Alþýðublaðið - 24.12.1924, Qupperneq 2
5
og allii kenningu sinni sýndiJesú
oss föBurínn og opinberaði oss
persónu bans, og sagÖi líka sjálfu ■:
>Hver, sem heflr séð mig, hefir
sóð fððurinn<. 0g hver vill halda
því fram um Jesú, að líf hans og
kenning beri þess vitni, að hann
hafl verið eða só liklegur til að
útskúfa nokkrum manni eilíflega?
Ég segi tð eins: líklegur til. —
Nei. Eilíf útskúfun er svo fjarlæg
kærleiksboðskapnum hans, að fjær-
skyidari hugtök eru ekki til.
. En er þá brtytnin einskisveið?
Stendur þá á sama um hvernig
mennirnir breyta, úr því að guð
er svo góður og ástrikur faðir, að
hann mun engan reka fiá sór um
alla eilííð? — Nei og aftur nei.
í fyrsta lagi er inndælt og sælu-
rikt að flnna friö hans og ljós í
sálu sinni þegar hór í þessu iífi;
en það getur sá óinn fundið til
fulls, sem reynir sífelt að fram-
gánga í kærleika Krists, — sá,
sem elskar guð og náunga sína,
og finnur til með þeim, sem ráfa
í myrkrinu. fví að sá einn, sem
elskar guð, hann þekkir guð. Sá,
sem ekki elskar hann, þekkir hann
ekki, því að hann verður að eins
þektur til fulls í kærleikanum. í
öðru lagi færist sá lengra og lengra
frá guði, sem lokar hjarta sínu
fyrir honum og fyrir náðaráhrifum
anda hans. Og í þriðja lagi hlýtur
hver sá, sem ekki vill taka í hina
útréttu föðurhönd hór í þessu lífl,
að finna ásakandi röddu samvizk
unnar, annað hvort fyrr eða síðar,
ef ekki í þessu lífl, þá i öðru lífl.
Og vissulega verða kvalir samvizk-
unnar í öðru lífl sárar, ef hún
vaknar ekki fyrri en þá. EogÍDn
getur heldur lifað með guði og
notið alsælunnar með honum fyrri
en hann sjálfur vill taka i ástar-
hönd föðurins algóða, sem er ást-
rikur faðir allra barnanna sinna,
bæði þessa heims og annars. Ég
trúi, að þó að þeir menn, sem
vilzt hafa frá guðl hér í heimi og
hið illa heflr náð tökum á, illar
hugsanir og vond verk, — að þó
að þeir veiði um stund og e. t.
v. um langan aldur að dvelja í
»myrkrinu fyrir utan<, af því að
ást guðs heflr enn ekki nóð að
hræra hjörtu þeirta, svo að þeir
hafa enn ekki komið auga á kær-
leiksljósið, og tekið að festa ást á
því, sem gott er og elskuyeit þá
muni að lokum kraftur guðsveiða
ALÞYÐUBLASIiD
svo máttugur í veikleika þeirra,
að þeir snúi sór til hins, verði
smátt og Bmátt betri og betii,
færist nær og nær guði, svo að
lokum fái þeir lika, allir saman,
eö reyna sælu þess, að halla sór
að ástaihjarta hans.
Pannig er það þá ekki guð, sem
útskúfar manninum, heldur þaif
maðutÍDn stundum langa reynslu,
langt uppeldi guðlegrar forsjónar,
til þess að verða að lokum guð-
elskandi vera og jafnframt mann-
elskandi vera. Proskunin er vissu
lega þróun stig af stlgi, >hærra,
minn guð, til þín, hærra til þín<.
