Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Page 14
14 Fréttir Erlent Jólablað 22.–28. desember 2015 Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Þ etta eru hræðilegar aðstæður. Hún var í líkhúsinu í King- sýslu í mánuð áður en við tókum eftir þessu,“ segir lög- regluforinginn Robert K. Boyce um morðmál sem lögreglan í New York hefur hafið rannsókn á. Gömul kona, 82 ára, fannst látin á heimili sínu fyrir rúmum mánuði. Konan, Myrtle McKinney, hafði búið ein og þegar lögreglumenn og réttar- meinafræðing bar að garði var talið að líkleg dánarorsök væri hjarta- eða heilablóðfall. Að líkindum hefði ekk- ert saknæmt átt sér stað. Lögreglan rannsakaði íbúðina ekki frekar og taldi málinu lokið. Líkið var flutt í lík- hús borgarinnar og þegar að jarðar- för kom, mánuði eftir andlát konunn- ar, kom í ljós stungusár á hálsinum á henni. Svo virðist sem allt hafi farið úrskeiðis varðandi rannsókn og eftir- mála andláts konunnar. Hafði glímt við slæma heilsu Rannsóknarlögreglumenn voru ekki kallaðir að heimili konunnar og var dauði hennar aldrei kannaður frekar þar sem almennir lögregluþjón- ar voru þeir einu sem komu að mál- inu. Þeir höfðu farið að heimili henn- ar í svokallaða velferðarheimsókn. Í slíkri heimsókn kanna lögreglumenn hvort allt í lagi sé með fólk, til dæm- is ef nágrannar óttast um viðkomandi eða ættingjar ná ekki sambandi við þá. Lögreglumennirnir sögðu að ekk- ert hefði bent til þess að brotist hefði verið inn og vissu að konan hafði ver- ið við slæma heilsu, glímt við sykur- sýki og háan blóðþrýsting. Þeir töldu því ljóst að andlát hennar tengdist heilsubrestinum. Útfararstjóri kveikti á perunni Það var svo útfararstjóri sem var að undirbúa útför hennar sem tók eftir sárinu á hálsinum. Hann óskað eftir því að fram færi krufning, sem hefði átt að fara fram áður en konan var jörðuð en hafði misfarist af óljósum orsökum. Við krufningu kom í ljós að hún hafði rifbeinsbrotnað og að hún hafði fengið þungt högg á búk og höf- uð. Myrtle var einnig marin í andliti. Lögreglan segir að áverkarnir hafi þó verið þannig að þeir hafi ekki ver- ið auðsjáanlegir. Ljóst var að einhver hafði farið mjög illa með gömlu kon- una. Hún hafði að líkindum ekki getað borið hendur fyrir höfuð sér. Allt fór úrskeiðis. Læknir konunn- ar virðist hafa undirritað dánarvott- orð hennar, án þess að hafa skoðað líkið. Lögreglumenn mátu aðstæður þannig að ekki þyrfti að kalla til rann- sóknarlögreglumenn, Myrtle var ekki krufin fljótlega eftir andlátið og að auki virðast óskir fjölskyldu hennar um að andlát hennar yrði rannsakað sérstaklega hafa verið hundsaðar, en fjölskyldunni fannst grunsamlegt að Myrtle hefði fundist látin undir eld- húsborðinu. Myrtle hafði sjálf trúað nágranna sínum fyrir því að hún teldi einhvern vera að stela frá sér, líklega ættingja. Var hún sannfærð um að viðkom- andi hefði haft af henni háa fjárhæð. Þegar nágranninn aðstoðaði hana við að skoða yfirlit fundu þau ekkert athugavert. Ættingjarnir deila skoðun með hinni látnu; svo virðist sem ein- hver hafi tekið út mikið fé af reikning- um hennar. Lögreglan gefur ekkert uppi um gang málsins, segist hafa ákveðnar vísbendingar en lofar því að rannsókn fari fram, bæði á dauða hennar og því hvers vegna rannsókn á honum hófst ekki strax. n Áttuðu sig mánuði seinna á morðinu n 82 ára kona fannst látin undir eldhúsborði á heimili sínu Óttaðist að verið væri að féfletta hana Konan taldi einhvern vera að hafa af sér háar fjárhæðir. Tveimur dögum fyrir andlátið tók hún út 800 dollara í reiðufé. Ekki er vitað hvort lögregla fann peningana í íbúðinni. Mynd 123rtf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.