Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 19

Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 ✝ Tómas ÁrniJónasson lækn- ir fæddist á Ísafirði 5. október 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 5. nóv- ember 2016. Foreldrar Tóm- asar voru Jónas Tómasson, bóksali og organisti, f. 13. apríl 1881, d. 9. september 1967, og Anna Ingv- arsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1900, d. 6. október 1943. Tómas ólst upp á Ísafirði og var elstur þriggja bræðra en hinir eru Ingvar, f. 1927, d. 2014, og Gunn- laugur Friðrik, f. 1930. Tómas kvæntist 14. júlí 1946 Önnu Jóhannesdóttur húsfreyju, f. á Seyðisfirði 30. október 1924. Foreldrar hennar Jóhannes Arn- grímsson, sýsluskrifari, síðar fulltrúi fræðslumálastjóra í Reykjavík, og Guðrún Soffía Helgadóttir húsmóðir. Börn þeirra: 1) Jónas tónskáld, f. 21.11. 1946, maki Sigríður Ragn- arsdóttir tónlistarskólastjóri, f. 31.10. 1949. Börn þeirra: a) Ragnar Torfi, f. 1973, maki Tinna Þorsteinsdóttir, f. 1974, saxófónleikari, f. 5.7. 1960. Tóm- as Árni var stúdent frá MA 1943 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild HÍ 1951 og hlaut sér- fræðileyfi í lyflækningum, sér- staklega meltingarsjúkdómum, 1957. Að loknu kandídatsári og starfi sem héraðslæknir í Súða- víkurlæknishéraði 1953 hélt hann til sérfræðináms í Banda- ríkjunum. Var aðstoðarlæknir Duke University Hospital í Dur- ham og Henry Ford Hospital í Detroit 1953-1957. Var sérfræð- ingur á Landakotsspítala 1957- 1993, heimilislæknir í Reykjavík 1957-1962 og stundaði sér- fræðistörf á eigin stofu. Hann var prófdómari við læknadeild HÍ 1966-1974, lektor og síðar dósent í meltingarlækningum ár- in 1973-1989. Árið 1962 hóf hann að kynna sér nýjungar í meltingarlæknisfræðum og var meðal fyrstu lækna hér á landi til að greina meltingarsjúkdóma með maga- og ristilspeglunum. Tómas Árni var formaður Læknafélagsins Eirar, formaður Læknafélags Reykjavíkur, Fé- lags íslenskra lyflækna, Félags meltingarfræðinga, var formað- ur Læknafélags Íslands 1974- 1978, sat í stjórn Krabbameins- félags Reykjavíkur 1973-1988, var formaður 1978-1988 og vara- formaður Krabbameinsfélags Ís- lands 1980-1988. Útför Tómasar Árna verður gerð frá Neskirkju í dag, 14. nóv- ember 2016, klukkan 13. börn þeirra Áshild- ur Jökla, f. 2009, og Steinunn Embla, f. 2011, b) Herdís Anna, f. 1983, c) Tómas Árni, f. 1985, í sambúð með Mary Kay Hickox, f. 1987. 2) Jóhannes upplýs- ingafulltrúi, f. 28.2. 1952, maki Mál- fríður Finn- bogadóttir sérfræð- ingur, f. 21.1. 1954. Börn þeirra: a) Helgi, f. 1976, sambýliskona Hildur Bjarnadóttir, f. 1978, barn þeirra Elsa María, f. 2014, og fyrir átti Helgi Jóhannes, f. 1997, b) Anna, f. 1978, maki Ragnar Björn Ragnarsson, f. 1972 (þau skildu), börn þeirra Sara Björk, f. 2003, og Einar Björn, f. 2005, c) Þórdís, f. 1979, maki Brynjar Valþórsson, f. 1985, sonur þeirra Valþór Hrafn- kell, f. 2014, fyrir átti Þórdís Ísar Ágúst, f. 2002, og Salvöru Mó- eiði, f. 2010, 3) Haukur tónskáld, f. 9.1. 1960, maki Ragnheiður Elísdóttir læknir, f. 20.11. 1966, dætur þeirra: a) Hulda Kristín, f. 2001, og b) Anna Soffía, f. 2004. 4) Guðrún Anna píanókennari, f. 20.3. 