Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælummeð Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ein mikilvægasta forsenda þess að
rafbílum fjölgi hér á landi er að gott
aðgengi sé að raftenglum við heimili,
ekki síst fjöleignarhús, og vinnu-
staði. Þetta er mat Runólfs Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
„Yfirvöld hafa ekki sinnt því í ára-
tugi að setja þá kröfu í regluverkið
að það séu úti-
tenglar í nýbygg-
ingum fyrir raf-
bíla,“ sagði
Runólfur. Hann
rifjaði upp að
þegar fjölbýlis-
hús voru byggð
við Hraunbæ í
Árbæjarhverfi
fyrir 40-50 árum
hafi verið settir
raftenglar við
bílastæði íbúanna. Þá var hugsunin
sú að þar gætu bíleigendur sett ryk-
sugu í samband. Einnig höfðu hönn-
uðir í huga þróun sem orðið hafði á
Norðurlöndum varðandi rafknúna
vélarhitara og hitablásara í bílum.
Þá voru vélin og bíllinn orðin heit
þegar lagt var af stað á köldum vetr-
armorgnum.
Runólfur sagði að skortur á raf-
tenglum, einkum við fjöleignarhús,
skapaði vandamál. Rafbílseigandi í
blokk kemst ef til vill ekki í raftengil
til að hlaða bílinn nema í sameign.
Slík mál hafa m.a. komið á borð FÍB,
en leyst farsællega hingað til.
„Það ríkir ákveðin vanþekking á
orkuþörf rafbíla. Hún er tiltölulega
lítil og mun minni en flestir halda. Í
sumum tilvikum hafa húsfélög samið
um að eigandi rafbíls borgi aukalega
í hússjóðinn sem nemur áætlaðri
orkuþörf bílsins,“ sagði Runólfur.
„Hin lausnin er að setja upp sér
mæli við tengil sameignarinnar sem
þá er rukkað sérstaklega fyrir.“
Runólfur sagði að yfirleitt væri
auðvelt að leysa svona mál á meðan
aðeins einn í fjölbýlishúsinu ætti raf-
bíl. Þegar rafbílaeigendum fjölgaði
ykist vandinn. Meðal annars vökn-
uðu spurningar um hvort rafbíla-
eigendur fengju forgang að til-
teknum bílastæðum sameignarinnar
og eins hvar ætti að stinga bílunum í
samband.
Þörf fyrir fleiri hleðslutengla
Hreinir rafbílar eru enn sem kom-
ið er innan við 1% af fólksbílaflota
landsmanna. Runólfur sagði að
aukningin nú væri í tengiltvinn-
bílum, þ.e. rafknúnum bílum sem
líka væru með bensínvél. Framboðið
og úrvalið ykist sífellt og kvaðst
hann eiga von á að rafknúnum bílum
fjölgaði á næstu árum. Þó gæti það
orðið flöskuháls ef ekki yrði búið að
mæta þörfinni fyrir hleðslutengla
við heimili, einkum fjöleignarhús.
Hann sagði að setja þyrfti í bygg-
ingareglugerð kvöð um raftengla ut-
anhúss á nýbyggingum.
„Fyrir um 15 árum fórum við í
FÍB í herferð með Landvernd og
fleiri varðandi uppsetningu úti-
tengla. Fyrst og fremst var það
hugsað fyrir vélarhitara sem klár-
lega draga úr eldsneytisnotkun og
auka þægindi bíleigenda. Það hefði
orðið ákveðin þjálfun til framtíðar til
undirbúnings rafbílavæðingu,“ sagði
Runólfur. „Við áttum fundi með raf-
orkufyrirtækjunum, Siv Friðleifs-
dóttur, þáverandi umhverfisráð-
herra, Sambandi íslenskra sveitar-
félaga og Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, þáverandi borgarstjóra. Það
tóku allir mjög vel í þetta en nú, 15
árum seinna, er það ekki enn komið
inn í byggingarreglugerð að það séu
settir útitenglar við nýjar skrif-
stofubyggingar og fjöleignarhús.
