Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 14. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.78 112.32 112.05 Sterlingspund 138.43 139.11 138.77 Kanadadalur 83.22 83.7 83.46 Dönsk króna 16.361 16.457 16.409 Norsk króna 13.47 13.55 13.51 Sænsk króna 12.344 12.416 12.38 Svissn. franki 113.09 113.73 113.41 Japanskt jen 1.0494 1.0556 1.0525 SDR 153.25 154.17 153.71 Evra 121.76 122.44 122.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9767 Hrávöruverð Gull 1255.65 ($/únsa) Ál 1772.5 ($/tonn) LME Hráolía 45.8 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Danskir bankar spá því að efna- hagsstefna Donalds Trumps muni hafa slæm áhrif á danskt atvinnulíf. Helsta hlutabréfavísitala Danmerkur lækk- aði um 3,3% í síðustu viku og er lækkunin aðallega rakin til bandarísku forseta- kosninganna. Að sögn Bloomberg áætlar Nordea að verði sum kosningaloforð Trumps að veruleika gæti það kostað danskt atvinnulíf um 10.000 störf og minnk- að viðskiptaafgang um þriðjung. Mörg af stærstu fyrirtækjunum sem skráð eru á danska hlutabréfamark- aðinn fást við útflutning, skipaflutn- inga og vindmyllusmíði, en Trump þyk- ir líklegur til að grípa til aðgerða sem gætu dempað alþjóðaverslun og vöxt umhverfisvænna orkugjafa. ai@mbl.is Telja stefnu Trumps koma sér illa fyrir Dani Tap Ráðhústorgið STUTT Sigurður Nordal sn@mbl.is Stjórn Kviku banka mælir ekki með því við hlutahafa sína að taka nýju og endurbættu tilboði Virðingar í allt hlutafé Kviku. Stjórnin hefur gert forsvarmönnum Virðingar grein fyrir því að hún telji markvissari leið til sameiningar að Kvika geri hlut- höfum Virðingar tilboð um kaup á bréfum þeirra. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Virðing átt í samskiptum við helstu hluthafa Kviku um kaup á bréfum í bankanum með sameiningu fjármála- fyrirtækjanna í huga. Um miðjan október sendu forsvarmenn Virðing- ar stjórn Kviku formlegt tilboð sem beint var til eigenda bankans. Stjórnin mat tilboðið hins vegar ekki nægilega hagstætt til þess að ástæða væri til þess að senda það áfram til hluthafa. Virðing 31% í sameinuðu félagi Í byrjun nóvember sendi Virðing svo endurbætt tilboð til stjórnar Kviku. Í tilboðinu er Kvika banki verðmetinn á tæplega 6,6 milljarða króna en eigið fé bankans var 6,2 milljarðar í lok september síðastlið- ins. Á móti er verðmæti Virðingar metið á tæplega 3 milljarða króna þannig að verðmæti hlutafjár Virð- ingar yrði um 31% í sameinuðu félagi á móti 69% hlutafjár Kviku. Samkvæmt tilboðinu myndi hlut- höfum Kviku gefast kostur á að fá söluvirði allt að helmings hlutafjár síns greitt í reiðufé og afganginn í formi hlutafjár í sameinuðu félagi. Hluthafar með minna en 1% hlut í Kviku myndu þó geta selt allan sinn hlut fyrir reiðufé. Virðing setur það skilyrði fyrir til- boðinu að eigendur 2/3 hlutafjár í Kviku gangi að því og samþykki sameiningu félaganna, auk þess sem hluthafar Kviku samþykki að selja Virðingu að minnsta kosti 20% hluta- fjár. Þann hluta sem greiddur yrði með reiðufé hyggst Virðing fjár- magna með útgáfu nýs hlutafjár. Samlegð og tekjuaukning Ljóst er að stjórnendur Virðingar sjá mikil tækifæri í samruna fjár- málafyrirtækjanna tveggja. Sam- legðaráhrif eru metin á um hálfan milljarð króna á ári auk þess sem tækifæri til tekjumyndunar aukist verulega. Nýr banki yrði leiðandi á öllum sviðum