1962, maki Leon van Mil Tengdafaðir minn Tómas Árni er látinn. Við áttum samleið í rúm 40 ár. Raunar hafði ég heyrt af honum löngu áður en ég varð hluti af fjölskyldunni þar sem hann sinnti bæði föðurömmu minni og móðurafa með góðum árangri og var talað vel um þennan lækni. Eftir að við Jóhannes, næstelsti sonur Tómasar og Önnu, ákváðum að rugla saman reytum okkar kynntist ég Tómasi betur. Spurt var: „Hvaðan kom hann … Hvað er hann?“ Í stuttu máli: Tómas var Ísfirðingur, tón- listaráhugamaður, MA-ingur, læknir, skíðamaður, ferðalangur, félagsmálamaður, fjölskyldufaðir, afi og vinur. Bernskan var á Ísafirði og með móðurmjólkinni kom tónlistin. Menntaskólanámið á Akureyri, þar hitti hann Önnu, lífsförunaut- inn, og héldu þau tengslum við MA og skólafélagana. Eftir læknanám hér og í Bandaríkjun- um var hann duglegur að fylgjast með í faginu og sinnti jafnframt alls konar heilsufarsvanda fjöl- skyldu og vina. Tónlistin var ein mesta ástríðan í lífi hans fyrir ut- an fagið. Skíðaiðkun var honum unun alla tíð þótt keppnisferillinn hafi verið stuttur. Hann var ferða- langur, átti hlut í „Víbon“ svo hægt væri að fara um hálendið og síðar jeppa. Ferðalögin erlendis voru gjarnan tengd ráðstefnum – ég held að „ferðatöskugenið“ sé frá Tómasi! Hann hugsaði vel um fjölskylduna og fylgdist vel með afkomendunum og ræktaði stóran vinahóp. Má þar nefna vináttu Hvassaleitisfólksins, kartöflu- ræktina, ferðir með Riis-fólkinu, dönsku „fjölskyldunni“ okkar, gufubaðsklúbbinn, rótarý, kræk- lingahópinn og fuglaskoðun. Lífið er stundum eins og lag- kaka og eigum við hjón einkum hlutdeild í yngri lögum í köku Tómasar og jukust samveru- stundirnar eftir að hann náði eft- irlaunaaldri. Fórum t.d. í nokk- urra vikna Evrópuferð saman – tilgangurinn var að Tómas, þá 77 ára, vildi sækja þing meltingar- sérfræðinga í Gautaborg. Úr varð skemmtileg ferð þar sem við hitt- um yngri börnin þeirra hjóna, vini og hann kollega sína. Við fórum víða saman, umgengumst vini þeirra, héldum ýmis boð með þeim eða fyrir þau. Tómas bar mikla virðingu fyrir Önnu, konu sinni, og vildi allt fyrir hana gera. Þannig kom fyrri Parísarferðin okkar til – hann langaði að ferðast en Anna var treg. Þar til allt í einu að hún sagði: „Það væri ekki nema að fara til Parísar!“ Við fórum síðar aftur Parísar, tvisvar til Amster- dam, nokkrum sinnum út í Flatey, til Akureyrar, pílagrímaferð í Fnjóskadalinn þar sem Jónas fað- ir Tómasar var fæddur, í Brekku- skóg, til Ísafjarðar og margoft heim að Hólum. Í þessum ferðum kynntumst við eldri lögunum í kökunni með frásögnum af gönguferð með Búbba frænda eða frænkunni Siggu Rönku milli fjarða fyrir vestan eða brúðkaupsferð Bibbu og Ingvars sem Anna og Tómas tóku þátt í og reyndist mikið æv- intýri að komast frá Húsavík til Ísafjarðar. Erfið færð í byrjun þessa árs varð þess valdandi að það dró úr vikulegum heimsóknum þeirra til okkar og síðan var það kjarkurinn sem brást – við hittumst samt nær daglega. Nú hefur Tómas tengda- faðir minn kvatt eins og honum einum var lagið. Minningin lifir og yljar – takk. Málfríður Finnbogadóttir. Tómas Árni var öðlingur í orðs- ins fyllstu merkingu. Aldrei heyrði ég hnjóðsyrði um nokkurn mann af hans vörum, hann var heiðarlegur og hreinn í hugsun, örlátur og hjálpsamur, traustur og trygglyndur, greiðvikinn og