Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 5.–6. ágúst 201526 Fólk
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu
Gæða viftur - margar gerðir
Carlos ætlar að bjarga
íslenskum karlmönnum
B
ryndís Ásmundsdóttir
söng- og leikkona birti ný-
lega myndir af hugguleg-
um suðrænum karlmanni
á Facebook-síðu sinni,
með brennandi augnaráð og vel
þétta skeggrót. Ætla má að margir
vinir Bryndísar hafi færst í aukana
því allt leit út fyrir að hún hefði
hitt hinn æsispennandi Carlos
á Tinder. Svo var þó ekki, Carlos
reyndist nýtt aukasjálf Bryndís-
ar sem varð til á Modus Hárstofu,
þegar hún var klædd upp í dragg
fyrir myndband á vegum
vefsins hárvörur.is. Mynd-
bandið er hluti af kynn-
ingarstarfi fyrirtækisins en
vekur líka athygli á Hinseg-
in dögum og draggkeppni
Íslands sem haldin verð-
ur miðvikudagskvöldið 5.
ágúst í Gamla bíói. Í mynd-
bandinu má sjá Bryndísi
sem Carlos, en þúsund-
þjalasmiðurinn Pacas var
settur í kvengervi.
Dómari í draggkeppni
Bryndís verður virkur þátt-
takandi í Hinsegin dögum.
„Ég verð í fyrsta lagi dóm-
ari í Draggkeppni Íslands og
er ekkert smá spennt fyrir
því. Svo ætla ég að vera uppi
á bílnum sem skemmti-
staðurinn Kíkí verður með
í gleðigöngunni sjálfri. Þar
mun ég syngja og gleðjast
með þeim þúsundum sem
mæta í gönguna.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Bryndís fer í karlgervi. „Fyrir
nokkrum árum tók ég þátt í hópn-
um pörupiltar ásamt fleiri
leikkonum. Við fórum á nám-
skeið og lærðum að gera þetta
af mikilli list. Það er alls ekki
nóg að fara í gallabuxur og
karlaskó.
Kjarninn
liggur í því
að skapa
karakt-
erinn, og
það er
misjafnt
hvernig
fólk fer að
því.“
Mögnuð
tilfinning
Bryndís
segir að
sjálft ferl-
ið sé magn-
að og valdefl-
andi fyrir konur.
„Það fylgir því
mikill kraftur að finna karl-
manninn í sér. Tilfinning
um að þú sért óstöðvandi
og alveg sama um hvað all-
ir segja. Þegar brjóstin hafa
verið tjóðruð niður og eitt-
hvað búið til sem er í lík-
ingu við djásnið milli lær-
anna fara hlutir að gerast.
Þegar Carlos fæddist fann
ég að eitt sokkapar í buxunum var
ekki nóg. Um leið og ég bætti við
öðru sokkapari og rétta stærðin var
komin, fann ég göngulagið og suð-
rænan hreiminn.“
Carlos hefur þó fleiri kosti en
sjóðheitt útlitið. „Hann er flagari,
svo það sé á hreinu,“ segir Bryndís,
„hann er búinn að búa á Íslandi
í fjögur ár og líkar það vel. Við að
flytja hingað fann hann nýjan til-
gang í lífinu – að kenna karlmönn-
um hvernig á að koma fram við
konur. Honum finnst Íslendingar
algjörir lúðar. Hann heldur nám-
skeið í þessu og er með allnokkur
töfrabrögð í vasanum. Carlos telur
sig einu von íslenskra karlmanna.
Hann er kominn til bjargar.“
Það er aldrei að vita hvar Carlos
birtist næst, hann býður upp á
námskeið bæði fyrir konur og karla
og treður upp með innblásandi
ræður við ýmis tilefni. n
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Lokkandi lúkk Carlos elskar íslenskar konur.
Carlos hinn suðræni Rakaði sig líklega fyrir nokkrum klukkutímum.
Bryndís
Ásmundsdóttir
Svona erum við
vanari að sjá
söngdívuna.
„
Þegar
brjóstin hafa
verið tjóðruð
niður og eitthvað
búið til sem er í
líkingu við djásnið
milli læranna fara
hlutir að gerast.
n Maður með tilgang í lífinu n Kraftur í draggi n Heldur framkomunámskeið
Lillý giftist um versló
Glæsileg í blúndukjól
D
agurinn var yndislegur. Þetta
var allt mjög afslappað og
við nutum okkar í botn. Ef ég
hefði vitað að það gæti verið
svona skemmtilegt að gifta sig hefði
ég verið búin að því fyrir löngu,“ seg-
ir fréttakonan Lillý Valgerður Péturs-
dóttir sem gekk í það heilaga um
helgina, nánar tiltekið á föstudaginn
um verslunarmannahelgina.
Lillý Valgerður giftist sambýlis-
manni sínum til margra ára, sjóð-
stjóranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni,
en þau eiga saman tvö börn, fimm
ára og tæplega tveggja ára. Frétta-
konan var að sjálfsögðu glæsileg í
dásamlegum ljósgylltum blúndu-
brúðarkjól en athöfnin sjálf fór fram
í sól og blíðu í Árbæjarsafninu. Vin-
kvennahópur Lillý Valgerðar hafði að
sjálfsögðu gæsað verðandi brúðina
þar sem þær komu henni á óvart með
skemmtilegum degi þar sem þem-
að var 80's tímabilið eins og sést á
myndinni sem fylgir. n indiana@dv.is
80's þema Vinkonur fréttakonunnar
komu henni á óvart þegar þær mættu í 80's
dressi og tóku hana með sér á skrall.
Glæsileg
Brúðurin var
stórglæsileg
og í dásam-
lega fallegum
blúndukjól.