fjárfestingarbanka- starfsemi, með sambærilegar tekjur og Íslandsbanki og Landsbanki hafa á því sviði. Sameinaður banki yrði leiðandi í eignastýringu með nærri 220 milljarða króna í stýringu, auk verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráð- gjafar. Fram kemur í tilboði Virðing- ar að lagt er til að félögin yrðu sam- einuð undir nafni Kviku banka. Mæla ekki með tilboðinu Stjórn Kviku tók tilboð Virðingar til umfjöllunar á fundi í síðustu viku og framsendi tilboðið í kjölfarið til hluthafa. Ljóst er að áhugi á sam- runa er fyrir hendi innan Kviku. Stjórnin mælir hins vegar ekki með því að hluthafar taki tilboðinu á grundvelli þess að verðmæti Virð- ingar sé metið hlutfallsleg of hátt í tilboðinu miðað við verðmæti Kviku. Þá séu fyrirvarar og skilyrði tilboðs- ins, meðal annars varðandi fjár- mögnun þess, flókin og óaðgengileg. Stjórn Kviku telur að markvissari leið til sameiningar sé að Kvika geri hluthöfum Virðingar kauptilboð gegn greiðslu reiðufjár og lýsir stjórnin sig reiðubúna til viðræðna á þeim grundvelli. Kvika lýsir vilja til þess að gera gagntilboð í Virðingu Sameining Virðing hefur sent endurnýjað tilboð til hluthafa í Kviku með samruna fjármálafyrirtækjanna í huga. Sameining Kviku og Virðingar » Kvika er með um 112 millj- arða króna í stýringu og Virð- ing með um 105 milljarða. » Bæði fyrirtækin bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf, markaðs- viðskipti og eignastýringu. » Kvika veitir bankaþjónustu fyrir stærri viðskiptavini. » Virðing rekur framtakssjóði og hyggur auk þess á opnun skrifstofu í London á nýju ári.  Stjórn Kviku mælir ekki með tilboði Virðingar  Kvika metin á 6,6 milljarða Gott gengi bandarískra hlutabréfa í kjöl- far forsetakosn- inganna í síðustu viku varð til þess að Warren Buffett færðist upp um tvö sæti á lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims. Jukust auðæfi Buffetts um 6,2 milljarða dala í vikunni sem dugði til að ýta honum upp fyrir Amancio Ortega, eiganda Inditex, og Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Í kosningabaráttunni hafði Buffett lýst yfir stuðningi við Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Meðal annars hækkaði hluta- bréfaverð Wells Fargo um 13% eftir að úrslit kosninganna urðu ljós. Berkshire Hathaway, fjárfestinga- félag Buffetts, á 10% hlut í bank- anum en markaðurinn væntir þess að með repúblikana við völd verði dregið úr regluverki fjármálageir- ans. Mexíkóinn Carlos Slim, sem oft hefur verið í eða við efsta sætið á lista Bloomberg, tapaði jafnvirði 5,8 milljarða dala í vikunni vegna veikingar mexíkóska pesóans. ai@mbl.is Trump ýtir Buffett upp í annað sætið Warren Buffett Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samið um að greiða 3,4 milljarða dala í bætur vegna ryðskemmda sem urðu á pallbílum, jeppum og jepplingum sem fyrir- tækið framleiddi á árunum 2005 til 2010. Er þetta niðurstaða hópmál- sóknar þar sem Toyota var gert að sök að hafa ekki ryðvarið um 1,5 milljónir bíla nægilega vel svo að miklar ryðskemmdir gátu orðið á burðarvirki bílanna. Toyota neitar sök í málinu en segist fagna því að tekist hafi að ljúka dómsmálinu á farsælan hátt. ai@mbl.is Toyota borgar 3,4 milljarða dala vegna ryðskemmda AFP Tjón Verslun Toyota vestanhafs. Málið snerti hálfa aðra milljón bíla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.