ræktarsamur í garð ættingja og vina, gáfaður og glaðlyndur, húm- orinn aldrei langt undan. Ég vissi snemma af Tómasi og Önnu. Þegar ég var barn bárust foreldrum mínum árlega jóla- kveðjur frá þessum hjónum í Am- eríku, oft með myndum af strák- unum þeirra, Jónasi og Jóhannesi, og það hvíldi yfir þeim einhver ljómi. Ég hitti þau þó ekki fyrr en löngu síðar þegar við Jónas vorum farin að draga okkur saman og ég fór að venja komur mínar í Hvassaleitið þar sem mér var strax tekið opnum örmum. Það var ákveðinn heimsborgarabrag- ur yfir þessum glæsilegu hjónum, hann prófessorslegur og hún með sitt suðræna útlit, svolítið eins og klippt út úr bíómynd. Á þeim tíma var Tómas ekki einungis önnum kafinn og eftirsóttur læknir, hann var á kafi í félagsmálum hjá Læknafélaginu, Krabbameins- félaginu og víðar. Það var oft mik- ið um að vera á heimilinu, mikill gestagangur og veisluhöld og and- rúmsloftið var alþjóðlegt og spennandi. Gestrisnin var annáluð og viðmótið ávallt einstaklega hlýtt. Okkur Tómasi varð fljótt vel til vina og við tengdumst sterkum böndum, enda áttum við ýmislegt sameiginlegt fyrir utan fjölskyld- una. Hann var ástríðufullur tón- listarunnandi, sótti alla tónleika sem hann komst yfir, hlustaði á plötur og hafði ákaflega gaman af að syngja þótt mér vitanlega væri hann aldrei í kór. Ísafjörður átti ríkan þátt í lífi hans, hann var ákaflega tryggur sínum bernsku- slóðum og fylgdist náið með öllu sem gerðist fyrir vestan. Tónlist- arlífið á Ísafirði var honum sér- staklega hugleikið, enda var grunnurinn að því lagður á bernskuheimili hans. Á ferðum okkar suður gistum við Jónas og krakkarnir jafnan í Hvassaleitinu og síðar á Granda- veginum. Það hefur eflaust stund- um reynt á þolinmæðina að fá þennan stóra og fjöruga hóp inn á heimilið en okkur var alltaf fagnað innilega. Það var dekrað við Ís- firðingana og á alla lund leitast við að gera okkur dvölina skemmti- lega og þægilega. Heimsóknir Tómasar og Önnu til Ísafjarðar eru líka dýrmætar í minningunni, en þau létu enga stóratburði hjá fjölskyldunni fyrir vestan framhjá sér fara. Í veikindum mínum fyrir 16 árum reyndist Tómas mér ein- stök stoð og stytta. Hann var hættur að vinna, en ekki var við annað komandi en að fylgja mér í læknisskoðanir og meðferðir. Mér er ekki grunlaust um að hann hafi sjálfur haft gaman af að heim- sækja spítalann, enda var honum tekið þar með miklum virktum af starfsfólkinu, sem flest þekkti hann. Í hans fylgd var ég fullkom- lega örugg um að ég fengi þá bestu umönnun sem völ var á. Það er komið að því að kveðja elskulegan tengdaföður og kæran vin, þakka hjartanlega fyrir sam- fylgdina og stuðninginn. Nú er hugurinn hjá Önnu sem kveður ástvin sinn og lífsförunaut eftir meira en 70 ára farsælt og ham- ingjuríkt hjónaband. Blessuð sé minning Tómasar Árna. Sigríður Ragnarsdóttir. Mig langar til að minnast tengdaföður míns með fáeinum orðum. Tómas var mér afar kær, hann var einstaklega ljúfur mað- ur, rólyndur og með góða nær- veru. Ég kynntist Tómasi þegar ég var læknanemi á þriðja ári á Landakoti, sem var fyrsta reynsla mín af læknisstörfum og sú minn- isstæðasta. Tómas og kollegar hans tóku afskaplega vel á móti okkur læknanemunum, þannig að okkur fannst við strax hluti af læknahóp