Og að lokum verðum við öll englar
í ríki þínu, sendiboðar þínir, vor
guð og faðir, sem þú sendir þeim tú
leiðbeiningar, sem skemmra eru á
veg komnir 1 því að breyta eftir
boðorði Jesú Krists og bendingu
hans, er hann sagði: »Verið því
fullkomnir, eins og yðar himneski
faðlr er fullkominn<. Margir góðir
menn eru svo langt á veg komnir
þegar í þessu 1 fl, að vera heims-
bætandi, sönn leiðarljós öðrum
mönnum, sendiboðar guðs, sem
flytja þelm ástarboð hans, ekki að
eins í orði heldur og í' verki; en
vissulega munu þeir, sem enn eru
eigi svo langt á veg komnir, þó
eiga það sæluástand fyrir höndum,
ef ekki í þessu lífl, þá í öðru lífi
Guð mun að lokum leiða þá til
sin, og þroska þá líka með því, að
þeir þroski aðra, svo að þeir full-
komnist sjálfir á því að leiða
bræður sína og systur til guðs;
og að lokum munu þeir einnig,
að víbu gegn um margar þrautir
og hörmungar, ganga til fulls inn
í ríki guðs og veröa aðnjótandi
alsælunnar með honum, þar sem
alt verður eining og ást, friður og
fögnuður í heilögum anda. Afl
guðs og ást er hvort um sig nógu
mikið til þess, að vér megum full-
treysta því að enginn muni eilíf-
lega neita löðun guðs anda, sem
'SÍfelt heldur áfram að laðamenn-
ina til sín, lika þá, sem um stund-
arsakir hafa orðið eða verða að
dvelja í »myrkriDU fyrir utan<,
þar til þeir meðtaka ljósið, sem
skín í myrkrinu, og taka í hina
ástriku, úlrétta föðurhönd föður-
ins algóða, sem Jesú kendi oss að
elskar alla menn, og eDgan lætur
synjandi frá sór fara, sem snýr
sór til hans í alvöru, jafnvel þó
að seint sé og guð hafl fehgi þurít
Bezta jðlin mín.
Ég man alt af eftir þeim jólum-,
Alt af, þegar ég minnist æsku minn-
ar, koma þau jól fram i huga mihn,
sem hið stærsta, sem fyrir mig hefir
komið, — hið fegursta og jafnframt
myrkasta.
Það var heima i litla þorpinu okkar,
að snjórinn hafði hulið jörðina um
langan tima. Það var kalt, og hugur
okkar allra var fullur af kulda, — en
þvi nær sem að jólunum leið, þvi
mildari varð hugur okkar barnanna, —
þvi við hlökkuðum tii jólanna. 0g
þrátt fyrir það, þó pahhi væri fátæk-
ur, og við hefðum ekki nóg að borða,
og oft væri kalt á loftinu okkar, þá
(Framhald S, 10, siðu.)
að bíða hans, því að gæzka drott-
ins er óþrjótandi um alla eilífð.
Jesú sýndi oss elsku guðs, og
hann sýndi oss Jíka, að hún er
uppalandi. Jesú elskaði alia menn,
líka mestu syndarana; en hann
fann aö öllu óréttlæti, kúgun og
hræsni, og það stundum mjög al
várlega, en alt af í kærleika. Hacn
líkti hræsnurunum við kalkaðar
graflr framliðinna, sem að utan
líta fagurlega út, en að innan eru
fullar af dauðra manna bsinum ©g
hvers konar óhreinindum; og hann
sagði það ekki á bak við þá,
heldur upp í opið geðið á þelm.
í»ó langaði hann til eínskis fremur
en að safna saman þessum villu-
ráfandi bræðrum sínum, >eins og
þegar hæna safnar ungum sínum
undir vængi sér<. — »En þór haflð
ekki viljað það<, sagði hann hrygg-
ur. Hitt sagði hann ekki, að þeir
myndu aldiei um eilífð vilja það.
— Hann sýndi mönnunum, að
guð er haflnn yflr alla hræsnis-
fulla >miskunnsemi< og að smjaður
er honum andstygð. Ást hans er
sönn föðurást. Góður faðir lofar
börnunum sínum stuDdum að reka
sig dálitið á, ef þau vilja ekki með
góðu. fyigja ráðum hans, svo að
þau skuli komast að raun und,
að þeim só bezt að hlýða honum,
og að hann vilji þeim að eins vel,
líka þegar hann gefur þeim boð
og leiðbeiningar, sem þeim er
ógeðfelt að hlýða eða breyta eftir,
svo að þau smátt og smátt læri
að sjá, að öll boð hans og ráð eru
framkomin af ást á þeim og um-
hyggju íyrir velferð þeirra.
Ouöm. B. Olafsson
úr Grindavík,