Morgunblaðið - 14.11.2016, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýafstaðinkosn-ingabar-
átta hér á landi
snerist að drjúg-
um hluta um það
sem engu skiptir í
bland við þráhyggju og mis-
skilning. Því miður virðast
stjórnarmyndunarviðræður
ætla að taka mið af þessu og
dellumálin vera helsti
ásteytingarsteinninn.
Eftir því sem fram hefur
komið er umsókn Íslands um
aðild að Evrópusambandinu
helsta ágreiningsefni flokk-
anna þriggja (eða tveggja?)
sem nú eiga í viðræðum um
stjórnarmyndun. Inn í þetta
blandast svo annað mál af
sömu rótum runnið sem er
breytingar á fyrirkomulagi
gjaldmiðils þjóðarinnar.
Ísland stendur frammi
fyrir margvíslegum brýnum
verkefnum. Hér á til dæmis
eftir að ráðast í myndarlegar
skattalækkanir eftir yfir-
gengilegar skattahækkanir
vinstristjórnarinnar. Þá þarf
að huga að ýmsum verk-
efnum til að treysta stoðir
samfélagsins, meðal annars
vegna aukins ferðamanna-
straums til landsins en einn-
ig til að tryggja að heil-
brigðis-, velferðar-, og
menntakerfi standi undir
þeim kröfum sem almenn-
ingur í landinu gerir til
þeirra mála. Allt eru þetta
þýðingarmikil verkefni sem
varða almenning miklu.
En það eru ekki þessi
verkefni og önnur álíka sem
mestu ráða um myndun
næstu ríkisstjórnar. Sú um-
ræða snýst aðallega um
hvernig hægt sé að þóknast
Viðreisnarflokkunum í Evr-
ópumálum og í aðförinni að
undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar, en íslenskir
krataflokkar hafa af ein-
hverjum ástæðum lengi haft
horn í síðu þeirra atvinnu-
greina.
Evrópumálin voru kosin
út af borðinu með eftir-
minnilegum hætti þegar
helsti ESB-flokkurinn nán-
ast þurrkaðist út. Niður-
staðan var sú að þeir flokkar
sem töluðu þannig að skilja
mátti að þeir vildu inn í Evr-
ópusambandið, sem þeir
þorðu reyndar aldrei að
segja berum orðum af ótta
við kjósendur, hafa 14 þing-
menn af 63. Svo eru ein-
hverjir sem vilja láta kjósa
um eitthvað tengt þessu að-
ildarbrölti, en það er óljóst
nákvæmlega hverjir það eru
og hvað þeir
myndu styðja í
þeim efnum. En
þeir segjast ekki
styðja aðild að
ESB.
Og ef horft er
til skoðanakannana um vilja
þjóðarinnar er hún staðföst
sem fyrr að vilja ekki inn í
ESB.
Það er ömurlegt að enn
skuli ESB-mál þvælast fyrir
í íslenskum stjórnmálum
þrátt fyrir skýran vilja al-
mennings um að Íslandi sé
haldið utan sambandsins.
Þetta er mikið skemmd-
arverk og það versta er að
það byggist á þeirri blekk-
ingu að einhver munur sé á
að sækja um aðild og gerast
aðili. Að hægt sé að sækja
um og sjá hvað „býðst“ í því
sem aðildarsinnar kalla
„samningaviðræður“. Allir
vita og ESB talar mjög af-
dráttarlaust um þetta, að
það sem býðst við aðild að
ESB er aðild að ESB. Um-
sóknarríki fær engar var-
anlegar undanþágur og lagar
ekki ESB að sínum þörfum á
neinn hátt. Þess vegna eru
aðildarviðræðurnar kallaðar
aðlögunarviðræður; með við-
ræðunum er verið að laga lög
og reglur umsóknarríkisins
að regluverki ESB. Málið er
ekkert flóknara en þetta og
þess vegna eru allar umræð-
ur um að sækja um aðild að
ESB, sem réttilega hefur
verið lýst sem brennandi
húsi, fjarstæðukenndar og
fráleitar.
Það að umsókn um aðild að
ESB skuli þykja eiga erindi
inn í jafn mikilvægar um-
ræður og nú standa yfir um
stjórnarmyndun er verulegt
áhyggjuefni. Það gefur ekki
góðar vonir um framhaldið
næstu fjögur árin ef ein-
hverjir aðilar að ríkisstjórn,
ekki síst ríkisstjórn með
naumasta þingmeirihluta,
eru svo laustengdir raun-
veruleikanum að þeir telji
brýnast af öllu að blásið
verði lífi í þá alræmdu aðild-
arumsókn sem vinstristjórn-
in setti af stað með bak-
tjaldamakki sem á sér enga
líka, nema ef til vill í Icesave-
máli sömu ríkisstjórnar.
