Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 10.–13. júlí 201526 Skrýtið Sakamál
loksins á
Íslandi!
Verslun og Viðgerðir
Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is
V
ið réttarhöldin, í Douai,
sagði Dominique Cottrez
að hún liti á barnamorð
sem hún framdi sem „eins
konar getnaðarvörn“.
Þeir sem þekktu til Cottrez-hjón-
anna í franska þorpinu Villers-au-
Tertre, skammt frá Lille, höfðu ekki
nema gott eitt um þau að segja. Dom-
inique var í stærra lagi, en það virtist
ekki hafa áhrif á hana dagsdaglega.
Eiginmaður hennar, Pierre-Marie, er
trésmiður, sat í þorpsnefndinni um
skeið og var lýst, af Patrick Mercier
bæjarstjóra, sem „ærlegum, velvilj-
uðum náunga“.
Hjónin eiga tvær uppkomnar
dætur, og þegar hér er komið sögu, í
júlí 2010, var fátt sem taldist athygli
vert í tilveru þessa „rólegheita fólks“.
En það átti eftir að breytast.
Líkfundur
Í júlí 2010 voru nýir eigendur hússins
sem Cottrez-hjónin höfðu átt og
búið í að vinna í garði sínum með
það fyrir augum að útbúa sundlaug.
Í garðinum, í grennd við andapoll,
fundu þau tvö ungbarnalík í plast-
pokum. Lögreglan hafði samband
við Cottrez-hjónin og fyrirvaralaust
viðurkenndi Dominique að um væri
að ræða líkamsleifar tveggja barna
sem hún hafði alið. Dominique
bætti um betur því hún upplýsti
lögregluna um að lík sex barna að
auki væri að finna í bílskúr við nýtt
heimili þeirra hjóna. Lík þeirra voru
einnig í plastpokum og falin í olíu-
tanki. Börnin höfðu fæðst á um það
bil 17 ára tímabili, frá 1998 til 2006
eða 2007, og sagði Dominique að
hún hefði banað börnunum vegna
erfiðleika við fyrstu meðgöngu sína.
Málalyktir
Undir lok júlí 2010 þann 29. var
Dominique ákærð fyrir morð og 2.
júlí 2015 var loks kveðinn upp dómur
í máli hennar. Saksóknari hafði kraf-
ist 18 ára fangelsisvistar, en eftir viku
löng réttarhöld komst níu manna
kviðdómur að þeirri niðurstöðu að
níu ára dómur væri við hæfi. Var það
mat kviðdóms að fyrsta morðið hefði
ekki verið framið að yfirlögðu ráði og
einnig þótti augljóst að Dominique
glímdi við „skerta geðheilsu“. Dom-
inique hefur nú þegar afplánað fimm
ár og sá möguleiki er fyrir hendi að
henni verði veitt frelsi áður en árið
2015 rennur sitt skeið.
Faðir minn bóndinn
Við réttarhöldin í Douai sagði Dom-
inique að hún liti á barnsmorðin sem
„eins konar getnaðarvörn“ og fullyrti
að faðir hennar, bóndi að nafni Osc-
ar Lempereur, hefði verið faðir barn-
anna átta. Hún sagði enn fremur að
hún hefði verið hrædd við að fara til
læknis til að fá hefðbundnar getnað-
arvarnir.
Þar sem Dominique var æði þétt-
holda varð enginn þess áskynja að
hún væri barnshafandi, ekki einu
sinni þáverandi eiginmaður hennar
og dætur.
Dominique sagði: „Í hvert sinn
vonaði ég að algóður Guð gerði
kraftaverk. Að einhver segði við mig
„Nei, ertu barnshafandi?“ Þá hefði
ég hugsanlega sagt eitthvað – eitt-
hvað hefði vaknað innra með mér og
ég hefði farið í skoðun.“
Kynlíf í leynum
Að sögn Dominique misnotaði faðir
hennar hana fyrst þegar hún var átta
ára og stóð það yfir svo árum skipti,
jafnvel eftir að hún giftist Pierre-
Marie. Reyndar tók hún svo djúpt í
árinni að segja að hún elskaði pápa
sinn meira en eiginmanninn.
Rannsókn leiddi í ljós að þvert á
fullyrðingar Dominique var eigin-
maður hennar faðir barnanna átta og
höfðu sum þeirra fæðst þegar hann
var á ferðalagi sökum vinnu sinn-
ar. Líkskoðun sýndi að ekkert barn-
anna hafði verið líkamlega skaðað í
kjölfar fæðingar og talið ljóst að þau
hefðu verið kæfð nánast um leið og
þau fæddust.
Eftir stendur að um er að ræða
versta mál sinnar tegundar í Frakk-
landi. n
Fékk mildari dóm
en margur ætlaði
n Dominique Cottrez eignaðist tíu börn n Átta börnum banaði hún nýfæddum„ Í hvert sinn vonaði
ég að algóður Guð
gerði kraftaverk. Að ein-
hver segði við mig „Nei,
ertu barnshafandi?“
Myrti börnin sín
Dominique sagði
föður sinn hafa
misnotað hana.
Pierre-Marie Cottrez, eiginmaður
Dominque, hefur ekki verið ákærður.
Fundarstaður
Líkamsleifar
barnanna fund-
ust á tveimur
stöðum í Villers-
au-Tertre.
Dominique
Cottrez
Í faðmi fjöl-
skyldunnar.