Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Sturla Þórðarson, tannlæknir í Reykjanesbæ, á 70 ára afmæli ídag. Hann var lengi tannlæknir á Blönduósi, sat í hreppsnefndBlönduóss og var formaður Stangveiðifélags Austur-Húnvetn-
inga en flutti í Reykjanesbæ árið 2001.
„Ég hef lítið tekið þátt í félagsmálum á síðustu árum, er að verða
latur. Ég var varamaður í bæjarstjórn Sandgerðis, mig minnir í eitt
kjörtímabil. Ég man það ekki nákvæmlega, það fennir yfir slóðina.“
Þeir Sturla, Jón Björn Sigtryggsson og Benedikt Jónsson eru með
tannlæknastofu á Tjarnargötunni. „En það er rétt að taka fram að ég
er vinnumaður hjá Jóni Birni, ég rek þetta ekkert sjálfur. Það er
miklu gáfulegra að hafa þetta svona fyrir gamla menn.
Utan vinnu spila ég svolítið golf og er að gramsa í ljósmyndun, tek
svona skorpur stundum. Ég tek í raun helst myndir af náttúrunni eins
og hraununum hérna í kring og mosanum í hrauninu og landslaginu
yfirleitt.“
Þegar blaðamaður ræddi við Sturlu fyrir helgi þá stóð ekkert til að
gera í tilefni afmælisins. „Ég var nú að hugsa um að fela mig einhvers
staðar.“
Eiginkona Sturlu er Unnur G. Kristjánsdóttir, kennari í Holtaskóla
í Keflavík. „Við eigum engin börn saman en ég á tvö börn, Snorra sem
býr í Garðabæ og Auði sem býr í Reykjavík, og Unnur á tvær dætur,
Maríu Birnu og Guðmundu Sirrý, en þær búa úti í Kaupmannahöfn.“
Tannlæknirinn Sturla Þórðarson er tannlæknir í Reykjanesbæ.
Var að spá í að fela
sig á afmælinu
Sturla Þórðarson er sjötugur í dag
G
uðrún Sigurjónsdóttir
fæddist á Akranesi 14.
nóvember 1966. Hún
ólst upp á Glitstöðum í
Norðurárdal í Borgar-
firði.
Guðrún gekk í Grunnskólann á
Varmalandi, tók 9. bekk í Reykholts-
skóla og Samvinnuskólapróf frá Bif-
röst árið 1984. Hún var AFS-
skiptinemi í Ekvador í eitt ár. Guð-
rún fór svo í starfsnám á vegum
Sambands íslenskra samvinnufélaga
og vann m.a. í Samvinnubankanum,
Iðnaðardeild SÍS, skrifstofu KEA og
í Samvinnuskólanum á Bifröst.
Guðrún var stúdent frá Bifröst
1988 og fór þaðan í vinnu sem gjald-
keri á skrifstofu Kaupfélags Borg-
firðinga. Hún rak farfugla- og gisti-
heimili á Varmalandi í tvö sumur,
lærði spænsku í Háskóla Íslands
einn vetur og vann við bókhald og
fjármál hjá Eðalfiski í Borgar-
nesi.„Ég tók síðan þrjú ár í pásu frá
vinnu utan heimilis til þess að sinna
barnauppeldinu.“ Guðrún fór svo
1996 að vinna á skrifstofu Samvinnu-
háskólans á Bifröst ásamt því að
stunda nám við skólann. Útskrifaðist
sem rekstrarfræðingur árið 2003.
Eftir það vann hún hjá Búnaðarsam-
tökum Vesturlands 2003-2006 sem
rekstrarráðgjafi og bókari.
„Ég tók við búi á Glitstöðum af for-
eldrum mínum ásamt eiginmanni
mínum árið 2000 og erum við með
kýr og kindur. Ég sinni auk þess
bókhaldi fyrir nokkur fyrirtæki og
félög.“
Félagsstörf
Guðrún hefur verið stjórnarmaður
í Kaupfélagi Borgfirðinga frá 2001 og
er núverandi stjórnarformaður þar.
Hún situr einnig í stjórn Fóðurblönd-
unnar, Veiðifélags Norðurár og Kúa-
bændafélaginu Baulu á Vesturlandi.
Hún var um árabil stjórnarmaður í
Auðhumlu og Mjólkursamsölunni,
Ungmennasambandi Borgarfjarðar,
Hollt og gott og Búnaðarfélagi Þver-
árþings. „Félagsstörf heilla og það er
einhvern veginn þannig að mér finnst
mjög margt spennandi og flest vekur
áhuga minn. Í gegnum tíðina hef ég
tekið þátt í ýmsu félagsstarfi s.s hjá
Ungmennafélagi Stafholtstungna og
leikdeild þess félags og Kvenfélagi
Stafholtstungna.“
Helstu áhugamál
„Ég hef mjög gaman af að ferðast
og skoða mig um, bæði innanlands og
utan. Við reynum alltaf að fara í frí á
hverju ári til að ferðast og vildum
gjarnan gera meira af því. Í sumar
fórum við hjónin ásamt börnum og
þeirra fjölskyldum norður Strandir
og í Norðurfjörð. Í haust fórum við
síðan einnig með börnum og tengda-
syni til Ítalíu þar sem við ferðuðumst
um milli borga og nutum ítalskrar
gestrisni. Eftirminnilegt er ferðalag
okkar hjóna til London á tónleika
með Rolling Stones. Við vorum rétt
komin út þegar tónleikunum var
frestað því Jagger fékk hálsbólgu.
Tónleikunum var frestað um mánuð
svo við skelltum okkur bara aftur út
þá. Og það var þess virði – tónleik-
arnir voru æði.
Ég er ein af þeim sem eru alltaf
með eitthvað á prjónunum. Handa-
vinna er stórt áhugamál og ég er með
handavinnu í hverju horni svo það er
nokkuð sama hvar ég sest niður
Guðrún Sigurjónsdóttir, bóndi á Glitstöðum – 50 ára
Við Hreðavatn Frá ættarmóti í sumar, á myndinni eru Guðrún, Eiður, systkini hennar og afkomendur.
Félagsstörfin heilla
Vinkonurnar Salka Rannveig Rúnarsdóttir og Arna Sigríður Gunnarsdóttir
gengu í hús og seldu ýmiskonar dót sem þær höfðu föndrað. Þær styrktu Rauða
krossinn með ágóðanum, 1.200 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af
öryggisvörum