Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 13
Fagnaðarfundir Brasssysturnar þrjár eru glaðar að vera saman á ný.
Alls staðar en samt hvergi
Tónleikaferðalagið með Flor-
ence + The Machine var einnig 18
mánuðir og þar fylgdu þau eftir sein-
ustu plötu sveitarinnar, How Big,
How Blue, How Beautiful.
„Það ferðalag endaði núna í júlí
svo maður er rétt kominn aftur á
jörðina,“ útskýrir Valdís. „Þetta var
miklu meiri keyrsla en með Björk og
undir lokin vorum við öll orðin rosa-
lega langþreytt. Margar starfs-
stéttir ferðast mikið, en fæstar koma
fram á tónleikum þar sem yfir 10
þúsund manns öskra framan í mann
kvöld eftir kvöld. Við spiluðum 5-6
tónleika á viku og alltaf í nýrri borg.
Það kom fyrir að ég var ekki viss
hvar við vorum, en þá sá maður það
á lagalistanum á sviðinu. Það er sold-
ið fyndið. Maður er alls staðar en
samt hvergi.“
Brasssystur saman á ný
„Við vorum þrjár íslenskar úr
Wonderbrass beðnar um að túra með
Florence,“ svarar Valdís, spurð að
því hvernig hún hafi fengið starfið.
„Með mér voru Sigrún Jóns-
dóttir básúnuleikari og Björk Níels-
dóttir sem spilaði á trompet. Við vor-
um ráðnar inn sem bakradda-
söngkonur og brassleikarar, en
eiginlega með áherslu á bakradda-
sönginn, sem er mjög fyndið, því ég
hef aldrei lært að syngja. Björk er
reyndar klassísk sópransöngkona og
hún hjálpaði okkur með tækni og
bresku bakraddasöngkonurnar
kenndu okkur að syngja með popp-
rödd. Ég hef bara sungið í Hamra-
hlíðarkórnum hjá Þorgerði Ingólfs-
dóttur og sú reynsla nýttist reyndar
ótrúlega vel í öllum poppharm-
oníunum með Florence.“
Vinaleg bresk blómarós
Valdís segir þau hafa ferðast
mjög víða um Bandaríkin, en auk
þess fóru þau til Ástralíu, Nýja-
Sjálands og spiluðu víða um S-
Ameríku og Evrópu.
„Þegar kom upp að við værum
að fara í þetta ferðalag þá hafði ég
ekki hugmynd um hver Florence +
The Machine væru, ég þurfti að
gúgla sveitina. Ég áttaði mig strax á
að sveitin var afar vinsæl; eftir að ég
lærði lagalistann heyrði ég að það
var alls staðar verið að spila þau og
allir virtust þekkja til þeirra. Það
var því kominn tími á að ég kynntist
einhverju nýju,“ segir Valdís hlæj-
andi.
Hvernig var að vinna með Flor-
ence?
„Hún er rosalega feimin, mjög
tilbaka félagslega, sem er mjög sér-
stakt því hún er eiginlega andstæða
sjálfrar sín á sviði, alveg á útopnu.
Mjög töff, nánast eins og Jim Morr-
ison. Annars er hún mjög vinaleg
bresk blómarós. Við vorum öll orðin
eins og ein stór fjölskylda. Áttum
hvert annað að bæði á góðum og erf-
iðum stundum. Þetta var jafn erfitt
og það var skemmtilegt,“ segir Val-
dís.
Fyrir framan haf af fólki
Ef þú fengir núna tilboð um að
túra með hljómsveit í 18 mánuði,
myndir þú fara?
„Ó já!“ svarar Valdís án þess að
hugsa sig um. „Ég held að þetta sé
ávanabindandi. Við sem vorum með
Florence erum öll farin að sakna
þess að spila. Það er einstök orka
sem myndast á þessum stóru tónlist-
arhátíðum og íþróttaleikvöngum,
sem er mjög hvetjandi og maður
finnur ekki fyrir stressi fyrir framan
þetta haf af fólki. Æpandi múgur
verður að daglegu brauði. Þetta er
mjög skemmtilegur lífsstíll þótt
hann sé bæði þreytandi og krefjandi,
enda snýst hann mikið um að hugsa
vel um sig þessar dýrmætu stundir
milli ferðalaga og tónleika; halda sér
í góðu spila- og söngformi, sofa vel
og borða hollt. Það eru án efa for-
réttindi að fá að taka þátt í tónlistar-
flutningi af þessari stærðargráðu.“
Hvert er draumabandið?
„Radiohead, en ég held að þeir
hafi aldrei verið með sessjónleikara,
þannig að það er heldur ólíklegt að
af því verði. Ég gæti það hvort eð er
ekki, ég væri örugglega alltaf skæl-
andi á sviðinu, tónlistin hefur það
djúpstæð áhrif á mig,“ segir Valdís
og hlær. „Ég væri hiklaust til í að
vinna aftur með Björk eða Florence.
