamin og hann veltir fyrir sér hvort íslenskur bakgrunnur höfundarins geri henni kleift að nálg- ast viðfangsefni, sem í öðrum menningar- samfélögum væru við- kvæm eða tilgerðarleg, á opinn og frumlegan hátt. Margir lofa þýðingu Roughton, sem er sögð fanga einlægan texta höfundarins á tilgerð- arlausan hátt, og rýnar dást að því hvernig Oddný fléttar saman minn- ingum, fjölskyldusögum og hugleiðingum um umhverfismál og menn- ingu. Rýnir Kirkus Review segir að þegar höfundurinn skrifi um fegurð og töfra staða sem hún heimsæki, þá vilji lesandinn helst slá upp tjaldi við hlið hennar og upplifa þá með henni. Morgunblaðið/Þórður Hógvær en óhamin  Gagnrýnendur í Bandaríkjunum lofa Jarðnæði Oddnýjar Eirar Frumleg Einn rýnir vildi helst slá upp tjaldi með Oddnýju Eiri. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þjóðverjinn Michael Kaulartz var nýlega fast- ráðinn sem fyrsti fagottleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hefur Michael vakið at- hygli tónleikagesta fyrir tjáningarríka túlkun og tón sem lýst hefur verið sem „safaríkum“. Þeir sem hlýddu á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar seint í október fengu meðal ann- ars að heyra þegar Michael lét ljós sitt skína sem einleikari í frægum fagottkonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Dýrt að kaupa í matinn Það var fyrir hálfgerða tilviljun að Michael skolaði alla leið til Íslands. „Sinfóníuhljóm- sveitin auglýsti eftir fagottleikara síðla árs 2013. Ég sló til og fór í áheyrnarprufu. Á þeim tíma voru aðeins þrjár lausar stöður fyrsta fagottleikara í Evrópu, en það hjálpaði líka að áheyrnarprufur voru haldnar í Berlín svo ekki var um langt ferðalag að ræða fyrir mig.“ Játar Michael að hafa ekki þekkt mikið til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þegar hann sótti um starfið, en hann hefur unað sér vel með hljómsveitinni og komið sér þægilega fyrir í nýju landi. Reyndist ekki svo erfitt fyrir Michael að aðlagast íslensku samfélagi, enda hafði hann áður búið og starfað bæði í Dan- mörku og Noregi. „Bjórinn er vissulega dýr, en verðlagið ekki ósvipað og í Noregi. Mat- arinnkaupin geta kostað sitt, en mér þykir það ekki endilega svo slæmur hlutur því að fyrir vikið vandar maður sig betur við inn- kaupin. Í Þýskalandi eru matvæli svo miklu ódýrari sem þýðir að auðveldara er að hrúga í körfuna án þess að hugleiða hvað maður raunverulega þarf, og hvað er lagt í matvæla- framleiðsluna. Endar því mikið í ruslinu.“ Gat strax spilað skala Seint verður sagt að offramboð sé á flink- um fagottleikurum. Michael segir þó ekki hægt að tala um skort heldur, en mun sjald- gæfara er að börn og unglingar leggi þetta hljóðfæri fyrir sig en t.d. fiðlu eða píanó. Það var móðir Michaels sem hvatti hann til að prófa blásturshljóðfærin. „Þó að flestir á heimilinu hafi spilað á hljóðfæri voru for- eldrar mínir ekki atvinnutónlistarmenn. Sjálf- ur hafði ég lært á píanó en snemma á tán- ingsárunum byrjaði ég að læra á fagottið,“ segir Michael söguna. „Ég man þegar við fór- um til hljóðfærasmiðs að skoða blásturs- hljóðfærin. Fyrst fékk ég í hendurnar óbó, en gat ekki framkallað eina einustu nótu. Þá var mér rétt fagottið og gat strax spilað heilan skala. Þó ég muni ekki eftir því sjálfur þá er mér sagt að ég hafi tjáð móður minni strax á þessari stundu að þetta væri hljóðfærið fyrir mig.“ Hjálpaði það Michael líka að hann er há- vaxinn og tók vaxtarkipp snemma á unglings- árunum. „Ein ástæða þess að ekki eru fleiri sem læra á fagott er að hljóðfærið er stórt og þungt. Þar sem ég var fljótur að vaxa þurfti ég ekki að æfa mig lengi á fagott í barna- stærð og var fljótlega kominn með fullorðins- hljóðfæri til að spila á.“ Önnur ástæða fyrir takmörkuðum vinsæld- um fagottsins er að fagottleikararnir fá sjald- an að vera í aðalhlutverki og mun sjaldnar en t.d. fiðlu- og píanóleikarar. Segir Michael að það sé tiltölulega nýlegt fyrirbæri að fagott- leikarar nái að skapa sér orðspor sem einleik- arar og takist að verða að þekktum nöfnum í tónlistarheiminum. Tæknin er ósýnileg Hvernig fer Michael svo að því að ná þess- um safaríka tón úr hljóðfærinu? Spilar hann á svona fjarska gott fagott, eða skrifast hljóm- urinn á hæfileika frá náttúrunnar hendi? „Það er vandinn við blásturshljóðfærin að það er ekki svo auðvelt að sjá með berum augum muninn á því hvernig fólk spilar. Í tilviki strengjahljóðfæra má sjá allar hreyfingar og snertingar, en mest af því sem tónlistar- maðurinn gerir við blásturshljóðfærið er ósýnilegt,“ segir Michael og bætir við að vita- skuld mótist tæknin af þeim kennurum sem veitt hafa leiðsögn og þeim hljómsveitum sem spilað er með. „Sjálfur reyni ég, þegar ég spila, að einbeita mér að því að framkalla þann hljóm sem ég heyri í huganum.“ Maðurinn með safaríka tóninn  Nýr fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar segist reyna að framkalla hljóminn sem hann heyrir í huganum  Það var göldrum líkast þegar Michael fékk að prufa fagott í fyrsta skipti Heima Michael hefur ekki átt í neinum vandræðum með að aðlagast lífinu á Íslandi. Hann fæst ekki einu sinni til að kvarta yfir vöruverðinu. „Í Þýskalandi eru matvæli svo miklu ódýrari sem þýðir að auðveldara er að hrúga í körfuna án þess að hugleiða hvað maður raunverulega þarf.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.