Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 5.–6. ágúst 201518 Menning Á meðan sumir feðgar fara í golf og veiði saman hittast Pan og Óskar Thorarensen og semja tilraunakennda raftónlist í sameiningu undir nafninu Stereo Hypnosis og halda tónlistarhátíðina Extreme Chill – Undir jökli. DV ræddi við Pan um öfga-chill og fjölskyldufíl- inginn í raftónlistarsenunni. Ná vel saman „Pabbi er einn af brautryðjendun- um í íslenskri raftónlist. Hann var í gjörningalistahópnum Inferno 5 sem gerði garðinn frægan hér heima og erlendis á níunda ára- tugnum. Ég kem eiginlega úr hip- hop heiminum. Ég hef gefið út fimm instrumental hip-hop plötur undir nafninu Beatmakin Troopa,“ segir Pan. Hann segir að þeir feðgar hafi byrjað að vinna saman að tónlist undir nafninu Stereo Hypnosis árið 2007. „Þá vorum við að taka ljós- myndir og taka upp náttúruhljóð í Flatey á Breiðafirði. Þetta byrj- aði bara í svona „field recording“ – náttúruupptökum – og það var aldrei pælingin að búa til hljóm- sveit. Svo byrjuðum við að hittast og spila ofan í þetta og þetta slysað- ist áfram. Svo gáfum við út plötuna Parallel Islands en grunnurinn að henni er tekinn upp þarna í Flat- ey. Það var gaman að gera þessa plötu og gekk vel að vinna saman, svo þegar okkur fór að bjóðast að fara erlendis og spila héldum við áfram.“ En hvernig er að vinna með pabba sínum að tónlist? „Við hnakkrífumst. Það getur verið erfitt en líka æðislegt. Auðvitað vill hann ráða, verandi eldri og með meiri reynslu ... að hann heldur,“ segir Pan og hlær. Í aðdraganda nýjustu plötu Ster- eo Hypnosis bættist við nýr með- limur í bandið, Þorkell Atlason, tónskáld og gítarleikari, en hann kemur fram með þeim feðgum á Extreme Chill um helgina. „Á tón- leikum er hann á gítar, pabbi á hljóðgervlum, ég á tölvu, sampler- um, effektum og í hljóðpæling- um. Svo erum við með forritaðar trommur. Við köllum þetta lífræna raftónlist. Við erum alltaf að reyna að skera tölvurnar út og notum þær mjög lítið. Þetta er mest keyrt áfram af gömlum synthesizerum. Við erum að reyna að fara svolítið aftur í gamla skólann: Tangerine Dream og svona.“ „Legend“ og brautryðjendur Þeir feðgar vinna ekki aðeins að tónlist saman, heldur hafa einnig staðið fyrir tónlistarhátíð- inni Extreme Chill – Undir jökli ásamt kærustum sínum, Guð- rúnu Lárusdóttur og Aðalheiði Hreinsdóttur, undanfarin sex ár. Hugmyndin að því að halda tónlist- arhátíð undir Snæfellsjökli kvikn- aði eftir vel heppnaða útgáfutón- leika á Hellissandi fyrir plötuna Hypnogogia árið 2009. „Þetta byrjaði sem raftónlist- arhátíð. En í dag myndi ég segja að þætti væri bara eclectic-bland, svona allt af öllu. En í grunninn er þetta raftónlistarhátíð í bland við vídeó og gjörninga. Í ár er dag- skráin fjölbreyttari en hefur ver- ið undanfarin ár. Þarna er allt frá djass og klassík og alveg út í teknó og dans og auðvitað ambient og chill. Fyrsta árið var bara eitt erlent „aðalatriði“ en núna eru þau orðin þrjú eða fjögur,“ segir Pan. „Þarna er til dæmis Sebastian Studnitzky, einn flottasti djassar- inn í Þýskalandi þessa dagana. Hann er bæði trompet- og píanó- leikari og var nýlega að vinna Echo jazz-verðlaunin sem brassleikari ársins í Þýskalandi. Hann spilaði með Mezzoforte í tíu ár og var með- limur Jazzanova í mörg ár Sebast- ian rekur einnig labelið Contem- plate og er útgefandi Samma Big Band og ADHD. Biosphere er líka risanafn – örugglega eitt stærsta ambient-nafn í heiminum. Það er Norðmaður sem hefur verið að frá 1990 og er algjör brautryðjandi í tilraunakenndri raftónlist. Svo eru þarna Mixmaster Morris (Ninja Tune), sem er einn af þeim sem var lengi með puttana í einni af flott- ustu hátíðunum í Bretlandi, The Big Chill, og hefur unnið með Ap- hex Twin og mörgum öðrum – al- gjört „legend“. Svo er náttúrlega Hilmar Örn Hilmarsson og svo væri lengi hægt að telja áfram.