Þjóðin á betra skilið en að
vera þvælt eina ferðina enn í
gegnum þessa vitlausu um-
ræðu um ESB-umsókn þegar
full þörf er á að nýta tíma og
pólitískt þrek í að leysa
raunveruleg viðfangsefni og
tryggja áframhaldandi lífs-
kjarabætur almennings.
Með ólíkindum er að
ESB-málið sé helsta
viðfangsefni
stjórnarmyndunar}
Áhyggjuefni
Þ
að hafa allir skoðanir á sköttum. Á
að innheimta skatt, hversu mikinn
skatt á þá að innheimta og af
hverjum, á að vera þrepaskattur
svo þeir tekjuhæstu borgi mest en
minna fáist í sameiginlega sjóði, eykur skatt-
heimta jöfnuð í samfélaginu eða er skattheimta
kannski aldrei réttlætanlega þar sem hún felur
í sér hótun um ofbeldi af hálfu ríkisins gagn-
vart þegnum sínum? Þessar spurningar og
margar fleiri leita upp á yfirborðið í kosn-
ingum, hvort sem þær eru til Alþingis hér á Ís-
landi eða til forseta í Bandaríkjunum.
Skoðun meirihluta kjósenda í þessu máli
virðist vera skýr ef marka má úrslit kosning-
anna en þar hlutu markmið um lága og einfalda
skatta brautargengi umfram stefnu vinstri-
manna um síhækkandi skatta. Það er nefnilega
þannig að skattheimta og skattbyrði snertir venjulegt fólk
beint, það horfir á peninga hverfa úr veskinu sínu og fær-
ast til ríkisvaldsins sem ekki aðeins heldur helstu örygg-
isþáttum samfélagsins við, þ.e. heilbrigðiskerfi, mennta-
kerfi, lögreglu, dómstólum og landvörnum, heldur eys fé í
ýmis verkefni sem mun betur færu á höndum einkaaðila.
Fólk horfir því um hver mánaðamót á sín eigin lífsgæði
minnka til að ríkið geti fengist við hin furðulegustu verk-
efni eins og verslunarrekstur með vín og tóbak með
lengdum afgreiðslutíma, vínfræðingum og afgreiðslu-
fólki, til að ríkið geti borgað hópi fólks til að banna sum
nöfn en ekki önnur, til að ríkið haldi úti rútuferðum um
landið og sveitarfélögin innan sinna marka, til
að ríkið geti borið út póst, til að ríkið getið
rekið fríhöfn þar sem þeir sem hafa efni á því
að fara til útlanda fá að greiða lægra verð fyr-
ir sömu vörur og fást utan flugstöðvarinnar,
til að ríkið geti flutt þér sömu fréttir og einka-
rekni fjölmiðillinn, til að ríkið geti spáð fyrir
um veðrið og til að ríkið geti mælt landið í
samkeppni við einkaaðila. Ríkið gengur því sí-
fellt á lagið gagnvart skattgreiðandanum og
útilokar samkeppni á þeim sviðum sem það
neitar að yfirgefa. Skattheimta á að vera
neyðarúrræði til þess að tryggja öryggi en
ekki eyðslufé stjórnmálamanna. Ef þeir vilja
fara út í alls konar rekstur og ævintýri geta
þeir stofnað fyrirtæki og lagt til sitt eigið fé –
en ekki annarra.
Óvíst er enn þegar þetta er ritað hvernig
ríkisstjórn mun sitja næstu fjögur árin en ljóst er af
niðurstöðum kosninganna að sá stjórnmálaflokkur sem
talaði um lága skatta á alla, traust til venjulega fólksins til
að ráðstafa eigin peningum og forgangsröðun ríkisfjár í
grunnþætti samfélagsins hlaut þriðjung allra atkvæða á
landsvísu. Sá stjórnmálaflokkur hefur einnig sýnt það og
sannað að hann hræðist ekki að lækka skatta og álögur á
venjulegt fólk.
Það er því eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkis-
stjórnina og tryggi að farið verði með sjálfsaflafé fólksins
í landinu af virðingu og meðvitund um að það tilheyrir
ekki ríkinu sjálfkrafa. laufey@mbl.is
Laufey Rún
Ketilsdóttir
Pistill
Ríkið á ekki fé fólks
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Íslendingar eru almenntheilsuhraustir ef marka mániðurstöður samræmdrarlífskjararannsóknar, sem
gerð var á Evrópska efnahags-
svæðinu í fyrra. Tæplega átta af
hverjum tíu íbúum á Íslandi töldu
heilsufar sitt vera gott eða mjög
gott.
Heldur hefur heilsu Íslend-
inga þó hrakað síðasta áratuginn
eða svo því hlutfall heilsugóðra var
ívið hærra í sambærilegri könnun
árið 2004.