spítalans. Það var mjög lærdómsríkt og eftirminnilegt að fara á stofugang með Tómasi og fylgjast með honum tala við sjúk- linga sína, sem hann gerði af mik- illi virðingu, nærgætni og með ein- staklega ljúfu fasi sem allir kunnu greinilega að meta. Sumarið eftir þriðja árið starfaði ég á lækna- stofu Landakotslækna sem læknaritari og þar var sama góða andrúmsloftið. Ég hugsa oft til þessarar fyrstu reynslu minnar sem læknis og hef alla tíð reynt að fylgja sjúklinganálgun Tómasar. Þegar ég kynntist eiginmanni mínum, syni Tómasar, var mér tekið eins og ég hefði ávallt verið hluti af fjölskyldunni. Þá var Tóm- as hættur störfum og naut sam- veru með Önnu konu sinni, fjöl- skyldu og vinum. Tómas og Anna voru ákaflega vinamörg, samhent og ræktuðu vel nær- og stórfjöl- skyldur sínar. Þau voru dugleg að halda veislur, þar kynntist ég ætt- ingjum og vinum þeirra hjóna. Einnig komst ég í kynni við heldri kollega sem voru brautryðjendur í sérgreinum sínum og þekktir af læknisafrekum sínum. Í matar- boðunum voru sagðar sögur af ferðalögum, en þau ferðuðust mik- ið bæði innan- og utanlands. Hjónin Anna og Tómas höfðu mikinn áhuga á ættfræði og tókst að vekja áhuga minn, sértaklega vegna þess að þau áttu mikið af starfsgreinatölum eins og Kenn- aratalið og Verkfræðingatalið þótt enginn tilheyrði viðkomandi stétt- um í fjölskyldunni. Þau voru afar natin við afkomendur sína. Ungar dætur okkar Hauks fengu að njóta samveru með þeim á að- fangadagskvöld ár hvert, sem eru dýrmætustu minningar þeirra um afa og ömmu. Ekki má gleyma rauða Ópalnum sem hann lumaði alltaf á fyrir börnin. Ég kveð Tóm- as með þakklæti og söknuði. Ragnheiður Elísdóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku Tómas, afi minn, var svo yndislegur og fallegur maður. Með mjúku hendurnar sínar. Læknishendur. Ég var alltaf svo stolt af honum enda er ekki hægt að hugsa sér betri afa. Einstakur er eiginlega orðið sem lýsir honum best. Hann var svo traustur og góður við alla og alltaf glaður og mér mikil og góð fyrirmynd. Hann var mjög fróður og kenndi mér margt. Afi þekkti líka margt fólk og sérstaklega finnst mér dýr- mætt að hafa kynnst „dönsku fjöl- skyldunni minni“ gegnum hann. Þar eru ættliðir númer þrjú og fjögur í góðu sambandi enn í dag. Til gamans má þess að síðustu ævidagana talaði afi nánast bara dönsku. Frá því ég man eftir mér hefur afi passað vel upp á mig. Á allan hátt. Passað að mér líði vel, borði rétt og að allt gangi vel í mínu daglega amstri. Síðustu ár hefur það aðeins snúist við, sér- staklega eftir að þau amma fluttu á Grund. Það eru forréttindi að eiga ömmu og afa sem búa nálægt manni og maður getur annast. Mér finnst ómetanlegt að hafa átt afa svona lengi. Eins að börnin mín hafi átt svona flottan langafa sem fyrirmynd. Tómas afi átti ein- staklega gott líf og til merkis um það var hann giftur ástinni sinni í rúm 70 ár. Þó svo að afi sé floginn á vit nýrra ævintýra veit ég að hann mun vaka yfir mér hvar sem hann er. Elsku afi minn, ég skal passa ömmu. Þín afastelpa, Anna. Afi minn Tómas er fallinn frá. Eftir lifir amma, hans besta. Hóg- værð er orð sem lýsir afa vel. Vinir hans vildu gjarna segja okkur krökkunum sögur af afrekum þeirra og afa úr fyrndinni. Afi vildi sem minnst af