“ Fjölskyldufílingur Frá upphafi hafa aðeins verið 400 miðar í boði á hátíðina. Pan segir að til hafi staðið að stækka hátíðina fyrir nokkrum árum en sem bet- ur fer hafi verið ákveðið að halda í nándina og „kósí“ stemninguna sem ríkir á hátíðinni. Tónleikarn- ir eru eins og áður haldnir í félags- heimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. „Það er svona fjölskyldufílingur þarna. Fólk kynnist svo vel. Mað- ur myndar miklu betri, góð og traust, sambönd á svona minni há- tíðum. Þetta er líka svolítil nörda- samkoma, mikið talað um tónlist, hljóðpælingar, græju- og stúdíótal: hvernig á að gera hitt og þetta. Þetta er svo mikið nördasamfélag hjá raf- tónlistarmönnum,“ segir Pan. „Stemningin er bara ótrúlega falleg. Þetta er eins og að fara inn í annan heim. Þegar maður keyr- ir þarna upp eftir tekur maður eft- ir náttúrunni og það er eins og allt sé að tala við þig. Náttúran er svo sterk og á í svo sérstöku sambandi við tónlistina. Það er eitthvað öðru- vísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi.“ Hljóðið upp á tíu „Við viljum bara vera með gott and- rúmsloft þótt það sé líka alltaf partí í lokin. Við reynum að búa til góða uppbyggingu á kvöldinu. Byrjum í rólegri kantinum en svo þróast þetta út í meiri takt. Svo endar þetta í einhverri geðveiki. Það eru margir sem halda að þetta séu bara ein- hverjir DJ-ar, en þetta er langmest lifandi raftónlist – það er bara einn DJ í ár en fyrst og fremst tónlistar- menn sem spila live,“ segir Pan. Hann segir að það sé lífs- nauðsynlegt í tilraunakenndri raf- tónlist að vera með gott hljóð en það verður Óli Ofur sem mun hafa umsjón með því. „Hljóð og mynd verða alveg upp á tíu. Við leggj- um allt upp úr því að vera með gott hljóð. Það er það sem peningarn- ir fara í – að þetta sé það besta sem sé að gerast í hljóði í heimin- um í dag. Þetta er mjög mikilvægt í þessari tegund tónlistar því það eru svo viðkvæmar tíðnir, háar og lágar og út um allt, svo þarf að passa að hljóðið skjótist ekki út um alla veggi.“ n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Pan Thorarensen semur raftónlist og skipuleggur tónlistarhátíðina Extreme Chill á Hellissandi með pabba sínum„Við köllum þetta lífræna raftónlist Þau verða á Extreme Chill Ambátt, Biosphere, Brillantinus, DJ Flugvél og Geimskip, DJ Myth, EinarIndra, Futuregrapher, Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen, Jafet Melge, Jóhann Eiríksson, Jónas Sen, LaFontaine, Mike Hunt, Mixmaster Morr- is, Muted, Orang Volante, Quadruplos, Ruxpin, Skurken, Snooze Infinity, Snorri Ásmundsson, Stereop Hypnosis, Studnitzky, Tanya and Marlon og Tonik Ensemble. Fjölskyldufílingur Pan og Óskar Thoraren- sen standa að tónlist- arhátíðinni Extreme Chill – Undir jökli ásamt kærustum sínum. myNd siGTryGGur ari Fjölskyldu- Fílingur og öFga-chill Hverfisgata 105 • Sími 551 6688 Stórar stelpur útsala útsala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.