Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 15. desember 2015
og
Smáratorgi · Korputorgi
HUNDAFÓÐUR
FÆST HJÁ OKKUR
VANTAR
ÞIG BÍL?
Kynntu þér kosti langtímaleigu AVIS.
Þjónustuver Avis 591 4000 - avis@avis.is
Langtímaleiga AVIS er þægilegur,
sveigjanlegur og umfram allt
skynsamlegur kostur þegar kemur
að rekstri bifreiða.
Hagkvæmur kostur og allt innifalið,
s.s. bifreiðagjöld, tryggingar, olíuskipti og
allt hefðbundið viðhald.
Vetrarleiga AVIS er góður kostur fyrir þá
sem eru í / vinna við skóla, vinna við
vetrartengt starf eða vilja einfaldlega
heilsusamlegri lífsstíl á sumrin.
Hafðu samband og kynntu þér málið.
16 Sport
Svona virkar miðalottó UEFA
n Enginn ástæða til að sækja um miða í snatri n Opið til 18. janúar
U
msóknarglugginn fyrir
miða á leiki Íslands á EM í
knattspyrnu, sem fram fer
í Frakklandi í júní á næsta
ári, hefur verið opnaður. Glugginn
verður opinn til 18. janúar en alls
verða 29 þúsund miðar, eyrna-
merktir fyrir íslenska stuðnings-
menn, seldir samtals á leikina
þrjá; 8 þúsund á fyrsta leikinn,
13.400 á þann næsta og 16.250 á
lokaleikinn, sem fram fer á Stede
De France.
Engu máli skiptir hvenær innan
þessa tímaramma sótt er um miða
en niðurstaða umsókna liggur fyrir
í febrúar. Ef eftirspurn verður meiri
en framboð miða dregur UEFA,
knattspyrnusamband Evrópu,
úr umsóknum. Það er því engin
ástæða til að ana að miðakaupum.
Þeir sem ekki fá miða í þessari at-
rennu geta átt kost á því að kaupa
almenna miða síðar.
Íslendingar hafa forgang
Á vefsíðu KSÍ er fjallað ítarlega um
miðasöluna. Þar kemur fram að að-
eins einstaklingar geti keypt miða í
þessari atrennu. Og hver og einn get-
ur aðeins óskað eftir fjórum miðum
á hvern leik. „Íslenskir ríkisborgarar
(búsettir á Íslandi eða erlendis) og
erlendir ríkisborgarar búsettir á Ís-
landi njóta þó forgangs þegar kem-
ur að afgreiðslu umsókna um miða á
leiki Íslands í keppninni.“
Hægt er að sækja um miða á staka
leiki en einnig svokallað „ Follow
my team“ miða. Þannig má sækja
um miða á alla leiki Íslands, burt-
séð frá því hversu langt íslenska liðið
kemst í keppninni. Nánari upplýs-
ingar um þetta fyrirkomulag og skil-
mála þess er að finna á miðasöluvef
UEFA (www.uefa.com). Þess má geta
að ódýrustu miðarnir á leikina kosta
25 evrur en það eru um 3.500 krónur.
Langt á milli keppnisstaða
Fyrsti leikur Íslands verður gegn
Portúgal í St. Eitenne (nálægt
Lyon), sunnarlega í Frakklandi,
þann 14. júní. Næsti leikur verður
gegn Ungverjalandi þann 18. júní
í Marseille, syðst í Frakklandi en
lokaleikur Íslands í riðlinum fer fram
þann 22. júní norður í París. Tæpir
800 kílómetrar skilja að Marseille og
París.
Flug til Parísar, fram og til baka
kostar, ef bókað er núna, á bilinu 52–
60 þúsund krónur og er breytilegt á
milli flugfélaga og ferðatilhögunar.
WOW air býður til dæmis upp á beint
flug frá Keflavík til Parísar þann 12.
júní og heim þann 23. júní. Með því
fyrirkomulagi næði Íslendingur öll-
um þremur leikjum Íslands í riðla-
keppninni, og greiddi fyrir 56.997
krónur, ef hann bókaði núna. Sam-
kvæmt vefsíðunni Dohop.com er
yfirleitt um að ræða millilendingu,
þegar flug er bókað til Frakklands en
líkur eru á því að framboð á beinu
flugi til Frakklands muni aukast
núna þegar ljóst er hvar Íslands spil-
ar sína leiki.
Einnig ber að hafa í huga að
ferðaskrifstofur bjóða flestar pakka-
ferðir til Frakklands. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Þjálfararnir Hér
eru þjálfarar lið-
anna í riðli Íslands.
Auk okkar manna
eru þarna Marcel
Koller, þjálfari
Austurríkis, Bernd
Storck, þjálfari
Ungverjalands og
Fernando Santos,
þjálfari Portúgal.
Mynd EPA