þeim heyra, hann var ekki fyrir það gefinn að tala um sig. Nokkrar sögur náði ég þó að heyra, eins og þegar hann labb- aði með Ingvari frænda frá Húsa- vík til að ná á ball í Menntaskól- anum á Akureyri. Það var milli jóla og nýárs, það var snjór og gangan tók tvo daga. Amma ætl- aði líka á þetta ball. Þau amma bjuggu lengst af í Hvassaleitinu. Þar var oft gest- kvæmt enda afi og amma afar vin- mörg. Ég kynntist vinum hans afa, börnum þeirra og barnabörn- um og þekki enn, þremur ættlið- um síðar. Frændrækin voru þau líka. Frændfólk að vestan og aust- an gisti þegar það kom í höfuð- staðinn, sumir jafnvel heilu árin, meðan það stundaði nám. Ég var komin á fullorðinsár þegar ég átt- aði mig á að þetta var ekki al- mennt í fjölskyldum, að þekkjast langt aftur í ættir, að vera kunnug fólki sem var systkinabörn við afa. Vinir barna þeirra ömmu voru líka aufúsugestir í Hvassaleitinu. Ég kynntist þeim líka. Og þekki enn í dag. Það er víst ekki almennt heldur. En það er ómetanleg gjöf. Tónlistaráhugi var í allsráðandi í lífi afa. Hann hefur frá upphafi átt miða á sinfóníutónleika og var óþreytandi að bjóða mér með. Hann átti líka miða á sinfóníuna þegar þau amma bjuggu á náms- árunum í Detroit. Þá voru mat- arinnkaup bara skorin niður til að fjármagna miðakaup. Allar veislur í Hvassaleitinu voru því fullar af tónlist. Sumir gestanna höfðu at- vinnu af tónlist og tónlistarflutn- ingi en allir gátu sungið. Og það var mikið sungið við flygilinn. Við horfðum líka á enska boltann á laugardögum. Þau amma ferðuðust mikið, innan lands og utan. Við fórum með þeim ófáar ferðir um landið, þar lærði ég örnefni og fjallanöfn. Þau kenndu mér líka að tala dönsku, svo ég gæti talað við danska vini hans, sem við köllum nú dönsku fjölskylduna. Afi kenndi mér líka á skíði og á ung- lingsárum hittumst við að skóla- degi loknum og kláruðum daginn saman í Bláfjöllum. Afi fór í sína síðustu skíðaferð til útlanda með vinum sínum áttræður að aldri. Afi var einstaklega hugulsamur og mikið ljúfmenni, hann skipti aldrei skapi. Hann var læknir og virtur sem slíkur. Mér fannst það mjög merkilegt að eiga afa sem helgaði líf sitt lækningum, því að aðstoða aðra. Ég heyrði stundum af afrekum hans á því sviði, frá fólki úti í bæ og fylltist stolti. Afi blés á það allt, vildi ekki ræða neitt slíkt. Hann vildi frekar kryfja mál, ræða mína hagi og við- fangsefni. Hann fylgdist alla tíð vel með hvað ég fékkst við. Af ein- lægum áhuga. Það er sárt að sjá á eftir þess- um mikilvæga hluta af lífi mínu en afi lést umvafinn ástvinum, sadd- ur lífdaga eftir góða ævi. Fyrir það er ég þakklát. Þórdís Jóhannesdóttir. Þegar mér barst fregn af and- láti frænda míns, Tómasar Árna Jónassonar, hefði hún ekki átt að koma mér á óvart. Hann hafði náð háum aldri. Það gerði fregnin samt. Ég var orðinn vanur þeirri hugsun að hann væri á sínum stað, aldraður en yfirvegaður og óbif- anlegur. Það var talsverður aldursmun- ur á okkur frændunum. Ég var fæddur árið sem hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og missti móður sína þá um haustið. Ég kynntist því ekki Önnu Ingvarsdóttur. En ég þekkti býsna vel ömmubróður minn, Jón- as Tómasson. Þar runnu saman ólíkir stofnar, svo úr varð sérstök og sterk blanda. Annars vegar