Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 17
Vikublað 15. desember 2015 Kynningarblað - Jólatré 3
Jólatrén, jólaskrautið og
jólagjafirnar fást í BYKO
Sérvalin gæðajólatré í BYKO
V
ið seljum fjöldann allan
af lifandi jólatrjám fyrir
jól. Trén eru til sölu bæði í
verslun okkar á Selfossi og
í Timbursölunni í Breidd
í Kópavogi þar sem mesta salan er
hjá okkur. Við bjóðum upp á þrjár
mismunandi tegundir af trjám
og þar af tvær íslenskar tegund-
ir: blágreni og íslenska furu úr
Haukadalsskógi og frá Skógræktar-
félagi Árnesinga. Síðan erum við
með normannsþin frá Danmörku.“
Þetta segir Renzo Gústaf
Passaro, verslunarstjóri í Timbur-
sölunni hjá BYKO Breidd í Kópa-
vogi.
Trén eru sérvalin gæðatré sem
eru í stærðinni á bilinu frá einum
metra og upp í 2,5 m á hæð. Verðið
er mjög hagstætt:
Það er hægt að gera margt í
sömu ferð þegar jólatré er keypt hjá
BYKO því til staðar er allt jólaskraut
og jólatrjáastandar. Fyrir svo utan
frábært úrval af jólagjöfum, til
dæmis vönduð verkfæri frá Bosch
og fleiri heimsþekktum framleið-
endum auk úrvals af gjafavöru og
heimilistækjum frá framleiðendum
á borð við Tefal og Kitchen Aid sem
mörgum finnst gott að fá í jólagjöf.
Að sögn Renzos sprakk jólatrjáa-
salan út um síðustu helgi og mun
væntanlega verða stíf fram að jól-
um. Hann hvetur fólk til að kaupa
jólatré tímanlega enda fellur ekki
af trjánum fyrr en eftir langan tíma
og ekki er hægt að tryggja að til séu
jólatré í heppilegum stærðum ef
keypt er of nálægt jólum.
Opið er í Timbursölu BYKO til
klukkan 20 þriðjudags- og miðviku-
dagskvöld. Frá og með fimmtudeg-
inum 17. desember er síðan opið til
22 á kvöldin fram til jóla. n