Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Qupperneq 33
Helgarblað 10.–13. júlí 2015 Menning 33
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
Arnie snýr aftur … loksins
ir eiginlega frekar á heimildamynd
en vísindahrylling. Allir stara stöð-
ugt á skjái og herinn er kominn með
fjarstýrð drápsvélmenni. Kannski
tóku vélarnar yfir árið 1997 eftir allt
saman og enginn tók eftir því.
Aðeins er drepið á tímaflakks
þversögnum sem eru kjarni seríunn-
ar, án þess að ná Back to the Future 2
hæðum. Fleiri vangaveltur um örlög
andspænis frjálsum vilja hefðu ef til
vill skilað fyrsta flokks vísindaskáld-
sögu en í staðinn fáum við frekar
þétta spennumynd og það er eitt-
hvað. Þetta er kannski ekki sú Term-
inator-mynd sem við eigum skilið,
en þetta er sú Terminator-mynd sem
við þurftum á að halda. n
„Eins og með bestu
framhaldsmynd-
irnar er T5 meðvituð um
fyrirrennara sína.
Hasta la vista,
baby Arnold
Schwarzenegger
hefur skrifað sig
inn í poppkvik-
myndasöguna
með leik sínum
í Terminator-
myndunum.
SkApA Sinn eigin SAgnAheim
happdrætti. Hönnuðurinn fær yfir-
leitt bara frá 1,5 prósenti til 4 pró-
senta af heildsöluverði
afurða sinna. Þannig að
jafnvel þó að þú standir
þig vel þá verða hlutirn-
ir að seljast í þúsundum
til að þú fáir þokkalega
borgað. Jafnvel þess-
ir frægu hönnuðir eru
að ströggla í tíu, fimmt-
án ár. Þá eru þeir loks-
ins kannski komnir
með einhverjar tíu vör-
ur og geta farið að lifa af
því. Við spurðum okk-
ur hvort þetta væri eitt-
hvað sem við vildum
taka þátt í og komumst
að þeirri niðurstöðu að
við viljum það ekki,“
segir Brynjar.
„Þessu fylgja nefnilega líka mikið
af takmörkunum. Það sem við
erum að gera er hvorki hefðbund-
in hönnun né hefðbundin list. Við
erum á einhverjum óræðum mörk-
um. Ef við færum til hönnunarfyrir-
tækis væri okkur sagt að gera hlutina
vörulegri og aðrar takmarkanir
fylgja því að vera hluti af listheim-
inum. Þetta gefur okkur frelsi,“ bætir
Veronika við.
Þau stefna heldur ekki á að fjölda-
framleiða hönnunarvörur ein síns
liðs, heldur stefna þau frekar á að
handsmíða sjálf fleiri einstaka hluti,
halda yfirbyggingunni sem smæstri
og sköpunarkraftinum sem mestum.
Hanna sinn eigin sagnaheim
Þegar þau hanna hafa þau ekki endi-
lega hefðbundnar spurningar vöru-
hönnunarinnar til hliðsjónar. Hér
er ekki verið að stefna að því að gera
nytsamlega, straumlínulagaða og
notendavæna hluti. Til dæmis má
nefna Prikin sem þau unnu fyrir
Spark Design, en þau hafa ekki fyrir-
fram ákveðinn tilgang. Þau eru ein-
faldlega prik með ólíkum krókum,
böndum og lykkjum. Þau kveikja
hugrenningatengsl aftur í tímann,
bæði aftur til barndóms þar sem
prik getur leikið óteljandi hlutverk í
ímyndunarafli barnsins og jafn-
vel þúsundir ára aftur í tímann til
forfeðra okkar sem beittu þeim í
ýmsum tilgangi.
„Það gæti alveg verið hagnýtt
gildi í sumum hlutum sem við
gerum en það eru líka aðrir hlut-
ir sem gegna öðrum hlutverk-
um í þessari fjölskyldu hluta. Ég
held líka að í dag þegar hlutir
eiga að vera svo hreinir og gagn-
legir finnist mér skreyting vera
orðin að einhverju sem skiptir
máli í sjálfu sér,“ segir Brynjar.
„Ég held að oft væri hægt að
þýða hlutina okkar yfir í annað form
sem hefði skýrara hagnýtt gildi, en
það er ekki forgangsatriði hjá okk-
ur. Markmiðið er að skapa einhvern
heim,“ segir Veronika.
Á hverjum tíma leggja þau sig
þannig fram við að skapa sjálfstæðan
heim hönnunarvara, heim sem
segir ákveðna sögu. Hvaða miðill
hentar fyrir söguna hverju sinni er
svo mismunandi.