Þetta kostar lítið í nýbyggingu en
getur kostað töluvert mikið þegar
þetta er sett upp eftir á.“
Gefins hleðslustöð
Í frétt Morgunblaðsins 7. október
sl. kom fram að Orkusalan, sem er
dótturfyrirtæki RARIK, hefur
ákveðið að færa öllum sveitar-
félögum á Íslandi hleðslustöð fyrir
rafmagnsbíla að gjöf. Magnús Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Orku-
sölunnar, segir að með þessu vilji
fyrirtækið leggja sitt af mörkum til
að stuðla að aukinni rafmagnsvæð-
ingu bílaflotans hérlendis.
Víða vantar tengla fyrir rafbílana
Framkvæmdastjóri FÍB vill að gert verði ráð fyrir tenglum í nýbyggingum til að hlaða rafbíla
Eigendur rafbíla sem búa í fjöleignarhúsum hafa í tilvikum þurft að nota rafmagn úr sameign
Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson
Í hleðslu Víða má sjá hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Ljóst er að þeim mun
fjölga og net þeirra þéttast rafbílaeigendum til mikillar gleði.
Runólfur
Ólafsson
Talsvert hefur
verið rætt um
hvort gera eigi
kröfur í bygging-
arreglugerð sem
lúta að aðstöðu
fyrir hleðslu raf-
bíla. Björn Karls-
son, forstjóri
Mannvirkjastofn-
unar, segir málefnið mjög mik-
ilvægt og að fjallað hafi verið um
það á vettvangi stjórnsýslunnar.
„Ef nú yrði gerð krafa um það í
byggingarreglugerð að það verði
að vera hægt að hlaða rafbíla í
bílakjöllurum þá vakna margar
spurningar,“ sagði Björn. T.d. hvað
krafan taki til stórs hluta stæða,
hvaða tækni eigi að krefjast og
hve öflugrar tengingar. Einnig
hvort krafan eigi að ná til orkusal-
ans um heimtaug að húsinu.
Björn benti á mjög öra þróun á
þessu sviði. Ef svona krafa yrði
gerð í dag þá næði hún til allra
húsa sem hönnuð yrðu eftir það.
„Eftir 20 ár væru bara um 10% af
húsakostinum svona útbúin. Það
að setja svona kröfu í byggingar-
reglugerð myndi ekki hjálpa okkur
mikið,“ sagði Björn. Hann kveðst
telja að það sé mikilvægara að
grípa til almennra aðgerða til að
auðvelda fólki að hlaða rafbíla í
þegar byggðum byggingum.
Mannvirkjastofnun hefur fengið
fyrirspurnir um brunavarnir í bíla-
kjöllurum og hvort gera þurfi sér-
stakar ráðstafanir vegna nýrra
orkugjafa. Hvort t.d. rafhleðsla
margra bíla muni auka bruna-
hættu í bílakjallara.
„Við erum með góðar
brunavarnir í bílakjöllurum í dag.
Brunahólfun bílakjallara út í stiga-
gang er mjög örugg. Þannig gerir
byggingarreglugerð ekki auknar
kröfur um öryggi í bílakjöllurum
vegna rafbílahleðslu. En sem
stendur eru ekki gerðar sérstakar
kröfur um að tryggja skuli mögu-
leika til rafbílahleðslu þó hvatt sé
til að hugað sé að slíkum ráðstöf-
unum við hönnun nýbygginga,“
sagði Björn.
Almennra aðgerða er þörf
MANNVIRKJASTOFNUN SPURÐ UM ÖRYGGIÐ
Björn Karlsson
Húseigendafélag-
inu hafa ekki bor-
ist kvartanir
vegna rafbíla eða
hleðslustöðva, að
sögn Tinnu Andr-
ésdóttur, lög-
fræðings félags-
ins.