Hagstofan hefur birt skýrslu
um þessar kannanir og kemur þar
fram, að árið 2014 var hlutfall
karla, sem mátu heilsu sína góða,
það sjötta hæsta í Evrópu, 79%, en
hlutfall heilsuhraustra kvenna það
níunda hæsta, 73%. Könnunin náði
til 32 landa.
Írar við bestu heilsu
Írar voru heilsuhraustasta
þjóðin að eigin mati en 83% karla
og 82% kvenna þar mátu heilsufar
sitt gott eða mjög gott. Svíar komu
næstir, þá Svisslendingar og Norð-
menn. Danir voru í 12. sæti og
Finnar í 15. sæti.
Í neðstu sætunum voru
Eystrasaltríkin, Eistland, Lettland
og Litháen, auk Portúgals. Rúm-
lega 40% kvenna og um helmingur
karla í þessum löndum töldu sig
vera við góða eða mjög góða
heilsu. Þetta er í nokkru samræmi
við lífslíkur í viðkomandi löndum
en ef miðað er við aðildarríki Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, er meðalævin einna styst í
Eystrasaltsríkjunum.
Heilsa og tekjur
tengjast aldri
Fram kemur í skýrslu Hag-
stofunnar, að heilsufar og tekjur
tengist hvort tveggja aldri, en með
ólíkum hætti þó. Heilsufar er yfir-
leitt best á fyrstu æviskeiðunum
en því fer svo hrakandi, tekjur
hækka hins vegar fram að miðjum
aldri, standa í stað um tíma en
lækka svo þegar fólk fer á eftir-
laun.
Hagstofan skoðaði sérstaklega
samband heilsu og tekna í aldurs-
hópnum 25-64 ára. Fram kom þá,
að hlutfall þeirra, sem segjast vera
við góða heilsu, er hærra hjá fólki
sem er í tekjuhæstu hópunum hjá
báðum kynjum. Þannig kváðust
86% karla og 83% kvenna í hæsta
tekjufimmtungi vera heilsuhraust
árið 2015 á móti 77% karla og 71%
kvenna í þeim lægsta sama ár.
Spurt var sérstaklega í lífs-
kjararannsókninni hvort fólk væri
með einhver langvinn heilsufars-
vandamál. Slík heilsufarsvandamál
eru algengari meðal kvenna en
karla hér á landi en hlutfallið hefur
að sögn Hagstofunnar þróast með
svipuðum hætti hjá báðum kynjum
á síðustu árum. Lægst varð hlut-
fallið árið 2007 þegar um 15%
karla og 21% kvenna reyndust með
langvinn heilsufarsvandamál.
Þetta hlutfall hækkaði árin á eftir
og fór hæst í 27% hjá körlum árið
2014 og 35% hjá konum árið 2015.
Í Evrópu reyndust langvinn
heilsufarsvandamál vera algengust
í hjá báðum kynjum í Finnlandi og
Eistlandi og sjaldgæfust í Búlgaríu
og Rúmeníu. Ísland er þar í 18.
sæti af löndunum 32, næstneðst
Norðurlandanna; aðeins Danir
voru neðar. Ísland var hins vegar
ofarlega á listanum þegar spurt
var um alvarlegar heilsufarslegar
takmarkanir í daglegu lífi. Þannig
sögðust 12% íslenskra kvenna búa
við slíkar takmarkanir og hlutfallið
var aðeins hærra í Grikklandi,
13%.
Íslendingar eru al-
mennt heilsuhraustir
Hlutfall Evrópubúa semmeta heilsu sína góða
-eftir búsetulandi og kyni (2014)
H
ei
m
ild
:H
ag
st
of
an
% 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
Írland
Svíþjóð
Sviss
Noregur
Kýpur
Holland
Malta
Ísland
Belgía
Lúxemborg
Grikkland
Danmörk
Bretland
Spánn
Finnland
Austurríki
Rúmenía
Frakkland
Meðaltal í ESB
Hvergi í
Evrópu er
ungbarna-
dauði jafn
lítill og hér
á landi en
samkvæmt
nýlegri
skýrslu
nam hann 1,8 af hverjum 1.000
lifandi fæddum á síðasta ára-
tug.
Á síðasta ári létust 5,9 millj-
ónir barna 5 ára og yngri, helm-
ingurinn á fyrsta mánuði. Fram
kom í grein í læknablaðinu The
Lancet í síðustu viku, að 60%
þessara barna voru í 10 löndum
í Afríku og Asíu.
Í fimm þessara landa, Angóla,
Lýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Níg-
eríu og Tansaníu, var lang-
algengasta dánarorsökin
lungnabólga, í fjórum landanna,
Bangladess, Indónesíu, Indlandi
og Pakistan, var helsta dánar-
orsökin erfiðleikar í fæðingu og
í Kína voru fæðingargallar
helsta dánarorsökin.
Tíu lönd
skera sig úr
UNGBARNADAUÐI