„Nýlega var okkur boðið að
taka þátt í gestavinnustofu í Par-
ís og hugmyndin er að gera ein-
hvers konar leikhús- eða gjörninga-
tengt verkefni. Við ætlum að vinna
með leikurum, dönsurum eða jafn-
vel fólki úr óperuheiminum. Við
vitum enn ekki hvort það verði í
hefðbundnu leikhúsi eða verði ein-
hvers konar inngrip í almennings-
rýmið,“ segir Brynjar.
„Það er líka eitthvað sem við
höfum áhuga á að
gera, að skapa hluti
fyrir skáldskap. Mér
finnst mjög áhugavert að í kvik-
myndum ert þú með fjöldann
allan af hönnuðum leikmun-
um og það er svo mikið frelsi í
hönnun þeirra. Eina gildi þeirra
felst í því hvernig þeir líta út á
skjánum, þannig að þú ert frjáls
undan öllum öðrum takmörk-
unum. Þess vegna getur maður
leyft sér að dreyma örlítið meira.
Þannig að hugmyndin um að gera
leikrit eða kvikmynd finnst okkur
svolítið heillandi – jafnvel að gera
kvikmynd þar sem allir hlutirnir í
myndinni væru til sölu. Það gæti
verið okkar leið til að kynna það
sem við gerum.“
Heimildamynd Brynjars um
sérlundaða einbúann og veiði-
manninn Borgþór Sveinsson er
dæmi um þetta, en hann hannaði
allan búnað þessa ímyndaða veiði-
manns og sem var síðar sýndur sem
serían Like Animals.
Sögur verða líka í stóru hlut-
verki í september þegar bók um
verk Brynjars verður gefin út. Bókin
er hluti af bókaröðinni Field Essays
sem er unnin af hönnunarkennar-
anum og sýningarstjóranum Sophie
Krier, en þar etur hún saman upp-
rennandi hönnuði eða listamanni og
eldri fræðimanni. Bókin er því unnin
í samvinnu við Tim Ingold, prófessor
í mannfræði við Aberdeen-háskóla í
Skotlandi.
Bókin er unnin út frá verkum
Brynjars og viðtal við hönnuðinn, en
með henni fylgir einnig vínylplata,
en á henni segir Brynjar sögur sem
hann hefur safnað á undanförnum
árum. „Þarna er til dæmis saga frá
vini mínum sem vann sem sjómað-
ur, sögur byggðar á eigin upplifun og
ýmislegt fleira.“
Of skítug til að vinna í tölvunni
Veronika segir að þau viti í raun
ekkert hvað muni koma út úr dvöl-
inni hér á landi og vinnustofunni í
Crymogeu, en þau ætli að prófa sig
áfram með efnivið úr íslenskri nátt-
úru, meðal annars íslenskan leir.
„Sú hugmynd kviknaði eiginlega
vegna þess að vinnustofan var að
verða að eins og bókunarskrifstofa.
Við vorum með sýningar og ferðalög
svo maður var bara að skipuleggja og
senda tölvupóst allan daginn. Það er
alveg hræðilegt þegar maður hefur
ekki tíma til að gera neitt skapandi.
En þegar þú ert að vinna með leir eru
hendurnar of skítugar til að þú getir
unnið á tölvuna. Þannig að maður
neyðir sig frá ritarastörfunum,“ segir
Brynjar og þau hlæja.
„En hugmyndin var að koma til
Íslands og vinna með íslenskt efni,
bara vera svolítið spontant og skapa.
Og sjá svo hvað yrði til í lok mánað-
arins. Okkur langar líka að vinna
með íslenskan sand, búa til gler
úr honum. Við byrjum vonandi að
prófa okkur áfram með það í næstu
viku. Svo langar okkur að prófa okkur
áfram með teppi úr íslenskri ull,“
segir Veronika. n
„Nýlega var okkur
boðið að taka
þátt í gestavinnustofu í
París og hugmyndin er
að gera einhvers konar
leikhús- eða gjörninga-
tengt verkefni.
Prik Prikin voru ekki hönnuð með neitt fyrirfram ákveðið hlutverk í huga.
Jöklakerti Brynjar og Veronika fá oft innblástu
r frá íslenskri
náttúru, en Brynjar segir að áhugi hans á la
ndinu hafi ekki
kviknað fyrr en hann flutti frá því.
Innblástur frá Vopnafirði Hlutirnir í hús-gagnaseríunni Silent Village eru innblásnir af handverki og útliti Vopnafjarðar.
Sýna í Crymogeu
Meðal verka sem Brynjar
og Veronika sýna við
Barónsstíg eru stækkaðar
ljósmyndir úr mynda-
banka þeirra, Visual Vault.