Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 9
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Fréttir 9 Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 V íða er mokveiði í laxveiði- nni þessa dagana. Á hverj- um degi veiðast um hund- rað laxar í Ytri-Rangá, á tuttugu stangir. Eystri- Rangá er að koma mjög til eftir slaka byrjun og þar veiðast orðið á degi hverjum 60–65 laxar á átján stangir. Þá greindum við frá því, á dv. is, að Bjartmar Pétursson landaði 110 sentimetra laxi í Laxá í Aðaldal skömmu fyrir hádegi á þriðjudag. Þetta er stærsti lax sumarsins sem DV er kunnugt um. Fiskurinn tók fluguna Dimmblá sem hnýtt er af Þórði Péturssyni frá Húsavík, eða Dodda eins og hann er alla jafna kallaður. Komu lífi í hann Bjartmar setti í fiskinn á veiðistaðn- um Laxatanga og stóð viðureignin í klukkutíma og tíu mínútur. Frið- mar, sonur Bjartmars, aðstoðaði við löndunina. Fiskurinn vigtaði 27 pund að sögn Bjartmars. Hann seg- ir að þeir feðgar hafi ekki mælt um- málið. Viðureignin var löng og ströng að mati Bjartmars. „Við komum lífi í hann og ekki var annað að sjá en hann færi hinn hressasti í burtu,“ sagði Bjartmar þar sem hann var staddur í veiðihúsinu við Laxá í Að- aldal. Ágætisveiði er í Laxá og þá sér- staklega á neðri svæðunum. Vel yfir 10 kíló Axel Gissurarson, leiðsögumaður hjá Lax-á, sagði í samtali við DV á þriðju- dag að veiðin væri að aukast dag frá degi í Eystri ánni, hún væri þó nokk- uð frá sínu besta, „en vaxandi veiði dag hvern,“ sagði Axel. Hann sagði vera gott hlutfall af stórlaxi þetta sumarið. Einn tuttugu pundari hef- ur komið á land í Eystri-Rangá sem Axel er kunnugt um. „Það var erlend- ur veiðimaður sem landaði 97 senti- metra laxi og hann var gríðarlega sver, þannig að hann var vel yfir 10 kíló,“ sagði Axel. „Sorrý. Er að háfa.“ Þegar DV ræddi við Axel var hann staddur í Blöndu með hóp af er- lendum veiðimönnum. Þeir voru í mokveiði og í miðju símtalinu urðu miklir skruðningar. „Sorrý. Er að háfa fisk.“ Þetta var sjötti laxinn á stöngina og enn tveir tímar eftir af vaktinni. „Ég skal senda þér mynd af honum.“ Veiðin í Blöndu er afskap- lega góð þessa dagana og flestall- ir taka kvótann, sem er tólf laxar á stöng á svæði eitt. Á efri svæðunum er veiðin einnig góð. Veitt er á flugu og maðk á neðsta svæðinu en einnig má veiða á spún á efri svæðunum. n Mokveiði í stærstu ánum Eggert Skúlason eggert@dv.is Hundrað laxa dagar í Ytri-Rangá Sorrý. Er að háfa Axel Gissurarson leiðsögumaður háfar laxinn sem truflaði símtalið. Hér staddur á svæði tvö. Mokveiði er í Blöndu þessa dagana. Sá stærsti í sumar Bjartmar með hænginn stóra sem mæld- ist 110 sentimetra langur. Nýr Óðinn í flota gæslunnar Byltingarkennd hönnun L andhelgisgæslan tók í notk- un nýjan strandgæslubát í gær. Báturinn hlaut nafnið Óðinn en hefð er fyrir því að skip gæsl- unnar beri nöfn goðanna. Báturinn er hannaður af fyrirtækinu Rafnari ehf. og tók gæslan þátt í þróun bátsins og hefur verkefnið staðið yfir í þrjú ár. Sökum þessa skilar báturinn sér til gæslunnar á mjög hagstæðu verði. Gæslan keypti vélarnar fyrir um níu milljónir króna en þær eru báðar um 250 hestöfl. Báturinn gengur 40 hnúta í góðu veðri og setur það Óðin í flokk með hraðskreiðustu strand- bátum við landið. Skrokkur Óðins er byltingarkenndur og ólíkur því sem gerist á smærri bátum. Hann er meira í ætt við lögun á skipi og eyk- ur þetta skrokkslag mjög sjóhæfni bátsins. Óðinn verður staðsettur í Reykjavík en sendur vítt um land þegar þurfa þykir. Markmið gæslunn- ar er að taka fleiri slíka báta í notkun á næstu árum. „Draumurinn er að eiga fjóra til fimm slíka báta sem staðsettir væru úti um allt land. Vonandi verð- ur það að veruleika,“ sagði Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri hjá gæsl- unni, í samtali við DV í gær. n eggert@dv.is Sæll og stoltur Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, brosti sínu breið- asta þegar Óðinn bættist formlega í flotann á nýjan leik. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.