Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 15
Kynbætt jólatré Úrvalsyrki af fjallaþin gæti leyst innfluttan normannsþin af hólmi Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 15. desember 2015 Jólatré Hvers vegna veljum við íslensk jólatré? · Vaxa í nágrenni okkar · Ræktuð án eiturefna · Bera ekki sjúkdóma eða meindýr inn í landið · Spara gjaldeyri · Efla skógrækt í landinu · Hafa lítið kolefnisfótspor Þú finnur fróðleik um jólatrjáarækt á vefslóðinni skogur.is/jolatre T il mikils er að vinna að öll jólatré sem standa á ís- lenskum heimilum um jól verði á endanum rækt- uð innanlands. Mest selda lifandi jólatréð hér á landi er inn- fluttur normannsþinur sem ræktað- ur er á ökrum í Danmörku. Þrátt fyrir að mikið sé notað af bæði tilbúnum áburði og varnarefnum við ræktunina geta innfluttu trén borið bæði plöntusjúk- dóma og mein- dýr til lands- ins. Nú er unnið að kynbótum á fjallaþin sem gæti í fyllingu tímans leyst innfluttan nor- mannsþin af hólmi. Fjallaþinur er norður-amerísk trjátegund og vex til fjalla víða í vest- urhluta álfunnar. Tegundin er all- breytileg, bæði að lit og vaxtarlagi, en falleg tré af þessari tegund gefa nordmannsþin ekkert eftir sem jóla- tré. Vonast er til þess að kynbæt- ur fjallaþins gefi hentugt afbrigði til jólatrjáaframleiðslu hér á landi. Brynjar Skúlason, skógfræðingur og doktorsnemi í trjákynbótum, stýr- ir þessu starfi og á liðnu vori kom danskur sérfræðingur til landsins, Thomas Kunø, til að græða sprota úr- valstrjáa á grunnstofna eða fósturtré í Fræhöllinni í Vaglaskógi þar sem kynbótastarfið fer fram. Með víxlfrjóvgun þessara trjáa verður framleitt fræ til plöntufram- leiðslu í gróðrarstöðvum og ræktunar fyrsta flokks jólatrjáa í skógum vítt og breitt um landið. Ef vel gengur gætu ágræddu trén farið að gefa fræ innan fimm ára og fyrstu jólatrén komið á markað rúmum áratug síðar. Fjallaþin- ur ilmar vel og er fallegur á lit- inn en held- ur líka barrinu lengi. Allt eru þetta eftirsóttir kost- ir jólatrjáa. Sömuleiðis er fjallaþin- ur hæfilega stinnur og heldur því jólaskrautinu án þess að greinar slig- ist undan því. Tegundin myndi því áreiðanlega slá í gegn hjá íslenskum neytendum ef framboðið ykist. Vor- og haustfrost sem gjarn- an gerir á Íslandi eru helsta hindr- un þess að jólatré séu ræktuð hér á ökrum. Þess vegna feta menn sig nú meira í þá átt að rækta jólatré í skjóli eldri trjáa, til dæmis í nýlega grisjuð- um skógum þar sem þó er næg birta á skógarbotninum til að ungviði geti vaxið upp. Við slíkar aðstæður er mun minni hætta á skemmdum af vor- og haustfrostum, einkum á flatlendi. Mikið umhverfisálag fylgir bæði gervijólatrjám og innfluttum lifandi trjám. Innfluttu trén geta líka ógnað kynbótastarfinu á fjallaþin. Með þeim gætu borist meindýr og sjúkdómar sem sett gætu strik í reikninginn. Því ber að fara varlega með innflutt tré og gæta þess að þeim sé fargað á réttan hátt þannig að leifar þeirra berist ekki út í náttúruna. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.