„Það virðist
vera almenn sátt
um þetta,“ sagði Tinna. Húseig-
endafélagið hefur verið spurt hvað
þurfi samþykki margra eigenda til
að taka frá stæði í sameiginlegri
bílageymslu fyrir rafbíla. Hún sagði
að ef bílastæðin væru öll í sameign,
þannig að það þyrfti að taka frá
stæði fyrir rafbíla þar sem eru raf-
tenglar, þá þyrftu allir eigendur að
samþykkja það. „Þá ertu búinn að
tileinka þér sameign umfram aðra,“
sagði Tinna.
Hún kvaðst hafa búið í fjöleignar-
húsi og átt rafbíl. „Umboðin sem
selja rafbíla gefa upp áætlaðan
kostnað við að hlaða bílinn yfir árið.
Hann er svona 10-12 þúsund krón-
ur. Við greiddum ríflega þessa fjár-
hæð í hússjóðinn svo húsfélagið
væri ekki að greiða aukinn raf-
magnskostnað okkar vegna.“
Þrír íbúðareigendur í húsinu voru
með rafbíla. Þeir settu hver upp
hleðslustöð við sitt stæði. Stæðin í
bílakjallaranum tilheyrðu íbúðun-
um þannig að hver átti sitt ákveðna
stæði.
Frátekin bílastæði í sameign
HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ FÉKK FYRIRSPURN
Tinna
Andrésdóttir
Orka náttúrunnar
(ON) er með 13
hraðhleðslu-
stöðvar fyrir raf-
bíla. Þar er hægt
að fá 80%
hleðslu á 20-30
mínútum. Hleðsl-
an hefur verið
gjaldfrjáls til
þessa en það
breytist um mitt næsta ár. „Við er-
um að undirbúa að hefja gjaldtöku
fyrir þessa þjónustu,“ sagði Áslaug
Thelma Einarsdóttir, forstöðu-
maður markaðs- og kynningarmála
ON.
Unnið er að gerð upplýsinga- og
greiðslukerfis. Útbúið verður smá-
forrit (app) sem sýnir hvar hleðslu-
stöðvar eru og hvort þær eru laus-
ar. Hægt verður að borga í gegnum
appið eða með lykli líkum þeim
sem notaðir eru á bensínstöðvum.
Appið eða lykillinn verða tengd við
greiðslukort viðskiptavinarins.
Upplýsinga- og greiðslukerfið verð-
ur kynnt snemma á næsta ári en
gjaldtaka á að hefjast um mitt
næsta ár. Gjaldskrá liggur ekki fyrir.
ON er að skoða næstu skref í
uppbyggingu hleðslustöðva. Til
skoðunar er að setja upp milli-
hleðslustöðvar til viðbótar við hrað-
hleðslustöðvarnar. Millihleðslustöð
er 2-5 klukkustundir að hlaða rafbíl.
Til greina kemur að setja milli-
hleðslustöðvarnar hjá hraðhleðslu-
stöðvunum.
„Við erum að skoða hvort við lok-
um hringnum í kringum Ísland með
hraðhleðslustöðvum eða með
blöndu af hraðhleðslu- og milli-
hleðslustöðvum. Það er líka verið að
skoða að setja upp fleiri stöðvar
milli Reykjavíkur og Akureyrar og
eins að fjölga hraðhleðslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug.
ON fær margar fyrirspurnir um
samstarf við rafbílavæðingu. Sótt
var um styrk úr Orkusjóði til upp-
byggingar á innviðum fyrir rafbíla.
Skv. upplýsingum frá Orkusjóði
eru 200 milljónir til ráðstöfunar en
umsóknir voru upp á um fjórfalda
þá upphæð.
Gjaldtaka hefst á næsta ári
ORKA NÁTTÚRUNNAR FJÖLGAR HLEÐSLUSTÖÐVUM
Áslaug Thelma
Einarsdóttir