Ég er einnig opin fyrir mismunandi
tegundum tónlistar, í því felst hress-
andi áskorun. Mér datt t.d. aldrei í
hug þegar ég útskrifaðist sem klass-
ískur trompetleikari að ég yrði farin
að túra með bresku indíbandi ári
seinna. Maður á aldrei að útiloka
neitt.“
Sjáum til hvað gerist
„Ég er að flytja heim í janúar.
Ég á breskan kærasta og það var
hans hugmynd. Það má segja að
hann sé að flytja mig aftur heim. Ég
er búin að vera í burtu í rúmlega
fimm ár og er tilbúin að koma heim.
Ég ætla að byrja á að leysa af í
brasskennslu í Mosfellsbæ og
hlakka mikið til að kenna og vekja
áhuga á tónlist hjá börnum. Ég
væri líka til í að vinna við við-
burðastjórnun eða umboðs-
mennsku, sem ég var aðeins byrjuð
á í London áður en tilboðið frá Flo-
rence kom.
Við komum heim strax í byrjun
janúar, beint í svartasta skamm-
degið sem verður hressandi fyrir
kærastann. Við ætlum að kaupa
okkur jeppa svo við eigum ekki í
vandræðum með að komast í kaffi í
Mosfellsdal, og svo sjáum við bara
til hvað gerist,“ segir Valdís bjart-
sýn og brosandi að lokum.
Bakraddir Þrjár íslenskar blómarósir styðja Florence í söngnum.
Heimsreisa Wonderbrass-stelpurnar fylgdu Björk yfir hálfan hnöttinn.
Kærastinn Benjamín ætlar að flytja
Valdísi heim til Íslands.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Grunnur að góðu lífi
34 ára reynsla í fasteignasölu
Þorlákur Ómar Einarsson,
löggiltur fasteignasali.
Sími 820 2399
thorlakur@stakfell.is
Manneskjan er í eðli sínu nokk-
uð sterk og við höfum getu til að
auka hraðann og takast á við erf-
iðleika en einungis tímabundið.
Fólk heldur svona ástand bara út í
ákveðinn tíma áður en undan fer
að láta.
Stundum þarf ekki mikið til
Það þarf oft ekki mikið til að
létta undir með stuðningsaðila,
stundum er nóg að samþykkja og
sýna viðkomandi að við höfum
skilning á því sem viðkomandi er
að ganga í gegnum. „Hæ, hvernig
hefur ÞÚ það?“ getur breytt
miklu. Á öld samskiptamiðla þar
sem minna er um að fólk kíki í
kaffi eða taki upp símtólið er fjar-
lægðin meiri á milli fólks og við í
raun vitum minna hvernig fólki
líður, flestir birta bara stöðu-
færslur á samfélagsmiðlum af sér
brosandi eða þegar allt gengur vel.
Ef þú veist um einhvern í þínu
nærumhverfi sem hefur misst ein-
hvern sér nákominn, eða einhver
þeim nákominn er að glíma við
erfið veikindi eða áfall, hvernig
væri þá að kíkja í kaffi eða taka
upp símtólið og tala við viðkom-
andi. Heyra hvernig hann (hún)
hefur það og sýna hluttekningu og
skilning í verki, ekki bara setja
„like“ eða „love“ í stöðufærsluna.
Heilsustöðin, sálfræði- og
ráðgjafarstofa, Skeifunni 11a,
Reykjavík. www.heilsustodin.is
Norræna bóka-
safnavikan verður
sett í 20. sinn í
dag, mánudaginn
14. nóvember. Nor-
ræn frásagnarlist
og sagnaauður eru
í öndvegi og vikan
sneisafull af alls
kyns viðburðum – svo sem upp-
lestrum, umræðum, sýningum og
öðrum menningarviðburðum – sem
samtímis eiga sér stað á þúsundum
bókasafna, skóla og samkomustaða
víða á Norðurlöndum og nærliggjandi
svæðum. Meginmarkmið Norrænu
bókasafnavikunnar er að lýsa upp
svartasta skammdegið með því að
tendra ljós og lesa bók. Norræna
bókasafnavikan er verkefni á vegum
Sambands Norrænu félaganna sem
leitast við að efla lestrargleði og
breiða út norrænar bókmenntir.
Stóri upplestrardagurinn er í dag,
en þá er kappkostað að fá eins marg-
ar stofnanir og hugsast getur til þátt-
töku: mögulega verður um óopinbert
heimsmet að ræða, þegar lesið verð-
ur upp úr völdum textum á hinum
ýmsu tungumálum samtímis á yfir
2.000 stöðum.
Nánari upplýsingar:
www.bibliotek.org/is.
Stóri upplestrardagurinn
Norræn frá-
sagnarlist og
sagnaauður