Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 32
Vikublað 15. desember 2015 96. tölublað 105. árgangur Leiðbeinandi verð 445 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Leikhúsin heilla enn n Magnús Geir Þórðarson út- varpsstjóri hefur svo sannarlega ekki sagt skilið við leikhúsið. Um síðustu helgi sá hann tvær leik- sýningar á jafnmörgum dögum og ljóst að útvarpsstjórinn er kominn í mikið jólaskap. Sá hann bæði Leitina að jólunum í Þjóðleikhús- inu og Ævintýrið um Auga- stein eftir Felix Bergsson í Tjarnarbíói. Magn- ús var svo ánægður með Augasteininn að hann tók sér tíma til að þakka undir- manni sínum fyrir skemmtunina á Facebook-síðu hins síðarnefnda. Gjörsamlega úti að aka! Nýlegar reglur í Danmörku gera að verkum að íslenskt ökuskírteini gildir ekki þar F jölmörgum Íslendingum, bú- settum í Danmörku, er gert skylt að skipta út íslenska öku- skírteininu sínu fyrir danskt, ef ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Þeir sem uppfylla skilyrðin eru í raun réttindalausir til aksturs í Danmörku og ef þeir ökumenn eru stöðvaðir af lögreglu þá eiga þeir á hættu að fá 115 þúsund króna sekt. „Það hefur ríkt óvissa um þetta meðal Íslendinga í Danmörku lengi og það var ágætt að sendiráðið skyldi loks taka af allan vafa varðandi hverj- ar reglurnar eru. Hins vegar er það mín tilfinning að meirihluti Íslendinga hér í Danmörku hafi ekki skipt um ökuskírteini og því eru ansi margir sem keyra um réttindalausir, þar á meðal ég,“ segir Helgi Valsson og hlær. Helgi er varamaður í stjórn Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og hefur búið í sjö ár ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku. „Mér til varnar þá eru bara nokkrar vik- ur síðan ég fékk það á hreint að þetta væru reglurnar,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum DV hafa fjölmargar fyrirspurnir borist til ís- lenska sendiráðsins og því var loks leitað til danskra yfirvalda til þess að fá reglurnar á hreint í eitt skipti fyr- ir öll og var tilkynning þess efnis birt á vefsíðu sendiráðsins. Meginniður- staðan var sú að Íslendingar, sem búið hafa í Danmörku lengur en í tvö ár og eru með ökuskírteini sem eru með lengri gildistíma en 15 ár, þurfa að skipta þeim yfir í dönsk öku- skírteini ef þeir hyggjast aka bifreið í Danmörku. Sem dæmi má nefna að þrítugur Íslendingur, sem er með gilt íslenskt ökuskírteini til sjötugs, fær í staðinn útgefið danskt öku skírteini sem gildir þangað til hann verður 45 ára. Þá þarf hann að endurnýja ökuskírteinið og fær útgefið skírteini sem gildir þar til hann verður 60 ára. Þeir sem falla undir þessi skil- yrði og keyra um með íslenskt öku- skírteini eru í raun réttindalausir og geta búist við því að að fá sekt upp á 6.000 danskar krónur ef þeir eru stöðvaðir af lögreglu, það eru um 115 þúsund krónur. „Sektir eru almennt afar háar í Danmörku, til dæmis eru stöðumælasektir yfirleitt rúmlega 13 þúsund krónur,“ segir Helgi. Hann segist hafa lesið um nokkur tilvik þar sem Íslendingar hafi verið sektaðir á grundvelli þessara reglna. „Það er oft í tengslum við hraðasektir eða eitt- hvað slíkt, þá kemur í ljós að viðkom- andi er með ógilt ökuskírteini,“ segir Helgi. Að hans sögn hafa hins vegar verið dæmi um að lögregluþjónar séu ekki einu sinni vissir sjálfir um hverjar reglurnar eru og hafi því farið mildum höndum um réttindalausa landsmenn. Samkvæmt opinberum tölum eru tæplega sjö þúsund Íslendingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í Dan- mörku en erfitt er að meta hversu stór fjöldi þeirra hefur búið í landinu í yfir tvö ár og er með yfir 15 ára gildis- tíma á ökuskírteininu sínu. Íslenska sendiráðið í Danmörku hefur látið duga að vekja athygli á reglunum á heimasíðu sinni og tilkynningunni var dreift inn á helstu Facebook- hópa þeirra Íslendinga sem búa þar ytra. Í stærsta hópnum, Íslendingar í Danmörku, eru rúmlega 5.600 einstaklingar og því er eflaust tals- verður fjöldi Íslendinga sem hefur ekki hugmynd um hverjar reglurnar nákvæmlega eru. Séu þeir stöðvaðir af lögreglu þá gætu þeir átt yfir höfði sér þunga sekt. n bjornth@dv.is Óafvitandi án ökuréttinda Kaupmannahöfn Fjölmargir Íslendingar keyra um Danmörku réttindalausir. +3° +1° 5 3 11.14 15.30 15 Barcelona Berlín Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki Istanbúl London Madríd Moskva París Róm St. Pétursborg Tenerife Þórshöfn Miðvikudagur 16 4 °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C 4 -2 1 2 9 14 14 -1 13 13 -1 24 8 4 4 -7 -1 1 10 11 8 12 -2 25 5 -1 14 V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u Mið Fim Fös Lau Mið Fim Fös Lau EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík 3.6 2 7.4 2 3.2 -3 6.9 2 2.4 1 6.2 2 1.9 -1 5.6 2 5.0 3 4.4 1 4.1 -2 6.8 2 2.9 -7 1.5 -4 0.9 -9 1.5 -8 4.5 -4 4.7 -1 2.1 -8 2.7 -5 2.6 3 7.7 2 4.7 0 7.4 3 4.1 2 6.2 -2 3.4 -8 5.6 -2 2.3 2 10.0 -2 5.8 -5 8.4 0 5.3 2 13.3 1 7.6 -4 8.5 0 3.2 2 4.0 1 2.1 -3 6.6 2 upplýsinGar frá vedur.is oG frá yr.no, norsKu veðurstofunni Hláka Svellbunkar myndast í hlákunni og þá er ekki annað að gera en að salta. Mynd siGtryGGur ariMyndin Veðrið Dregur úr úrkomu Sunnan 3–10 m/s og stöku él, en léttir smám saman til norðaustan- og austanlands. Heldur kólnandi veður. Kaldast fyrir austan. Þriðjudagur 15. desember Reykjavík og nágrenni Evrópa Þriðjudagur Fremur hæg suð- austlæg átt og stöku él og kólnar lítið eitt. 33 5 1 52 73 2-6 21 21 5-1 50 5 1 2.5 -7 4.7 -3 1.1 -9 6.3 -5 2.8 -2 7.4 1 2.7 -6 3.2 -3 2.1 3 2.4 2 1.6 -1 9.3 2 1.1 -1 3.2 1 1.9 -6 3.0 -2 5.7 5 4.2 5 13.2 4 13.6 4 4.7 6 6.1 3 4.6 -6 9.9 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.