var kvikt blóð og ört skap, mikil list- hneigð, rík sköpunargáfa og óþrjótandi athafnaþrá; á hinn bóg- inn voru hávaxnir, virðulegir og hlýir höfðingjar, sem gátu ekki að því gert, og vissu ekki af því, hve fágaðir þeir voru og hlédrægir. Tómas Árni var einkum af síðari meiðinum. Í augum ömmu minnar var ætt- in öll Fnjóskdælir. Þótt systkini Jónasar Tómassonar og ömmu minnar hefðu tvístrast víða, varð Ísafjörður mikil orkustöð. Mér varð ungum ljóst að íslensk menn- ing átti sér þar hátimbrað heimili. Í mínum augum birtist það eink- um í frændgarði mínum og tengdu afreksfólki. Þetta var augljóslega óviðráðanlegt, bráðsmitandi og arfgengt. Á þeim árum sem ég og frænd- ur mínir, Stefán og Birgir Her- mannssynir, vorum við nám er- lendis, var Tómas Árni að hasla sér völl í Reykjavík sem sérfræði- læknir, og brátt hlóðust á hann ábyrgðarstörf tengd læknavísind- um, kennslu og félagsstörfum. Við frændurnir tókum eftir því að þrátt fyrir miklar annir, fylgdist þessi ættrækni læknir náið með okkur. Hann yfirheyrði okkur um framgang mála, á sinn kurteislega hátt. Þegar við vorum staddir heima á Íslandi, fengum við heim- boð og nutum gestrisni þeirra hjónanna, Önnu og Tómasar, þar sem umræður snerust um okkur og framtíð okkar. Ég hygg að ræktarsemin og vinsemd þeirra hjóna hafi mótað okkur og fylgt okkur alla ævi. Það er út af fyrir sig athygl- isvert, því við hittumst ekki oft. Leiðir okkar lágu ekki mikið sam- an. En í hvert skipti sem við hitt- umst, hélt maður til baka með nesti göfgi, hlýju og hlédrægni, og bar ábyrgð á því hvernig með var farið. Mér hefur verið þessi frændi minn ofarlega í huga alla tíð og ég tel mig vita vel hve mikið skarð er fyrir skildi, þegar hann kveður. Ég sendi Önnu og fjölskyldunni þakklætis- og samúðarkveðjur. Tómas I. Olrich. Tómas Árni föðurbróðir minn sofnaði svefninum langa hinn 5. október síðastliðinn. Addi var mjög hjartahlýr og góður maður. Ég man að þegar ég flutti úr föðurhúsum í Svíþjóð til Íslands gekk hann mér eiginlega í föðurstað. Þau Anna buðu mér að búa hjá þeim í Hvassaleitinu með- an ég var að koma mér fyrir. Hann hafði mikinn áhuga á því sem ég stefndi að og áttum við margar góðar og innilegar sam- ræður. Hann hjálpaði mér síðan að finna mér samastað, en lagði ríka áherslu á að ég væri alltaf vel- kominn, kæmi í heimsókn og borð- aði með fjölskyldu hans, sem ég og gerði þegar tími vannst til. Það kom aldrei til greina að ég fyndi mér heimilislækni, því ég hafði alltaf aðgang að Adda og það hafði fjölskylda mín síðar. Frá blautu barnsbeini fannst mér hann góður og mjúkhentur læknir sem gat læknað allt. Það var eiginlega ekk- ert mál að verða lasinn, Addi bjargaði því. Það var líka gaman að sjá samskipti þeirra hjóna og vináttu, bæði svo hlý og yndisleg og alltaf jafn yfirveguð, og virðist öll þeirra fjölskylda hafa erft þá yfirvegun. Margt gott og skemmtilegt rifj- ast upp þegar ég hugsa til Adda frænda en ég læt þessar ljóðlínur duga í kveðjuskyni: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku Anna og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegu samúðarkveðjur. Vigfús Ingvarsson. Tómas Árni Jónasson  Fleiri minningargreinar um Tómas Árna Jónas- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.